Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 2
22 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2000 Sport 1- 0 Olga Færseth................4. 2- 0 Guðlaug Jónsdóttir.........12. 3- 0 Guðlaug Jónsdóttir........15. 4- 0 Olga Færseth .............38. 5- 0 Ásthildur Helgadóttir.....44. 6- 0 Olga Færseth .............52. 7- 0 Guðlaug Jónsdóttir........53. 8- 0 Olga Færseth .............59. 9- 0 Olga Færseth .............62. 10- 0 Olga Færseth ............78. 11- 0 Sjálfsmark...............82. Olga Færseth, KR. @® Pálína Bragadóttir, Guðlaug Jónsdóttir, KR. ® Guðrún Gunnarsdóttir, Elína Jóna Þorsteinsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Dúfa Ásbjörnsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Erna Björg Gylfadóttir, ÍA. Best á vellinum: Olga Færseth, KR. Stjarnan-Valur 1-0 1-0 Eifa Björk Erlingsdóttir .... 74. ® Lilja Kjalarsdóttir, Stjömunni, sgerður Ingibergsdóttir, Val. ® Auður Skúladóttir, Lovísa Sigurjónsdóttir, Ema Sigurðardóttir, María Ágústsdóttir, Freydís Bjarnadóttir, Stjörnunni, Katrín H. Jónsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Erla Sigurbjarts- dóttir, Linda Person, Ragnheiður Jónsdóttir, Val. Best á vellinum: Lilja Kjalars- dóttir, Stjömunni. FH-Þór/KA 2-2 1-0 Bryndís Sighvatsdóttir.........2. 1-1 Jennifer Warick...............48. 1- 2 Jennifer Warick..............67. 2- 2 Bryndís Sighvatsdóttir.......85. @@ Valdis Rögnvalds, FH, Jennifer Warick, Þór/KA @ Arna Steinsen, Bryndís Sighvatsdóttir, Hanna Stefánsdóttir, FH, Kristín Gísladóttir, Þóra Pétursdóttir, Andrea Perrizo, Guðrún Jóhannsdóttir, Þór/KA. Best á vellinum: Jennifer Warrick, Þór/KA. * iandssíma. T^ouo Kvenna @®@ = Átti frábæran leik = Átti mjög góöan leik = Átti góöan leik Landssímadeild kvenna, 3. umferð: 0 V -M IILANDSSÍMIA DEHimN 'AOOO KR 3 3 0 0 16-2 9 Stjarnan 3 3 0 0 9-0 9 Breiðablik 2 1 0 1 9-3 3 ÍBV 2 1 0 1 3-3 3 Valur 3 1 0 2 3-3 3 ÍA 3 1 0 2 5-16 3 Þór/KA 3 0 1 2 2-8 1 FH 3 0 1 2 3-15 1 Markahæstar Olga Færseth, KR....... Elfa Björk Erlingsdóttir . Guðlaug Jónsdóttir, KR . . Áshildur Helgadóttir, KR Elín Anna Steinarsdóttir . Stjörnustúlkur fagna nér sigrin- um á val í gær en liöio er meö fullt nús og hefur enn ekki fengið á sig mark í sumar. DV-myndir HilmariÞór. KR vann stórsigur á ÍA: Kennslu- stund - Olga með sex mörk KR-stúIkur tóku stúlkurnar ofan af Skipaskaga og söltuðu þær í Frostaskjólinu í gær, pökkuöu þeim inn og sendu þær aftur heim með öngulinn í rassinum. Olga og Guölaug Þar fóru fremstar i flokki Olga Færseth og Guðlaug Jónsdóttir sem splundruðu vörn Skagamanna aft- ur og aftur. Olga skoraði alls sex mörk og Guðlaug þrjú og þær áttu síðustu sendingu á þær sem skor- uðu hin mörkin tvö. Leikurinn var alger einstefna að marki ÍA-stúlkna og fór að mestu leyti fram fyrir framan vítateiginn og inni í honum. 40 skot aö markinu KR-stúlkur áttu um flörutíu skot að marki Skagamanna en ÍA-stúlk- ur aðeins flmm að marki KR og þau flest utan vitateigs. Staðan í hálf- leik var flmm-núll og í síðari hálf- leik bættu þær sex mörkum við. Þetta virtist vera virkilega fyrir- hafnarlitili sigur af hálfu KR-inga. Liðsheildin var sterk og boltinn gekk vel milli manna. Það voru Olga, Guðlaug og Pálina sem stóðu sig best í KR-lið- inu en hjá Skagastúlkum var fátt um fína drætti. Einna skástar voru Laufey Jó- hannsdóttir og Erna Gylfadóttir en Dúfa Ásbjörnsdóttir greip oft vel inn í og kom 1 veg fyrir mun stærra tap. -MOS Botnliðin mættust: Jafnt FH og Þór/KA skildu jöfn í Hafn- arfirði í gær, 2-2. Þessum liðum hafði verið spáð sætum neðarlega í deildinni og ef markið sem kom strax í byijun leiks er undanskilið var lítið um áferðarfagra knatt- spyrnu sem aðallega einkenndist af miðjuþðfi og óskilvirkum há- um sendingum. í siðari hálfleik var hins vegar allt annað að sjá til liðanna. Þór/KA tðku sig saman í andlit- inu og komu sér