Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 ÐV Franskir gagnrýnendur spara ekki stóru orðin um Björk: Cannes krýnir Björk FRÁ FRÉTTARITARA DV í PARÍS: Varla verður sagt að verðlaunaveitingin í Cannes hafi komið gagnrýnendum franskra fjölmiðla mikið á óvart því svo er að sjá að þeir hafi allir átt von á því að kvikmynd Lars von Trier, Dancer in the Dark hlyti verðlaun - og þá frekar tvenn en ein eins og raun varð á. En þessa verðlaunaveitingu túlka þeir allir á einn veg: Það var leik- og söngkonan Björk sem átti heiðurinn af öllu saman; án hennar hefði engin kvikmynd ver- ið. „Cannes krýnir Björk“ er forsíðufyrir- sögn i blaðinu Le Parisien en inni í því blaði er fyrirsögnin „Björk snæstjarna". Á forsíðu France Soir er með risaletri heldur klúðurslegur orðaleikur: „A Star is Björk“ - og vísar blaðið þar til frægrar Hollywood-kvikmyndar með Judy Garland í aðalhlutverki, A Star is Born. Svo til allir ljúka lofsorði á myndina en gagnrýnandi Le Figaro situr þó enn við sinn keip, talar um Björk Jafnvel hrollvekjuhöfundurínn Brían de Palma grét höfgum tárum yfir Dansara í myrkrinu. ögrun í anda tískunnar og endurtekur fúkyrð- in sem hann viðhafði þegar myndin var frum- sýnd. Það sem gagnrýnendum finnst að því er virðist einna athyglisverðast við þessa verð- launaveitingu er að með henni sé verið að sætta gamlar andstæður, listrænar kvik- myndir og kvikmyndir fyrir hinn breiða al- menning. Benda menn á að áhorfendur af öllu tagi, bæði gagnrýnendur og venjulegir bíó- gestir, hafi orðið hrifnir af myndinni, jafnvel hrollvekjuhöfundurinn Brian de Palma hafi grátið höfgum tárum. Þarf þá ekki fleiri vitna við. Að öðru leyti benda gagnrýnendur á að kvikmyndahátíðin hafi einnig verið sigur fyr- ir kvikmyndir frá Asiu en ósigur fyrir fransk- ar kvikmyndir. Engin þeirra fékk nokkur minnstu verðlaun og virðist það einnig hafa farið fyrir brjóstið á gagnrýnanda Le Figaro. Einar Már Jónsson www.opinnhaskoli2000.hi.is Líf í borg MINNINGABBORfi EVRÖPU ÁRIO 2000 í tilefni af því aö Reykjavík er ein af menning- arborgum Evrópu í ár býður Háskóli íslands al- menningi á hátíð undir heitinu Líf í borg þar sem boðiö veröur upp á efni tengt borginni og borgar- lífinu. Undirbúningur og þróun hugmyndarinnar hefur staöið í tvö ár og nú á fimmtudagskvöldiö opnar Háskólinn veislugestum dyr sínar. Opnun- arathöfnin hefst í Hátíöarsalnum í aöalbygging- unni kl. 20. „Háskólinn stendur að þremur viðburðum í til- efni af menningarárinu undir yfírskriftinni Op- inn háskóli," segir Eggert Þór Bemharðsson, einn af verkefnisstjórum hátíðarinnar. „I fyrsta lagi var opnaður Visindavefur 29. janúar þar sem allur almenningur á greiðan aðgang að fræði- mönnum Háskólans; svo var boðið á námskeið sem opin eru almenningi endurgjaldslaust og loks verður þessi menningar- og fræðahátíð um næstu helgi sem öllum er boðið á. Þangað getur fólk komið þegar þvi sýnist. Engin þörf er að skrá sig fyrir fram.