Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiBlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarrítstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrí: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiBlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. LausasöluverB 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aBsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Hrossákaup um gœluverk Enn einu sinni hefur mest sátt náðst á Alþingi um það, sem vitlausast er. Með hrossakaupum samgöngunefndar Alþingis undir forustu samgönguráðherra hefur verið ákveðið að auka vegaframkvæmdir úr rúmlega 52 millj- örðum í rúmlega 61 milljarð á næstu fimm árum. Níu milljarða aukning vegaframkvæmda er dæmigerð kreppuráðstöfun, sem áður var gripið til, þegar atvinnu- leysi gerði vart við sig. Þá skar Alþingi niður vegafé í fjár- lögum fyrir jól og jók það síðan aftur að vori, þegar Dags- brún og verktakar heimtuðu fleiri atvinnutækifæri. Vegaframkvæmdir voru líka ráð Adolfs Hitlers til að koma Þýzkalandi út úr atvinnuleysi kreppunnar miklu við upphaf fjórða áratugar tuttugustu aldar. Þær aðstæð- ur eru hins vegar ekki hér á landi árið 2000, þegar at- vinnulífið keyrir á fullum dampi og vinna er næg. Allir hagfræðingar, sem DV hefur talað við í fréttum undanfarinna daga, eru sammála um, að auknar vega- framkvæmdir séu olía á eld þenslunnar. Þjóðhagsstjóri orðaði það svo: „Það er alveg ljóst, að auknar framkvæmd- ir af þessu tagi stuðla að aukinni þenslu.“ Við erum um það bil að ofkeyra góðærið yfir í þenslu, sem lýsir sér í miklum viðskiptahalla gagnvart útlöndum og aukinni verðbólgu, sem er orðin tvöfóld verðbólga við- skiptalanda okkar. Seðlabankinn og Þjóðhagsstofnim hafa varað við þessu, en ríkisstjórnin hlustar ekki. Þungavigtarmenn ríkisstjómarinnar eru allir lögfræð- ingar úr ríkisgeiranum, en hvorki hagfræðingar né at- hafnamenn úr einkageiranum. Þeir taka efnahagsmál hóf- lega alvarlega og enn síður kjördæmapotarar Alþingis, sem keppast bara um að ræna og rupla ríkissjóð. Formaður samgöngunefndar Alþingis hefur skyndilega fengið mikinn áhuga á vegi milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, af því að báðir staðir verða í kjördæmi hans við næstu kosningar. Samgönguráðherra hefur sjálfur áhuga á brú yfir Kolgrafarfjörð, sem er í hans kjördæmi. Gæluverk af þessu tagi geta orðið góð í framtíðinni, en eru engan veginn nærtæk á þenslutíma. Þau eru þættir í hrossakaupum stjómmálamanna úr öllum kjördæmum landsins. Þau em hrossakaup, sem varða ekkert hags- muni þjóðarinnar og ganga sumpart gegn þeim. Hinar fyrirhuguðu framkvæmdir eru misjafnar, sumar arðbærar og aðrar arðlausar. Breikkun Reykjanesbrautar borgar sig þjóðhagslega á þrettán mánuðum, Austfjarða- göngin á meira en hundrað ámm, en Siglufjarðargöngin munu aldrei borga sig þjóðhagslega. Til samanburðar má nefna Sundabraut, sem ekki er í pakkanum, en mundi borga sig þjóðhagslega á hálfu þriðja ári. í öllum þessum tölum er miðað við 1000 króna veggjald og 2% vexti. Valið á verkefnum er þannig greini- lega ekki í neinu samhengi við arðsemi. Af reynslu fyrri ára er ekkert, sem bendir til, að þjóð- hagslegt tjón þensluframkvæmda á borð fyrir fyrirhugaða vegagerð verði vegið upp með eflingu byggða víða um land. Fólki hefur síður en svo fækkað minna á stöðum, sem hafa fengið bomð göt í fjöll til samgöngubóta. Enn alvarlegri er reynsla nágranna okkar í Færeyjum, sem urðu gjaldþrota vegna illrar meðferðar fjár, meðal annars borunar gata í fjöll. Þetta hefur kostað svo mikið, að þeir hafa núna ekki ráð á að gerast sjálfstæð þjóð. Við vomm heppin að hafa ekki Sturlu fyrr á öldinni. Endurtekin hrossakaup um arðlítil og arðlaus gælu- verkefni minna okkur hvað eftir annað á, að því meira, sem