Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000____________________________________________________________________________________________ J>V Útlönd REKSTRARAÐILI: Veröbréfamarkaóur íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900 • Veffang: vib.is • Netfang: vib@vib.is Fótboltabullur gengu berserksgang í Kaupmannahöfn: Bill Clinton Bandaríkja- forseta langar aftur til Oxford Bill Clinton Bandaríkjaforseti getur vel hugsað sér að snúa aftur til Oxford í Englandi þar sem hann stundaði eitt sinn nám. Þetta segir forsetinn í viðtali við breska blaðið The Times. Talsmenn háskólans í Oxford hafa gefið í skyn að þeir hafi hug á að fá Clinton sem gestafyrirlesara eða fá hann til kennslustarfa um tima þegar hann lætur af forseta- embættinu. Þeir hafa þó ekki sent honum neina formlega beiðni um fyrirlestrahald. Bandaríkjaforseti kveðst ekki halda að hann hafi tíma til kennslu- starfa. í viðtalinu vitnar hann í heimsókn sína til háskólabæjarins fræga árið 1994. „Ég var þar 1994 og þá fékk ég heiðursdoktorsnafnbót. Þetta var einn af mínum bestu dög- um, einn af þessum dásamlegu ensku sumardögum," segir Clinton. Cherie Blair Forsætisráðherrafrúin á von á barni á næstu dögum. Cherie Blair á sjúkrahús vegna verkja Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, sem á von á fjórða barni sinu á næstu dögum, fór á sjúkra- hús í gærkvöld vegna verkja. Bamið reyndist þó ekki vera að koma í heiminn. Cherie, sem er lögfræðingur, hefur verið við störf allan meðgöngutímann. Ljósmyndarar og fréttamenn hafa setið um heimili forsætisráð- herrahjónanna og sjúkrahús þeirra dögum saman. Hægan nú, góurinn Danskur óeirðaiögregluþjónn ies stuðningsmanni Arsenal pistilinn á götum Kaupmannahafnar í gær þar sem kom til mikilla stagsmáia milli stuðningsmanna Arsenal og tyrkneska liðsins Galatasaray. Margir slösuðust, nokkrir alvarlega. Pólitísk framtíð Giulianis óljós Enn er allt á huldu með póli- tíska framtíð Rudolphs Giulian- is, borgarstjóra í New York. Enn einn dagurinn leið í gær án þess að hann segði af eða á um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram til öldunga- deildar Bandaríkjaþings og keppa við Hillary Clinton forsetafrú. Ástæðumar fyrir því að Giuliani hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun eru þær að nýlega greind- ist hann með krabbamein í blöðru- hálskirtli og svo er hjónaband hans að renna út i sandinn. „Mig langar mikið til að gera þetta,“ sagði Giuliani á mánudag. Síðan hefur hann ekkert látið frá sér opinberlega um hvað hann hyggist fyrir. Hann sagði enn fremur að hann væri ekki viss og að ákvörðun sín væri háö því hvaða leið yrði fyrir valinu í meðferð á krabbameininu. Giuliani ætlar að halda borgara- fund í New York í kvöld og verður hann sýndur í sjónvarpi í beinni út- sendingu. Aftur til Oxford Tatsmenn háskólans í Oxford, þar sem Clinton stundaði nám, hafa hug á að fá hann til fyrirlestrahalds. Lögreglan í Kaupmannahöfn skaut táragasi og sigaði hundum á enskar og tyrkneskar fótboltabullur sem slógust í miðborginni fyrir úr- slitaleikinn í UEFA-bikarkeppninni í gær. Að minnsta kosti fimm manns slösuðust alvarlega. „Það þýðir að meiðslin kunna að vera banvæn," sagði talsmaður sjúkrahúss í Kaupmannahöfn við fréttamenn. En bætti því svo við að enginn hefði látist. Talsmaðurinn sagði að ellefu hefðu særst í slagsmálunum síðdeg- is í gær en lögreglan sagði að níu hefðu slasast, þar af tveir alvarlega. Danska sjónvarpið sýndi myndir af einum slagsmáíahundinum sem hafði misst hluta annars eyrans og blæddi mikið úr sárinu. Tyrkneska félagið Galatasaray sigraði hið enska Arsenal með 4 mörkum gegn 1 í vítaspymukeppni. Að leik loknum héldu stuðnings- menn tyrkneska liðsins til miðborg- arinnar til að fagna sigrinum, Ekki kom til neinna umtalsverðra átaka að leik loknum. „Við leyfum okkur að vona að partíið sé búið,“ sagði talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar við fréttamann Reuters. Mikil fagnaðarlæti brutust út í Istanbúl enda sigurinn í gær hinn fyrsti sem tyrkneskt lið vinnur í evrópskri stórkeppni. Tyrkneskir knattspymuaðdáend- ur þyrptust einnig út á götur í norð- urhluta Lundúna, nærri heimavelli Arsenal. Ekki kom til neinna óláta en lögreglan var við öllu búin og voru óeirðalögregluþjónar tilbúnir að skerast í leikinn ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. AÐALFUNDIR 2000 H MARK Hlutabréfamarkaðurinn M. 25. maí2000, kl. 17:15 Kirkjusandi, 155 Reykjavík MARK Nýmarkaðurinn M. 25. maí 2000, kl. 17:15 Kirkjusandi, 155 Reykjavík Dagskrá: Dagskrá: 1. Ver\juleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um samruna Hlutabréfa- markaðsins M. og félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. 1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um samruna Nýmarkaðsins M. og félagsins. 3. Tillaga til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins um aukningu hlutafjár með áskrift nýrra Muta. 4. Tillaga um heimild til stjómar félagsins um kaup á Mutabréfum félagsins skv. 55. gr. Mutafélagalaga. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrár og samrunaáætlanir ásamt þeim gögnum sem um getur í 5 mgr. 124 gr. hlutafélagalaga og tillögur til breytinga á samþykktum félaganna, liggja frammi á skrifstofu þeirra að Kirkjusandi, Reykjavík. Einnig liggja ársreikningar félaganna frammi á skrifstofu þeirra viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Hluthafar eru hvattir til að mœta. Hundar og táragas til að sefa óróaseggina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.