Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 20 Stærsta Gríðarlegur gangur á netferðaskrifstofunni MrJet: netverslun N( - íslendingurinn Hörður Bender stýrir og hyggur á frekari landvi Hér í DV-Heimi var í haust við- tal við íslending- inn Hörð Bend- er, sem hafði þá verið ráðinn til sænsku netmið- stöðvarinnar Spray til að stjórna nýrri netferðaskrifstofu í eigu Spray, MrJet, og gera hana að stærstu ferðaskrifstofu sinnar teg- undar í Evrópu. Síðan þá hefur ver- ið rífandi gangur á MrJet og frá því að þjónusta fyrirtækisins hófst á Netinu þann 15. nóvember í fyrra hefur það orðið tekjuhæsta netversl- un í Skandinavíu. Og þá er ekki ver- ið að tala bara um ferðaskrifstofur, heldur allar tegundir netverslunar. Jafnframt hefur fyrirtækið haslað sér völl við þróun hugbúnaðar til að selja ferðir á Netinu. DV-Heimi fannst því tilvalið að hafa samband við Hörð á nýjan leik og spyrja hann nánar út í það hvernig á þessari velgengni standi hjá sænskri netferðaskrifstofu. „Þetta byrjaði strax að ganga mjög vel hjá okkur. í desember hófum við mikla auglýsingaherferð, í kjölfarið varð mikil sprenging og það var eins og fólk hafi þama í fyrsta skipt- ið áttað sig á því að hægt væri að panta ferðir á Netinu," segir Hörð- ur. Salan margfaldast Starfsmannafjöldinn hefur síöan aukist frá þremur upp í 70 starfs- menn og fyrirtækið hefur opnað úti- bú í Noregi, Danmörku og Finn- landi. Sala hefur nánast tvöfaldast frá mánuði til mánaðar og í dag sel- ur fyrirtækið ferðir fyrir 500.000 til 800.000 sænskar krónur (um 4,2 til 6,7 milljónir íslenskra króna) á dag. í dag er MrJet því orðin söluhæsta netverslunin í Skandinavíu og jafn- framt stærsta einstaka ferðaskrif- stofan í Svíþjóð. En fyrirtækið selur ekki bara ferðir, heldur hefur einnig haslað sér völl í hugbúnaði sem miðar að sölu ferða á Netinu. Það hefur keypt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki innan ferðageirans í Evrópu, Travelware, sem hefur þróað skrifstofuhugbún- aðinn „Transfer" fyrir ferðaþjón- ustufyrirtæki. íslensk fyrirtæki hafa áttaði sig á notagildi Transfer, þvi Icelandair Holidays, Samvinnu- ferðir-Landsýn og Úrval-Útsýn nota öll þennan hugbúnað. Netlausn fyrir feröaskrifstofur JetEngine er annað verkefni sem MrJet kynnti fyrir skömmu. Það gengur út á að auðvelda ferðaskrif- stofum að koma þjónustu sinni út á Netið án þess að þurfa að borga gríðarlegan stofn- og rekstrarkostn- að fyrir slíkt. JetEngine-lausnina fá ferðaskrifstofurnar ókeypis frá MrJet og þurfa ekki að kosta neitt til reksturs hennar utan að greiða andvirði um 400 íslenskra króna fyrir hverja bókun gegnum hugbún- aðinn. Slíkar bókanir geta farið fram á heimasíðu viðkomandi ferða- skrifstofu. „Við treystum því hins vegar að við getum haslað okkur völl í öll- um þessum löndum, enda höfum við aflað okkur mikillar reynslu ásíðustu mánuðum. Ég hef fulla trú á að okkur takist ætlunar- verk okkar og verðum stærsta netferðaskrif- stofa í Evrópu á næstu misserum.“ Þegar eru yfir 100 ferðaskrifstofur byrjaðar að nýta sér þessa þjónustu án þess að markaðssetning sé hafrn fyrir alvöru að sögn Harðar. „Okkar hugmynd með þessu er að taka verslunina frá hinum venjulegu að- ferðum og færa hana yfir á Netið. Við gefum þennan hugbúnað til þess að kerfí frá okkur verði hinn ríkjandi staðall varðandi það hvern- ig fólk bókar á Netinu. í dag erum við með 60% markaðshlutdeild í Skandinavíu með Transfer-hugbún- aðinn. JetEngine er hægt að sam- hæfa algjörlega við þann hugbúnað og því er sóknarfærið