tímamir breytast, því meira em þeir eins. Jónas Kristjánsson Skoðun Milljón fyrir aö sýna Kasparov Mér hlýnaöi um hjarta- rætumar þegar ég fékk svar í DV um daginn frá Þor- steini Þorsteinssyni. Ekki er öll von úti um umbætur á skákmálum hjá ríkissjón- varpinu úr því þeir hafa slíkum manni á að skipa. Þorsteinn er ekki bara mik- ill skákáhugamaður heldur lika einn af okkar sterkustu skákmönnum. Vandinn er auðvitað sá að skákhreyf- ingunni er ofviða að koma_________ merkum skákviðburðum i sjónvarpið vegna þess að krafist er svo hárra greiðslna af þessari íjár- vana hreyfingu. Sjónvarpið greiðir fyrir ýmsa þætti íþrótta en þegar kemur að skák verður skákhreyfingin að greiða of fjár fyrir útsendingu og eigi að síður þarf útsendingin helst að vera á tíma þegar hún truílar ekki neitt annað. Mínar upplýsingar segja að ríkis- sjónvarpið hafi krafist 1 m kr. fyrir að sýna úrslit heimsmótsins í skák. Skákhreyfingin átti að greiða 1 millj- ón króna fyrir að ríkissjónvarpið sýni tvo sterkustu skákmenn verald- arinnar, Kasparov og Anand, tefla. Guömundur G. Þórarinsson verkfræhingur Þetta réðu mótshaldarar ekki við. Mér er tjáð að Skjár 1 hafl sýnt frá mótinu án þess að taka neitt fyrir. En er það nú ekki helvíti hart, Þorsteinn, þegar skák- hreyfingin er búin að fá þessa meistara til landsins, með ærinni fyrirhöfn og kostnaði, að Ríkissjónvarp- ið segi: Við sýniun ekkert frá mótinu nema þið greiðið okkur milljón! Mín eigin reynsla En ekki bara það. Þegar ég var að basla í þessum málum og okkur tókst að fá eitthvert fyrirtæki til þess að greiða þessar háu summur til sjónvarpsins þá var ómögulegt að fá sjónvarpið til þess að geta þess hver greiddi nema meira væri borgað. Sjónvarpið vildi fá aukalega greitt fyrir að geta slíks fyrirtækis. Við máttum ekki geta nafns fyrirtækis sem hjálpaði okkur nema borga sjón- varpinu fyrir sem auglýsingu! Það á að vera hlutverk ríkissjón- varps að geta helstu viðburða í þjóð- félaginu. Að hundsa heimsmót í skák með sterkustu skákmeisturum heims „Beitir ekki Ríkissjótivarpið skákhreyfinguna fanta- brögðum? Það er hart að vera skyldaður til að greiða fyrir rekstur svona fyrirtœkis sem gerir svona hrikalega upp á milli greina. “ - Frá nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti. vegna þess að hreyfingin greiði ekki nema von að ég segi: Þorsteinn, get ég stórfé samrýmist ekki þeim kröfum ekki sagt upp áskrift að svona fyrir- sem ég geri til ríkissjónvarps. - Er tæki? Það er hart að vera skyldaður Ofvitinn, lífsgátan og kústskaftið Ég heyrði óvart á tal manna. - „Hann sprakk á lestri, hann ætlaði víst að leysa lífsgátuna og varð eitt- hvert sambland af bjána og ofvita." - En svo fór i verra, það var verið að tala um mig sjálfan. Ég verö því að reka af mér erfitt umtal. Ég fór ekki í skóla til að leysa lífs- gátuna, ég lenti í henni seinna. Ég fór í skóla til þess að vita hvort hægt væri að auka hraða hlutar hundraö- falt á við hraðaaukningu í frjálsu falli. Eða hundrað G, eins og það er kallað á tæknimáli. En Kaupmanna- hafnarháskóli var jafnónýtur að svara því og Kennaraskólinn að leysa lífsgátuna fyrir Þórberg. Allt efni tifar Svo ég ætlaði að gera þetta sjálfur. Og gerði. Þetta er hægt, án þess að innri skemmdir verði á hlutnum sem svo er hraöað. Það eina sem þarf til er að hafa sömu og jöfn áhrif á hverja einstaka sveiflu í tiðni massans sem á að hraða. Allt efni tifar. Allar eindir tifa. Tiflð telur í sjálfu sér tímann. Eldra tif hverfur i fortiðina og tif framtíðar er ókomið. Með beinum áhrifum á allt tif í efninu á sérstakan hátt í núinu er hægt að auka hraða hluta. Grundvallar- atriðið er að efnið gerist í núinu. En tungumál vort gerir alltaf ráð fyrir því að hlutimir séu eða séu ekki. Eðlisfræðilega er engin verund, einungis