Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 4
4 NÝR HEIMUR - STAFRÆNAR SÝNIR Handbók ©-verjanna: Stökkvið í rauðu gígana Þeir sem eru ekki mjög vanir tölvum eöa tölvuleikjum gætu átt í örlitlum vand- ræðum með að ferðast um @-heiminn og því er ekki úr vegi að birta leiðbeiningar um hvernig það gengur fyrir sig. Það er ekki flókiö að ferðast um @. Það sem þarf aö gera er að senda gráu persónuna milli staða, sem gert er með því að færa bendilinn með músinni þang- að sem persónan á að fara og smella einu sinni. Bendillinn er venjulega í formi @-merk- is. Einstaka sinnum breytist hann í ör og þegar það gerist er hægt að láta persón- una ganga út úr rammanum yfir í næsta ramma. Svo breytist hann stundum í nokkurs konar „v“, sem þýðir að eitthvað ákveðiö gerist ef smellt er á músina, t.d. getur persónan horft út um glugga, geng- ið út um dyr eða ýtt á takka. Einstaka sinnum þarf aö svara spurningum og er það ýmist gert með því aö velja eitt rétt svar af mörgum með músinni eða skrifa svörin meö lyklaboröinu. Þegar gengiö er um „almenninginn", sem er hvítt svæöi með undarlegu lands- lagi og kynjaverum, er hægt aö velja að ganga inn í undirheima þeirra listamanna sem þátt taka í @-inu. Inngangarnir að heimunum eru sex talsins og llta út eins og örlitlir rauðir gígar. Með því að smella á einhvern þessara gíga stekkur persón- an ofan í hann og hefur feröalagiö um heim listamannsins. Tuttugu mánuðir í tæknivinnslu Tæknihlið @-sýningarinnar er talsvert umfangsmikil umfram þaö sem sjálfir listamennirnir lögöu til. Þeir sem hafa borið hitann og þungann af þeim málum eru þeir Tómas Gíslason hjá Oz.com og Torfi Frans Ólafsson, sem nú starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP í Reykjavík, en hann var starfsmaöur Oz.com þegar @- verkefnið hófst. En það eru fleiri sem hafa komið að tæknimálunum, því tölvufyrirtækið Gagarín sá um samsetningu, forritun og tvívíddarvinnslu, Zoom sá um þrivíddar- vinnslu og vídeósamsetningu og fyrirtæk- in Thule og Verði Ijós sáu um hljóð- vinnslu fyrir @. I allt hafa fariö um 20 mannmánuðir I að útfæra þetta verkefni tæknilega. Tölvurnar sem notaðar eru til að sýna @-verkefnið eru meö þeim betri á mark- aðnum í dag en það er ACO sem útvegar græjurnar. Þær eru með 500 til 600 MHz örgjörva, með 256 MB vinnsluminni og nota Voodoo 3 þrivíddarkort en verkið er sýnt í upplausninni 800 x 600. Eins og verkið er sýnt í Listasafninu er þaö of um- fangsmikið til að þaö komist fyrir á ein- um geisladiski. Hins vegar veröur þaö einnig hannað til að passa á einn geisla- disk fyrir bæöi PC og Macintosh en þá verða gæöin ekki eins mikil og á sýning- unni sjálfri. Sýningarstjórinn Hannes Sigurðsson: Gekk með í tvö ár Hannes Sigurösson er sýningarstjóri @ og hann segir það verulega spennandi að skapa sýningar sem svo margir taka þátt í. „Það er svo gaman að fýlgjast meö því hvernig allt smellur saman á síöustu dögunum þegar listamennirnir sameina það sem þeir hafa veriö aö vinna að og útkoman verður eitthvað sem aldrei hefur veriö til áður.