“ Á hátíðinni verður lífið i borginni skoðað frá ótal hliðum á ellefu dagskrárliðum sem fólk get- ur blandað saman eftir geðþótta. Borgarfjölskyid- an verður skoðuð, borgarlikaminn, borgarmenn- ingin, framtíð borgarinnar, huliðsheimur Reykja- víkur, jaðarmenning og skuggahliðar borgarinn- ar, kirkja og trú í borginni, náttúra og umhverfí Reykjavíkur, tækni og vísindi í þágu borgarans, útivist og borgarskipulag. Auk þess verða stúd- entar með fjölbreytta dagskrá frá morgni til kvölds í risastóru „listatjaldi" i skeifunni framan við aðalbyggingu Háskólans alveg frá því kl. 21 á fimmtudagskvöldi. „Dagskráin fer mestöll fram innan veggja skól- DV-MYND PJETUR Eggert Þór Bernharösson sagnfræðingur „Þetta erekki ráöstefna í hefðbundnum skilningi. Þetta er menningar- og fræðahátíð og þarna nálg- ast Háskóli íslands almenning eftir nokkuð annarri leið en venjutega. Allir eru velkomnir og um aö gera að sem allra flestir komi. “ ans en ekki öll,“ segir Eggert. „í ýmsum dag- skrárliðum er boðið upp á ferðir. Til dæmis verð- ur farið í vettvangsferð um álfabyggðir í Reykja- vfk undir liðnum „Huliðsheimur Reykjavíkur“, undir liðnum „Náttúra og umhverfi" verður far- ið í garðana í Reykjavík, bæði einkagarða og al- menningsgarða, og þeir sem sækja „Útivist og borgarskipulag" eiga kost á hjólreiðaferð um grænu svæðin i borginni og bátsferð um sundin.“ Dagskrá hefst í sumum liðum síðari hluta fóstudags en meginþunginn verður á laugardegi og sunnudegi. Dagskrána má nálgast á Netinu eft- ir slóðinni www.opinnhaskoli2000.hi.is en einnig hefur hún verið gefin út í handhægum bæklingi sem nálgast má á öllum bensínstöðvum Olís á Reykjavíkursvæðinu, í Háskólanum sjálfum og víðar. Gífurlegur áhugi Hátiðin heldur sig að mestu á háskólasvæðinu, í aðalbyggingunni, Odda, Lögbergi, Endurmennt- unarstofnun, Dunhaga 7, og Norræna húsinu, en einstaka liðir verða utan þess: Tækni og vísindi verða til dæmis á fjórum stöðum: í Odda, á Korp- úlfsstöðum, í stjómstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg og f Endurmenntunarstofnun. - Heldurðu að fólk komi á hátíðina? spyrjum við Eggert Þór að lokum. „Atriðin sem Háskólinn hefur boðið upp á nú þegar hafa heppnast mjög vel,“ segir hann. „Það sækja svo margir inn á Vísindavefmn að þeir sem þar svara hafa ekki undan og flest námskeið- in fylltust á örfáum dögum. Við höfum mikla trú á að almenningur muni flykkjast á Líf í borg.“ Erfðabreyttur djass Aziza Mustafa Zadeh er píanóleikari og söngvari frá Azerbajdzhan. Hún er einn af gestum Listahátíðar í Reykjavík að þessu sinni og hélt tónleika í íslensku Óperunni á sunnudagskvöldið. Tónlist hennar er afar sér- stök en hennar eigin tónsmíðar eru uppistað- an í því sem hún flytur. í heimalandi hennar er svonefnt „mugam“ eins konar spunnin þjóð- lagatónlist og þótt hún hafi hlotið klassíska tónlistarmenntun þá eru það djass og mugam- tónlistin sem eru grunnurinn i tónlist hennar. Kannski mætti segja að rétt eins og hefð- bundinn djass sé grundvallaður á cifrískri tón- list þá sé tónlist Azizu allt að þvi „erfðabreytt- ur djass" að því leyti að hennar eigin tónlist- arhefð er svo sterkur grunnur í sköpiminni. En hvað sem menn vilja nefna hlutina þá er útkoman áhrifamikil. Hún fór hægt af stað. Fyrsta lagið, „Endless Power“, var aðallega röð brotinna hljóma. „Strange Mood“ var svo tileinkað fóður hennar, Vagif Mustafa Zadeh, en hann var þekktur mugam- og djassleikari. í Reytfiavik Arts Festival 20. mif - 8. jcni 2000 hennar eigin tónsmíðum er spuninn oft eins konar hugleiðingar og ekki er endilega fastur hljómagangin- undirstaða hans heldur allt eins stefln sjálf. Aziza er mjög leikinn píanisti og afar sér- stæður söngvari. Textar eru í lágmarki en „skatt“ af ýmsum gerðum er áberandi; röddin sjálf er titrandi