Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 27*.. Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst(®ff.is - Auglýsingar: auglysingar<®ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu' og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þjóðargersemar Tvær þjóðargersemar þessarar aldar, Björk Guðmunds- dóttir og Halldór Laxness, eiga ýmislegt sameiginlegt, þótt annað sé misjafnt. Þau eiga sér kjama í sterkri sjálfs- mynd, sem gerir þeim kleift að vinna ótrauð að metnaðar- fullum markmiðum sínum og víkja hvergi frá þeim. Slíka samlíkingu má ekki teygja of langt, enda var Hall- dór Laxness klassískur rithöfundar og Björk er tónlistar- maður í poppi. Halldór náði ekki almennri viðurkenningu hér á landi fyrr en eftir nóbelsverðlaun, en Björk hefur nánast frá upphafi búið við atlæti þjóðar sinnar. Enginn nær árangri af þeirra tagi án þess að vita ná- kvæmlega, hvað hann vill gera, og án þess að víkja öllu öðru til hliðar. Enginn nær árangri af þeirra tagi, ef hann hlustar meira á aðra en á innri rödd. Enginn nær árangri af þeirra tagi án hreins einstrengings í listinni. Enginn nær árangri af þeirra tagi án þrotlausrar vinnu, sem byggist á kröfunni um, að ekki megi láta neitt frá sér fara fyrr en maður er sjálfur orðinn fyllilega ánægður. Hin sterka sjálfsmynd krefst þess, að verkin endurspegli fullkomnunaráráttu hinnar sterku sjálfsmyndar. Snilligáfa er sviti að níu tíundu hlutum. Það er ekki nóg að fá góðar hugmyndir. Þær fást ódýrt í kippum. Hug- myndunum verður að fylgja þrotlaus vinna, sem byggist á innri metnaði og sjáífsaga og lýkur ekki fyrr en höfundur- inn telur sjálfur niðurstöðuna fullkomnaða. Við sjáum sömu þætti aftur og aftur, snilligáfu og full- komnunaráráttu, hlustun á innri rödd og þrotlausa vinnu, sterka sjálfsmynd, sem er óskyld sjálfstrausti. Margir slík- ir þættir eru ofnir saman í vað þeirra fáu listamanna, sem við erum sammála um, að séu þjóðargersemar. Hér á landi sem annars staðar eru gefin út tímarit um gervifrægð með myndum af borubröttu skammtímafólki, sem er frægt fyrir það eitt að vera frægt, en hefur aldrei gert neitt, sem máli skiptir. Það fer með rulluna sina og síðan er því skipt út fyrir næsta gervimann. Gervifræga fólkið og áhangendur þess þjást af veikri sjálfsmynd. Þetta fólk vill vita, hvað markaðurinn segir hverju sinni, og hagar sér í samræmi við hann. Það hefur ekki innri rödd til að hlusta á og það hefur ekki þraut- seigju og úthald til að ná árangri á neinu sviði. Þjóðargersemar íslendinga á þessari öld eru alger and- stæða gervifólksins. Halldór Laxness vissi sem unglingur, að hann yrði rithöfundur og mundi ekki taka á neinu öðru verki. Hann stóð við þetta og gekk sem sérvitringur sinn grýtta og langa veg inn í þjóðarsálina. Undanfarin misseri hefur Björk Guðmundsdóttir átt sem listamaður í stöðugum listrænum ágreiningi við sam- starfsmann sinn við gerð kvikmyndarinnar, sem fékk gullpálmann í Cannes um helgina. Erjumar voru neist- inn, sem kom kvikmyndinni á þennan leiðarenda. Til þess að standa á sínu þarf sterka sjálfsmynd og fylgja henni eftir, hvort sem menn gera það með látum eða með hægð. Menn neita að lina listrænan metnað sinn. Halldór Laxness var talinn vera snyrtilegur umrenningur, sem ekki nennti að vinna, og Björk er talin gribba. Halldór Laxness á þátt í sjálfsímynd íslendinga með ótal persónum, allt frá Bjarti í Sumarhúsum yfir í Úu af Snæfellsnesi. Björk Guðmundsdóttir á ef til vill eftir að eignast þátt í sjálfsímynd íslendinga með nýstárlegri inn- sýn í heima álfa og annarra náttúruvætta. Við þurfum tæpast meira en tvær þjóðargersemar á hverri öld til að geta fullyrt, að þjóðin hafi þrátt fyrir ann- marka sína gengið til góðs götuna fram eftir veg. