Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 DV Breskur leikflokkur sýnir Sjálfstætt fólk á íslandi Tónlist „Ég er búinn að átta mig á því hvers konar biblía þessi skáldsaga er fyrir ykkur hér á íslandi og það gerir mig skelfingu lostinn - en líka kátan, “ segir Gavin Stride, leikstjóri hjá breska leikfélaginu New Perspectives sem í kvöld frumsýnir í Möguleikhús- inu uppsetningu sína á Sjálfstœðu fólki eftir Halldór Laxness. „Ég bæði græt og hlœ, “ áréttar hann og er ekki á honum að finna nokkum taugatitr- ing, enda fékk sýningin afbragðsgóð- ar viðtökur í Englandi. „Við völdum þessa sögu vegna þess hvað hún er óensk en þó alþjóðleg I boðskap sínum,“ heldur hann áfram. „Englendingar þekkja þessar persón- ur og kannast við skoðanimar og viðhorfin sem koma fram í sögunni þó að hún gerist uppi á ís- lenskri heiði í upphafi 20. aldar. Leikhúsið New Perspectives sækist eftir verkum sem í senn eru sérstæð, með rætur í ákveðinni menningu, og al- þjóðleg, og Sjálfstætt fólk fellur í þann flokk. Venjulega eru Bretar áhugalausir um menningu annarra þjóða, þó að þeir séu orðnir fjöltnenning- arsamfélag, en áhorfendur tóku þessari sýningu vel. Á frumsýningunni í Englandi var stemningin eins og í kirkju - þó að verkið sé fjarri þvi að vera kristilegt - þögnin var innlifuð og full af íhugun, enda er ég viss um að verkið fylgir fólki lengi á eftir.“ - Hvað heldurðu að það hafi verið í sögunni sem höfðaði svona sterkt til ykkar? „Það var margt,“ segir Gavin - og finnst eflaust að hann sé búinn að svara þessari spurningu. „Eitt er spurningin um sjálfstæði einstaklingsins. Hversu sjálfstæð og óháð öðru fólki getum við ver- ið? Enginn er eyland sagði John Donne og Halldór Laxness tekur undir það í þessari bók. Og svo gildismatið. Hvað höldum við fast í gegnum þykkt og þunnt og hverju sleppum við?“ Bjartur spennandi Svo er auðvitað persóna Bjarts áleitin og spenn- andi. „Ég er svo hrifinn af honum vegna þess að hann er fremur andhetja en hetja,“ segir Gavin. „Hann er ruddi og harðstjóri, einóður; hann hefur engan tíma fyrir tilfinningasemi en á móti kemur að hann skilur náttúruna og gang hennar og hef- ur í raun og veru yflrleitt rétt fyrir sér þótt ekki sé alltaf auðvelt að kyngja því. Bjartur er gang- andi þversögn og þessar þversagnir má ekki þvo af honum þótt sjálfsagt væri það hægt ef maður vildi ritskoða þær burt. Við erum öll full af þver- Gavin Stride leikstjóri „Við erum öll full af þversögnum og það er ekki síst þetta einkenni á Bjarti sem lætur okkur þykja vænt um hann þrátt fyrir allt. “ sögnum og það er ekki síst þetta einkenni á Bjarti sem lætur okkur þykja vænt um hann þrátt fyrir allt.“ Gavin leggur áherslu á að sýningin sé ekki leik- gerð á skáldsögunni heldur velji þau eina af ótal- mörgum leiðum í gegnum hana, eina á sem renn- ur eftir henni, eins og hann orðar það. I hópnum eru aðeins sex leikarar þannig að persónum er fækkað um nokkra tugi, en flestar aðalpersónur skila sér inn á svið. Þó á Bjartur aðeins einn son í sýningunni, og þau völdu Nonna; hans er fram- tíðin og vonin. New Perspectives er ferðaleikhús og hópurinn leikur yfirleitt ekki í leikhúsum heldm- félags- heimilum, skólum, safnaðarheimOum og öðrum hentugum stöðum. Þetta þýðir að heima fyrir eiga þau ekki bara von á sérstöku leikhúsáhugafólki heldur öllum almenningi sem er ekki síst að koma á skemmtun í byggðarlaginu sínu og til að hitta grannana. Þetta er breskt dreifbýlis- og sveitafólk og Gavin fullyrðir að það skilji Bjart. „Lenskan nú um stundir eftir því sem veröldin verður flóknari er að gera listina