Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 2
m neiinur ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 Sádi-Arabar berjast gegn netklámi: Segjast hafa lokað fýrir ófögnuðinn - öll netumferð fer í gegnum miðlægan punkt Yflrvöld í Sádi- Arabíu segja aö þeim hafl tekist að bera sigurorð af klámófögnuð- inum á Netinu. Fahad al-Hoymany, yfirmaður hinnar opinberu stofnunar sem sér um að ritskoða umferð upplýsinga um Netið til og frá landinu, segir að hans mönnum hafi tekist að loka úti allar stærstu klámsíður Intemets- ins. Hann viöurkennir þó að erfitt sé að halda kláminu frá landinu þegar nýjar klámsíður spretta upp svo aö segja á hverjum klukkutíma. Allar intemetveitur landsins, 30 talsins, era tengdar umheiminum gegnum einn miðlægan punkt í höf- uðborginni og fer því öll umferö net- notenda, sem taldir eru vera um Metallica berst við Napster: 317.377 aðdáendur settir í bann - mega ekki nýta sér mp3-leitarforritið Hljómsveit- inni Metallicu tókst í siðustu viku ætlunar- verk sitt - að láta banna rúmlega 300.000 aðdáendum sínum að nota mp3-leitarforritið Napster. Með- limir Metallicu sögðu að verið væri að nota Napster til að nálgast tónlist þeirra á ólöglegan hátt og brjóta þar með á höfundarrétti þeirra. Þeim tókst að verða sér úti um notendanöfn allra þeirra sem höföu skipst á lögum Metallicu gegnum Napster og skiluðu inn listanum, með alls 317.377 nöfh- um, til höfuðstöðva Napster í Kali- fomíu. Metallica kærði Napster í síð- asta mánuði en forsvarsmenn fyr- irtækisins sögðu hljómsveitinni að sanna að notendur væm að stela lögum hljómsveitarinnar. Þeim Metallicu-li&um er ekki skemmt yfir þvf a& fólk hlusti ó lögin þeirra án þess aö borga. Þetta tókst tæknimönnum Metall- icu og því verða allir aðdáendur Metallicu að bíta í það súra epli að geta ekki lengur nýtt sér Napster. En þar með er Napster ekki laust allra mála því þó sátt sé komin á milli fyrirtækisins og Metallicu liggur fyrir málsókn á Þar með er Napster ekki laust allra mála því þó sátt sé komin á milli fyrirtækisins og Metallicu liggur fyrirmálsókn á hendurþess frá samtökum tónlistar- útgefenda í Banda- rfkjunum. hendur þvi frá samtökum tónlist- arútgefenda i Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvemig það mál end- ar en sennilega sleppur Napster ekki með aö banna nokkrum hundruðum þúsunda notenda að nota Napster ef fyrirtækið tapar því máli. 130.000, í gegnum hann. Þetta alls- heijar „nethlið" Sáda er til húsa á jarðhæð í tæknihöll Abdulaziz kóngs og sér lið tæknimanna, sem flestir em frá Finnlandi, um kláms- síur af ýmsum stærðum og gerðum sem halda ósómanum frá þegnum landsins. Ekki bara klámbann Ástæðuna fyrir þessum aðgerðum segir al-Hoymany vera þá aö hinir íhaldssömu og trúuðu þegnar lands- ins vilji ekki eiga á hættu að sið- gæði þeirra verði misboðið þegar þeir ferðast um Netið. En það er ekki bara klámefni sem er lokað úti frá Sádi-Arabíu því einnig em heimasíður sem gætu „vakið trúarlegt hatur“ á bannlista yfirvalda, auk vefsíðna sem fræða almenning um það hvernig búa megi til sprengjur heima við. Séu þó einhvetjir þegnar í Sádi- Það er ekki bara klám- efni sem er iokað úti frá Sádi-Arabfu því einnig eru heimasíður sem gætu „vakið trú- arlegt hatur“ á bann- lista yfirvalda, auk vef- sfðna sem fræða al- menning um það hvernig búa megi til sprengjur heima við. Yfirvöld f Sádi-Arabíu leggja á sig mikla vinnu til að for&a hinum strangtrúu&u þegnum landsins frá þeirri vá aö rekast á klámefni á Net- inu. Arabíu ákveðnir í að verða sér úti um klámefni á Netinu þá geta þeir það án teljandi vandræða. Þeir geta nefnilega tengst Netinu með hjálp erlendra intemetveitna og komist þannig fram hjá síum yfirvalda. Eini gallinn við þessa lausn er hins vegar sá að klámhundamir verða þá að borga miklu hærri símreikn- inga fyrir intemettenginguna. Intemetið hefur annars einungis veriö í boöi í Sádi-Arabíu i 18 mán- uöi og er því enn tiltölulega fram- stætt. Til marks um þaö segir al- Hoymany að enn sé netverslun ekki í boði þar í landi en næsta skref yf- irvalda sé að koma slíkri starfsemi á koppinn í landinu. Hinn sívinsæli lcnattspyrnuleikur. Draumalið er nú hafinn með nýju sniði og fer nú eingöngu fram á Vísi.is. rcJj j ú Fylgist með boltanum og ykkar mönnum á íþróttavef DV á %/ísi.i: á íþróttasíöum DV á hverjum dogi. - ■' '... ;' ■' ' ■ ■ ' Sá sem er með bestan árangur eftir þriðju hverja umferð hlýtur veglegan vinning frá Reebok. Aðalvinningur í lok leiksins. Draumaferð á leik í ensku úrvalsdeildinni, í boði Samvinnuferða landsýn og Reebok. visir.is SiMINN-GSM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.