gemnd. Til þess að verund geti verið til þarf tíminn að stöðvast. Jörð gærdagsins er horfin, jörð morgundagsins er ókomin. Minni okkar um jörð gærdagsins og vænt- ing okkar fyrir jörð morgundagsins myndar verund eins og við skiljum hana. Almenningur og fæstir vís- indamenn geta unnið á þessu sviöi. Það er vegna þess að það vantar ein- faldanimar og takkana. Lifsgátan í einfaldleik sínum í tifi efnisins leitar allt til lægstu spennu innbyrðis; það er að segja hiti breiðir úr sér, hlutir detta og raf- magn leiðir út ef það er ekki sérstak- lega einangrað. Þetta er eins og kúst- skaft sem stendur upp á endann. Vegna þess að það getur ekki rétt sig af, eins og við gerum alltaf þegar við stöndum, þá fellur það. Og í öllum einfaldleik sinum er lífsgátan i þessu fólgin. Það er að segja um eðli lífs í efhinu. Lífið ver sig gegn sókn til lægstu spennu, eins og maður sem réttir sig af til þess að detta ekki. Þegar þetta er tekið niður á eðlis- fræðilegt tif og virkni á kjamasýruplani þá fylgja fáir með því þar vantar líka einfaldanir og takka. En það er rétt, ef maður hugs- ar þetta, þá er maður ann- aðhvort ofviti eða bjáni í heimsmynd samtímans. En samt. Það sem skiptir mestu fyrir samtímann að skilja er að heildargerundartifið sækir til lægstu spennu. Tif heimsins heldur áfram og getur ekki horfið og virkni milli kerfa er orkutilfærsla eða afl- beiting. Nægur spennumunur Öll orkunotkun fer þannig fram að við setjum tæki inn í ferli þar sem spenna er til sóknar til lægsta innra áreitis og beinum því til verks eða verka til að þjóna okkur. Það er ekk- ert orkuskortsvandamál, það er næg- ur spennumunur í umhverfinu. Vandinn er hönnun tækja til þess að setja inn í lágspennusóknarferlið og geymd á spennumun í rafgeymi sem hefur hundraðfalda rýmd miðað viö venjulega rafgeyma. Þá er allt í einu ekki orkuskortur. En þaö er ekki hægt að vinna í því án þess að skilja eðli tifsins í efninu. Þorsteinn Hákonarson „Vandinn er hönnun tœkja til þess að setja inn í lág- spennusóknarferlið og geymd á spennumun í rafgeymi sem hefur hundraðfalda rýmd miðað við venjulega raf- geyma. Þá er allt í einu ekki orkuskortur. - Rafbíllinn á enn erfitt uppdráttar. Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri r um fé til vegaframkvœmda Samræmi þó annað verði að skoða „Ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu sem náðist í ríkis- stjóminni um að bæta verulegu fjármagni inn í vegaáætlun þannig að hægt verði að mæta mjög brýnni þörf á úrbótum í samgöngu- málum, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu og suðvestur- hominu. Mér finnst að þama hafi tekist mjög vel til og menn sjái það síðan í samþykkt fjár- laga á næstu árum að þessi fram- sækna áætlun nái fram að ganga. Mér finnst heildin í ágætu samræmi. Þetta er tvískipt, annars vegar vega- áætlun og hins vegar jarðgangaáætl- un. Sú síðamefnda er fyrst og fremst á Norðurlandi, Vestijörðum og Aust- fjörðum. Þess vegna er ekki hægt að segja með sanngimi að Vest- firðingar eða Austfirðingar hafi orðið út undan. Síðan veit ég ekki annað en að ver- ið sé að gera verulegar bætur aö ósk norðanmanna til aö tengja saman kjördæmi þar - Siglufjörð við norðaustur- kjördæmið. Þar giltu ná- kvæmlega sömu rök gagnvart Suðurstrandarvegi - að tengja saman kjördæmi. Ég get ekki séð annað en að þama sé samræmi. Önnur spuming er að mörg svæði á landinu eru með hörmulega vegi, þá sérstaklega norð- austurhomið, Barðaströndin og veg- urinn vestur á Isafjörð. Þetta þarf sérstaklega að skoða í framhaldinu. Kristján Pálsson alþingismaóur og fulltrúi í samgöngu- nefnd. Ekki sitja allir við sama borð >’Ég gagnrýni | vinnubrögð við hvernig var staöiö T að tillögunni. Að sjálfsögðu fagna ég auknu fé til vegaffamkvæmda og gleðst yfir að jarðganga- framkvæmdir