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Loftherinn yfir Reykjavík Það er vor og veður til að hreinsa til í görðum lands- manna og undirbúa þá fyrir okkar stutta sumar. Ég á litla garðholu í námunda viö miðborg Reykjavíkur og það er mitt yndi á þessum árstíma að fylgjast með trjánum laufgast. Viðjunni sem ég kom til sem græðlingi úr skógræktarreit æskuáranna í Þverárhlíð, björkinni sem er pólitíska tréð í garðinum, svokölluð G-planta, því Alþýðubanda- lagið (bráðum sálaða) gaf fólki á fóm- um vegi birkisprota fyrir einar kosn- ingar. Og svo er það lerkið mitt fal- lega, afmælisgjöfin frá grönnum min- um, sem plöntuðu því þama og önnuð- ust árin sem ég bjó erlendis. Tré vin- áttunnar. Vorboðinn ljúfi, því það grænkar fyrst. Allt merkir einstak- lingar, sem eiga sér sína sögu. Og það er sumarlöng heilsubót að ræða við þessi tré um veðurfar og vaxtarhorf- ur, þakka þeim þytinn í laufi og það skjól sem þau veita. Mér þykir vænt um trén í garðinum mínum. Mér þyk- ir vænt um runnana og laukana, fjöl- æru blómin og sumarblómin sem setja lit á þennan litla garð. Mér þykir gaman að rækta garð- inn minn og dvelja í honum þegar veður leyfir. En það er einmitt þegar veður leyflr sem gamanið mitt í garðinum vill verða dá- lítið grátt vegna legu hans í borgarlandinu. Því þegar veður leyfir fer loftherinn af stað í æfingaflug sitt yfir þessum litla garði og öðrum görðum sem eru svo „illa“ í sveit settir að vera undir fluglinum þeirra sem vilja fljúga með ferlegum fretum einmitt þama og hvergi annars staðar um heiðloftin blá. Flugvél eftir flugvél eft- ir flugvél. Litlar rellur á færibandi innan um Fokkera og Domíera og einkaþotur auðkýfinga. - Rosalega gaman hjá þeim. Hugmálayfirvöld meö sjálfdæmi í þeirri síhitnandi umræðu sem átt hefur sé stað um framtíð Reykjavíkur- flugvallar hefur verið bent á mörg heppilegri flugvallarstæði út frá skipu- lags- og öryggissjónarmiðum en Vatns- mýrina við miðborg Reykjavíkur, en það er alveg sama á hvað er bent, eng- „Flugmálayfirvöldum virðist hafa verið fengið nánast sjálfdœmi í þessu umdeílda máli, svo kylliflatir hafa kjömir fulltrúar á Alþingi sem í borgarstjóm lagst fyr- ir kröfum þeirra. Öryggi og líðan borgaranna á jörðu niðri valda þeim hermm litlum áhyggjum. “ inn valkostur fæst skoðaður af forystu- mönnum flugsins, nema þeirra eiginn, sem er að festa hér i sessi um ófyrir- séða framtíð fullkominn alþjóðaflug- völl, svo Boeing 757 eigi hér líka að- gang þegar þurfa þykir. Flugmálayfirvöldum virðist hafa verið fengið nánast sjálfdæmi í þessu umdeilda máli, svo kyUiflatir hafa kjömir fuUtrúar á Alþingi sem í borg- arstjóm lagst fyrir kröfum þeirra. Ör- yggi og líðan borgaranna á jörðu niðri valda þeim hermm litlum áhyggjum. Það mikla umhverfismál sem framtíð- arskipulag höfuðborgar í óðavexti er, virðist utan við þeirra sjónsvið sem markast af fjögurra ára kjörtímabilum. Beðið