Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 Skoðun I>V Spurning dagsins Hvernig fannst þér Eurovision-keppnin? Hólmfríður Kjartansdóttir, búsett í Bandaríkjunum: Hún var allt í lagi, en mér fannst danska lagiö ömurlegt. Okkar fólk stóö sig mjög vel. Alma Guðmundsdóttir afgreiðsludama: Mjög góö, mér fannst vinningslagiö alveg sæmitegt og ísland stóö sig mjög vel. Klara Norðdal, starfsmaður McDonalds: Mjög fín og ég var mjög ánægö meö frammistööu íslands, en lagiö sem vann var ágætt. Valdimar Jónsson stuðningsfulltrúi: Hún var góö aö mörgu leyti. Island fékk allt of fá stig miöaö viö frammistööu. Bergiind Ragnarsdóttir, 12 ára: Hún var skemmtileg en mér fannst aö ísland ætti aö vinna. Þóra Sif Friðriksdóttir, 12 ára: Hún var skemmtileg, en ísland átti betra skiliö en 12. sæti. Á aðalfundi hjá ÍAV. Nú eru ÍAV orönir almenningshlutafélag. íslenskir aðalverk- takar á krossgötum íslenskir aðal- verktakar standa nú á tímamótum. Félagið er að yfir- gefa varnarsvæð- ið, eða hefur flutt vélar og tæki það- an. Enn eru þó í gangi nokkur smá viðhaldsverkefni fyrir Varnarliðið. Verktaka fyrir NATO og flotann hefur verið gefin frjáls og aðlögun- artími íslenskra aðalverktaka er að renna út. Verkefni fyrir Bandaríkja- stjóm á Islandi verða ekki mörg á næstu árum og færir ekki félagi af þeirri stærðargráðu sem íslenskir aðalverktakar eru nú gull í mund. íslenskir aðalverktakar vora stofnaðir í kjölfar milliríkjasamn- ings íslands og Bandaríkjanna sem var undirritaður 26. maí 1954. Árið 1953 voru starfsmenn hins erlenda verktaka 4000 og skiptist nokkuð jafnt, 2000 frá Bandaríkjunum og 2000 íslendingar. Vamarliðið lét í té „Ég er þess fullviss að þeir munu verða risi á verk- takamarkaði og víðar í ís- lensku fjármálalífi, enda hafa ÍAV alla tíð verið vel rekið félag og vel stjómað. “ öll hús sem til þurfti og var svo alla tíð. Varnarliðið á hús þau er ís- lenskir aðalverktakar hafa verið með sína starfsemi í. Steingrimur Hermannsson, fyrrv. ráðherra, seg- ir i æviminningum sínum að ís- lenskir aðalverktakar hafi alls ekki verið nógu öflugt félagt til að sinna hinum geysistóru verkefnum sem voru á vegum varnarliðsins. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá íslenskum aðalverktökum. I tíð vinstri stjórnarinnar voru uppi áform um brottfor varnarliðsins. Rekin var tvöfold gengisstefna, doll- arinn var lægri á varnarsvæðinu, heldur en i Reykjavík. Vamarliðið stöðvaði allar framkvæmdir. Ailt þetta kom afar illa við íslenska að- alverktaka sem töpuðu stórfé og 1958 var svo komið að félagið var nánast gjaldþrota. Seldar vom vélar og önnur áhöld til að halda félaginu gangandi. En upp úr 1960 hækkaði sól ÍVA hratt og félagið fékk geysi- lega umfangsmikil verkefni. Ég kom 4 sinnum til starfa hjá ÍVA, fyrst árið 1964 og lauk 30 ára starfsferli á vellinum í árslok 1993. Þar var ávallt gott að starfa. Deilt hefur verið um ýmis tolla- fríðindi sem félagið naut en öll mál- efni þar að lútandi voru í samræmi við lög no. 110 frá 1951 „Um málefni á vellinum vegna veru vamarliðs- ins á Islandi.“ Eins hefur verið deilt um eignaraðild. Æskilegast hefði verið að íslenska ríkið hefði átt 100%, líkt og hjá Ratsjárstofnun. En nú er ÍVA orðið almenningshluta- félag. Ég er þess fullviss, að þeir munu verða risi á verktakamarkaði og víðar í íslensku fjármálalífi enda hafa ÍAV alla tíð verið vel rekið félag og vel stjómað. