Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 10
10 —r Utlönd FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 I>V Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill gera miklar breytingar á stjórnkerfinu. Pútín vill völd til að geta rekið héraðsstjóra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til víðtækar breytingar á stjórnkerfinu í Rúss-landi í gær til þess að styrkja tök sín. Kvaðst forsetinn vilja fá völd til að geta rekið svæðisstjórana 89 og binda enda á sjálfkrafa rétt þeirra til setu í efri deild þingsins. Pútin sagði markmið sitt að efla ríkisvaldið. Héraðsstjóramir geta ekki hindrað breytingamar verði þær samþykktar í neðri deiidinni. Milosevic lokar ljósvakamiölum: 30 þúsund mót- mæltu I Belgrad Um 30 þúsund manns söfnuðust saman á götum Belgrad í Serbíu í gær til þess að mótmæla lokun fjöl- miðla sem gagnrýnt hafa stjórnvöld og Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseta. Kröfðust mótmælendur af- sagnar stjómarinnar og hrópuðu: „Bjargaðu Serbíu, sviptu þig lífi, Slobodan." Fyrr um daginn höfðu vopnaðir lögreglumenn ruðst inn í húsakynni sjónvarpsstöðvarinnar Studio B og útvarpsstöðvarinnar B2-92. Lögregl- an kom einnig í veg fyrir að frétta- menn kæmust inn á vinnustaði sína. Sjónvarpsstööin Studio B er mjög vinsæl meðal serbnesku þjóðarinn- ar og var efnt til mótmæla i fjöl- mörgum borgum. „Þetta er stríðsyfirlýsing gegn Barinn Stjórnarandstæöingur hugar aö sárum sínum eftir barsmíöar lögreglunnar. lýðræðislegri stjórnarandstöðu," sagði stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Obradovic meðal annars við óháðu fréttastofuna Beta. Lögreglan lokaði svæðinu fyrir framan ráðhúsið í Belgrad þar sem mótmælin fóru fram til þess að koma í veg fyrir að mótmælendur héldu til annarra borgarhluta. Margir særðust í átökunum við lög- reglu og voru fluttir á sjúkrahús. Þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda hélt sjónvarpsstöðin Studio B áfram að senda fréttir um kvöldið úr hátölurum sem settir höfðu verið upp til bráðabirgða. „Við munum berjast fyrir frelsi okkar með öllum tiltækum ráðum,“ sagði talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar. Stjómarandstaðan ætlar að efna til mótmæla aftur í dag. Castro lýsir yfir sigri í máli Elians Fidel Castro Kúbuforseti sagði í tveggja klukkustunda langri ræðu í gær að Kúba hefði í raun sigrað í sex mánaða langri deilu um forræö- ið yfir kúbverska drengnum Elian Gonzalez. Sagði Kúbuforseti að ættingjar drengsins í Miami á Flórída í Bandaríkjunum heföu misst stuðn- ing alþjóðasamfélagsins við baráttu sína til að halda drengnum. „Ég tel ekki að það sé nokkur leið til að taka drenginn frá föður sín- um. Og það er jafnvel ekki hægt að framlengja dvöl hans miklu leng- ur,“ sagði forsetinn. Elian dvelur ásamt föður sínum, stjúpmóður og leikskólafélögum ut- an við Washington á meðan beðið er eftir úrskurði áfrýjunardómstóls um framtíð drengsins. Castro sagði jafnframt í ræðu sinni að Kúba væri frjálsasta ríki í heimi þar sem það væri ekki háð er- lendum fjármálastofnunum eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Al- þjóðabankanum. „Við erum ekki háðir neinum og verðum aldrei,“ lagði forsetinn áherslu á. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættlsins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandí eignum: Efstasund 100,2ja herb. íbúð á 2. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Díanna Dúa Helga- dóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf„ mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Framnesvegur 7, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudag- inn 22. maí 2000, kl. 10.00. Hólaberg 12, Reykjavík, þingl. eig. Elín Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf„ mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Hólavallagata 13, 88,2 fm íbúð í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Geir Birgir Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Innheimtu- stofnun sveitarfélaga og íbúðalánasjóður, mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Krummahólar 6, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, merkt B, Reykjavík, þingl. eig. Páll Páls- son, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Samvinnusjóður íslands hf„ mánudaginn 22. maí 2000, kl, 10.00, Miklabraut 46, íbúð á 2. hæð, 176,5 fm m.m. ásamt hlutdeild í sameign og bíl- skúr í matshluta 02, Reykjavík, þingl. eig. Vigdís Blöndal Gunnarsdóttir og Hjalti Sigurjón Hauksson, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Ofanleiti 9, 0102, Reykjavík, þingl. eig. Egill Benedikt Hreinsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 22. maí 2000, kl, 10,00. Reyrengi 2, 4ra herb. íbúð, 98,8 fm, á 3. hæð t.h. m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Sig- riður Eva Sævarsdóttir, gerðarbeiðandi Ar- vík hf„ mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Samtún 24, 3ja herb. íbúð á 1. hæð (80,4 fm) með geymslu í kjallara m.m„ Reykja- vík, þingl. eig. Hanna Jórunn Sturludótt- ir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Sporðagrunn 7, 1 herb. m.m. í V-homi kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Jósefsson, gerðarbeiðandi Ingvar Helga- son hf„ mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00.