“ Hann segir þó aö @ sé ólíkt öllu öðru sem hann hefur tekið þátt í. „Ég hef gengiö meö @ í maganum I talsvert langan tíma. Fyrir meira en tveimur árum hóf ég að spjalla um þessa sýningu viö Eyþór Arnalds sem þá var hjá Oz. Síöan þá hefur verkefnið hins vegar tekiö á sig ýmsar myndir. I upphafi átti þetta að verða mun dýrara verkefni með fjölda alþjóölegra listamanna, en það varð allt of erfitt fjárhagslega, þannig aö ég ákvað að snúa dæminu algjörlega við og fá í staðinn fjölda Islenskra listamanna af yngri kynslóðinni I verkefniö,” segir Hannes. Hann segir það hafa verið talsverðan höfuðverk að velja listamennina, en þeir áttu að koma úr öllum geirum menningarlífsins. Að lokum varð það þó svo að einungis myndlistarmenn urðu fyrir valinu. Þeir sem valdir voru áttu það þó sameiginlegt að þeir höfðu mjög fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn og því varö hópurinn I raun mjög fjölhæfur þegar hann kom saman. Og hópurinn kom saman þrisvar sinnum síðasta sumar, þegar allir, listamenn og tæknimenn, fór saman út á land, læstu sig inni og gáfu hugmyndunum lausan tauminn. „Hugmyndirnar sem þarna flugu voru hreint út sagt ótrúlegar. Menn slepptu alveg fram af sér beislinu á fundunum, en eftir þá settumst við niður og reyndum að átta okkur á því hvað væri framkvæmanlegt. Síöan var þetta skrifað niöur I handrit og aðilar víðs vegar aö fengnir til aö koma þessu I endanlegt horf. Svo er útkoman að fæöast hérna hjá okkur I Listasafninu núna síöustu dagana fyrir opnun," segir Hannes og er með þaö rokinn aftur af staö I reddingarnar. -KJA Hannes Sigurösson segir aö @-sýningin sé ólík öllu ööru sem hann hefur tekiö þátt í. Undirbúningurinn fólst m.a. í þremur helgarferöum út á land þar sem hugmyndum var gefinn laus taumur. Finnbogi Pétursson nýtir veðurstöð á þaki Listasafnsins: Slakað á eftir lætin í hinum Finnbogi Pétursson er einn þeirra sem unniö hafa að @-sýningunni en hann hefur komiö að fjölda sýninga gegnum litríkan feril. Hvernig leist honum á þetta verkefni? „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur hópur og spennandi aö vinna meö svo mismunandi einstaklingum." En hans sýn á þetta allt saman var nokkuö öðruvfsi en annarra vegna fortíðar hans: „Ég var að vinna I Oz á sínum tíma og þekki þá hluti sem þeir voru að vinna að I þri- víddartækni. Ég kom því með mína hugmynd nokkuð mótaða, hafði ákveðiö forskot á hina hvað það varðar og vissi betur hvað hægt var að gera tæknilega séð. Því datt ég fljótlega inn á mína hugmynd sem ég hef verið að vinna meö síðan. Hún hefur þó auð- vitað tekið talsverðum breytingum, þetta er eins og allt annað, maður byrjar með rosa- lega stórt blóm sem maður klippir síðan smátt og smátt niður þar til ekkert er eftir nema rósin sjálf." Hluti Finnboga I @-sýningunni gengur að miklu leyti út á veðriö. Hann setur upp veðurstöð á þaki Listasafnsins sem mun fylgjast meö vindátt, vindhraða, loftþrýstingi, úrkomu, sólarljósi, hita og öðru. Þeim upplýsingum er síðan breytt yfir á form sem tölvan skilur og sýnir þeim sem ferðast um @-heiminn. Inn I þetta spila svo hljóð sem framkvæmd eru með því að færa bendilinn til. „Þetta er svona róandi dæmi," segir Finnbogi. „Þarna geturöu fariö og slakaö á eftir öll lætin I hinum hlutum sýningarinnar." -KJA Finnbogi Pétursson segir aö reynsia sín viö aö vinna hjá Oz um tíma hafi veitt sér ákveöiö forskot viö sköpun síns hluta <s>-sýningarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.