Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 33 Tilvera Kate Winslett leikur í Holy Smoke: Jarðbundin þrátt fyrir frægðina Kate Winslett leikur aðaMut- verkið í Holy Smoke sem Regnbog- inn frumsýnir á morgun. Leikur hún unga og faliega konu, Ruth, sem telur vanta ýmislegt í líf sitt og er orðin dauðleið á vestrænni menningu. Hún fer í pílagrímsfor til Indlands þar sem hún kynnist þar- lendum andlegum leiðtogum og ákveður að setjast að í afskekktu héraði. Fjölskylda hennar er ekki ánægð með þróun mála og ræður til sín bandarískan sérfræðing sem á aö ræna Ruth og koma með hana heim. Harvey Keitel leikur sérfræð- inginn PJ Water sem segir aö þetta viðvik geti allt eins tekið aðeins tuttugu og fjóra klukkutíma. Tveim- ur dögum síðar er annað upp á ten- ingnum hjá honum. Hann hefur hitt Ruth er orðinn ástfanginn og flækt- ur í vef atburða sem hann ræður ekki við. Jane Campion (The Piano) leik- stýrir Holy Smoke og hefur myndin fengið góðar viðtökur. Það er þó sér- staklega Kate Winslett sem hefur verið hrósað mikið fyrir leik sinn í myndinni. Þessi unga leikkona, sem gat valið úr hlutverkum eftir Titan- ic, hefur haldið sig á jörðinni og að- eins leikið í tveimur kvikmyndum síðan og hvorug þeirra er banda- rísk. Hefur hún látiö slag standa og valið hlutverk eftir gæðum en ekki peningum, Hin myndin er Hideous Kinky, þar sem hún lék einnig stúlku sem fór sinar eigin leiðir, og fékk hún ekki síður góða dóma fyr- ir leik sinn í þeirri mynd. Kate Winslett fæddist 5. október 1975 og eru foreldrar hennar, tvær systur og afi og amma öll leikarar. Kate ákvað snemma að gerast leik- kona og þegar hún hafði lokið menntaskólanámi fór hún strax að leika, bæði á sviði og i sjónvarpi. Sautján ára gömul lék hún í sinni fyrstu kvikmynd, Heavenly Creat- ures, nýsjálenskri kvikmynd um tvær stúlkur sem ákærðar voru fyr- ir morð. Var sú kvikmynd byggð á sönnum atburðum og vakti myndin mikla athygli. í kjölfarið fékk Kate Winslett hlutverk í Disneymynd- inni A Kid in King Arthur’s Court og Ang Lee valdi hana til að fara með stórt hlutverk í Sense and Sensibility. Kate Winslett var á góðri leiö Rafmagnað samband myndast á milli Ruthar og Waters Kate Winslett og Harvey Keitel í hlutverkum sínum. með að skapa sér nafn þegar hún lék í Titanic og tók þar með hrað- lestina á stjömuhimininn. Ljóst er þó að frægðin skiptir hana litlu máli. Nú er hún i bameignarfríi en tvær kvikmyndir sem hún hefur leikið í á eftir að fmmsýna, Quills og Theresa Raquin. Kvikmyndir sem Kate Winslett hefur leikið 1: Heavenly Creatures, 1994, A Kid in the King Arthur’s Court, 1995, Sense and Senisbility, 1995, Hamlet, 1996, Jude, 1996, Titanic, 1997, Hideous Kinky. -HK Three To Tango: Óskar í vond- um málum Sjónvarpsleikarinn Matthew Perry (Vinir) sýndi í The Whole Nine Yards, sem Laugarásbió sýnir um þessar mundir, að hann er ágæt- ur gamanleikari. í Three to Tango fær hann enn betra tækifæri til að nýta þessa hæfileika sína þar sem hann er í aðaMutverki. Hann leik- ur ungan, metnaðarfullan arkitekt, Oscar Novak. Hann rekur fyrirtæki ásamt Peter Steinberg (Oliver Platt). Eins og ungum og metnaöarfullum mönnum er tamt em þeir með alla anga úti í að næla sér í eftirsótt verkefni og þykjast hafa himin höndum tekið þegar Chicago-millj- ónamæringurinn Charles Newman (Dylan McDermott) felur þeim að Félagarnir Oscar og Peter Arkitektar sem stefna aö því aö fá stórt verkefni í Chicago. keppa um hönnun á tugmilljóna dollara menningarmiðstöð. Segir hann þeim að hann muni gera allt til þess að þeir fái verkefnið en læt- ur eiga sig að segja þeim að hann hafi notað sömu aðferð á helstu keppinauta þeirra. Newman hrífst af ákafa Oscars og biður hann að gera sér mikinn greiða, að njósna um kærustuna, Amy (Neve Camp- bell), en Newm- an þjáist af af- brýðisemi. Osc- ar tekur þetta verk að sér til að þóknast milljónamær- ingnum. Ekki tekst honum vel upp í njósnahlut- verkinu en verð- ur alvarlega ást- fanginn af Amy. Þar sem Newman hefur alltaf talið að Oscar sé hommi fer mis- skMingur af stað sem breiðist skjótt út og brátt er farið að tala um Oscar ■ < ká Matthew Perry Leikur ungan arkitekt sem er á hraöferö upp metoröastigann um leiö og hann tekur óvænta stefnu í einkalífinu. sem athyglisverðan homma á framabraut og