Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 www.brimborg.is notaðirbílar #>brimborgar Ford Courier 1,3 09/97 5 g., 4 d., hvítur, ek. 30 þús. km, framdrif. Verð 850.000 Peugeot 306 stw 1,6 01/98 5 g., 5 d., grænn, ek. 25 þús. km, framdrif. Verð 1.050.000 Ford Explorer 4,0 02/97 ssk., 5 d., blár, ek. 45 þús. km, 4x4. Verð 2.590.000 Suzuki Swift 1,3 02/97 5 g., 5 d., hvítur, ek. 69 þús. km, framdrif. Verð 670.000 Verð 530.000 & brimborg Reykjavlk • Akureyrl Opið laugardaga 11-16 Volvo 460 2,0 06/95 Ford Ranger 4,0 06/93 ssk., 4 d., grænn, ek. 66 þús. km, framdrif. 5 g., 2 d., vínrauður, ek. 125 þús. km, 4x4. Verð 930.000 Tilboð 830.000 Verð 890.000 Tilboð 770.000 Subaru Legacy 2,0 06/95 5 g., 4 d., grænn, ek. 59 þús. km. 4x4. Verð 1.240.000 Saab 900S 2,0 04/94 5 g., 4 d., vínrauður, ek. 94 þús. km. framdrif. Verð 880.000 bílar 43r Langur A-Benz á næsta ári A’ITO Solar & öryggis filma í bílinn Bíla & glugga - *MERKINGAR > Skoðið loftþrýstinginn í dekkjunum reglulega: Aðalnúmeriö á stórri sýningu hjá B&L á Grjóthálsinum er hinn nýi X5 fjölsportari frá BMW. Stórsýning hjá B&L Nú um helgina verður haldin stórsýning hjá B&L á Grjóthálsin- um þar sem sýndar verða ýmsar gerðir BMW, Rover og Range Rover. Aðalnúmerið verður hinn nýi X5 fjölsportari frá BMW, sem kynntur var seint á síðasta ári, en auk hans verður breið lína BMW-bíla einnig til sýnis, svo sem 3-línan, tvær út- færslur af 5-línu, lúxusbíllinn 750LA og sportbíllinn Z3 M Coupé. Einnig gefur að líta hjá B&L breska fólksbílinn Rover 75 og tvær útfærslur af lúxusjeppanum Range Rover. Sýningin stendur í dag, laugar- dag, frá kl. 10 til 16, og á morgun, sunnudag, frá kl. 12 til 16. 42 volt það sem koma skal 12 volta rafkerfið í bílum nú til dags er farið að nálgast efri tak- mörk sín. Menn eru famir að huga að öflugra rafkerfi og alit bendir til að það verði 42 volta. Tæknimenn Ford vinna nú að því að geta tekið 42 volta kerfi í notkun í bílum sín- um og segja að spumingin sé ekki hvort farið verður í 42 volta kerfi heldur hvenær það verði gert. Talið er að fyrstu bílamir með 42 volta kerfi muni koma á markaðinn árið 2003 og mestu lúxusbílamir muni ríða á vaðið. Það eru kerfi eins og læsivöm í hemlum, sjálfskiptingar, rafræn eldsneytisgjöf og rafmagnsstýri sem fyrst munu færa kaupendum ávinn- inginn af öflugra rafkerfi. Þessi kerfi verða öll samstillt til sameig- inlegrar tölvu sem skynjar ástand vegar til þess að geta betur brugðist við aðstæðum. Öflugra rafkerfi hef- ur líka beinan eldsneytissparnað í för með sér þar sem t.a.m. hitastýrð loftræstikerfi („loftkæling") verða þá ekki eins orkufrek. -SHH Góð aðferð til að spara bensín Það eru ekki bara íslendingar sem þurfa að gjalda bensíniö sitt dým verði - nú um helgina hækkar bensín í Bandaríkjunum og verður hærra en nokkru sinni fyrr þar í landi. Þess vegna sendi Bill Egan, yfirverkfræð- ingur framleiðsludeildar dekkja- framleiðandans Goodyear, lönd- um slnum hugvekju um það hvemig þeir gætu sparað bens- ín. Af því má e.t.v. draga nokkurn lærdóm á Islandi líka. Miklu máli skiptir að hafa réttan loftþrýsting í dekkjunum, segir Egan. Dekk með loftþrýst- inginn 4-5 pund undir því sem gefið er upp getur aukið bens- íneyðsluna um allt að 10 af hundraði, fyrir utan að ending dekksins styttist um allt að 15%. Yfirvöld vestanhafs staöhæfa aö allt að helmingur ökumanna í Guðs eigin landi aki með of lág- an loftþrýsting í dekkjunum. Rannsóknir hafa bent til þess að 25-28% bíla séu með a.m.k. eitt dekk með of litlu lofti. Fyrir utan fjárhagslegt óhagræði geta aksturseiginleikar bíla skaðast mjög af of litlu lofti í dekkjum, jafnvel svo að slys verði af. í könnun sem Goodyear lét gera og fór þannig fram að 250 bílar - þúsund dekk - voru mældir af handahófi þar sem þeir stóðu á bílastæðum. Þar reyndust rúm- lega 28% hafa of litið loft i einu dekki eða fleiri. Bíli sem eyðir 10 lítrum á hundraðið og ekið er 20 þús. km á ári fer með 2000 lítra. Ef sú eyðsla eykst um 10% af því að ekið er með of lítið loft í dekkj- unum bætast 200 lítrar við. Mið- að við verð á 95 oktana bensíni, kr. 91.30, gerir það 18.260 krónur yfir árið. Það þykir eflaust ein- hverjum nothæfur peningur. í flestum bílum er að finna fyrirmæli framleiðanda um rétt- an loftþrýsting. Oftast er þetta á límmiða í hurðarfalsi bílstjóra- hurðarinnar. Sé það ekki er upp- lýsingamar að finna í eigenda- handbók bílsins. Þetta er rétti loftþrýstingurinn fyrir alla óbreytta bíl. Goodyear mælir með þvi að hver bíleigandi at- hugi loftþrýstinginn í dekkjun- um hjá sér einu sinni í mánuði og alveg sérstaklega áður en lagt er í langferð. -SHH DaimlerChrysler, eða sá hluti fyrirtækjasamsteypunn- ar sem okkur er tamast að kalla Mercedes Benz, hyggst setja lengda útgáfú af smá- bílnum Mercedes Benz A á markað á næsta ári. Sá verð- ur með talsvert meira hjóla- haf en núverandi útgáfa sem gefúr einkum aukið fótarými í aftursæti og meira rúm fýrir farangur. Auk þess á að bæta fjöðrunina verulega frá því sem nú er og fá út betri akst- ursbíl. Sömu vélar og gírkass- ar verða í boði áfram. Benz-A í lengdri útgáfu væntanlegur á næsta ári. 544-4640 //692-0617 Akralind 5 // Kópavogl // autosport@slmnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.