Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 DV Tilvera 37 Ræöustóllinn mátaöur Guölaugur Tryggvi Karlsson stoltur í ræðustól Clintons. Mátaði ræðupúlt Clintons - en lét vindlana eiga sig „Ég mátaöi ræðupúlt Clintons en komst ekki í færi við vindla hans - enda hefði ég látið þá vera,“ segir Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hag- fræðingur og lausamaður í frétta- mennsku, sem á dögunum heimsótti Hvíta húsið í Washington og fyldist ásamt fleiri fjölmiðlamönnum meö heimsókn Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta og vinkonu hans Dorrit til Bandaríkjaforseta. Guðlaugur Tryggvi, sem er einn af nánustu vinum forsetans frá fornu fari, sagði þetta hafa verið stórkostlega heimsókn. „Ólafur Ragnar og Dorrit voru eins og snið- in fyrir Hvíta húsið. Þau voru sann- arlega sem sómi þjóða sinna. Ég táraðist og vona að styttist í brúð- kaup á Bessastöðum," sagði Guð- laugur Tryggvi Karlsson. -aþ/rt DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON Góö kvöldstund í Grindavík Karlakór Keflavíkur í kirkjunni í Grindavík. Fólk átti notalega kvöldstund meö kórnum sem bauð vandaöa og fjölbreytta söngskrá. Karlakór Keflavíkur heimsækir Reykjavík: Undirbúa kóra- mót í Klakksvík DV, GRINDAVIK: Karlakór Keflavíkur heldur ár- lega tónleika sína þessa dagana og er efnisskrá fjölbreytt. Hún sam- anstendur af íslenskum og erlend- um karlakórslögum og dægurlög- um. Að vanda skartar kórinn skrautfjöðrum og má þar nefna Guðbjöm Guðbjömsson tenór sem var einsöngvari með kómum ásamt Steini Erlingssyni barítón og Hjálmari Georgssyni tenór. Stjómandi kórsins undanfarin 7 ár er Vilberg Viggósson og undirleik- ari Ágota Joó á píanó en einnig er leikið undir á tvær harmoníkur og bassa. Kórinn heimsótti Grindavík um síðustu helgi og hélt tónleika í Grindavíkurkirkju og vom þeir mjög vel heppnaðir og lagavalið fjöl- breytt. Flutningur kórs, einsöngv- ara og hljóðfæraleikara var stór- kostlegur og vel þess virði að njóta kvöldstundar með kómum. Kórinn hélt síðan tónleika í Ytri-Njarðvik- urkirkju á þriðjudagskvöld og syng- ur þar enn á ný á fimmtudagskvöld. Á sunnudag berst leikurinn til höf- uðborgarinnar og verður þá sungið í húsi Karlakórs Reykjavikur-, Ými, og hefjast tónleikamir kl. 17. Karlakór Keflavíkur tekur þátt í kóramóti og dagskrá sjómannadags- ins í Klakksvík í Færeyjum i byrjun næsta mánaðar. Þá heldur kórinn sjálfstæða tónleika í Þórshöfn og Miðvogi, sem er vinabær Reykja- nesbæjar. yilli naglbftur saknar sannra karlmanna á borð við Ronald Reagan J gm f mkarlmannlegt blað sem fylgir DV á morgun IfoRus -ÞGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.