yfír með tveim- ur mörkum frá Jennifer Warrick. FH-ingar hefðu þó oft- ar en einu sinni getað komið boltanum í netið, m.a. úr víta- spyrnu sem Arna Steinsen misnotaði, en tókst að lokum að jafna metin þegar Bryndís Sighvatsdóttir skoraði sitt \ annað mark í leiknum og kom stöðunni í 2-2 rétt fyrir leikslok. Jennifer Warrick var best Akureyrarstúlkna en í liði FH-inga var Valdís Rögnvaldsdóttir mjög dug- leg og skapaði mörg færi, og einnig var Arna Stein- sen öflug í vörninni. -esá rnuskin Stjaman með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina og hreint mark „Ég vil ekki tjá mig um markið, dómarinn dæmdi mark og þá gildir það. Við ætlum að halda þessu góða gengi áfram, þetta er frábært og ógeðslega gaman og svona viljum við hafa þetta,“ sagði Elfa Björk Erlings- dóttir Stjörnustelpa en hún tryggði Stjörnunni þriðja sigurinn 1 röð í sumar í gær með sínu fimmta marki í Landssímadeild kvenna í ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Stjömunnar á Val í Garðabæ frá upphafi í efstu deild eftir sex töp þar í röð. Sigurmarkið sjáift var nokkuð um- deilt og margir vildu halda því fram að Ragnheiður Jónsdóttir, markvörð- ur Vals, hefði haft hendur á boltanum en séð frá undirrituðum var eins og hún missti boltann frá sér í sekúndu- brot og Elfa, eins og sannur marka- skorari, var fljót að nýta það. Bæði þessi lið áttu sína góðu kafla og yfirhöndina til skiptis í leiknum og eins og leikurinn þróaðist var það mest spuming um hvort liðið næði inn fyrsta markinu. Aðeins eitt mark leit síðan dagsins ljós, þrátt fyrir fjöl- mörg færi, en báðir markverðir lið- anna léku vel en sóknarmenn liöanna vom ekki á bestu skotskónum i gær. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Vals, segir Valsliðið eiga í miklum erfiðleikum meö að skora mörk. „Þetta er ægileg byrjun, aðeins einn sigur í fyrstu þremur leikjunum. Það er markaleysið sem hrjáir okkur. Við fengum vissulega færin í þessum leik og þær voru heppnar að sleppa með ekkert mark á sig. Mér fannst dómar- inn, sem var sá daprasti á vellinum, gefa þeim þetta sigurmark en svona er þetta. Þetta er ekki það sem við ætl- um okkur og við nýtum vonandi vel fríið sem er fram undan og lögum Auður Skúladóttir, spilandi þjálfari Stjörnunnar: Ekki gerst áður „Það hefur ekki gerst áður að Stjarnan hafi byrjað mótið svona vel og við erum líka mjög sáttar með að hafa ekki enn fengið á okkur mark. Við höfð- um verið að stefna að því að þétta vörnina, enda höföum við fengið alltof mikið af mörkum á okkur undanfarin ár. Maria er lika með mikinn metn- að í markinu og vill halda hreinu. Það er mikil barátta um sæti í liðinu og stelpumar vita það að þær þurfa að leggja sig hundrað prósent fram til þess að eiga sæti i liðinu. Við höfum verið í erfiðleikum með byrjanir á leikjun- um þannig að við þurfum að vinna í þvi, en með því að halda alltaf hreinu erum við enn inn í leikjunum þegar við náum okkur á strik,“ sagði Auður Skúladóttir, ánægður þjálfari Stjömunnar, í lok þriðja sigurleiks Stjörnu- stúlkna í röð í Landssímadeildinni. -ÓÓJ þetta markaleysi," sagði Ólafur Þór. Stjörnustúlkur fógnuðu vel óaðfinn- anlegri byrjun á mótinu og því að hafa náð að halda hreinu fyrstu 270 minútur sumarsins og sýnir Stjarnan það, líkt og ÍBV, að þær ætla sér í toppbaráttuna með stórveldunum þremur, KR, Breiðabliki og Val. Margar ungar stelpur eru að koma sterkar inn hjá liðinu og Auður Skúla- dóttir þjálfari gerir það gott í Garðbæ. Valsstúlkur þurfa að taka til hend- inni ef þetta á ekki verða dapurt sum- ar á Hlíðarenda. Liöið hefur ekki skorað í 187 mínútur og tap- að 2 leikjum í röð. -ÓÓJ Asgeröi Ingi- bergsdóttur, framherja Vals, hefur ekki tekist aö skora frekar en félögunum í liöinu í 187 mín- útur en Ásgeröur var óheppin í gær þegar Valur tapaöi öörum leik sínum í röö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.