Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 I>V Rjúkandi rústir í Enschede Brunnir bílar eru til marks um eyöilegginguna í Enschede í Hollandi þar sem flugeldasmiöja sprakk. Gífurleg reiði í Enschede eftir sprengingrnar Mikil reiði er meðal íbúa hol- lensku borgarinnar Enschede þar sem tuttugu manns að minnsta kosti týndu lifi á laugardag þegar flugeldaverksmiðja sprakk í tætlur og eldur fór um nærliggjandi hús. íbúamir höfðu ekki hugmynd um að flugeldasmiðjan væri inni í hverfi þeirra. „Við bjuggum á sprengju í þrjátíu ár,“ sagði Marika Sprakel sem bíð- ur þess að komast heim til sin tii að kanna skemmdirnar. Um fjögur hundruð hús eyðilögð- ust í eldinum sem varð í kjölfar sprenginga í skemmu flugeldasmiðj- unnar. Mörg hundruð hús til viðbót- ar urðu fyrir skemmdum. Grunur leikur á að í smiðjunni hafi verið geymt magnesíum. Smiðj- an hafði ekki leyfi fyrir því. Cherie sækir mál gegn Tony Blair Cherie Blair, eiginkona Tonys forsætisráðherra Bretlands, ætlar að berjast gegn reglugerð um fæð- ingarorlof sem stjóm eiginmanns hennar hefur sett. Cherie er ólétt og á að eiga fjórða bam þeirra hjóna á næstu dögum. Reglugerðin kveður á um að for- eldrar bama geti tekið allt að 13 vikna launalaust leyfi til að annast böm sín, sem fædd eru fyrir 15. des- ember 1999. Þar með eru 2,7 miUjón- ir vinnandi foreldra útilokaðar og það er fyrir það fólk sem Cherie er að berjast. Cherie telur að það stríði gegn Evrópurétti að binda reglugerðina við ákveðna dagsetningu og því var ákveöið að fara i mál. Þrír Palestínumenn létu lífiö á Vesturbakkanum og Gaza: Blóöugustu átökin við ísraela í tvö ár því á sama degi árið 1998 þegar nokkrir Palestínumenn féllu í átök- um við ísraelska hermenn. Tilefni mótmælanna þá var hið sama og í gær. ísraelskir hermenn höfðu mikinn viðbúnað á óróasvæðunum í morg- un en ekki höfðu borist neinar fregnir af ólátum. „Ég veit að Palestínumenn gerðu sitt til að átök blossuðu ekki upp á ný. Ég vona að það takist," sagði Ephraim Sneh, aðstoðarvamar- málaráðherra ísraels, í viðtali við útvarpsstöð hersins. Ross kom til ísraels í gær til nýrra viðræðna um frið milli ísra- ela og Palestinumanna. Hann kom frá Stokkhólmi og með i för vom ísraelskir og palestínskir samninga- menn sem höfðu haldið leynilega viðræðufundi í sænsku höfuðborg- inni, að því er palestínskur embætt- ismaður sagði fréttamanni Reuters. Dennis Ross, sáttasemjari Banda- ríkjastjómar, ætlar að halda friðar- umleitunum sínum með leitogum ísraels og Palestínumanna í dag, daginn eftir blóðugustu átökin á Vesturbakkanum og Gaza í tvö ár. Þrír Palestínumenn féllu og meira en þrjú hundruð særðust í átökunum þar sem ísraelskir her- menn og palestínskir lögregluþjón- ar skiptust á skotum. Slikir skotbar- dagar eru afar sjaldséðir. Upphaf átakanna má rekja til grjótkasts mótmælenda á götum Vesturbakkans og Gaza þar sem þeir minntust þess að 52 ár eru lið- in frá „hörmungunum" sem stofnun Ísraelsríkis var í augum þeirra. Þá kröfðust mótmælendur þess að ísra- elar létu lausa palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Fimmtán ísraelsmenn slösuðust í átökunum. Ofbeldið í gær var hið versta frá Grjótkast á Gaza Palestínskt ungmenni kastar grjóti aö ísraelskum hermönnum á Gaza. Hrútur með hafnaboltahúfu Hann heitir Rómeó þessi glæsilegi Hjaltslandseyjahrútur meö hafnaboltahúfuslitrur á hausnum á heimaslóöum sínum viö bóndabæ einn norövestur af Toronto í Kanada. Ástæðan fyrir því aö bændur þar um slóöir setja húfur á hrúta sína er sú aö þegar þeir beygja sig til aö stanga byrgja húfurnar þeim sín, ætluöum fórnarlömbum til mikils