Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 Tilvera lí f iö E F T I R V I N N 1J Að lesa Laxness í dag hefst námskeiðið Að lesa Laxness á vegum Opins háskóla. Á námskeiðinu verður litið á nokkur stef sem hljóma víða í höfundarverki Halldórs og getur þar verið um að ræða hug- myndaleg atriði eða atriði sem varða átök persóna og samman- leg einkenni sem höfundurinn var upptekinn af alla tíð. Ætlun- in er að þátttakendur geti að loknu námskeiðinu haft enn meiri ánægju af að lesa Halldór en áðxu*. Fyrirlesari verður Hall- dór Guðmundsson bókmennta- fræðingur. Krár ■ STEFNUMOT A GAUKNUM Stefnumót #29 er haldið á Gauki á Stöng í boði Undirtóna. Að þessu sinni ræður reiði og rosarokk rikjum þegar hljómsveitirnar Mínus og Klink þrusa út reiði sinni yfir æstan múginn. ■ CAFE ROMANCE Sænski píanó- sníllingurinn Raul Petterson hand- leikur píanóiö á Café Romance. ■ UÚFT Á NAUSTINU Söngkonan og planóleikarinn Liz Gammon styttir gestum stundir f koníakstofu Naustsins. Klassík Í FIÐLÁ OG PIANO I SÁLNUM Kl. 20.30 halda þau Olga Björk Olafs- dóttir fiðluleikari og Paulo Steinberg píanóleikari tónleika í Salnum. Á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, G.F. Hándel, Ludwig van Beethoven, Hanns Jelinek og Robert Schumann. Miöasala Salarins er it opin alla virka daga frá kl. 13 til 19 og til kl. 20.30 tónleikadaga. ■ ORGELTÓNAR í BÚSTAÐA- KIRKJU Klukkan 20 mun Claudio Rizzi hajda orgeltónleika í Bústaða- kirkju. Á efnisskránni eru meöal annars verk eftir Bach, Buxtehude, Brahms, Couperin, Bizet og Mozart. Gestur hans.á tónleikunum verður Ólína Gyða Ómarr sópransöng- konaClaudio Rizzi er ítajskur tónlist- armaður. Hann kom ti.l Islands árið 1997 til að vinna hjá íslensku óper- unni. Hann útskrifaðist sem org- anisti 1989. Hann hefur mikla þjálf- un og reynslu í söng- og tónlistar- kennslu. Ólína lauk 7. stigi við Söng- skólann í Reykjavík. Hún stundar nú söngnám hjá Alinu Dubik og er hún , nú hálfnuð meö það nám. Aögangs- > eyrir á tónleikana er kr. 1.500. Leikhús ■ NÆSTSWASH SNORKO Það þarf varla að kynna verðlaunaleikrit- ið Abel Snorko býr einn fyrir nein- um. Þetta stykki er búið að ganga fyrir fullu húsi tvö leikár og í kvöld er 87. sýning. Hún er jafnframt næst- síðasta sýningin. Eins og áður er hún sýnd á stóra sviðinu í Þjóðleik- húsinu kl. 20. Þaö eru enn til miðar þannig aö þið drifiö ykkur! * ■ LEIKIR Hádegisleikhúsið T Iðnó •* hefur verið vinsælt enda er það bráðsnjallt. í dag, kl. 12, er það leik- ritið Leiklr sem nýtur sín. Fundir ■ VARÐLOKKUR I ODPA Jóh Hnef- iti Aðalsteinsson, prófessor emer- ítus, flytur fyrirlestur á vegum félags- vísindadeildar sem nefnist Varðlokk- >-----—__________—_____-____ Sjá nánar: Lifið eftir vinnu á Vísi.is Homo Graficus á Næsta bar Homo Graficus nefnast samtök 13 grafíklistamanna sem allir eru karl- menn. Meðlimir Homo Graficus opn- uðu þriðju sýningu sína í splunku- nýrri sýningaraðstöðu Næsta bars við Ingólfsstræti. Eins og við var að búast var stemningin góð og margt góðra gesta á opnuninni. DV-MYNDIR HARI Sjáðu þetta!! Homo Graficus mínus fiórir jna 0g þora vjrQa fyrjr sar grafíkina á Næsta bar Grafíklistamennirnir Arnar Geir Omarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Sírnir Hallgrímur Einarsson, 0g gæQa sar á guðaveigum. Davíð Örn