Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 24
36 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 I>V E F T I R V í N N L) Ástin og fylgifiskar Þórunn Stefánsdóttir mezzo- sópran heldur tónleika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, Skógarhlíð 20 og hefjast þeir kl. 20.30. Þema tónleikanna er ástin og fylgifiskar. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög eftir Árna Gunnlaugsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Michael Head. Aríur og dúett- ar úr óperunum II Trovatore, CavaUeria Rusticana og Don Car- lo. Píanóleikari er Claudio Rizzi. Gestur á tónleikunum er Jón Rúnar Arason tenór. Popp ■ PLASTTONLEIKAR A GAUKNUM Hinir klassagóðu Plasttónleikar eru haldnir í þriöja sinn í kvöld. Líkt og áður er Gaukur á Stöng vettvangur- inn en aðalflytjendur kvöldsins eru X-Rottweiler-hundar. Á undan hund- unum stigur á svið hvolpurinn SesarA. Honum til halds og trausts verða Kez, Pornogen Thulemaður, Messías, dj Galdur og Ómar Khaddafl. Þeir munu sjá um allsherj- ar instrumental hip hop grúf í bland við smá vókal. Plötusnúðar kvöldsins eru síðan Early Groovers, DJ L-wiz og meistari Galdur. Rmm hundruð kall. Algjört möst. Klúbbar ■ HIP-HOP A THOMSEN Hip-ho|> drottnlng íslands (og sætasti dj T heimi), Sóley, er á Kaffi Thomsen. R’n'b, hip-hop og funk eins og það gerist best. Krár ■ UUFIR PIANOTONAR Sænski píanósnillingurinn Raul Petterson verður í stuöi á píanóinu á Café Romance. ■ UÚFT Á NAUSTINU Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon styttir gestum stundir í koníaksstofu Naustsins. Leikhús ■ LEIKIR Hádegisleikhúsið í Iðnó er vinsæll kostur hjá uppum og fleirum sem fíla að gera eitthvað sniðugt í hádeginu. Leikir nefnist verkiö sem verður flutt kl. 12 í dag. Síminn í miöasölunni er 530 3030. Sýningum fer fækkandi. Kabareft ■ HVERT ÖRSTUTT SPOR I ÞJÓPþ LEIKHÚSINU Tónleikar á Listahátíð sem Tónskáldafélagið hefur veg og vanda af veröa endurfluttir í Þjóöleik- húsinu í kvöld. Rutt veröur dagskrá sem meö tónlist og söngvum úr leikhúsinu og hefst hún kl. 20.30. Sport ■ LANDSSIMAPEILD KVENNA Fjór- ir leikir fara fram í Landssímadeild kvenna í kvöld og hefjast þeir allir kl. 20. FH og Brelöablik mætast í Hafn- arfirði, KR fær ÍBV T heimsókn, Þór/KA tekur á móti Val á Þðrsvellinum, Akureyri, og ÍA sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir er aðdáandi Barböru Cartland: Drottning ástarinnar öll - en bækurnar 723 halda minningu hennar á lofti Þegar Barbara Cartland lést, 98 ára að aldri, sL sunnudag hafði hún skrifað hvorki fleiri né færri en 723 ástarsögur sem hafa selst í bílfórmum um heim all- an. Er Island þar engin undantekning og á ástardrottningin sér marga aðdá- endur hérlendis. Einn þeirra er Bryn- hildur Heiðardóttir Ómarsdóttir en blaðamaður DV færði henni þá sorgar- fregn að drottningin væri látin. Sú versta og besta „Ég byrjaði að lesa ástarsögur þeg- ar ég hætti í unglingbókunum - sem eru reyndar lítið annað en ástarsögur. Barbara Cartland var uppáhaldshöf- undur minn á unglingsárunum og ég las ailar bækur eftir hana sem ég komst yflr á Borgarbókasafn i nu. Ég sökkti mér ofan í rósrauða drauma unglingsáranna í gegnum bækur Bar- böru.“ Spurð um stöðu Barböru í ást- arsagnageiranum segir Brynhildur: „Það kemst enginn höfundur með tæmar þar sem hún hefur hælana. Hún er í raun bæði sú versta og besta. Hún hetur skrifað þær aiira lélegustu bækur sem ég hef lesið en síðan er ekki annað hægt en að líta upp til konu sem ákvað um sjötugt að láta hendur standa fram úr ermum og helga sig ritlistinni." í þessu samhengi bendir Brynhildur á að Barbara hafi „einungis" skrifað 100 bækur fram að sjötugsaldri. Það er því freistandi að spyrja hvort bækur hennar taki breytingum við þau tíma- mót: „Eldri bækumar era flóknari og fjölbreyttari en þær fjöldaframleiddu sem fjaila undantekningarlaust um unga, saklausa og bamalega stúlku og karlhetju sem er um 20 árum eldri og með dökkt og hörkulegt andlit, há kinnbein og djúpar línur í andliti sak- ir leyndarmáls úr fortíðinni. Hann er hetjan sem bjargar henni úr vandræð- um sínum. Hrifning stúikunnar er slík að í lokin verður hún að stama setn- inguna „I... love ... you,“ þótt stundum sé misbrestur á þessu í íslenskum þýð- ingum. Þau kyssast og giflast. Oft fylgja í kjölfarið lýsingar á flugeldum og stjömum sem gefa til kynna kynlíf en um það er aldrei íjallað berum orð- um i bókunum." Meydómurínn heilagur Brynhildur segir að Barbara hafi í raun verið trúboði sem trúði á hrein- leika stúlkunnar sem átti að haida í meydóminn þar til prinsinn kæmi til sögunnar og ekkert gæti gert þau ham- ingjusöm nema ástin. Hún bendir þó á að líf Barböm sjálfrar hafi verið mjög ólíkt kvenhetjum hennar. Hún hafi bæði skilið við fýrsta eiginmann sinn og látið til sin taka úti í samfélaginu, m.a. barist fýrir réttindum sígauna. í lokin er ekki annað hægt en að spyija Brynhildi um uppáhalds-Cartland-sög- una: „Það er Vote for Love sem er átakanleg saga um hvemig ung stúlka er dregin af vondri stjúpu inn i ofbeld- isfullan heim öfgakenndra femínista en er að lokum bjargað af háum, myndarlegum og dökkhærðum her- toga.