komast loksins aftur af stað. Einnig lá i loft- inu að tekið yrði á höfuðborg- arsvæðinu sérstaklega. En í viðbót er um að ræða auka- fjármagn og flýtingu á almennum vegaframkvæmdum. Mér sýnist að ekki sitji allir landshlutar þar við sama borð. Suðurland, Vesturland og að miklu leyti Vestfirðir fá þar fé en Norðurlandskjördæmi fær t.d. ekki neitt. Ég vonast tO að menn sjái að það er ekki sanngjamt og að á þvl verði gerð leiðrétting. Austffrðir fá sérstaka meðhöndlun undir því óvenjulega heiti að um sé að ræða orku- og iðjuvegi. Ekki veitir Austfirðingum af sem dregnir hafa verið á asnaeyr- unum af stjómvöldum í sam- bandi við stóriðjumál. Þessu var ekki skipt með hefð- bundnum hætti, þingmanna- hópar kjördæmanna komu ekki að þessu. Ég hef t.d. bent á að við á Norðurlandi eystra lukum störfum fyrir hálfum mánuði og höfðum ekki hugmynd um að meira fé væri á leiðinni. Það var ákveðið einhvers staðar annars stað- ar en í þeim farvegi sem almennar vegaframkvæmdir hafa verið af- greiddar. -Ótt Vegna víxlunar á texta viðmælenda í blaðinu í gær birtist Með og á móti aftur í dag. Steingrimur J. Sigfússon alþingismaður. ||| Tillaga var borin fram um afnám skattfríðinda forsetans og maka hans á Alþlngi um daginn. tO að greiða fyrir rekstur svona fyrir- tækis sem gerir svona hrikalega upp á mOli greina. Þarf nú vitnanna viö? Mig minnir að við höfum greitt ríkissjónvarpinu 300 þúsund krónur fyrir að sýna frá íslandsmeistaramót- inu í atskák síðast. Þegar okkur tókst ekki að fjármagna þetta var mótið feOt niður af dagskrá. Samt var okkur skylt að sýna á miðjum sunnudegi þegar öruggt var að ekki rækist á neitt annað. Við gáfum rík- issjónvarpinu raftækin tO þess aö sýna atskák. Þarf nú vitnanna við? Beitir ekki ríkissjónvarpið skák- hreyfinguna fantabrögðum? Þorsteinn minn, ég vann sjálfboða- liðsstörf fyrir skákhreyfinguna í 10 ár sem forseti Skáksambands Islands og að auki nokkur ár sem almennur stjómarmaður. Ég þekki þennan slag af eigin raun. Réttu okkur nú hönd- ina og hjálpaðu okkur við að fá þótt ekki væri nema einn skákviðburð á ári inn í ríkissjónvarpið án þess að um leiö sé krafist allra þeirra pen- inga sem skákhreyfingin getur með einhverju móti grátið út. Guðmundur G. Þórarinsson Eignamenn styrki menntakerfiö „Á þessum áratug hefur orðið tO hópur íslendinga, sem hefur komizt í mikO efhi, a.m.k. á okkar mæli- kvarða. Einn þeirra, Gunnar Björg- vinsson flugvélasali, hefur nú sett upp kennarastöðu í frumkvöðlafræð- um við Háskóla íslands, sem hann greiðir aOan kostnað af. Ekki er ólík- legt að fleiri íslenzkir eignamenn muni á næstu árum fylgja í kjölfar Gunnars Björgvinssonar og greiða kostnað við kennarastöður eða setja upp sjóði tO þess að styrkja nemend- ur tO náms.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 14. maí. Ekki hollt til áhorfunar „Á sama hátt og varað er við ofbeldis- og klámefhi í sjón- varpi sem valdið geti viðkvæmu fólki hug- arangri, hefði verið fuO ástæða tO að vara menn við tísku- þættinum sem sýndur var í ríkissjón- varpinu sl.... Það fór hroUur um mann þegar horft var á þessar vesal- ings stúlkur svona Ula á sig komnar í aUsnægtarsamfélaginu... Þessi þáttur var ekki hoUur áhorfunar fyrir áhrifagjarnar unglingsstúlkur." Jóhannes Sigurjónsson, í fjöl- miölapistli sínum í Degi 13. maí. Ofbeitarrolla „Það er ekki nóg að hamast út í sauð- kindina sem leggur hálendið í auðn. í raun og veru er frystitogarinn hálf- gerð sauðkind þegar hann dregur vörpu sína eftir hafsbotninum. Þar verður eftir hann hrein auðn og ekki sting- andi strá lengur. Frystitogarinn er líka hrein ofbeitarroUa." Lúövik Gizurarson hrl., í DV mánud. 