eftir slysi? Neikvæðar afleiðingar áframhald- andi legu ReykjavíkurflugvaUar í Vatnsmýri fýrir mannlífið í borginni eru ómæld og þannig ætla ráðamenn að hafa þau. Þeir vUja ekki vitneskju um þaö t.d. hvernig bUaumferð á höf- uðborgarsvæðinu gæti dregist saman og orðið umhverfisvænni og öraggari í þéttari byggð ef rúmfrekur flugvöU- urinn sliti hana ekki í sundur. Með útúrsnúningum á kæra Samtaka um betri byggð sem kröfðust umhverfis- mats veitti umhverfisráðuneytið leyfi fyrir nýbyggingu vaUarins sl.sumar. í hollenska bænum Enskede fundu menn ekki heppUegri stað fyrir flug- eldaverksmiðju en miðborgarhverfi. Eftir hörmulegt fjöldaslys lofa yfir- völd því að önnur eins dauðagUdra fái ekki starfsleyfi á slíkum stað. Al- menningur veit að Reykjavíkurflug- vöUur er á hættulegum stað með að- flug yfir miðbæi Reykjavíkur og Kópa- vogs. Vonandi þarf ekki stórslys tU þess að sýna ráðamönnum fram á það. Steinuim Jóhannesdóttir Ofgar aldarinnar Fyrir nokkrum nóttum lauk höf- undur við að lesa bókina „Öld öfganna" eftir Eric Hobsbawm en hún kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar í bókavertíðinni fyrir síðustu jól. Lesturinn tók nálægt þrem vikum því bókin er ekki reyfari heldur krufningarskýrsla um tímabU sem allmargir íslendingar hafa lifað aUt og fjöldi stærstan hluta af. Á síðustu dögum bókarinnar var höf. beðinn um að taka þátt í um- ræðufundi um framtíð Reykjavíkur næstu 20 ár og óskar þess nú að hann hefði lokið við bókina áður því að í lokaköflunum kemur best fram hversu brigðular framtíðarspár okk- ar mannanna eru. Það er mikUl munur á krufningarskýrslu og reyfara þó einstaka krufningarskýrsla geti likst reyfara og það gerir þessi skýrsla. Það er raunar undarlegt hve mikið hefur verið þag- að um bókina hér á landi, ef undan er skUinn ágætur ritdómur eftir Einar Má Jónsson í Tímariti M&M, 4. 1999. Svo vUdi tU að næsta lesefni höf. á undan „Öld- inni“ var „The Prime of Life“ sem gæti heitið á ís- lensku „í blóma lífsins" eftir Simone de Beauvoir, sem er hluti af sjálfsævisögu hennar og gerist í báð- um „stóru“ heimsstyijöldunum. Sú saga er sögð innan frá og lýsir átak- anlega afneitun þeirra sem upplifðu slátrunina á vígstöðvunum 1914-18 gagnvart nýju stríði, þ. á m. stjórn- málamanna eins og NevUle Cham- berlains og heimspekinga eins og Jean Paul Sartre o.fl. sem áttu að vita betur. Krufningarskýrslan segir okkur sem lifðum aðeins síðari heimsstyrjöldina sem áhorfendur hvUík ósköp af sjúkdómum hefur ásótt mannkynslíkamann á 20.öld- inni. Hún segir okkur líka að í þess- um hrjáða skrokki bjó andi sem vann einstök afrek, sem gætu vakið skrokkinn tU nýs og betra lífs á komandi öld. En svigrúmið fer minnkandi. Það er ljóst að vísindaafrek aldarinnar með tUsvarandi tæknivæðingu hafa verið tvíbent og sum hafa leitt tU sjúkdóma í mannkynslíkamanum og eyðUeggingar á hlutum af vistkerfi jarðarinnar sem munu hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar, ekki fyrir jörðina því hún mun halda áfram á sporbaug sínum, heldur fyrir dýrið „homo sapiens" sem, ein dýrateg- unda, hefur tekið sér drottmmarvald yfir henni. Hvers vegna vissum við ekki betur og vitum við meira nú? Fram að og í síð- ustu heimsstyrjöld voru upplýsingar tU almennings, a.m.k. hér á landi, takmark- aðar og þeir sem miðluðu upplýsingunum voru ýmist