Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 I>v Fréttir ísafold, 120 farþega tvíbytna til ísafjarðar: Virkilega stöðugt skip - segir Jóhann R. Símonarson sem sigldi skipinu heim ásamt 4 öðrum skipverjum frá Noregi ísafold, ný 120 raanna farþegaferja, kom til heimahafnar á ísafirði á sunnudagskvöld. Elvar Bæringsson er í forsvari fyrir 30 manna hóp hluthafa í Ferjusigling- um ehf. sem keyptu skipið notað frá Álasundi í Noregi. „Þetta er níu metra breið og rúm- lega tuttugu og sex metra löng tvíbytna sem byggð er úr áli. Skipið tekur 121 farþega í sæti. í þokkalegu veðri keyr- um við skipið á 24 til 26 mílna ferð. Við ætlum að nota skipið í leiguferðir með hópa um Hornstrandir, Djúp og víðar en ekki áætlunarsiglingar. Þá verður hugsanlega boðið upp á veitingar um borð,“ sagði Elvar Bæringsson, bílasali með meiru. ísafold kostar heimkomin um 23 milljónir króna. Þá var búið að útbúa skipið samkvæmt íslenskum kröfum. Skipið var smíðað 1973 en endurnýjað að verulegu leyti 1997 og er í mjög góðu standi. Það er með tvær 1.300 hestafla vélar og ganghraði er um 25 sjómílur. Gömlu togaraskipstjórarnir Jóhann R. Símonarson og Hörður Guðbjarts- son sigldu skipinu heim ásamt Braga Má Valgeirssyni yfirvélstjóra, Krist- jáni Sigmundssyni, öðrum vélstjóra, og Kristni Ebenezerssyni, stjómarmanni í Ferjusiglingum. „Þetta gekk mjög vel. Við fengum að vísu brælu fyrsta daginn og fórum þá rólega. Það er þó varla hægt að fara ró- lega og andæfa upp i því vélarnar eru fasttengdar á gir. Þetta er fyrst og fremst innfjarðaskip en virkilega stöðugt. Við stoppuðum í brælu til að dæla olíu af tunnum á tanka skipsins. Við þurftum að fara út á dekk og láta reka i þessum bræluskít en það var , DV-MYND GÍSLI HJARTAR Elvar Bæringsson og Kristinn Ebenezersson eru meðal eigenda nýja farþegasklpsins Isafoldar. ekkert mál. Það kom ekki dropi inn á hann á meðan. Þetta er kjörið skip fyr- ir fólk sem vill fara hér á milli fjarða án þess að þurfa að vera lengi i fór- um,“ sagði Jóhann sem er jafnframt meðeigandi í fyrirtækinu. Gísli Hjartarson hefur um 30 ára reynslu sem fararstjóri í siglingum með farþega um Homstrandir og Djúp. Hann segir að loksins sé komið al- mennilegt skip til þessara nota. „Ég byrjaði að fara með fólk á fiski- bátum og þá stóð maður á lúgunni og öskraði leiðarlýsingar í gegnum storm- inn. Á gamla „Fagganum" stóð maður einnig á lúgunni á dekki með kalltæki og öskraði til farþeganna. Á nýjasta Fagranesinu var heldur ekki gott útsýni. Þá þurfti fólk líka oft að standa úti í næðingnum til að fylgjast með. Nýja skipið, ísafold, fer á 25 mílna ferð og fólk situr eins inni og getur horft út um stóra glugga. Það er eins og að horfa út um stofugluggann heima hjá sér. Þetta er því algjör bylting, bæði hvað þægindi varðar og flýti í ferðum." -HKr. Tónlistarhátíðin í Reykjavík: Áskrifendur DV fá afslátt DV-Fókus er máttarstólpi fyrstu alþjóðlegu tónlistarhátíð- arinnar í Reykjavík sem Skífan, menningarborgin og ÍTR standa fyrir. Fjöldi frábærra erlendra og innlendra hljómsveita, tónlistar- manna og plötusnúða koma fram á tveggja daga hátíð 10. og 11. júní þar sem fjölbreytni og gæði eru lykilorðin. í dag, þriðjudag, fá áskrifendur DV senda til sín afsláttarmiða á hátíðina. Gegn framvísun miðans í verslunum Skífunnar fá áskrif- endur dagsmiða á hátíðina á kr. 3.500 sem gildir á öll þrjú sviðin: Laugardalshöll, Skautahöll, ís- lenskt tónlistartjald og sérstakt festivalsvæði. Helgarmiði til áskrifenda kostar kr. 6.600 og gildir á sömu staði en báða