léttis. ín? var eru augun PHILIPS myndavélakerfi: •14" skjár og myndavélar • Eykur reksfraröryggi A\Á\á\ •Verð frá 49.000 kr. • Veitir starfsfólki meira örygg Mmm\vöRu \VERND Vöruvernd - Askalind 2, 200 Kópavogi. Sími: 564 6800. Söluaöili Akureyri: Svar hf - Ráöhústorgi 5. Sími: 460 5950. PHIUPS Kosningar í Simbabwe í júní Robert Mugabe, forseti Simbabwe, tilkynnti í gær að haldnar yrðu kosn- ingar 24. og 25. júní. Stjómarandstað- an fagnar kosningunum en efast um að þær verði frjálsar og réttlátar. Talsmaður stjómarandstöðunnar sagði í gær að hvítir bændur í Simbabwe neyddust til að styðja stjórnarflokkinn Zanu-Pf. „Styðji menn ekki flokkinn er þeim hótað landtöku með valdi eða einhverju enn verra,“ sagði David Colbart, tals- maður stjómarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðislegri breyt- ingu. Colbart lýsti þessu yfir eftir að ríkisfjölmiðlar höfðu greint frá því að allt að 50 hvítir bændur hefðu sagt sig úr stjórnarandstöðuflokkn- um og gengið í stjórnarflokkinn. Fjórir hvitir bændur hafa verið drepnir af landtökumönnum. Hund- ruðum svartra vinnumanna hefur verið misþyrmt vegna stuðnings við stjómarandstööuna. Sendinefnd frá Evrópusamband- inu, ESB, kom til Simbabwe í gær til þess að skipuleggja eftirlit með fyrir- huguðum kosningum. „Þetta getur ekki haldið áfram svona. Þetta er óásættanlegt," sagði fulltrúi nefndar- innar, Roger Moore. Haldið Watson fjarri Norski hvalfang- arinn og þingmað- urinn Steinar Bastesen hvetur Færeyinga til að taka hraustlega á móti hvalfriðunar- sinnanum Paul Watson komi hann til Færeyja í sumar. Steinar segir að ef Watson nái ekki myndum af blóði minnki tekjur hans. Flugeldasprenging Fimm létu lifið í sprengingu í flugeldaverksmiðju við Rafelcofer í Valencia á Spáni í gær. Landamærastríö Yfirvöld í Eþíópiu sögðu i morg- un að hermenn landsins hefðu kom- ist inn fyrir landamæri Erítreu. Væri nú barist um yfirráð yfir mik- ilvægum bæjum. Von um lausn Lausn þykir vera i sjónmáli í gíslamálinu í Sierra Leone eftir að uppreisnarmenn slepptu á sunnu- daginn 139 gíslum. 347 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru enn í haldi uppreisnarmanna. Ný kenning um sprengju Hlé hefur verið gert á réttarhöld- unum í Hollandi yflr Lýbíumönnun- um tveimur sem sakaðir eru um sprengjuárás á farþegaþotu yfir Lockerbie í Skotlandi. Saksóknarar og verjendur skoða nú skýrslu sér- fræðings sem segir að sprengjan geti ekki hafa verið í ferðatösku í gámi vegna eðli þeirra skemmda sem af hlutust. Fylgið hrynur af Blair Fylgi Tonys Bla- irs, forsætisráð- herra Bretlands, hefur ekki verið minna síðan hann komst til valda 1997. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í morg- un, nýtur Verkamannaflokkurinn 41 prósents fylgis en íhaldsflokkur- inn er með 34 prósenta fylgi. Snúa heim til Los Aiamos íbúum var leyft að snúa heim til flestra bæjarhluta Los Alamos í Bandaríkjunum i gær þar sem skóg- areldar herjuðu í síðustu viku. íbú- amir flýðu bæinn síðastliðinn mið- vikudag vegna eldanna sem eyðilögðu 260 hús. Borgarstjórinn sigraði Vladimir Jakov- lev, borgarstjóri í Sankti Pétursborg, sigraði i kosningun- um þar á sunnudag- inn. Fyrir kosning- amar reyndu lýð- ræðisöfl að setja saman bandalag hópa sem em andvígir Jakovlev. Frambjóðandi bandalagsins, Igor Artjomev, hlaut aðeins 15 prósent atkvæða. Estrada til Kína Forseti Filippseyja, Joseph Estrada, hélt í morgun í 5 daga heimsókn til Kina. Hann sagði þó að lausn gíslamálsins væri enn efsta málið á baugi hjá stjómvöldum. Líðan gíslanna er sögð sæmileg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.