hlutdrægir eða iUa upplýst- ir, stundum hvort tveggja. Því hlaut myndin af atburðum líðandi stundar að vera brengluð. En er hún réttari nú þegar upplýsingaflæðið er meira en nokkru sinni í sögu mannkyns og nánast öUum aðgengilegt? Því má svara játandi og neitandi því upplýs- ingaflæðið verður því aðeins upp- lýsandi að sá sem upplýstur er geti vinsað úr því þannig að hann geti skapað sér hlutlæga mynd. Þetta er aUs ekki auðvelt því þeir sem hafa yfir að ráða öflugustu miðlunum eiga best með að koma upplýsingum sínum og skoðunum á framfæri. Sag- an verður, eftir sem áður, að dæma að leikslokum því það sem bókin segir okkur er að samtímamat á mönnum og málefnum er annað- hvort brenglað eða alrangt. Fyrir þann sem er reiðubúinn tU að endur- skoða eigið gUdismat á atburðum lið- innar og líðandi stundar er bók Hobsbawms gersemi en hún kann að vera erfiður boðskapur þeim sem trúa á önnur óumbreytanleg gUdi en eðli mannsins sem breytist næsta lít- ið þó aldir líði. Hafsteinn Þór Hauksson Fram að og í síðustu heimsstyrjöld vom upplýsingar til almennings, a.m.k. hér á landi, takmarkaðar og þeir sem miðluðu upplýsingunum vom ýmist hlutdrægir eða illa upplýstir, stundum hvort tveggja. Meö og á móti Nær aö lækka skatta en auka álögur J „Framhaldsnám við Háskóla ís- Bk lands er ekki og verður aldrei ókeypis. Það þarf aUtaf ein- hver að borga brúsann. Fyrir liggur að kostnaður við MBA- nám við Háskóla íslands verði verulegur og einhvem veginn verður að mæta þeim kostn- aði. Annar kosturinn er sá að nemendur sjálfir ‘greiði fyrir Sigurður Kári Kristjánsson, formaíur SUS. nam sitt, en hinn er sá að skattgreið- endum verði sendur reikningurinn. Hér er ekki um almennt háskólanám að ræða heldur framhaldsnám fyrir menntað fuUorðið fólk sem þegar hefur útskrifast með prófgráðu frá HÍ eða öðrum sambærUegum menntastofn- unum. Ég tel eðlUegra að það háskólamenntaða fólk sem kemur tU með að sækja þetta MBA-nám, þ.e. lögfræðingar, hagfræðingar, verkfræðingar o.s.frv., greiði fyrir þetta fram- haldsnám sitt sjálft frekar en hinn almenni skattgreiðandi sem sækir ekki umrædda framhalds- menntun. Nær væri að lækka skatta almennings frekar en að auka þær álögur sem fyrir eru.“ aaea Skólagjöld við MBA-nám í HÍ Jafnrétti til menntunar mikilvægasta vígiö „Skólagjöld við MBA-nám í Há- skóla íslands eru lítUmótleg leið stjómvalda við aö smygla inn skólagjöldum við skólann. Há- skólinn hefur visssulega verið sveltur tU tjóns undanfarin misseri og laun prófessora við skólann era afar léleg. Skólagjöldin era hins vegar tU marks um uppgjöf stjórn- valda við að halda úti fyrsta flokks háskóla hérlendis og leysa fjárhagsvanda skólans. Jafnrétti aUra þegna landsins tU menntunar er Björgvin Sig- urðsson, framkvæmdarstjóri þingflokks Samfylkinear. eitt mikUvægasta vígi sem við höfum tU að tryggja öUum sömu möguleikana tU tæki- færa í lífinu. Það vígi má aldrei faUa.“ -KGP Menn deila hart um réttmæti þess aö láta nemendur sjálfa kosta MBA-nám við Háskóla íslands, eins og fyrirhugaö er. Þeir sem eru á móti skólagjöldum segja framtíö skólans og akademískt frelsl hans í hættu enda sé ekki verlð aö tryggja jafnrétti allra til náms. Fjórtán núll „Sameining Islandsbanka og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins era mikU tíð- indi. Þegar stjóra nýja bank- ans er skoðuð vekur athygli að þar er karlaveldið algert. Sjö karlar era í aðalstjórn og sjö karlar í varastjóm. Ekki ein einasta kona, 14-b. Það þarf að verða umræða hvers vegna konum gengur illa að ná ráðandi stöðum í fjármála- heiminum. Það era mjög margar konur starf- andi í þessum atvinnuvegi, oft betur mennt- aðar en karlamir.