____________________________________ Stelkshólar 4,76,3 fm íbúð á 1. hæð m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Sigurðurlngi Kjart- ansson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. Suðurmýri 8, Seltjamamesi, þingl. eig. Ágústa Hmnd Emilsdóttir og Gunnar Richter, gerðarbeiðendur Gjaldskil sf„ íbúðalánasjóður og Sparisjóður vélstjóra, mánudaginn 22. maí 2000, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandl elgnum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Lokastígur 16, 99,3 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð og bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Bragi B. Blumenstein og Sigríður Þ. Þor- geirsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóð- ur og Víðir Finnbogason ehf„ mánudag- inn 22. maí 2000, kl. 14.30. Njálsgata 79, 0201, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Ólöf H. Marísdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands hf„ höfuðst., og Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 22. maí 2000, kl. 13.30. Sólvallagata 21, 75 fm íbúð á 2. hæð m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Kristjana Sif Bjamadóttir, gerðarbeiðendur fbúðalána- sjóðurog Tollstjóraembættið, mánudaginn 22. maí 2000, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Helgileikurinn æföur Leikarar æfa atriöi úr hinum fræga helgileik sem sýndur er á tíu ára fresti í þýska bænum Oberammergau. í helgileiknum, sem fýrst var sýndir fyrir 350 árum, ergreint frá lífi.dauöa og upprisu Krists. Uppreisnarforinginn Sankoh í haldi: SÞ óttast um gæslu- liðana í Sierra Leone Sameinuðu þjóðirnar hafa af því áhyggjur að handtaka uppreisnar- foringjans Fodays Sankohs í Sierra Leone í gærmorgun gæti torveldað lausn meira en 250 friðargæsluliða sem menn uppreisnarforingjans hafa enn á valdi sínu. Fred Eckhard, talsmaður SÞ, sagði að það væri stjórnar Sierra Leone að ákveða um framhald frið- arferlisins og hvemig Sankoh tengdist því. Sankoh á að nafninu til, að minnsta kosti, sæti í stjóm Sierra Leone. Eckhard sagði að það hefði verið lögregla Sierra Leone sem handtók Sankoh og að hann væri í vörslu hennar. Hann vísaði á bug fréttum um að lögreglan hefði Sankoh i haldi undir vemdarvæng SÞ. Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson er lagður af stað til Sierra Leone sem sérlegur sendimaður Clintons forseta. Uppreisnarforingi í haldf Lögregian í Sierra Leone gómaöi Foday Sankoh í Freetown í gær. Kasjanov samþykktur Dúman, neðri deild rússneska þingsins, lagði í gær blessun sína yf- ir útnefningu Míkhaíls Kasjanovs sem forsætisráð- herra Rússlands. í morgun var síðan greint frá þvi að Pútín forseti hefði skipað þá ígor ívanov utanríkisráð- herra og ígor Sergejev varnarmála- ráðherra aftur i embætti. 110 enn saknað Eitt hundrað og tíu manns hafa enn ekki gert vart við sig í hol- lensku borginni Enschede, fjórum dögum eftir sprengingar í flugelda- verksmiöju sem lögðu hundruð húsa í rúst. Yfirvöld halda sig enn við að 20 hafi farist. Rætt við gíslatökumenn Stjórnvöld á Filippseyjum bjuggu sig í morgun undir að halda áfram erfiðum samningaviðræðum við uppreisnarmenn múslíma sem halda erlendum ríkisborgurum í gíslingu og vilja fá tvær milljónir dollara fyrir veika þýska konu. Ekkert gert í flýti Stjórnmálamenn úr hópi mót- mælenda á Norður-írlandi neituðu í gær að láta þröngva sér til að taka skyndiákvarðanir um frið í hérað- inu, þrátt fyrir að bresk stjórnvöld hafi gert sitt til að sannfæra þá. Páfi áttræður í dag Jóhannes Páll páfi er áttræður í dag. Að þessu sinni bregður páfi út af venju og heldur upp á afmælið. í morg- un leiddi hann messu með þrjú þúsund prestum og 250 biskupum og tugum erkibiskupa á sjálfu Péturstorgi. í kvöld leikur Sinfóníuhljómsveit Lundúna Sköp- unina eftir Joseph Haydn til heið- urs páfa. Áfram þráttað um WTO Samningamenn Kína og Evrópu- sambandsins halda áfram í dag að þrátta um smáatriði samnings sem á að færa Kínverja skrefinu nær að- ild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Viðræðunum miðar áfram. Gore varar gamla við A1 Gore, forseta- efni demókrata í Bandaríkjunum, hefur varað eldri borgara við fyrir- ætlunum keppi- nautarins Georges W. Bush ríkisstjóra um breytingar á al- mannatryggingakerfinu. Gore segir að gamalt fólk muni tapa á breyting- unum sem munu gera ungu fólki kleift að fjárfesta hluta lífeyris- sparnaðar síns í hlutabréfum. Vissu um hættu af eldi Forráðamenn bandarísku þjóð- garðastofnunarinnar vissu að eldur- inn sem starfsmenn kveiktu í Nýja- Mexíkó á dögunum gæti farið úr böndunum, eins og raun varð á. Þetta kemur fram í skjölum stofn- unarinnar sem voru gerð opinber í gær. Slökkviliðsmenn héldu áfram að berjast við eldinn í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.