Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 12
s 30 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 Æskuárin á Su&urnesjum Súsanna Svavarsdóftir blaðamaður: Skrýtið fólk í Bítlavík - og dásamleg afskiptasemi Römm er sú taug er rekka dregur ... DV tók tali nokkra brottflutta Suóurnesjamenn sem hafa haslaö sér völl á hin- um ýmsu sviöum þjóölífsins. Allir eiga þaö sameiginlegt aö minningar æskuáranna eru hugstœöar. „Það var æðislegt að alast upp I Keíla- vík. Við bjuggum efst í bænum við ræt- ur Miðnesheiðar. Þarna iékum við krakkamir okkur daglangt með bila í eftirdragi. Það voru troðnir vegir út og suður og heilu borgimar risu,“ segir Súsanna Svavarsdóttir blaðamaður sem ólst upp í Keflavík og á flölda minninga þaðan. Súsanna segist hafa verið meira fyrir að göslast í bílaleik en hjala við dúkkur. „Maður var fijáls og gat verið úti um alian bæ.“ Hún sagði vetuma hafa verið mjög skemmtilega og nóg að gera fyrir krakka. „Á vetuma var nóg við að vera. Við stunduðum skauta og gerðum snjóhús og það vom ótæmandi möguleikar til að gera eitthvað skemmtilegt. Mér þótti mjög skemmtileg sú afskiptasemi sem þama tíðkaðist. Þama var gott fólk og afskiptasemin stafaði af umhyggju. Þama vom alils konar kerlingar um all- an bæ að segja manni hvað maður ætti að gera eða gera ekki. Sífellt var verið að vara mann við alls kyns hættum en ég vissi sem var að þetta var vel meint og því varð ég aldrei pirmð á þessari dá- samlegu afskiptasemi," segir Súsanna. Hún segir öflugt æskulýðsfélag hafa verið starfrækt og sá félagsskapur hafi verið ómetanlegur. „Þama voru ungir bræður sem héldu uppi æskulýðsstarflnu. Það var mikið um að vera og þeir þurftu engin próf eða gráður og þeim dugði mannkærleikur- inn til að drifa þetta allt áfram. Á veg- um félagsins var opið hús einu sinni í viku og ball aðra hvetja helgi,“ segir hún og rifjar upp að bæjarrónamir hafl sett skemmtilegan svip á bæinn. Margir skrýtnir „Þama var allt fúllt af skrýtnu fólki. Það var enginn að fetta fingur út í bæj- arrónana eða aðra þá sem skára sig úr fjöldanum. Allir vissu að þetta var fólk sem átti erfitt og það hvarflaði ekki að neinum annað en umburðarlyndi. Það var ekki verið að hnýta í neinn fyrir að vera öðmvísi," segir Súsanna. „Ég sé þetta tímabil ekki i rósrauðum bjarma en það var ofsalega gaman að al- ast þama upp. Iþróttalifið var alveg æð- islegt og ég minnist ekki annars en að hafa haft nóg fyrir stafni sem bam og unglingur. En samfélagið hafði sína galla og þama var ægilegur kjaftagang- ur. Þama var eins og í öðrum bæjarfé- lögum mikið talað og hæna sem verpti einu eggi að morgni var gjaman búin að fm* Hvala- og skemmtisiglingar Hvalaskoðunarferðir daglega, kl. 10.30 Sjóstangaveiði, Eideyjarferðir, fuglaskoðun o.fl. Starfsmannahópar og veisiur Sunnudaginn 28. maí verður farið í sjóstangaveiði frá kl. 14--17 og bjóðum við ferðina á kynningarverði, 3200 kr. Veitingar seldar um borð. Missið ekki af frábæru tækifæri. Tilkynnið þátttöku sem fyrst. Bókunarsími 692-4210 Vfkurbraut 31 Aðal-Braut: Grindavik 5 ó I u t u r n Grill-lottó-ís