Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Side 1
 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 Mæður renna á lykt barna sinna Bls 22 Stærsta netverslun norðursins Bls. 20-21 Lokað fyrir netklámið Bls. 18 PlayStation 31 Reiðir vegna naggrísa 'JöJyii a d/ Fjöldi aðdáenda tölvuleiksins The Sims er bálreiður framleiðendum hans um þessar mundir vegna naggrísa sem stráfella leikja- persónumar með því að smita þær af stórhættulegri veiki. Leikurinn gengur út á að stjóma heimilislífi fjölskyldna og sjá um að þær séu ánægðar. Meðal annars er hægt að gera það með því að sækja ýmsa hluti á heimasíð- um leikjaframleiðandans og setja upp á heimili sögupersónanna. Naggrisinn er þar á meðal en það sem fólk hefur kom- ist að er að stundum bítur hann eig- endur sína sem fá sýkingu, smita alla í kringum sig og deyja jafnvel. Spilurum gremst það að persónur sem þeir hafa unnið við að þróa vik- um saman gefi upp öndina vegna naggrísanna og hafa brugðist harka- lega við. Fyrirtækið hef- ur komið til móts við þá með þvi að breyta forriti naggrisanna þannig að smitið sé hættuminna og deyði engan. Óeðlilegar veikindafjarvistir kynnir sig oft veikt vegna smákvilla á borð við höfuðverk eða kvef sem ekki ættu að hindra að það geti mætt til vinnu. Jafnframt kom fram að veikindi annarra, t.d. bama, era að verða sífellt algengari ástæða þess að fólk getur ekki mætt í vinnu. Sú fjölgun er talin skýrast að mestu vegna aukinnar atvinnuþátt- töku kvenna. rJijJJsil Ný bresk rannsókn hefur sýnt fram á að nærri þriðjungur allra veikindadaga starfsfólks þar í landi er ekki tilkominn vegna raun- verulegra veikinda. Talið er að þetta kosti samfélagið þar í landi hundruð milljarða króna árlega. ! könnuninni kom fram að fólk til- 'JÍ3J71I JiJJ JUx Tölvuleikjaráð- stefnan E3 fór fram í síðustu viku í Los Angel- es í Bandaríkj- unum og var þar mikið um dýrðir enda er þetta stærsta ráðstefna sinn- ar tegundar í heiminum. Öll tölvu- leikjafyrirtæki taka þátt í hruna- dansinum, bæði leikjaframleiðendur og svo einnig leikjavélaframleiðend- ur. Microsoft-tölvurisinn kynnti væntanlega leikjavél sína, X-Boxið, á ráðstefnunni og var það í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn fá nasaþeflnn af tölvunni sem ekki er væntanleg á markaðinn fyrr en eftir heila 16 mánuði. Mikil spenna var meðal leikjaunnenda fyrir X-Boxinu og vakti það verulega athygli ásamt þeim leikjapersónum sem kynntu boxið fyrir hönd Microsoft. Myndim- ar hér á forsíðunni sýna fyrirsætu á vegum Microsoft í gervi tölvuleikja- persónunnar „Raven“ ásamt vinum hennar við kynninguna. En það voru fleiri en Microsoft sem kynntu afurðir sinar á ráðstefn- unni og fór t.d. Sega-leikjafyrirtækið mikinn við kynningu sina á Dreamcast-tölvunni, og þá sérstak- lega á ýmsum aukahlutum sem byrj- að er að framleiða fyrir hana. Þar á meðal var DVD-spilari, MP3- spilari, Ethemet-kort og staf- ræn myndavél. Sony lét heldur ekki sitt eftir liggja því fýrirtækið til- kynnti að PlayStation2-leikja- tölva fyrirtækisins myndi koma á markaðinn í Banda- ríkjunum í október i ár. Þar mun tölvan kosta 299 dollara (rúmar 22.000 krónur) sem er sama verð og var á upp- runalegu PlayStation-tölvunni þegar hún var sett á markaðinn árið 1995. Sony hyggst selja þrjár milljónir véla í Bandarikjunum fyrir lok fyrsta árs- fjórðungs árið 2001. 16 síðna sérblað um hús og garða fylgir DV 6 morgun. Fjallað verður um almennan undirbúning húsa og garða fyrir sumarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.