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Trúðu fram í rauðan dauðann Sigríður Siguröardöttir skrifar: Illa gengur þeim sem fest hafa trú á kommúnismann að trúa staðfest- um frásögnum af fjáraustri Sovét- manna hingað til lands. Til dæmis skjölum þar sem greint var frá þrjá- tíu milljónum króna er sendar voru á tíu ára tímabili, auk annars (en sú tala minnir nokkuð á mun eldri frá- sögn af þrjátiu silfurpeningum eins af postulunum tólf). Þá má líka minna á, að Þjóðviljinn fór beint á hausinn eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Þar tapaði Landsbankinn (skattgreiðendur) rúmlega eitt hundrað milljónum króna. Þá voru ýmsir þeirra, sem trúðu „Þá má líka minna á, að Þjóðviljinn fór beint á hausinn eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Þar tapaði Lands- bankinn (skattgreiðendur) rúmlega eitt hundrað milljónum króna.“ á austræna boðskapinn sérlega sein- heppnir er þeir reyndu að koma sér í kynni við menn utan Sovétríkj- anna, og skulu hér nefnd tvö dæmi: Fáeinir reyndu að koma sér í kynni við „friðarpostulann" Ame Treholt, sem samkvæmt Britannica - Book of the Year 1986, var dæmdur fyrir njósnir fyrir Sovétríkin og írak. - Annar maður reyndi mjög að koma sér í kynni við Carlos Salinas de Gortari, er um skeið var forseti í Mexíkó, en bróðir hans, Raúl, hlaut 50 ára fangelsisdóm, og hrökklaðist þá hinn fyrmefndi úr landi. Carlos Salinas de Gortari ætlaði síðar að snúa heim en samkvæmt fregn í Newsweek, 21.6. ‘99, hlaut hann þær móttökur að vera kallað- ur „guðfaðir mafíunnar" og „eitur- lyfjapólitíkus. - Þar lauk þeim þætti í ævisögu hans. Pagfari Klikkuðum á bakarasvuntunni Jæja, nú er Eurovision að baki og enn á ný höfum við íslendingar unnið stórsigur á tónlist- arsviðinu. Við náðum því að vera fyrir ofan sextánda sæti sem þykir bara skrambi gott. Að vísu má segja aö einhver sæti fyrir ofan það hefðu verið skemmtilegri. Auðvitað var islenska lagið, Tell Me, langsam- lega best. Það vissu allir, að minnsta kosti allir hér heima. Það er bara einhvem veginn þannig að þegar að atkvæðagreiðslunni kemur þá klikka hlutirnir. Fólk er að veöja á handónýt lög. Þess vegna gerist það trekk i trekk að besta lagið í keppninni nær ekki að klóra sig upp í fyrsta sæt- ið. Núna hitti svo illa á aö besta lagið varð núm- er tólf en í fyrra var besta lagið númer tvö. Hvað það var sem fékk fólk til að sniðganga okkur í stigagjöfinni er mörgum hulin ráðgáta. Dagfari er þó alveg með þetta á hreinu. Það voru búningarnir sem klikkuðu. Ég meina það, þama var verið að senda út glæsidagskrá til hundraða milljóna manna þar sem allir áttu að skarta sínu fegursta. Svo mætir íslenska pariö í einhverjum vinnugaila. Telma blessunin Ágústsdóttir var svo sem allt í lagi, klæönaður hennar hefði sómt sér ágætlega á hvaða sveitaballi sem var. Öðm máli gegndi um Einar Ágúst Víðisson; hann kom fram á sviðið Við þurfum svo sem ekkert að skammast okkar fyrir þetta. Við unnum jú hvernig sem á það er litið. Það vorum við sem gáfum Olsenbrœðrum 12 stigfyrír lagið Wings of Love. Þannig unnu þessir elsku- legu gamlingjar með okkar hjálp. íklæddur bakarasvuntu! Bæði sungu þessar elskur eins og englar og hefðu þess vegna átt að sigra, enda með besta lagið. Það var bara þessi bakara- svunta. - Halda menn