Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 7
r ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 l"S ■ 5 E" 23 ÍFiOT Enn hermir Bleem: Play Station-lei ki r á Dreamcast Fyrirtækið Bleem varð vel þekkt í leikja- heimmum er það velgdi Sony- risanum undir uggum og bjó til PlayStation hermi fyrir PC-vélar. Sony kærði Bleem og í stuttu máli þá vann Bleem það mál og fékk að gefa herminn sinn út. Nú hefur Bleem byrjað á nýju verkefni og enn eru þeir að búa tii herma. í þetta skiptið eru þeir hjá Bleem með i smíðum PlayStation- hermi fyrir Dreamcast. Hermirinn vinnur þannig að fyrst er diskurinn með herminum á settur í Dreamcast-vélina og hlaðast þá inn um 100 PlayStation-leikjakóðar, síð- an er diskurinn tekinn úr og PlayStation-leikur settur í. Ekki er nóg með að hægt verði að spila Ekki verður amalegt fyrir Dreamcast-eigendur aö geta spilaö frábæra PlayStation-leiki eins og Gran Turismo á tölvum sínum. PlayStation-leikina á Dreamcast heldur eru þeir sjáifkrafa uppfærðir i 640 * 480 skjáupplausn sem ætti að bæta grafik þeirra eitthvað. Hver diskur frá Bleem mun inni- halda um 100 leikjakóða og verður diskunum þá skipt upp í leikja- Hver diskur frá Bleerrt mun innihalda um 100 leikjakóða og verður diskunum þá skipt upp í leikjategundir, einn fyrir hlutverkaleiki, annar fyrir íþróttaleiki og svo framvegis. tegundir, einn fyrir hlutverkaleiki, annar fyrir íþróttaleiki og svo fram- vegis. Ekki munu herlegheitin kosta mikið, aðeins um 20 Banda- ríkjadali (u.þ.b. 1400 krónur). Ekki er vitað um útgáfudag á þessum PlayStation-hermi en Bleem mun gefa upplýsingar snemma í júní um hvaða leikjakóðar verða á boðstól- um. Driver-eftirlíking á leiöinni: Löggur og bófar Leikurinn Dri- ver, sem flestir þekkja, var ansi vel heppnaður og seldist einnig bráðvel. Það koma neinum á óvart aö á næstu misserum fær Dri- ver keppinaut. Þessi keppinautur mun bera nafnið World’s Scariest Police Chases og er byggður á vin- sælum sjónvarpsþáttum í Banda- rikjunum sem bera sama nafn. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn bílaeltingaleikur. Leikur- inn gerist í ímyndaðri stórborg, Ashtown, og geta spilarar valið á milli þess að spila sem lögga eða bófi. Leikurinn er ansi stór í snið- um og inniheldur 50 mismunandi verkefni sem tengjast öll og hefur frammistaða spilarans áhrif á stöðu hans í leiknum. Ekki er leikheimur- inn aðeins bundinn á bak við stýrið heldur er hægt að stíga út fyrir far- artækið. Það býður upp á mögu- leika eins og stuld á öðrum farar- ætti því ekki að Leikurinn Driver fær aldeilis samkeppni i haust þegar leikurinn World’s Scariest Police Chases kemur út. tækjmn og fleira. mun leikurinn koma út fyrir PC, Fyrirtækið sem er ábyrgt fyrir Dreamcast og PlayStation. gerð leiksins er Fox Interactive og Spennandi Makkaleikir á leiðinni: Góðir tímar fram undan Það hefur alltaf verið hálfsorg- legt að vera bæði Makkavin- ur og leikjavin- ur. Yfirleitt hef- ur leikjaúrvalið verið fremur takmarkað fyrir Macintosh og ef leikimir hafa kom- ið út hefur það verið seint og síðar meir. Sem betur fer hafa þessi mál verið að breytast undanfarin misseri. Með tiikomu iMac hafa fleiri leikjafram- leiðendur farið að spá í framleiðslu leikja fyrir Makkann. Einnig hefúr Appie-fýrirtækið gert leikjaframleið- endum auðveldara að forrita leiki Margir af helstu leikja- framleiðendunum eru með leiki í smíðum fyr- ir Makkann og má nefna leiki eins og The Sims, Baldurs Gate, Daikatana, Diablo II, Driver, Halo, Tomb Raider 4 og Silver. fyrir Makkann með alls konar hjálp- artækjum. Á síöasta ári komu jafnvel sumir leikir út á Makkanum á undan PC (ekki margir en þónokkrir). Útlitiö á