Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 Tilvera Nafn: Aöalheiöur Birgisdóttir ■* Aldur: 30 Hvar varstu í sveit? Staöa: Eigandi Týnda hlekksins 'tr Fyrst í nær- buxur Klukkan er korter í þrjú. Hvar ertu og hvað ertu að fara að gera? „Ég er i vinnunni og verð þar til sex. Annars ákveð ég rosalega stutt fram í tímann hvað ég ætla að gera.“ í hvaða flík klæddirðu þig fyrst í morgun? „Ég fer alltaf fyrst í nærbux- ur.“ Kanntu á ryksugu eða þvotta- vél? „Já. Og ég nota þær lika, sérstak- lega þvottavélina.“ Það eru fimm mínútur í heimsendi. í hvern myndirðu hringja? „í mömmu.“ Þú verður að eyða 100 milljón- um í dag. Hvað myndirðu kaupa? „Ég myndi kaupa mér hús, ekkert of dýrt samt. Síðan myndi ég tjár- festa í fyrirtækinu mínu, Nikita, sem sér um brettafatnað fyrir kven- fólk.“ Þú verður að yfirgefa landið á stimdinni. Hvert myndirðu fara? „Ég færi til Biaritz í Frakklandi. Það er svo gott surf (eða brim) þar.“ Hver er und- arleg- asta flíkin í fata- skápn- um þín- um? „Ég veit það ekki. Mér finnst ég ekki eiga nein und- arleg föt. Ætli það sé ekki helst hvíti plastjakk- 'E inn sem ég er hætt að nota.“ Hvað dreymdi þig í nótt? | „Ég man það ekki. Ég man svo sjaldan hvað mig dreymir. Skemmtilegustu draumana dreymir mig yfirleitt eftir að hafa verið úti í sjó. Þá dreymir mig öldur sem getur - verið svolítið ógnvekjandi." Sú var tíðin að nær öll börn voru send í sveit á sumrin þar sem þeim gafst kostur á að kynnast hefðbundn- um landbúnaðarstörfum og komast í snertingu við náttúruna. Margt hef- ur breyst á undanfómum árum og áratugum og nú er svo komið að æ færri börn fá tækifæri til að dvelja í sveit. Mörg hver hafa aðeins malbik undir fótum á sumrin og eini staður- inn þar sem þau geta umgengist ís- lensk dýr er Húsdýragarðurinn í Laugardal. Ýmsar ástæður eru fyrir því að færri böm dvelja í sveit nú til dags, svo sem breyttir samfélagshættir og vélvæðing í landbúnaði. Margir hafa þó áhuga á að snúa þessari þróun við og hafa bændur meðal annars brugðið á það ráð að opna bú sín al- menningi einu sinni á ári til að borg- arböm geti komist i kynni við lífið til sveita. Einnig hafa Bændasamtök íslands og Landssamtök vistforeldra í sveitum í nokkur ár haft milli- göngu um að útvega börnum sumar- vist í sveit. Mögulegt er að dvelja í viku, hálfan mánuð eða allt sumarið ef því er að skipta. Fer það meðal annars eftir fjárráðum foreldra hversu lengi þeir kjósa að hafa bam á bæ. Verð fyrir einnar viku dvöl er 16.254 kr. og myndi því kostnaðurinn á bam sem kysi að dvelja sumarlangt í sveit nema hátt í 200.000 kr. DV leitaði til nokkurra valin- kunnra íslendinga og fékk þá til að segja frá dvöl sinni í sveit og hvaða þýðingu sveita- dvölin hefði haft fyrir þá. Vantaöi vinnumann Þetta var mikil vinna en ég var iöinn, segir Benedikt Eriingsson. Benedikt Erlingsson: Varð að manni 12 ára gamall „Þetta var svona eins og í Texas. Engar girðingar eða neitt,“ segir Benedikt Erlingsson leikari um sveitadvölina í Möðrudal á Fjöllum þar sem hann var 3-4 sumur. Hann lætur vel af vistinni, segist hafa orðið að manni þar og hefur fullan hug á að senda unga dóttur sína í sveit þegar þar að kemur. „Addi rokk, sem var heimilisvinur, laug því til að ég væri sextán ára og sterkur en bóndann vantaði einmitt vinnumann. Þegar hann sótti mig á Egilsstaði held ég að honum hafi ekk- ert litist á blikuna því ég var 12 ára og smávaxinn miðað við aldur." „Þetta var mikil