Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 5
NÝR HEIMUR - STAFRÆNAR SÝNIR 5 Michael Young segist pínulítiö hræddur því hann áttar sig ekki alveg á því hvert @-iö stefnir nokkrum dögum fyrir opnun. Hann telur þó hræösluna sennilega ástæöulausa. Michael Young og Katrín Pétursdóftir hanna „almenninginn": Gervilandslag í draumaheimi Michael Young er annar helmingur M.Y. Studio, en hinn helmingurinn er kona hans, Katrín Pétursdóttir. Þeirra hlutverk í @inu er tvískipt. Annars vegar hannar Michael Young sameiginlegt rými þessa verkefnis, sem er nokkurs konar gervilandslag sem líkja má við draumheim þar sem leikiö er með stæröarhlutföll og Qarlægðir. Hins vegar hannar Katrín fígúrur sem settar eru í samhengi innan heimsmyndar Michael Young. Michael er hönnuður og er m.a. þekktur hér á landi fyrir aö hafa hannað nýtt útlit skemmtistaðarins Astró fýrir skömmu. Eitt af næstu verkefnum hans verður að hanna nýtt útlit á veröld tölvuleikjahetjunnar Löru Croft úr hinum gríðarlega vinsælu Tomb Raider-tölvuleikjum. Á þriöjudegi fyrir opnun sýningarinnar gengur Michael um Listasafniö og gefur síðustu leiöbeiningar um útlit áður en hann heldur af landi brott, því hann þarf að vera mættur til New York innan tíðar. Hann gefur sér þó tækifæri til að spjalla örstutt um verkefniö. „Þetta er búið að vera verulega áhugavert af því aö ég hef í rauninni ekki fengist við verkefni eins og þetta áður. Ég hef alls ekki getaö áttaö mig á því hvert þetta er að stefna, sem gerir mann svolítiö hræddan. En sennilega er þaö ástæðulaust því það sem ég hef séð af verkefninu hingað til hefur verið mjög spennandi," segir Michael. En að hvaða leyti er þetta verkefni frábrugðiö því sem hann hefur áðurgert? „Ég hef ekki unnið með hreyfimyndir fýrr og því er það nýtt fyrir mér. Sjálf tölvuvinnslan er engin nýjung því ég nota tölvur við stærstan hluta minnar vinnu og vinn með þrívíddarumhverfi, en ég hef ekki hingaö til nýtt hreyfingu í mínum verkum. Mér hefur þó ekki fundist það neitt verulega erfitt að bæta hreyfingunni við. Þetta er eins og að stíga einu skrefi lengra I vinnunni meö þrivíddarumhverfi, en það skref er t sjálfu sér ekki erfitt að stíga." -KJA Sýn i ng i n Atið eða @ Samstarfsaðilar: ART.IS og OZ.COM í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 Listamenn: ÁsmundurÁsmundsson, Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn (Dóra ísleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir), Haraldur Jónsson, M.Y. Studio (Katrin Pétursdóttir og Michael Young), Ómar Stefánsson og Þorvaldur Þorsteinsson Sýningarstjórn: Hannes Sigurðsson Tæknistjórar: Tómas Gíslason ogTorfi Frans Ólafsson Framleiðendur: OZ.COM, Gagarin ogZoom. Eirún og Sigrún úr Gjörningaklúbbnum: Blöndun egóa og hópsála Stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum/The lcelandic Love Cor- poration, þær Dóra ísleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jóns- dóttir og Sigrún Hrólfsdóttir, eru vanar því aö vinna í hóp. Því er ekki úr vegi aö spyrja þær aö þvt hvernig gengið hafi að fá ell- efu manns til að vinna að @-inu í sameiningu. Fyrir svörum verða þær Sigrún og Eirún. „Það gekk ekki beinlínis upp aö láta listamennina vinna allt saman eins og ætlunin hafði verið. Þetta varö meira þannig að við unnum grindina saman en síðan gerir hver sitt verk sem sett er inn í grindina," segir Eirún. „Það hefur þó ábyggilega verið erfitt fyrir suma í hópnum sem eru vanir að vinna einir að koma inn I svona samvinnupakka. Við í Gjörningaklúbbnum höfum unniö saman í fjögur ár og því könnumst við vel við hve erfitt það getur verið að koma upp góðu hópstarfi. Það tekur tíma að slípa samstarf, sérstaklega þegar fólk er vant því að vinna eitt aö verkum sínum. Við tókum eftir því að það var svolítið skiýtið fýrir okkur að mæta í hóp með öllum þessum egóum og vinna með þeim aö sameiginlegu verki," segir Sigrún. Eftir smá umhugsun bætir hún við: „Þá er ég ekki að meina egó í neikvæðri merkingu, heldurí þeirri merk- ingu aö fólk sé vant að hugsa sína vinnu út frá sjálfum sér og engum öðrum." Enginn er eyland Þrátt fyrir að listamennirnir hafi unniö sína hluta að einhverju leyti einir segja þær að lokaútkoman sé vissulega sameiginlegt verk allra sem þátt tóku. „Allir þeir sem koma að @-inu unnu talsvert saman, sérstaklega í hugmyndavinnunni síöasta sumar, og þvl eru ýmsar hugmyndir sem hver og einn listamaður nýtir sér komnar frá öðrum í hópnum. í hugmyndavinnunni var enginn eyland og allir urðu fyrir áhrifum af hugmyndum annarra í hópnum," segir Eirún. „Þetta veröur ábyggilega fín blanda af hópsálum og egóum þegar upp verður staöið." En hvaö meö útkomuna? Er þetta alveg nýtt eða hefur þetta verið gert áður? „Ég held að tölvugrisum muni kannski ekki finnast þetta vera neitt brjálæðislega flott tæknilega séö, ef t.d. er miðað við flottustu tölvuleikina eða slíkt. Það sem er hins vegar sérstakt er aö þaö er svo mikiö af nýjum og frumlegum hugmyndum þarna inni sem ekki hafa verið framkvæmdar áður í sýndarveruleika. Einn helsti kosturinn við þessa samvinnu var aö margir voru ekkert svo mikið inni í tölvupælingunum og voru þess vegna ekki með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um það hvað sé „eölilegt" aö búa til I slíku umhverfi. Þess vegna komu fram hugmyndir sem tölvustrákunum heföi sjálfsagt aldrei dottiö I hug. Aö því leyti er samruni hugmynda listamannanna og tæknimannanna mjög spennandi," segir Sigrún að lokum. -KJA Bræðurnir Ormsson, ACO og Harpa styrktu sýninguna. Þaö tekur tíma aö slípa samstarf þegar fólk er vant því aö vinna eitt, segja Eirún og Sigrún. DV-myndir Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.