næstu misserum er þó nokkuö gott fyrir Makkavini. Marg- ir af helstu leikjaframleiðendunum eru með leiki í smíðum fyrir Makk- ann og má nefna leiki eins og The Sims, Baldurs Gate, Daikatana, Di- ablo □, Driver, Halo, Tomb Raider 4 og Silver. Af þessum lista að dæma eru góöir tímar fram undan fyrir Makkavini en svo er auðvitaö alitaf hægt að fjárfesta í einhverri leikja- tölvunni sem velflestar kosta minna en tíu þúsund kall. -sno Daikatana er meöal þeirra leikja sem Makkavinir geta spilaö á næstunni. Nintendo hefur alltaf verið varkárt við að leggja nafn sitt við leikjafram- leiðslu ann- arra fyrirtækja. Hefur Nintendo því á sínum snærum fáa fram- leiðendur og leggur áherslu á að þeim sé hægt að treysta. Fyrir- tækin sem vinna að framleiöslu leikja undir hatti Nintendo eru Rare, Left Field Productions, Retro Studios og Nintendo Software Technology Cor- poration. En nú hefur Nintendo bætt við einu fyrirtæki í þennan þrönga hóp. Þar er um að ræða kanadískt fyrirtæki sem ber nafnið Silicon Knights. Samning- urinn sem Nintendo og Silicon Knights gerðu sín á milli er um framleiðslu á leikjum fyrir Nin- tendo 64 leikjavélina en ekkert er sagt um nýju leikjavélina Dolp- hin. Silicon Knights er þegar far- ið að vinna að leik fyrir Nin- tendo og ber hann vinnuheitið Etemal Darkness og er vist hryll- ings/ævintýraleikur í líkingu við Resident Evil og fleiri. Það hlýtur eitthvað að vera spunnið í fyrirtækið Silicon Knights því Nintendo er mjög j varkárt í því að leggja nafn sitt við framleiöslu annara leikjafyr- ; irtækja. Það verður spennandi að sjá afurðir Silicon Knights á næstu misserum. I-ÍDl'JU' Nintendo bætir á sig: Kísilriddarar | bætast í hópinn Nintendo hefur ávallt passaö sig á aö láta ekki hvern sem er framleiöa leiki fyrir sig og halda sig frekar viö fáa, örugga leiki á borö viö Pokémon. Því er þaö forvitnilegt þegar nýir framleiöendur Nintendo- tölvuleikja bætast f hópinn. Game Boy á Netið - velgir lófatölvum undir uggum Fyrirtækið InterAct er þessa dagana að leggja lokahönd á tæki fyrir Game Boy sem gerir eigendum lófaleikjavélarinnar kleift að senda og taka á móti tölvupósti. Þessi við- bót er eins og leikjahylki í útliti og fer í leikjainnstunguna á Game Boy-vélinni. Inni í þessari viðbót er svo 14.4-kpbs mótald sem sér um tölvupóstinn. Einnig fylgja nytsamleg forrit eins og dagatal, dag- bók, netfangaskrá og fleira. Þessi viðbót mun kosta um 39 dollara (u.þ.b. 2.800 ísl. krónur) í Bandaríkjunum. En það eru fleiri sniðug- ir hlutir á leiðinni fyrir Game Boy. Þar á meðal er lítið útvarpstæki sem er hægt að tengja við vélina. Það á að koma á markað í júní í Bandaríkjunum og kosta 10 dollara (u.þ.b. 700 ísl. krónur). Ef fram fer sem horfir gæti Game Boy- vélin farið að velgja tækjum eins og Palm Pilot undir uggum þar sem hægt er að gera nánast allt á Game Boy-vélinni sem hægt er að gera á Pabn Pilot - og svo kostar Game Boy-vélin margfalt minna. Ýmsar viöbætur viö lófaleikjatölvuna Game Boy margfalda notagildi hennar. JUJJlíf Buffý á Game Boy Game Boy, leikjatölvan smáa, sækir si- fellt í sig veðrið og það er frá- bært að sjá hve mikiö er fram- leitt af leikjum fyrir hana. Leikur- inn um hana Buffy vampírubana er um þessar mundir i framleiðslu fyr- ir allar helstu leikjavélamar og er Game Boy-leikjatölvan engin und- antekning þar á. Eins og svo oft áður er Game Boy-úgáfan hopp og skopp leikur í tvívídd. Snýst leikur- inn um það að stjóma Buffy og drepa vampírur eins og búist var viö. Aðeins mun vera gert ráö fyrir einum spilara í leiknum. Buffy the Vampire Slayer er væntanlegur í * hillur verslana í október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.