vinna en ég var iö- inn. Ég man að túnin kólu öll sumrin sem ég var þar. Við þurftum að heyja í Vopnafirði og flytja heyið um 100 kílómetra leið. Það var mjög mikil vinna. Bærinn var líka ákaflega af- skekktur og um 50 kílómetrar voru í næsta bæ en þar bjó einbúi." -KGP Guðrún Helgadóttir dvaldi eitt sumar í sveit: Kunni lítt að meta salt- aða skötu og skyrhræring „Ég var aðeins einu sinni send í sveit og þá var ég sex ára görnul," segir Guðrún Helgadóttir rithöf- undur en hún dvaldi sumarlangt á bænum Eystri-Hóli í Vestur-Land- eyjum þegar hún var telpa. „Ég man alltaf hvað mér leiddist óskap- lega i sveitinni þrátt fyrir að allir væru mjög góðir við mig. Sunnu- dagarnir voru einna verstir og ég gleymi aldrei hvað mér fannst tím- inn lengi að líða þegar heimilis- fólkið lagði sig um eftirmiðdaginn. Þá gerði heimþráin oftar en ekki vart við sig,“ segir Guðrún og bæt- ir við að sennilega hafi hún verið matvinnungur á bænum, enda að- eins sex ára. „Maturinn var sér- kapituli og ég kunni lítt að meta söltuðu skötuna og skyrhræring- inn sem var algengt fæði á bænum. Mér fannst þetta ekki gott og hef raunar aldrei getað borðað skötu síðan.“ Ekki varð oftar af þvi að Guðrún væri send i sveit. „Mamma fór með okkur krakkana á Stóru-Vatns- leysu eitt sumar og annað sumar vorum við á bænum Bakka, skammt frá Minni-Vatnsleysu. Það var náttúrlega allt öðruvísi en að vera sendur til fólks sem maður þekkti lítið sem ekkert. Ég er ann- ars þakklát fyrir sveitadvölina því böm hafa bara gott af því að glíma við erfiðleika og eftir á að hyggja hafði ég örugglega gott af dvölinni á Eystri-Hóli,“ segir Guðrún Helga- dóttir rithöfundur. -aþ Hafði gott af sveitadvölinni Guörún segir aö þrátt fyrir leiöann í sveitinni sé hún þakkiát fyrir aö hafa prófaö aö vera í sveit. Sigurður Sigurjónsson: Ekki í torfkofa Sigurður Sigurjónsson leikari var eins og fleiri af hans kynslóð send- ur í sveit á sumrin. „Ætli ég hafi ekki verið einna harðastur í þessu í mínum kunningjahópi enda komst ég snemma á bragðið," segir Sigurð- ur. „Ég var fyrst hjá frændfólki mínu að Bildsfelli í Grafningi. Þar dvaldi ég nokkur sumur í góðu yfir- læti og lærði helstu handtökin í sveitastörfunum. Því næst var ég tvö sumur á Múla í Biskupstungum og loks í Álftanesi á Mýrum. Ætli þetta hafi ekki verið sjö til átta sum- ur i það heila, frá því ég var svona tíu, ellefu ára.“ Hann segist enn fremur hafa orð- ið vitni að miklum breytingum i bú- skaparháttum á þessum árum. „Það má segja að ég hafi lifað tímana tvenna. Ég var að vísu ekki í torf- Harðastur í þessu í mínum kunnlngjahópi Þetta reyndist mér mjög gott veganesti inn í lífiö og nýtist mér til dæmis í nú- verandi starfi, segir Siguröur Sigurjónsson. kofa en upplifði samt miklar breyt- ingar, til dæmis umskiptin frá handmjólkun yfir í mjaltavélar." Sigurður segir sveitadvölina tví- mælalaust hafa gert sér gott. „Þetta reyndist mér mjög gott veganesti inn í lífið og nýtist mér til dæmis í núverandi starfi að hafa kynnst þessari atvinnugrein." Finnst hon- um synd hversu mörg böm fari á mis við dvöl í sveit nú á tímum. „Þetta var mun algengara þá en í dag. Fólk er yfirleitt hætt að senda bömin sín í sveit eða þá að þau vilja ekki fara sem er mesti misskilning- ur. Svo eru aðstæður náttúrlega breyttar, vélvæðing meiri og því þarf ekki jafnmargar hendur og áður,“ sagði Sigurður að lokum. -EÖJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.