Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 31
35 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 DV Ögmundur Jónasson alþingismaður: Dreymdi um að verða bóndi „Ég dvaldi nokkur sumur í sveit á bænum Viðidalstungu í Víðidal í V-Húnavatnssýslu, hjá þeim Hall- fríði Björnsdóttur og Óskari Teits- syni frænda mínum,“ segir þing- maðurinn Ögmundur Jónasson, að- spurður um reynslu sína af sveita- störfum. „Ég á margar góðar minn- ingar frá Víðidalstungu og fólkið þar var afskaplega gott við mig. I mínum huga er það ómetanleg reynsla að hafa fengið að kynnast sveitastörfum og svo hugfanginn varð ég af sveitinni að lengi vel ól ég þann draum að gerast bóndi síð- ar á lífsleiðinni. Ég var orðinn full- orðinn þegar ég á endanum gaf þann draum upp á bátinn,“ segir Ögmundur og bætir við: „Sveita- störfin hafa alltaf heillað mig og ég tel mig hafa tengst sveitinni bönd- um sem aldrei hafa rofnað síðan.“ -GS Hefði ekki viljað fara á mis við sveitina „Þar læröi maöur aö vinna og umgangast dýr og meta þau, sem og náttúr- una sjálfa, “ segir Kristinn. Kristinn H. Gunnarsson þingmaöur: Hófsamur vinur náttúrunnar og laus við öfgar „Ég var í sveit á bænum Bakka í A-Landeyjum, austasta bæ í Rangárvallarsýslu. Þama var ég í niu sumur og var orðinn alvanur öllum sveitastörfum og kunni vel til verka. Einn hluti sveitastarf- anna var að fara í Markarfljótið og draga fyrir silung með neti sem við létum reka alveg niöur að ós og stimdum fengum við lax sem var mikill happafengur. Einu sinni fengum við hnúfulax og er það eina skiptið sem ég hef séð slíkan fisk. Þessi fiskur mun hafa komið frá Rússlandi þar sem hann slapp úr fiskeldiskvíum og var þetta hinn besti flskur," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður. „Það voru líka skemmtilegir tímar þegar maður komst á aldur og gat farið að stunda réttarböllin. Þá þræddum við félagsheimilin aUt austan frá Vík og alla leið yfir í Ámessýslu. Það var mikið um íþróttir í sveitinni og við í Ung- mennafélaginu Dagsbrún í A- Landeyjum háðum harða keppni við ungmennafélagið i V-Landeyj- um þar sem Eggert Haukdal var helsti forystumaður. Eftir margra ára uppbyggingarstarf náðum við í Dagsbrún aö leggja andstæðinga okkar og það var sætur sigur og skemmtilegur. Það var mikið keppikefli að vinna sýslumótið og það hafðist að lokurn." Kristinn segist ekki hafa viljað fara á mis við að vera í sveit. „Þar lærði maður að vinna og umgang- ast dýr og meta þau, sem og nátt- úrana sjálfa, bæði jörðina og land- ið, og bera virðingu fyrir því. Síð- an hef ég verið mjög hófsamur vin- ur náttúrunnar og laus við öfgar,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. -GS TEFL0NTILB0D í CAIL-ohif.-AÍA. TAfl™ , _ O QOn 'Á f Fólksbifreið: Teflon + alþrif = 3.990 ^ Jeppi: Teflon + alþrif = 4.990 Fólksbifreið: Teflon = 2.990 Jeppi: Teflon = 3.990 V J Evrópa Bílaþrif Faxafeni 8, s. 862 2728. Tilvera Hugfanginn af sveitinni Ögmundur ól meö sér draum um aö veröa bðndi. Landsins mesta úrval af unaðsvörum ástalífsins. Myndbönd í ótrúlegu úrvali. Fákafeni 9 • S. 553 1300 Smáauglýsingar visir.is S.Xs’^Í" Mlwl* t2fiMBVJIM0 Skráðu þig til leiks og þú átt möguieika á glæsilegum vinningum: •Ferð fyrír tvo á Formúlu 1 keppnina í Malasíu í boði kostunaraðila Formúlu 1 á Vísi.is pi * ■ ■ ■ ■ ■ ■ ! Bctri bankí studlar aö betri formúlu Vbðbanki Bctri banki ituðtor að •Tag Heuer-úr að verðmæti kr. 122.900, í boði Leonard OPIN KERFIHF Taktu þátt í Formúlu 1 leiknum á Ifísi.is. Leikurinn er einfaldur, skemmtilegur og spennandi fyrir a, □ Netsc«pe: VISIRniomuiU 1 00 á J* £ -* ai •** 1—1 MU*. (jMlp/CvW.VMr U/«S</)T1**(MVn>aU ’ ^.luuyrl & vísir.is PWfflSHífl fslandtsími QrtNKKXniIF -•k’.i.i.u.,.. ...» I pTzrvimfwmTFm, v.rnv.iwmgi j uwj-vjúmimih' b'^-w . »\nw£mm \ <*. Landsbankinn Betri banki Íslandssími vísir.is - á h raða Ijóssins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.