fyrir Jet- Engine verulega mikið,“ segir Hörð- ur. Á næstunni er svo væntanleg við- Tölvuglæpir alvarlegt vandamál: Unnið að alþjóðlegum reglum - um meöferö slíkra mála Alþjóðlegar að- gerðir í barátt- unni gegn tölvu- glæpum eru ræddar nú í vik- unni og taka fulltrúar frá öll- um stærstu þjóðum heims þátt í þeim. Umræðumar eiga sér stað í París og munu fulltrúar frá G8-hópi þróaðra landa leita þar leiða til að stemma stigu við hinum vaxandi vanda sem af tölvuglæpum stafar um þessar mundir. Rannsökuð verða tilvik sem ný- Þar verður sérstaklega litið á hvernig samstarf milli landa megi bæta þegar reynt er að hafa hendur í hári net- glæpamanna og farið í saumana á lagaflækj- um sem gera yfirvöld- um stundum erfitt fyrir í málum sem þessum. lega hafa komið upp, eins og t.d. ást- arveiran sem olli verulegum usla um allan heim fyrir skömmu. Þar verður sérstaklega litið á hvemig samstarf milli landa megi bæta þeg- ar reynt er aö hafa hendur í hári netglæpamanna og farið í saumana á lagaflækjum sem gera yfirvöldum stundum erfitt fyrir í málum sem þessum. Sú varð t.d. raunin með ástar- veiruna en lögregla á Filippseyjum þurfti að fresta húsleit og handtöku á meðan leitað var að lögum sem gætu átt við í máiinu. Ný Qarskiptatækni ryður sér til rúms: Tetra sameinar talstöðvar og farsíma Nú er að hefja innreið sína á ís- landi ný tækni í fjarskiptum sem nefnist Tetra. Með Tetra-tækn- inni eru í raun sameinaðir kostir talstöðva og far- síma í einu tæki og telja margir að tæknin muni hafa umtalsverða bylt- ingu í fór með sér. Fyrirtækið Stikla, sem er í jafnri eigu Lands- simans, Landsvirkjunar og Tölvu- Mynda, hefur fengiö úthlutað rekstrarleyfi fyrir TETRA-þjónustu frá Póst- og fjarskiptastofnun og mun á næstunni hefja kynningu á þessari fjarskiptanýjung. Liður í þeirri kynningu er opnun heimasiðunnar Tetra.is (http://www.tetra.is) sem fyrst kemur fyrir almennings sjónir í dag. Þar getur fólk fræðst um allt það sem tengist þessari fjarskipta- tækni og einnig það sem snýr að út- breiðslu hennar hér á landi. En jafnframt er hægt að fá upplýs- ingar um málið á fjarskiptaráðstefn- unni „Fjarskipti til framtíðar" sem haldin verður í Smáranum 19. tii 20. maí og verður auglýst nánar í fjöl- miðlum næstu daga, auk nánari upplýsinga á tetra.is. Á ráðstefnunni mun Simo Ruoko frá Finnlandi, sölustjóri TETRA fyrir norðvesturhluta Evrópu og Mið- Austurlönd, halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina „TETRA, ný tækni í fjarskiptum“. í sýningarbás Stiklu geta menn síðan komið og fengið nánari upplýsingar um TETRA-þjón- ustu Stiklu og jafnframt því skoðað TETRA-farstöðvar frá Nokia. Nánar verður svo fjallað um Tetra- tæknina í DV-Heimi eftir viku. Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@ff.is En það eru ekki bara G8-ríkin sem eru að skoða þessi mál nú um stundir því Evrópuráðið vinnur nú með yfirvöldum í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Suður-Afríku að þvf að búa til samning um staðlaða löggjöf um tölvuglæpi. Samningur- inn myndi skylda þessi lönd til að setja lög gegn tölvuhakki, tölvu- svindli og barnaklámi á Netinu. Hann myndi jafnframt kveða á um refsingar fyrir slíka glæpi og verða grunnur fyrir alþjóölegt samstarf um rannsóknir tölvuglæpa. Sakborningur fluttur til yfirheyrslu á Filippseyjum vegna ástarveirunnar. Yfirvöld þar f landi áttu í vandræðum með að rannsaka máiið vegna þess aö ekki var Ijóst hvaöa lög ættu viö um tölvuglæpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.