einfaldari. „Dumming down“ er þetta fyrirbæri kallað á ensku,“ segir Gavin, „allt á að vera svo ofsalega létt, fyndið og skemmtilegt. Sjálfstætt fólk and- mælir þessu af hita. Það er vont og það versnar, er boðskapur Hallberu gömlu, en þó er verkið auðvitað fullt af lífl og frábærum athugunum. „Ég veit hvemig þetta verður," sagði einn leikhúsgest- ur við mig í hléi, „eftir hlé verður tómt glens og gaman!" Ekki var það nú alveg rétt hjá honum, en þess í stað gefur verkið áhorfendum nóg til að hugsa um eftir sýninguna." íslenskir listamenn athugiö New Perspectives er ekki bara leikhús heldur miðstöð fyrir allra handa uppákomur og einn fé- laginn í hópnum, Chris Fogg, segir mér að hann vilji afar gjarnan komast í samband við íslenska listamenn, dansara, leikara o.s.frv. til að skipu- leggja sameiginleg verkefni í framtiðinni. Chris verður í Möguleikhúsinu út vikuna en fer heim á sunnudaginn. Síminn til að ná i hann og panta miða á einhverja af sýningum New Perspectives er 562 5060 en sýningar á Sjálfstæðu fólki verða í kvöld, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Enginn er eyland Eldfim á köflum DV-MYND E.ÓL. Olga Björk Olafsdóttir fiðluleikari og Paulo Steinberg píanóleikari „Líkt og ætti að gerast á öllum góðum tónleikum þá náðu þessir hámarki í síðasta verkinu á efnisskránni. “ í Salnum í Kópavogi léku á þriðjudagskvöld tveir ungir lista- menn, báðir enn í námi þó sjái fyr- ir endann á því. Þetta voru þau Olga Björk Ólafsdóttir fiðluleikari og Paulo Steinberg píanóleikari frá Brasilíu. Bæði eru þau í framhalds- námi við háskólann í Bloomington í Indiana, BNA. Olga mun taka til starfa sem fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands næstkomandi haust en ekki var þess sérstaklega getið hvað Steinberg ætlast fyrir að námi loknu. Efhisskráin var blanda af verkum frá þremur öldum. Frá átjándu öld var flutt sónata eftir Hándel op.l no.12. Frá nítjándu öld voru fluttar sónötur eftir Beet- hoven og Schumann og svo Scherzo eftir Brahms. Fulltrúi 20. aldar á efnisskránni var Hanns Jelinek, Vínarbúi sem lifði fyrstu sjötíu ár aldarinnar. Efnisskráin gaf þannig tækifæri til að skoða tök listamann- anna á mismunandi stilbrigðum sögunnar. í einþáttunginum eftir Brahms varð strax ljóst að þama er kominn mjög öruggur og vel spilandi fiðluleikari í hóp okkar ágætu strengjaleikara. Nákvæmni og fáguð túlkun einkenndi fiðluleikinn en það var eins og frumkvæðið vantaði. Eldinn var hins vegar að flnna í mjög góðum píanóleik Paulo Steinberg, sem sýndi hvað eftir annað á tónleik- unum hversu fær píanóleikari hann er. 1 sónötu eftir Hándel hæfði þessi yfírvegaði stíll fiðluleikarans hins vegar ágætlega en það tók píanóleikarann tvo kafla að finna sig í þess- um andblæ. í fíngerðum þriðja kaflanum náðu þau loks mjög náið saman og sköpuðu það rými og ró sem largokaflinn geymdi. Ekki var fjórði og síðasti kaflinn síðri, hrað- ur og mjög vel fluttur. Tök þeirra Olgu Bjarkar og Paulo Steinberg á sónötu í A-dúr op.30, no.l eftir Beethoven voru aðdáunarverð. Fyrsti kaflinn er mest hrífandi frá hendi tónskáldsins og þar var leikur þeirra líka bestur, þó tilbrigðin í síð- asta kaflanum væru einnig mjög vel flutt. Xenien eftir Jelinek er röð margra smámynda í tónum sem sumir hverjir eru víst valdir með aðferðum tólftóna- tækni. Það var í þessu verki sem kannski skýrast mátti skynja hversu músíkalskir flytjendumir eru. Verkið sem sumpart er undir áhrifum spar- semistíls Webern varð í höndum þeirra eitt glitrandi perlusafn. Þau gáfu hverjum tóni, hverri andrá merk- ingu. Líkt og ætti að gerast á öllum