“ Stúlkur í viðskiptafræði- námi era síst færri en piltamir en þessi nýja veröld er enn gegnsýrð af körlum. Ágúst Einarsson, prófessor og varaþing- maöur Samfylkingarinnar, á vefsíðu sinni 21. mal. Gjaldtaka Stúdentaráðs „Hvernig ætli það sé að vera forsvarsmað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands og koma í fjölmiðla og segja það algjört brot á grand- vallaratriði og gegn jafhræði, og lögbrot, að fólk greiði fyrir það nám sem það sækist eftir í skólanum? Félagsgjöld í einmitt þetta sama Stúdentaráð eru skilyrði fyrir inngöngu í Há- skóla íslands. Enginn fær að stunda nám við Háskóia íslands nema greiða Stúdentaráði fé- lagsgjald. Það má með öðrum orðum láta nemendur greiða fyrir eitthvað ailt annað en þeir era að sækjast eftir í skólanum en ekki fyrir námið sjálft.“ Frá Andriki.is Frelsi og femínismi „Nú er það örugglega rétt að keppnimar rúmast ekki innan þessa dæmigerða sósíal- feminisma sem lengi hefur verið boðaður hér á landi og víðar. En raunverulegur feminismi hlýtur að ganga út á frelsi konunnar. Frelsar- inn er sannur feministi í þeim skilningi og sér ekkert athugavert við það að stúlkum sé frjálst að taka þátt í keppnum sem þessum. Ekki frekar en að eitthvað athugavert sé við það að strákar geti tekið þátt í svona keppn- um. Enda hefur um alllangt skeið verið keppt um titilinn herra ísland.“ Úr netmiðlinum Frelsi.is 22. maí. Ekki tími blíðuhóta „R-listinn varð til í kring- um hugmyndir um samein- ingu vinstri manna. Nú hvílir algjör bannhelgi á öllu slíku tali - sá sem nefh- ir hina úrkulnuðu samein- ingardrauma er píptur niður á fundum vinstri manna. Úti í samfélaginu vekja þess- ar hugmyndir hlátur. En þaðvar þessi draumkennda sameining sem fyrir sex áram leiddi Alþýðubandalag, Alþýðuflokk og Kvennalista saman í R-listanum. Hún var sjálfur aflvakinn. Þegar úti er um samein- ingaráformin er líkt og innihaldið sé á bak og burt - eftir stendur blóðug samkeppni milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og ótrúleg móðgunargimi bæði foringja og fótgönguliða í þessum hreyfmgum." Egill Helgason á vefsíóu strik.is 22. maí Ný samkeppnislög - sterkasta vopn neytenda Fyrir nokkrum misserum kom hingað til lands breskur markaðssérfræðingur. Greindi hann m.a. frá því sem verið hefur að gerast á bresk- um samkeppnismarkaði síð- ustu ár og áratugi. Kom m.a. fram að Bretar telja það ógn- un við heilbrigða samkeppni á markaði ef eitt fyrirtæki nær 35% markaðshlutdeild. Af skiljanlegum ástæðum lýsti Breti þessi sig undrandi á ýmsum þáttum hins ís- lenska viðskiptalífs. Taldi hann m.a. alvarleg teikn að einn að- ili skuli vera með um og yfir helm- ings markaðshlutdeild á matvöru- markaðnum, einn aðili drottnandi á íjarskiptamarkaðnum, í ferðamála- geiranum og frekara samrunaferli stefndi í eina átt. Tvenns konar fákeppni Þessi orð markaðsfræðingsins breska eru vissulega umhugsunar- efni. Hann kemur úr samfélagi, Bret- landi, þar sem hörð samkeppni og breytingar hafa orðið á