dag- ana. Nánari upplýsingar um há- tíðina er að finna á www.reykja- vikmusicfestival.is. Mæðginin á Læk gefast ekki upp í mjólkurkvótadeilunni við ríkið: Vilja stefna ríkinu fýrir Mannréttindadómstólinn - vísa nú í gamlan Hæstaréttardóm um fiskikvóta „Við viljum láta reyna á þetta. Okk- ur þykir óeðlilegt að hafa búið til verð- mæti á jörðinni, sambærileg við húsin og ræktunina, sem við fáum ekki greitt fyrir,“ segir Heimir Ólafsson, fyrrverandi leigjandi ríkisjarðarinnar Lækjar í Hraungerðishreppi, en Heim- ir og móðir hans íhuga að stefna land- búnaðarráðuneytinu fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu fyrir að viður- kenna ekki eignarrétt þeirra á mjólk- urkvóta Lækjar. Heimir byggði Læk ásamt móður sinni, Þorbjörgu Guðjónsdóttur, sem hafði búið á jörðinni frá því á árinu 1960, þar af sem leiguliði ríkisins frá árinu 1979, en þá gaf búrekstrarfélagi hennar ríkissjóði jörðina. Mæðginin brugðu búi á Læk árið 1996 og seldu þá ríkinu húsakost sinn. Ríkið neitaði Lækur í Hraungeröishreppi. hins vegar að greiða þeim uppsettar 22,4 milljónir króna fyrir 136 þúsund lítra mjólkurkvóta sem fylgdi býlinu og mæðginin töldu vera eign sína. Eft- ir langvinn málaferli dæmdi Hæstirétt- ur síðan fyrr á þessu ári ríkinu í vil og mæðginin fengu enga greiðslu fyrir kvótann sem þau telja sig hafa skapað með búrekstri sínum á Læk. Búmark, eins og mjólkurkvótinn hét þá, var fyrst tekið upp árið 1980 og varð ekki framseljanlegt fyrr en árið 1986. „Okkur þykir ansi súrt í broti að fá ekkert fyrir kvótann," segir Heimir sem segist sjá augljósa samsvörun við mál þeirra mæðgina í um það bO ára- tuga gömlu dómsmáli frá Hæstarétti. Um var að ræöa deilu milli eiganda skips og manns sem leigt hafði af hon- um skipið til tíu ára og gert út til veiða. „Þegar leigutímanum lauk vildi leigjandinn skila skipinu en þá vildi eigandi þess fá kvótann með. Þetta fór í gegnum dómstóla þar sem niðurstað- an varð sú að sá sem var með rekstur- inn átti þau verðmæti sem hann bjó til,“ segir Heimir Ólafsson. -GAR Árni Johnsen í DV yfirheyrslu: Skreytir sig með stolnum fjöðrum - segir Kristján Pálsson, alþingismaður á Reykjanesi Kristján Pálsson alþingismaður er ekki ánægður með ummæli Áma Johnsen, flokksfélaga síns, í DV yfir- heyrslu í gær um framkvæmdir við Reykjanesbraut, afskrift á byggðarlög- um og fleira. „Ég átta mig ekki almennilega á þessari taugaveiklun. Það eru þrjú ár þar til næst veröur kosið til Alþingis. Mér finnst því óþarfi að vera að missa svefn út af því sem fram undan er í þessu nýja kjördæmi og ösla fram á völlinn eins og kosningar séu á næsta leyti. Það jaðrar við dálítið mikinn óstöðugleika að vera kominn í harðan prófkjörsslag, tæpum þremum árum fyrir prófkjör. Fyrir það fyrsta er nauðsynlegt í nýju kjördæmi að fólk kynnist og ræði saman. Þá byija menn á því að gera svæðiö sátt við breytinguna, en ekki á því að hleypa öllu upp í ótímabærum slagsmálum um sæti á lista. Það er að sjálfsögðu fólk- ið sem ákveður það, en ekki ein- hver einstakur þingmaður þó hann telji sig vera breiðan." - Þú ætlar þér ekki efsta sætið? „Það er augljóst Árnl Johnsen „Ég kom fram meö tillögu fyrir sjö vikum um aö flýta fram- kvæmdum viö Reykjanesbraut sem menn köll- uöu þá bjart- sýni. “ Krlstján Pálsson „Mér finnst al- gjör markleysa aö ræöa málin meö þessum hætti og slá sér á brjóst þegar ekkert er á bak viö þaö. “ mál að þeir sem eru í pólitík stefna á að ná sem mest- um áhrifum Það á ekkert síður við mig en aðra. Mér finnst upphlaup fyrsta þingmanns