videoleiga-sælgæti-blöð Snögg og góð þjónusta Ávallt tilboö Verið velkomin Krlstfn og Þórður verpa 100 eggjum að kvöldi. Þetta var andstyggilegur hluti af bæjarbragnum en alls ekki sér-keflvískt og þrífst líka í Reykjavik," segir hún og bætir við að nálægðin við Kanann hafi bæði haft sína kosti og galla. „Kostimir vora þeir að við höfðum þama glugga til útlanda og vomm þess meðvituð allt okkar uppeldi að heimur- inn var annað og meira en Keflavik eða allt ísland. Kaninn setti mikinn svip á bæjarlifið og skapaði ákveðin sérkenni sem ekki sáust í öðrum bæjarfélögum. Þetta átti sinn þátt í umburðarlyndinu og lítiö var um þröngsýni. Þegar búið var að loka herinn innan girðingar og loka fyrir Kanasjónvarpið fór Keflavík að líkjast meira öðmm smábæjum á ís- landi,“ segir hún. Súsanna segir að í heildina hafi Keflavikurárin verið skemmtileg og vis- ar til þess að þar var vagga bítlatónlist- arinnar. „Á unglingsánmum var maður auð- vitað í Bítlavík. Þama vom Hljómar og allt þetta og allt var á fullu. Svo sannar- lega var þetta lifandi pláss,“ segir Sús- anna. -rt Súsanna Svavarsdóttir Þegar búiö var a& loka herinn innan girbingar og loka fyrir Kanasjónvarp- i& fór Kefiavík a& líkjast meira ö&rum smábæjum á íslandi. Þá var Keflavík þorp - segir Ólafur Skúlason biskup „Ég er nú ekki innfæddur Keflvík- ingur því ég var tveggja ára þegar við fluttum þangað. Það breytir þó ekki því aö ég á stórkostlegar minningar frá bamæsku minni þar,“ segir Ólaf- ur Skúlason, fyrrverandi biskup Is- lands, sem átti sín æskuár i Keflavík en flutti síðar til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan. „Ég var einstaklega lánsamt bam og ungmenni. Fjölskylda mín var afar góð og samhent og þá var umgjörðin til að hlúa einkar vel að góðum þátt- um í fari fólks. Þegar ég óx úr grasi var Keflavík þorp og varð svo að bæ. Loksins kom að því að það urðu alls þúsund íbúar í Keflavík og sótt var um að bærinn fengi kaupstaðarrétt- indi. Það vom alls staðar ónýttir blettir þar sem við gátum verið í fót- bolta, kýló, eða fallin spýtan," segir Ólafur og rifjar upp þegar heilu hóp- amir af bömum vora í landhelgisleik á reiðhjólum sínum. „Þá var bílaumferð lítil og við ædd- um um allar trissur á hjólunum okk- ar og þá var gjaman farið í troll, troll í landhelgi. Sumir vora þá varðskip en aðrir landhelgisbrjót- ar. Þeir sem fóra með hlutverk varðskipa vora með smásteina að vopni og ef þeir hittu í teinana á hjól- um hinna þannig að smellur heyrðist var búið að góma lögbrjót- inn,“ segir hann og hlær. Mikið var gert fyrir böm og unglinga á þessum árum að sögn Ólafs og margir lögðu hönd á plóg til að styrkja æskulýðsstarf. „Þama var stúka og skátafélag þar sem Helgi S. Jónsson var í fararbroddi. Ég var í hvom tveggja og hafði af því bæði mikla ánægju og gott faramesti til framtíð- ar. Eitt það eftirminnilegasta var þeg- ar við stóðum við Tjamargötuna 12 ára skátaefni og unnum okkar skáta- Ólafur Skúlason biskup - Vi& æddum um allar trissur á hjólunum okkar og þá var gjarnan fari& í troll, troll í landhelgi. heiti. Helgi S. hélt þá mikla ræðu þar sem hann