síðustu 20 árum. Segja má að breski samkeppn- ismarkaðurinn sé nokkuð þroskaður og reynslumikiU. Þess vegna hljóta viðvaranir Bretans að verða að takast alvarlega. Ekkert er heilbrigðri samkeppni jafn varasamt neytendum eða fyrirtækj- um almennt og fákeppni. í skjóli fákeppninnar get- ur hinn drottnandi aðili hrist aUan vaxtarsprota úr hugsanlegum sam- keppnisaðilum og þar með hindrað eðlUega þró- un á ákveðnum sviðum. Þekkt eru líka dæmi þess að fá- keppnisaðUi í krafti stærðar sinnar undirbýður verð í ákveðinn tíma í þvi skyni einu að drepa hugsanlegan samkeppnisaðUa. Þegar þeim til- gangi er náð fer verð smám saman stígandi og þegar upp er staðið stór- græðir hinn drottnandi fákeppnis- risi verulega fjármuni á einokunar- stöðu sinni. Þeir sem blæða eru neyt- endur, almenningur í landinu og litlu fyrirtækin. Þetta eru það sem kaUast óeðlUeg- ir viðskiptahættir og tek ég undir það sjónarmið að af tveimur vondum valkostum sé fákeppnin á vegum hins opinbera skömminni skárri en fákeppni einkaaðUa vegna þess að í fyrra tUvikinu er það þó almenning- ur sem á að njóta hagnaöarins. Vegna þessa eru ný lög um Sam- ^ keppnisráð íslensku athafnalífi og ís- lenskum neytendum afar mikUs viröi. Vopn gegn fákeppni Markmið laganna eru einungis þau að færa Samkeppnisráði og Sam- keppnisstofnun þau nauðsynlegu tæki og tól sem þarf til að kom i veg fyrir fákeppni á íslenskum markaði. Gömlu lögin veittu ekki nægjanlegar lagastoðir eins og ýmis dæmi úr samrunaferli hins íslenska markað- ar á undanfómum árum sýna. Ekkert leyndarmál er að á mUli stjórnarflokkanna var nokkur ágreiningur um efni frumvarpsins en um síðir náðist þó viðunandi sátt. Ég geng þess ekkert dulinn að sjálf- ^ ur hefði ég kosið lagasetninguna með örlítið breyttum hætti, en eins og oft gerist í samstarfi þarf að ná einhverri lendingu. Hagsmunir heildarinnar og framtíðarinnar Með þessum lögum hefur Sam- keppnisstofnun nú burði tU þess að fylgjast grannt með því að stórir að- Uar á markaði leggist ekki sem mara yfir atvinnulíf og kæfi vaxtarbrodd nýrra fyrirtækja sem vUja hasla sér vöU á sama markaði. Ljóst er að slíkt vald er vandmeðfarið og efast ég ekki eitt augnablik um að ýmsir af hinum stærri aðUum munu hafa horn í síðu starfsmanna Samkeppn- < isstofnunar ef tU kasta þeirra kem- ur. Þar takast á þröngir hagsmunir einstakra fyrirtækja við hagsmuni neytenda og heUbrigðrar samkeppni. Ég ber fuUt traust tU Samkeppnis- stofnunar og Samkeppnisráðs og tel að með lagasetningu Alþingis síðast- liðiö vor hafi verið stigið mikUvægt skref tU þess að halda uppi eðlUeg- um leikreglum á íslenskum markaði. Miklar sviptingar eru fram undan á fjarskiptamarkaði, fjármálasviði, ferðaþjónustunni, lyfjamarkaði og þannig má áfram telja. Fyrir heUbrigt íslenskt atvinnulíf^ er mikilvægt að vaxtarsproti fram- sækinna fyrirtækja fái notið sín og gildir það jafnt um þá stærri sem hina minni. Hagsmunir heUdarinnar og framtíðarinnar hljóta ávallt aö ráða. í því skyni munu ný sam- keppnislög gegna mikUvægu hlut- verki. Hjálmar Árnason < „Ég ber fullt traust til Samkeppnisstofnunar og Sam- keppnisráðs og tel að með lagasetningu Alþingis síðastlið- ið vor hafi verið stigið mikilvœgt skref til þess að halda uppi eðlilegum leikreglum á íslenskum markaði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.