þegar á að fara að kjósa hann homma ársins í viöskiptaheiminum í Chicago er tími kominn fyrir Oscar að koma út úr skápnum og til- kynna að hann sé gagnkyn- hneigður ... Leikstjóri Three to Tango er nýliðinn Damon Santostefano en hann hefur einnig nýlok- ið við að leik- stýra Amer- ican Girl, annarri gaman- mynd sem gerist í London og er með þá þriðju, Con- fidence, í burðarliðn- um. Santostefano byrjaði feril sinn í skemmtanaiðn- aöinum sem „stand-up“ gaman- leikari en hefur und- anfarin ár starfað innan veggja sjón- varpsins og leikstýrt leikritum í New York. -HK Being John Malkovich ★★★★ Þvílík afbragðsskemrntun! Það er auðvelt að láta dæluna ganga með hátt- stemmdum lýsingarorðum en ég skal reyna að stilla mig. Og þó. I þessari súrrelísku kómediu um sjálfsmyndar- krísu, refilstígu frægðarinnar og leitina að eilífðinni rekur hver kostulega uppá- koman aðra og eins og góðum myndum sæmir vekur hún miklu fleiri spurning- ar en hún svarar. -HK Boy's Don't Cry ■Hctck Áhrifarík kvikmynd um örlög Brandon Teena sem bjó yfir líkama stúlku en hneigðum pilts. Allur leikur er til fyrirmyndar og ber þó sérstaklega að geta frammistöðu Hilary Swank og Peter Sarsgaard. Ekki bara góð kvik- mynd heldur kröftugt hróp á umburðar- lyndi. -BÆN American Beauty ★★★★ Til ailrar hamingju fer American Beauty vel með þetta margþvælda efni, gráa fiðringinn, óttann við að eldast og lífsins allsherjar tiigangsleysi. Styrk og hljóðlát leikstjóm ásamt einbeittum leik- arahópi lyftir þessari mynd yfir meðal- mennskuna og gerir hana að eftirminni- legu verki. -ÁS Man on the Moon ★★★ pað er kvikmyndinni Man on the Moon til mikils lofs að hún fylgir hinni einstrengingslegu sýn grínistans Andy Kaufmans á tilverana allt til enda. Jim Carrey sýnir fantagóðan leik í aðalhlut- verkinu. Við gleymum þvi tiltölulega íljótt að Carrey er ein mesta stjama kvikmynd- anna um þessar mundir og sogumst inn í þennan karakter sem um leið er aldrei ráðinn eða útskýrður með sálfræðilegum vísunum. -ÁS Ghost Dog: Way of the Samurai ★★★ Jim Jarmusch er bæði trúr fortíð sinni í myndinni og fetar um leið inn á nýjar brautir. Aðalpersónan er að mörgu leyti í stöðu ferðalangsins sem viö þekkjum úr fyrri myndum hans en mafiósarnir tilheyra ólíkri hefð megin- straumskvikmynda. Sú blanda gengur ekki nægjanlega vel upp en kemur þó ekki í veg fyrir ágæta mynd. BÆN Angela’s Ashes ★★★ Alan Parker fer eigin leiðir í leik- stjóm á kvikmyndagerð frægrar skáld- sögu oger umhugað að sýna okkur smá- atriðin, hvað fátæklingar þurftu að búa við á árum áður, lífsmáti sem varla þekkist í vestrænum þjóðfélögum í dag. Hvaö sem segja má um leikstjóm og túlkun Parkers á bókinni þá hefur hon- um tekist að skapa áhrifamikla kvik- mynd um líf og kjör fátæklinga fyrr á öldinni. -HK Fiaskó ★★★ Aöail Fíaskó er hvernig á galsafull- an en um leiö vitrænan hátt þrjár sögur um ólík viöhorf til lífsins tengjast. Myndin er fyndin og um leið mannleg. í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd fer Ragnar Bragason vel af stað. Það er viss ferskleiki í kvikmynd hans og enginn byrjendabragur á leikstjóminni sem er örugg og útsjónarsöm. Honum tekst að láta smáatriðin vera mikilvæg fyrir framvindu sögunnar og hefur góð tök á leikurum sem upp tU hópa em í sínu besta formi. -HK Dogma ★★* Þetta er ein af hinum óborganlegu vangaveltum hins óforskammaða Kevins Smiths (Clerks, Chasing Amy) um lífiö, tUveruna, trúna og Guð. Hér gerir hann stólpagrín að tilraunum mannanna tU að skilja Drottin og ganga á hans vegum en um leið er ljóst aö Kevin er trúmaður mikUl og umhugaö um Hann/Hana/Það. Vegna þessarar djúpu sannfæringar hans er auðvelt að hlæja hjartanlega að þessari ósvífnu hugleiðingu um hinstu rök tUverunnar. -ÁS Toy Story 2 ★★★ Þetta framhald fyrstu Leikfanga- sögunnar er, líkt og fyrri myndin, full af fjöri fyrir bæði börn og fuUoröna. Tölvu- tæknin, sem notuð er í Toy Story, er undraverö, jafnraunveruleg og hún er gervUeg en um leið fyrirheit um einstak- ar sýnir sem eiga eftir að birtast okkur á næstu árum. Hinum fuUorðnu er því alveg óhætt að fylgja ungviðinu á þessa mynd tU að ritja upp gamlan sannleUt, sem kannski hefúr rykfaUið svolítið, og næra barnshjartað með ærlegri skemmt- un. -ÁS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.