lagði út af mun- inum á skátalögunum og boðorðum Móse. Hann sagöi okkur að munurinn væri mik- ill þar sem skátalögin segðu með jákvæðum hætti „skáti er“ á meðan Móselögin væru í neikvæðum dúr og segðu „þú skalt ekki“ og bönn- uðu þar með. Ég var nokkuð uppnuminn af þessari ræðu, 12 ára pollinn. Seinna þegar ég fór að hugsa þetta nánar sá ég auð- vitað að þama var ekki eingöngu um bönn að ræða heldur leiðbeiningar. En þessi atburður i nepjunni á sum- ardaginn fyrsta árlð 1941 er mér einna minnisstæðastur," segir Ólaf- ur. -rt ix xcxxxv/ x n uii, uuu cxx a ox\ctucxt-xxix uumuu uiuvcu oxvata' Heiða Eiríksdóttir, tónlistarmaður og heimspekinemi: Pissadi á mig af hræös sinn man ég að við geta geneið Laugaveeinn „Ég er ekkert rosa- lega mikill Keflavikur- aðdáandi en þetta er ábyggilega stðrkostlegur staður fyrir böm. Mér fannst gaman þama þar til ég varð unglingur og fattaði hve skemmtilegt var í Reykjavík," segir Heiða Eiríksdóttir, 29 ára tónlistarmaður og heimspekinemi sem bjó í Keflavík frá því hún var 9 ára og þar til hún flutti til Reykjavíkur, þá rétt komin af unglings- aldri. Heiða, sem oftast er kennd við hljómsveit- ina Unun, segir fyrstu árin eftir að hún flutti hafa verið stórkostleg. „Mér fannst frábært að leika mér niðri á höfii. En það hafði kannski ekkert sér- stakt með Keflavik að gera heldur gat það átt við bryggjur alls staðar. Eitt Hata íþróttir „Ég ber blendnar tilfinn- ingar til Keflavíkur en au&- vitaö er þa& lei&indunum þar a& þakka a& ég er í tónlist í dag," segir Hei&a í Unun. sinn man ég að við krakkamir stálum tei úr einhverjum báti og gerðum tesúpu í drullupolli. Annað til- vik er minnisstætt en þá vorum við að klifra í tunnum á svæði þar sem verið var að salta sild eða einhvem flandann. Ég var minnst allra, enda alltaf lágvaxin og mjó, og einhver karl kom aðvífandi þannig að við lögðum á flótta og varð ég langsíðust á undanhaldinu. Ég náðist því og pissaði á mig af hræðslu," segir Heiða og hlær. Hún segir að um 13 ára aldur hafl Reykja- vik átt hug hennar allan. „Þá fór ég á næstum hverju fóstu- dagssíðdegi til Reykjavíkur; bara til að geta gengið Laugaveginn. Þegar ég var unglingur i Keflavík var þar ekkert við að vera, engar félagsmiðstöðvar og ekkert sambærilegt við Tónabæ í Reykjavík. Það vantaði allt svoleiðis í Keflavík," segir Heiða en segist samt geta þakkað Keflvíkingum að hún hellti sér út í tónlistina af krafti. „Þama snerist allt um iþróttir. Það var varla um annað talað en þennan körfubolta sem Keflvíkingar em svo góðir í. Ég sem anti-sportisti hafði ekk- ert við að vera og leitaði því uppi fólk- ið sem hafði jafir gaman af tónlist og stofnaði hljómsveit. Fyrsta hljómsveit- in, sem hét Candyman, var stoöiuö vegna haturs á íþróttum og of mikils frítíma. Sú hljómsveit hét seinna Útúr- dúr og við tókum þátt í músíktilraun- um i Tónabæ 1988. Ég ber blendnar til- fmningar til Keflavíkur en auðvitað er það leiðindunum þar að þakka að ég er í tónlist í dag,“ segir Heiða sem vinn- ur að sólóplötu þessa dagana i Reykja- vík. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.