“ Brynhildur segir þetta með þeirri blöndu af kímni og einlægni sem einkennir allt viðhorf hennar til drottningar ástarinnar - sem nú er öll. -BÆN Laugarásbíó/Háskólabíó - Gladiator: ★ ★ ★ 'Á Hetjur og skúrkar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Hershöfðinginn og skylmingarþrællinn með brugðið sverð Russell Crowe hefur þaö sem þarf til aö geta haldiö uppi myndinni. Það hefur alltaf mátt deila um gæði kvikmynda Ridleys Scotts. Hann er ekki sá leikstjóri sem allir geta sæst á að sé snillingur. Eitt er þó hægt aö ganga að vísu í myndum hans, þær eru veisla fyrir augað. Meira að segja þegar honum tekst hvað síst upp, eins og í 1492: Conquest of Paradise og Black Rain, þá fer það aldrei fram hjá neinum að við stjómvölin er maður sem hef- ur næmt auga fyrir möguleikum kvikmyndavéiarinnar og þorir að taka áhættu. Þessi kostur hans ásamt því hugrekki, sem þarf til aö endurlífga hinar stóru epísku kvik- myndir frá sjötta og sjöunda ára- tugnum, þar sem Rómverjar til foma komu oftar en ekki við sögu skilar sér meö miklum ágætum í Gladiator, mikilli epískri kvikmynd þar sem sagan er á þunnum ís en myndmálið á sterku svelli. Styrkur myndarinnar og þar með styrkur Scotts birtist strax í löngu byrjunaratriði, mikilli orrustu á milli Rómverja og Germana. í stað þess að hægja á kvikmyndavélinni til að ná fram áhrifum eins og til að mynda Spielberg gerði í Saving Pri- vate Ryan, þá herðir Scott frekar á svo allt sýnist vera í einu kaos á strisvellinum, hausar fjúka, limir afhöggvast, blóðið drýpur og hetjur verða til, allt sýnt á miklum hraða og þegar yfirlýkur er stríðsvöllur- inn forarbyttur blóðs og líkams- parta í hljóðu atriði sem segir meira en mörg orð. Stríðshetjan Maximus (Russell Crowe) er hetja dagsins og í sögu sem gæti verið útdráttur úr einu konungaleikrita Shakespeares, vill deyjandi keisari Rómar, Markús Ár- elíus (Richard Harris), gera Maximus að eft- irmanni sínum og dagskipunin er að koma lýð- veldi á í Róm. Sonur Markúsar Áreliusar, Commodus (Joaquin Phoen- ix), hefur beðið þess með óþreyju að faðir sinn dræpist svo hann geti tekið við, verður við- biugðið þegar faöir hans til- kynnir honum að hann muni aldrei verða keis- ari Rómar. Commodus tekur til sinna ráða og þau fela meðal annars í sér að Maxim- us og tjölskyldu hans allri. Max- imus sleppur við hin illu örlög, að- eins til að upp- götva að eigin- kona hans og sonur hafa verið myrt. Aðstæður gera það síðan að verkum að hann lendir í höndum Proximo (Oliver Reed), sem þjálfar upp skylmingarþræla. Sagan er fyrirsjáanleg og handrit- ið oft á tíðum klisjukennt. Það skiptir samt litlu máli. Hér er boðið upp á kvikmyndagerð eins og hún getur best orðið, þar sem saman fer sterk leikstjóm, góð kvikmyndtaka og snilld í klippingu. Það er alltaf eitthvað sem grípur augað, annað en hin töluðu orð, og allar bardaga- senur em stórfenglegar, hvort sem það er maður gegn manni eða hópar að berjast upp á líf og dauða í hring- leikahúsinu Collosseum. RusseU Crowe leikur Maximus af miklu öryggi og krafti. Hann hefur það til að bera að maður trúir því að hann sé mestur allra skylminga- þræla auk þess sem mikUl þungi er í túlkun hans. Aðrir leikarar hafa ekki úr jafn miklu miklu að moða annar en Joaquin Phoenix í hlut- verki Commodusar. Hann hefur út- litið með sér, þú trúir því aö þetta sé lævís og varhugaverð persóna, en leikur hans ristir ekki djúpt. Það er aðeins Oliver Reed í sínu síðasta hlutverki sem hefur eitthvað í RusseU Crowe að gera í þeim atrið- um sem þeir eru saman í. Leitt að karlinn skyldi drepast loksins þegar hann fékk bitastætt hlutverk eftir mörg mögur ár. Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: John Logan og William Nicholson. Kvikmynda- taka: John Mathieson. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: Russell Crowe, Connie Nielsen, Joaquim Phoenix, Oliver Reed og Richard Harris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.