góðum tónleikum þá náðu þessir há- marki í síðasta verkinu á efnis- skránni, sónötu í a-moll op.105 eftir Robert Schumann. Hljóðfæraleikar- amir höfðu bæði mjög góð tök á efn- inu og túlkun þeirra samstíga og vel eldflm á köflum. Hafi menn greint einhverja tóna sem hljómað gátu aðeins betur þá var það ódýr fórn fyrir kraftinn í fhitningnum. Sigfríður Bjömsdóttir ___________Menning Umsjón; Silja Aöalsteinsdóttir Kaffi og kleinur Sautján börn ur Litla myndlistarskól- anum sýna um þessar mundir myndverk sín í reyklausa kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnarfirði. Þessar stórskemmtilegu myndir eru allar unnar eftir sömu upp- stillingu á kaffikönnu, kleinum, kaffi- kvörn og öðrum hlutum sem fengnir voru að láni úr Nönnukoti. Fjölbreytileiki myndanna kemur því skemmtilega á óvart. Listamennirnir ungu eru á aldrinum 5 til 9 ára og eru þau nemendur í mark- vissri myndlist undir handleiðslu Aðal- heiðar Skarphéðinsdóttur myndlistar- manns. Sýningin stendur til 4. júní og er opin eins og kaffihúsið frá 14 til 19 alla daga nema mánudaga. Vér morðingar á förum Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á hinu magnaða verki Guð- mundar Kamban, Vér morðingjar, sem var frumsýnt á Smíðaverk- stæðinu í upphafi leikárs- ins undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar og hefur gengið þar síðan við miklar vinsældir. Síðustu sýningamar eru annað kvöld og laugardagsköld í þessari viku. Vér morðingjar ijallar á áhrifamikinn hátt um hjónabandið, ást og afbrýði, sekt og sakleysi. „Samskipti persónanna eru marghliða og höfundur gefur engin ein- hlít svör í leikritinu," sagði Auður Eydal í umsögn sinni í DV. „Þvert á móti bend- ir hann í textanum í margar áttir og leik- ur sér jafnvel svolítið með áhorfandann með því að kasta boltanum á milli persón- anna þannig að áður en varir er gerandi orðinn þolandi og öfugt. Samúðin sveifl- ast í samræmi við þetta eins og pendúll frá einni persónu til annarrar og hver og einn verður að túlka atburði verksins á sinn hátt í lokin. Uppfærsla Þjóðleikhússins hefur hlotið mjög góðar viðtökur, ekki síst Halldóra Björnsdóttir og Kristbjörg Kjeld í hlut- verkum mæðgnanna. Áðrir leikarar eru Valdimar Örn Flygenring, Linda Ásgeirs- dóttir, Magnús Ragnarsson og Þór H. Tul- inius. F ílharmóníus veit NewYork - flytur verk eftir Áskel Másson Fílharmóníusveit New York borgar flytur verk Áskels Más- sonar, Konsertþátt fyrir litla trommu og hljóm- sveit, á sex tónleikum nú í maí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Le- onard Slatkin og einleik- ari verður hinn heims- frægi slagverksleikari Evelyn Glennie. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld. í fyrra var Konsertþáttur Áskels fluttur af Bandarísku þjóðarsinfóníuhljómsveit- inni, National Symphony Orchestra, i Kennedy Center í Washington og einnig af Sinfóníuhljómsveitinni í Cleveland á Blossom hátíðinni í Cleveland með sama hljómsveitarstjóra og einleikara. Engin þessara hljómsveita hefur áður flutt verk eftir íslenskt tónskáld svo vitað sé. Evelyn Glennie hefur flutt verk Áskels Mássonar við mörg tækifæri erlendis og einnig hér heima. Fyr- ir nokkrum árum lék hún með Sinfóníu- hljómsveit íslands Marimbukonsert Ás- kels við mikinn fögn- uð tónleikagesta og í annarri komu sinni hingað lék hún hið margslungna Prím eftir Áskel sem auka- lag eftir að hafa leikið útlendan einleiks- konsert með Sinfóníuhljómsveit íslands. Áskell Másson hefur nú nýlokið við að semja stóran einleikskonsert sem tileink- aður er Evelyn Glennie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.