Suðurlands algjör- lega ótímabært og óþarfi fyrir hann að skreyta sig með stolnum fjöðrum vegna fram- kvæmda í öðrum kjördæmum. Þetta er ekki oröið hans kjördæmi og hann hefur ekki komið nálægt vinnunni hér fram að þessu. Mér finnst því algjör markleysa að ræða málin með þessum hætti og slá sér á bijóst þegar ekkert er á bak við það. Þetta er alls ekki góð byrjun á samstarfi í nýju kjördæmi og flas er ekki til fagnaðar." - Hvað með þá hugmynd að slá af byggðarlög? „Ég hef aldrei heyrt þá hugmynd. Ég sé enga ástæðu til að kynda undir hlutum sem geta ekki gert neitt annað en skapa los og flótta úr kjördæmum. Mér finnst óviðeigandi að það skuli koma fram hugmyndir um að við eig- um að fara að að leggja fram tilboð til landsbyggðarinnar til að fólk fái pen- ing fyrir að flytja til höfuðborgarsvæð- isins,“ sagði Kristján Pálsson. -HKr. Sandkorn Mk Urnsjón: Hóröur Krístjánsson notfang: sandkom@ff.is Van Spronsen fclp'n olr. um vef- síðum 1 berast oft spaugilegar fyrirspurnir frá er- lendum netverjum. Fyrir stuttu var amerískur maður að vafra um Netið og rakst þá á heimasíðu Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, www.spron.is. Þar sem hún er eingöngu á íslensku sendi hann umsvifalaust fyrirspum til vefstjórans og óskaði skýringa. Fékk hann svar um hæl að þetta væri heimasíða Reykjavik Savingsbank á íslandi. Skömmu síðar kom ný svohljóðandi fyrir- spum: „Móðir mín hefur verið að gera rannsókn á ættarnafni okkar, VAN SPRONSEN, og komist að því að það er hollenskt! Hvað þýð- ir SPRON?“ Undir þetta ritar Dav- id Van Spronsen í Kaliforníu. Það er því engu líkara en „SPRON sjálfur" eigi ættingja í Ameríku... Allt vitlaust Yfirheyrsla i yfir Áma Johnsen í DV í gær hefur vald- ið miklu fjaðrafoki víða um sveitir. Yf- irlýsing Árna um að hann sæktist eftir fyrsta sætinu á lista í stækkuðu Suðurlandskjör- dæmi mun ekki hafa vakið mikla kátínu í herbúðum Kristjáns Pálssonar sem er einn helsti keppinautur Eyjajarls um forystu- sæti á lista sjálfstæðismanna. Munu símalínur út frá Suðurnesj- um hafa farið að hitna verulega eftir að DV kom út í gærmorgun af þeim sökum. Sama má segja víðar af landsbyggðinni en Ámi sagðist vilja tala opinskátt um að slá af veikburða byggðir. Mun það hafa verið við lítinn fögnuð Ein- ars K. Guðfinnssonar Bolvík- ings... Enga sálgreiningu, takk Holtspresta- call i Önundar- ’irði hefur verið laust til um- sóknar síðan Gunnar klerk- ur Bjömsson hvarf frá því embætti. Sagt er að tvær um- sóknir hafi borist, báðar frá kvenprestum. Þóttu þetta hinir álitlegustu kostir þar til i ljós kom að öðrum um- sækjenda fylgdi maki, vel mennt- aður. Ekki það að Önfirðingar séu á móti menntafólki heldur hitt að Amish-fólkið, sem Gunnar skil- greindi svo, vill síst af öllu fá sál- fræðing í sveitina. Sagt er að gamli klerkurinn brosi nú út í annað. Luku ekki námi í Samvinnu- háskólanum á Bifröst í Borgar- firði stóð til að útskrifa 40-50 nemendur um helgina. Fór fram athöfn af þessu tilefni undir skeleggri stjóm Runólfs Ágústssonar rektors. Eftir ræðu- höld og hrósyrði í garð nemenda fyrir góðan árangur í námi var út- hlutað prófskírteinum. Þegar nem- endumir litu á niðurstöður skír- teina sinna varð hins vegar uppi fótur og fit. í öllum skírteinunum stóðu skýrum stöfum orðin: Lauk ekki námi. Sló þögn á hópinn en kona rektors rauk þá í hend- ingskasti til að útbúa ný prófskír- teini. Ekki munu nemendur hafa verið svona lélegir heldur er tölvu- kerfi skólans kennt um mistökin...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.