Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 I>V Tilvera Brosnan 47 ára Pierce Brosnan fæddist á írlandi þennan dag árið 1953. Ungur að árum flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Englands þar sem hann sleit barnsskónum. Brosnan er líklega þekktastur sem James Bond enda hefur hann leikið njósnarann úr- ræðagóða þrisvar sinnum og fjórða myndin er handan við homið. Gildir fyrir miðvikudaginn 17. maí Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.): . Þú færð óvænta heim- sókn eða sendingu sem krefst réttra við- bragða. Hlustaðu á ráð þénra sem þú þekkir vel. Fiskarnir (19. febr.-20. marsi: Þetta er rólegur dagur log þú getur notað hann til að safna kröft- um fyrir verkefni sem bíður þín í vinnunni. Hrúturinn 121. mars-19. apriD: . Vinur þinn þarf á þér )að halda og þú þarft að gefa honum meiri tima en þú hefúr gert. Þér gengur vel að vinna í hóp. Nautið f20. ac <$Tl atriði. Nautið 170. apríl-20. maíl: Þú afkastar mestu í dag ef þú skipuleggur verk þitt vel fyrir fram og nýtir tímann vel. st hjálpar við ákveðin 1 viuuicimn að að nugsa. Tvíburarnir 121. maí-21. iúníi: Atvik sem á sér stað snemma dags gæti sett þig út jafnvægi en þú færð fljótlega um ann- tugsa. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Krabblnn i22. iúní-22. íúiíi: Þú lendir í samræðum sem snerta stóran hóp fólks og færð líklega r tækifæri til að leggja mörkum. Það mun þó kosta þig töluverða vinnu. Liónlð (23. iúií- 22. áeústi: Dagurinn verður ánægjulegur og þá einkum seinni hluti hans. Heimilislifið er gott og ættingjar þínir verða þér ofarlega í huga í dag. Mevian (23. áeúst-22. seat.): Þú ert tilbúinn að gera breytingar sem hafa ^^^Llengi verið á dagskrá. * f Dagurinn verður í ró- legri kantinum. Vogln (23. sept.-23. okt.i: Einhver hjálpsamur maður bjargar þér úr minni háttar vanda. Þú færð góðar fréttir af ættingjum þínum. Vogln (23. ss Sporðdrekl (24. okt.-2i. nóv.): Þó að dagurinn byrji óvenjulega og ekki >eins og þú vilt fer allt að ganga betur er hður á daginn. Happatölur þínar eru 4, 13 og 16. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: .Gættu þess að verða "ekki of kærulaus, ákveðin persóna treystir á þig. Þetta á lega við um viðskipti. Steingeltln (22. des.-19. ian.): 1 Farðu varlega í fjár- málunum, þetta er Iekki góður tími til að fjárfesta. Þú átt skemmtilegt kvöld í vændum með vinum og vandamönnum. Noregsprins ræddi um fortíö Mette-Marit: Hákon prins Hákon Noregsprins sagði um helgina opinberlega frá því sem allur Noregur hefur talað um lengi. Prinsinn sagði frá sambandi sínu við Mette-Marit Tsjessem Hojby sem er einstæð móðir. Samband prinsins og Mette- Marit komst enn frekar í sviðs- ljósið á dögunum eftir að viku- blaðið Se og Hor greindi frá því að konungsfjölskyldunni hefði borist fjögurra síðna skýrsla frá lögreglunni um fólk sem Mette- Marit hefði áður umgengist. Sam- kvæmt vikublaðinu kemur fram í skýrslunni að Mette-Marit hefði verið í nánum tengslum við fjölda fólks er komist hefði í kast við lögin. Fulltrúi hirðarinnar hefur vísað því á bug að slík skýrsla hafi verið gerð. Enn meiri athygli beindist að sambandi prinsins og Mette-Ma- Ástfanginn prins Kærasta prinsins, sem er einstæö móðir var áður í tengslum við glæpaliö. rit þegar maður, sem var ákærð- ur fyrir að hafa haft 50 g af kóka- íni i fórum sínum, krafðist þess að réttað