og ekki hljómmikil. Hún söng einnig tvö lög og lék undir á litla handtrommu með fingrurium. Þess ber að geta að hún söng og spilaði í hljóðnema og í seinna laginu var bergmál á söngnum sem gerði það að verkum að það var eins og tvær manneskjur væru að syngja. Hún lék svo þrjú þekkt lög í lokin, „My Funny Valentine", „It Aint Necessarily So“ og „Georgia“, á sinn persónulega hátt þótt formið væri hefðbimdið. Hún fékk verðskuldað gífur- lega góðar móttökur hjá tónleikagestum sem kunnu vel að meta þennan unga og sérstaka listamann. Ársæll Másson Azfza Mustafa Zadeh J hennar eigin tónsmíðum er spuninn oft eins konar hugleiðingar. “ ________________Menning Urnsjón: Siija Aðalsteinsdóttir Húrrahróp Ó, af hverju var maður ekki í Cannes á sunnudagskvöldið til að fagna með álfa- stúlkunni með und- ursamlegu röddina? Hér á blaðinu voru rekin upp mikil húrrahljóð þegar fréttirnir bárust frá fréttastofu RÚV - eiginlega má segja að allt hafi orðið vitlaust. Altryllt í nokkra stund. Við erum ólýsanlega stolt af henni - og heimurinn tekur undir með okkur þegar við segjum: Til hamingju, Björk! Kisi kisi kisikis... Næstu bólfarir Óvæntra bólfélaga verða háðar í Kaffileikhúsinu á fimmtudagskvöldið, kl. 21. Þá verð- ur kammeróperan Kisa eftir MÚM og Sjón flutt af MÚM, Ásgerði Júníusdótt- ur og Völu Þórsdótt- ur. Nýbakaði há- vaðasipparinn Aux- pan mun stýra TAL- símgjörningnum Telefóníunni og Imma og Hilmar Bjarnason mynd- listarspírur steikja skífur. Barþjón- ar Kaffileikhússins bjóða í framúr- stefnulegt frescahanastél (gegn vægu). Upplýsingar- öldin Mál og menning hefur gefið út stórbókina Upplýsingaröldin. Úrval úr bókmenntum 18. aldar. Víkingur Kristjánsson og Þorfmnur Skúlason tóku saman og rita inngang. í bókinni er um- fangsmesta safn ís- £ lenskra texta frá 18. 1 öld - upplýsingar- I öldinni. Hún var B einn mesti umbrota- E tími íslenskrar I menningarsögu og I þar liggja rætur 19. | aldar og þeirrar voldugu vakningar sem gerði ís- lendinga að nútímaþjóð. Því er hverjum manni nauðsynlegt að kynna sér hana. 1 formála segja ritstjóramir m.a.: „Rannsóknir á íslenskum bók- menntum hafa að miklu leyti verið bundnar við glæsta fortíð þjóðveld- isaldarinnar, þegar hetjur riðu um héruð og drápu mann og annan, og gullregn nítjándu aldar, þar sem sjálfstæðisbaráttan blés skáldum hetjumóð í brjóst. Á milli þessara tímaskeiða er einhvers konar svart- hol i íslenskri bókmenntasögu þar sem eymd fólks, plágur og sóttdauði og ströng hugsanagæsla kirkjunnar gerði landsmönnum ókleift að skapa fögur og safarík bókmenntaverk. Þessi sýn á söguna er villandi, eins og Pétur Gunnarsson hefur bent á í grein sinni um samhengisleysið í ís- lenskum bókmenntum." Meðal þekktra höfunda sem efni eiga í bókinni eru Árni Magnússon, Páll Vídalín, Jón Ólafsson frá Grunnavík, Látra-Björg, Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal, Eggert Ólafsson, Jón Steingrímsson, Bene- dikt Gröndal og Magnús Stephen- sen, en auk þess eru þar textar eftir höfunda sem eru almenningi lítt kunnir en verðskulda fyllilega að gefinn sé meiri gaumur. LISTASAFN ÍSLANDS Davis á myndbandi Við minnum á myndbandasýn- ingar í Listasafni íslands á morgun, kl. 12 og 15. Þá verða sýnd mynd- böndin Studies in Myseíf (1973) og Studies in Black and White (1971) eftir Douglas Davis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.