15. maí. Forsetinn borgi skatt ■ „Á þjóðin að trúa því að þessir þing- menn hafi ekki áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en allra síðustu daga? Hefur það ekki legið fýrir í fjögur ár? Var þetta ekki ljóst þegar þing hófst í október? Auðvitað! Þess vegna er þessi afsökun tómt blað- ur ... Það er því eitthvað annað og al- varlegra sem býr hér að baki. Þeir þingmenn sem standa að frumvarpinu eiga að skýra þjóðinni frá raunveru- legu ástæðunni. Annað er óheiðarlegt.“ Elías Snæland, í forystugrein Dags 13. mal. Seinheppni Tomma Bændur í Árnessýslu og LS Ég á ekkert sökótt við Guðmund Þorvaldssson, bónda á Laugarbökk- um, né aðra Ámesinga og þykir því miður að þurfa að senda þeim nokkr- ar línur á opinberum vettvangi vegna greinar sem birtist í DV 8. maí. Get ég ekki betur séð en þar sýni Guðmundur tilburði í þá átt að kasta stríðshanskanum að varafor- manni Landssambands stangaveiði- félaga, Hilmari Hanssyni, og er mál aö linni. Sem formaður LS langar mig að grafa þá stríðsöxi sem ein- hverjum virðist mikið í mun að haldið verði á lofti milli heiövirðra bænda í Ámessýslu og ötulla stjóm- armanna í LS. Hörð orð um netabændur Hilmar Hansson lét hörð orð falla í Morgunblaðsgrein um netabændur í Ámessýslu um það bil hálfu ári áður en hann var kjörinn, aö mínu undirlagi, í stjóm LS. Hilmar baðst afsökunar á þessum ummælum sin- um í Morgunblaðinu 4. desember 1999 og er maður að meiri fyrir vik- ið og verðugur fulltrúi LS hvar og hvenær sem er. Hins vegar vitnar Guðmundur Þorvaldssson í grein sem ungur blaðamaður skrifaði á Visi.is eftir aðalfund í Veiðifélagi Ámesinga 18. apríl, grein sem hann hefði mátti vita að væri i megin- atriðum röng. Netmiðillinn birti eftirfarandi leiðrétt- ingu: í viðtali Vísis.is viö Hilmar Hansson, varafor- mann Landssambands stangveiðifélaga, var rangt haft eftir Hilmari að Grím- ur Árnason, formaður Stangveiðifélags Árnes- sýslu, hefði borið fram til- lögu um að netaveiðibænd- ur seinkuðu þvi að leggja net sín. Hið rétta er að það var Gaukur Jörundsson sem bar fram tillöguna fyrir hönd stjómar Veiðifélags Ámesinga og leiðréttist það hér með. Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á þess- um mistökum. Reikni hver sem betur getur Ágæti Guðmundur! LS hefur sýnt í orði og á borði að það vill ná samn- ingum um uppkaup netalagna í Hvítá og Ölfusá í góðri sátt við neta- veiðibændur. Auðvitað eiga bændur fullan rétt á að nýta auðlindir jarða sinna, hvaða nafni sem þær nefnast. Þeim er einnig frjálst að selja þenn- an rétt öðrum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það nýtist hin- um dreifðu byggðum lands- ins mun betur að efla stangaveiði og leggja af netaveiði. Því hefur verið haldið fram með nokkuð gildmat rökum að hver stangaveidd- ur lax kosti veiðimenn um 58.000 krónur og þar af renni um 20.000 kr. beint til veiðifélaganna. Hvað fæst fyrir þann lax sem tekinn er með netum úr Ölfusá eða Hvítá? Einhvers staðar hef ég heyrt talað um 350 kr. á kílóið og reikni nú hver sem betur getur. í bróðerni Ég vona að við getum sest niður bráðlega og rætt saman í bróðemi um sameiginleg hagsmunamál. Þú mátt búast við að ég hafi samband við þig fljótlega og aðra félaga þína i veiðifélaginu og vona ég að mér verði vel tekið. Ef þér hins vegar liggur eitthvað mikið á hjarta eftir að hafa lesið þetta greinarkom þá óska ég þess af heilum hug að þú haf- ir samband við mig milliliðalaust. - Með vegsemd og virðingu, Ragnar Hólm Ragnarsson Ragnar Hólm Ragnarsson formaöur Landssam- bands stangaveiói- félaga „Auðvitað eiga bœndur fullan rétt á að nýta auðlindir jarða sinna, hvaða nafni sem þœr nefnast. Þeim er einnig frjálst að selja þennan rétt öðrum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það nýtist hinum dreifðu byggðum landsins mun < betur að efla stangaveiði og leggja af netaveiði. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.