yrði yfir honum fyrir luktum dyrum. Hinn ákærði er fyrrverandi kærasti Mette-Marit sem á þriggja ára son og er við nám í mannfræði. Hún starfar einnig sem gengilbeina. Hákon prins ákvað að koma fram í norska sjónvarpinu og segja þjóðinni frá ástarsambandi sínu sem varað hefur frá því síðastliðið haust. Prinsinn talaði einnig um orðróminn um vin- áttu Mette-Marit við félaga í glæpagengi. Benti Hákon á að langt væri síðan og staðan væri allt önnur í dag. Norska konungsfjölskyldan mun hafa tekið Mette-Marit vel og hún var meira að segja í matarboði hjá konungs- hjónunum fyrir jól. s Ihuga tilboð frá Playboy Hin frægu hjón, David og Victor- ia Beckham, eru nú sögð vera að íhuga tilboð um sitja nakin fyrir hjá tímaritinu Playboy. Hjónakomin voru á dögunum í fríi í Kalifomíu. Breskir fjölmiðlar tóku myndir af þeim í Disneyland, í verslunarleið- angri og á veitingastöðum. En bresku sunnudagsblöðin segjast hafa heimildir fyrir því að David og Victoria hafi ekki bara verið í fríi. Þau hafi átt viðræður við fulltrúa Playboy sem vill birta nektarmynd- ir af þeim en þó þannig aö ekki sjá- ist allt. Victoria mun ekki vera and- víg hugmyndinni. Hún mun hins vegar hafa sett það skilyrði að myndimar birtist aðeins í bandarísku útgáfunni af Playboy, aö þau fái sjálf að velja ljósmyndar- ann og að hún og David verði að fá að samþykkja hvaða myndir birtist. David og Victoria myndu fá um 100 milljónir fyrir fyrirsætustörfin að því er bresk blöð greina frá. Beckham-hjónin Victoria er ekki sögð andvíg hugmyndinni um að sitja fyrir nakin með David fyrir Playboy. Næsta plata lík tveimur fyrstu Kryddstúlkan Mel C fullvissar aðdáendur sína, og Kryddpíanna reyndar, að næsta plata stúlkna- hljómsveitarinnar verði ekki mjög frábrugðin fyrstu tveimur plötun- um. Breytir þar engu þótt tvær pí- anna hafi gift sig og lagst í bam- eignir. „Þriðja platan er létt og fersk og langt frá því að vera þroskuð, jafnvel þótt tvær mæður séu nú meðal vor,“ segir hin síglaða brodd- fluga Mel C í viðtali við tónlistar- blaðið Q. Fræknir feðgar í stóropnun Söngur og hljóðfæra- sláttur ómaði frá Bæjar- flötinni í Grafarvogi út á sundin blá þegar 200 manns komu til að fagna feðgunum Gunnari og foður hans Árna Filippussyni og hátt í 20 manna starfsliði þeirra við opnun nýs húsnæðis Verkvers sem ekki er skammt frá Gufunesi. Sérstaklega vel fór á með fólki sem undi sér vel langt fram eftir kvöldi í blómum skrýddu húsinu. Feögarnir Gunnar Árnason og Árni Filippusson voru kampakátir á meðal 200 gesta við opnun byggingavörufyrirtækisins þeirra, Verkvers, við Bæjarflöt í Grafarvogi í vikunni. Vinlr, „foringr og eigandi fagna Vel fór á með fjórum félögum við opnun nýs húsnæðis Verkvers í Grafar- voginum í vikunni. Frá vinstri: Grétar Ólason verktaki, Árni Filippusson, annar eigenda Verkvers (faðir Gunnars), Siguröur Gunnarsson frá utanrík- isráöuneytinu og Benedikt Antonsson sem í dag er af mörgum gjarnan kallaður „foringinn í Sundhöllinni". Hverfisgötu 105-2. hæð 101 Reykjavík, Sími 562 1166-862 6636 E-mail: arnah@tv.is Finnbogi MaNnósson Ljósmyndari Meðlimur í Ljósmyndarafélagi Islands 3r Mitsubishi Lancer, árg. '93 EVRÓPA s. 581 1560 BILASALA Til sölu Mitsubishi Lancer, árg. '93, ekinn 95 þús., sjálfskiptur, GLXI 1600 Verð: 690.000 þ. gott eintak. w w w . e v r o p a .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.