Halldórsson, Ríkharður Valtingojer, Valdimar Steffensen, Bjarni Björgvinsson, Hans Alan Tómasson og Ólafur Ingibergsson. Fjóra félaga vantar á myndina. Baldur Hjaltason farinn frá Lýsi: Stýrir fyrirtæki í gegnum tölvuna - markaðssetur lýsisþykkni í Asíu Baldur Hjaltason, fyrrum fram- kvæmdastjóri Lýsis hf., söðlaði um fyrir nokkru og hóf störf hjá fyrir- tækinu Pronova Biocare sem sér- hæfir sig í framleiðslu og markaðs- setningu lýsisþykknis til perlugerð- ar- og lyfjafyrirtækja. Fyrirtækið, sem er að öllu í eigu Norsk Hydro, er með aðalstöðvar sínar í Ósló. Baldur sér um Asíumarkað fyrir- tækisins þannig að starfsins vegna er hann á stöðugum ferðalögum, bæði um Evrópu og Asíu. DV tók Baldur tali til að forvitnast um nýja starflð. - „Hvað kom til að þú ákvaðst að segja starfi þínu hjá Lýsi lausu og sækja um starf hjá Pronova Biocare?" „Mér bárust erlend tilboð á líku sviði, og hjá Pronova var mér boðið að sjá um markaðs- og sölumál sem er það svið sem ég hef mestan áhuga á,“ segir Baldur um tilboð Pronova. Fyrirtækið rekur skrif- stofu hér á landi en Baldur setti það sem skilyrði fyrir ráðningunni að hann hefði frjálsa búsetu. - „En hvemig gengur venjubund- inn starfsdagur fyrir sig hjá starfs- maimi með frjálsa búsetu?" „Ég nota upplýsinganet Norsk- Hydro mjög mikið og einnig Inter- netið. Símafundir eru mikilvægur þáttur í starflnu og sama má segja um ferðalög. Ég er með starfsmann í Noregi sem heldur utan um allar þær upplýsingar sem ég þarf á að halda og það sparar mér ómældan tíma. Samt sem áður er ég mikið á feröalögum þar sem ég hitti við- skiptamenn og samstarfsmenn mina bæði í Noregi og eins í Asíu, einkum Kína, Malasíu, Indlandi, Japan og Tælandi." Kostirnir eru svigrúmið og sérhæfingin Að sögn Baldurs er lýsisþykknið mun verðmætari vara en venjtdegt lýsi og að hans mati er Asía mjög spennandi markaður þar sem mikl- ar jákvæðar breytingar eiga sér stað þrátt fyrir efnahagsörðugleika að tmdanfornu. Sjálfur stundaði hann framhaldsnám í Tókió og er því öll- um hnútum kunnugur á þessum slóðum eins þótt fleira komi þar einnig að. „Ég held að stærstu kostimir við þetta starf séu svigrúmið varðandi vinnutíma og sérhæfingin. Tölvan er snar þáttur í daglegu amstri en Baldur Hjaltason Baldur telur lýsisþykknið eiga mikla framtíð fyrir sér og hann er bjart- sýnn á Asíumarkað. engu að síður er maður i miklu meiri snertingu við alla þætti fyrir- tækisins. Ég er ekki að eyða mikl- um tíma í marga hluti eins og vill verða heldur næ ég að einbeita mér betur að þeim verkefnum sem ég er að fást við. Fyrir mér er þetta starf óskadraumur. Þetta er það sem mig hefur alltaf langað til að gera.“ -KGP Sex ára afmæli Viðskiptablaösins Viðskiptablaðið efndi til veislu á föstudagskvöldið mættu til hófsins og fögnuðu áfangangum ásamt í tilefni sex ára afmœlis blaðsins. Ýmsir framá- starfsfólki Viðskiptablaðsins. menn úr viðskiptalífinu og aðrir góðir gestir Bp il ! .1 1 1 mi DV-MYNDIR PJETUR Góðir gestir Þeir Yngvi Örn Kristinsson í Seðlabankanum og Þórður Friöjónsson forstjóri Þjóö- , hagsstofnunar voru meðal afmælisgesta. Slegiö á létta strengi Sigurður Már Jðnsson blaðamaður á Viðskiptablaðinu og Margeir Pétursson hjá MP verðbréfum voru kampakátir í afmælishófinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.