virkilega að fólk sem búið er að dressa sig upp í sitt fínasta púss til að horfa á Júró fari að kjósa einhvem bakarastrák! Nei, ekki aldeilis, enda kom það á daginn. Hann hefði betur verið í vinnugalla frá Volvo. Við þurfum svo sem ekkert að skammast okk- ar fyrir þetta. Við unnum jú hvemig sem á það er litið. Það vorum við sem gáfum Olsenbræðr- um 12 stig fyrir lagið Wings of Love. Þannig unnu þessir elskulegu gamlingjar með okkar hjálp. Svo eru þeir örugglega ættaðir héðan. Sennilega unnu þeir þó helst fyrir það hvað þeim tókst vel að herma eftir íslenskum skallapoppur- um. Það var engu líkara en Rúnar Júl. og Maggi Kjartans væra mættir á sviðið. Sennilega hafa fleiri haldið það, enda gefa úrslitin það sterklega til kynna. Sem sagt, við unnum með því að ljá Dönum ímynd Rúnars Júl. og Magga Kjartans. Velgengni Rússa vakti líka mikla athygli og þeir fengu fullt af stigum og lentu í öðra sæti með eftiröpun af sviðsframlagi Selmu frá þvi í fyrra. Við hefðum allt eins geta notað Selmulagið sjálf og lent þá aftur með það í öðru sæti. Þannig áttum við bæði fyrsta og annað sætið í keppninni og besta lagið að auki. Hvað vill fólk hafa það betra? Haraldur pólfari Olafsson Áheit heföu verkaö vel á þjóöina. Pólfarinn án áheita Mikki hringdi: Við getum sannarlega verið stolt af honum Haraldi okkar, pólfara. Hann hefði hins vegar mátt láta eitt- hvað gott af sér leiða fyrst hann vildi endilega brölta þetta upp eftir. Staðreynd er að þjóðin sækist eftir að gefa í safnanir og ef Haraldur heíði nú sett sér það markmið að styrkja krabbameinssjúk börn í þessari fræknu for, nú eða Bama- spítala Hringsins í stað þess að skutlast þetta fyrir stórfyrirtækin sem styrktu hann til ferðarinnar er ég sannfærður um að milljónir, ef ekki tugmiljónir, hefðu safnast. Hann hefði þá líka gengið hetju- göngu í skjóli góðs málsstaðar. Orð í tíma töluð hjá SAM Ásta Rögnvaldsdóttir skrifar: Ég vil þakka Sigurði A. Magnús- syni fyrir kjallaragrein hans „Póst- módemismi" í DV 2. maí sl. Þar eru svo sannarlega orð í tíma töluð. Ég hef ítrekað hringt í fyrirtækið ís- landspóst og borið fram kvartanir um hve stopull útburður er í mínu hverfi og alltaf fengið þau svör að „alveg hreint á næstu dögum“ komi bréfheri sem verði til frambúðar í hverfinu (en ég er íbúi i hverfi 104). Ég er úrkula vonar um að svo verði og pósturinn berst mér oftar en ekki eftir kvöldmat og stundum á sunnu- dagsmorgni í kassanum þegar ég sæki blaðið mitt. - Maður gæti hald- ið að íslandspóstur væri framsækið, nútímalegt fyrirtæki þegar maður les slagorðin. Það nægir ekki að Frá Húsavík Og fáránleikinn heldur þar áfram. Fáránleikinn á Húsavík Sigmar Ólafsson hringdi: Það er búið að vera mikið að frétta frá norðlenska bænum Húsa- vík að undanfornu. Aðalmálið var auðvitað nauðgunarmálið sem varð að hreinum farsa eftir að undir- skriftir á annað hundrað manna birtust til að verja dæmdan nauð- gara í bænum. Og nú er það bæjar- stjórinn sjálfur sem á sviðið. Hann er hinn snjallasti samningamaður fyrir sinn hatt. Semur við bæjar- stjómina um að fá niðurfelld fast- eignagjöld og flokkar það undir „breyttar aðstæður". - Og hér er maður á ferð með tæpa hálfa millj- ón á mánuði! Geri aðrir betur. Það má með sanni segja, að fáránleikinn heldur áfram á Húsavík. ESiMlg: Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.