Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2000 27 DV Sport Stjórnarmenn í SVFR ásamt mökum viö Laxfoss í gær er fyrsti lax sumarsins var kominn á land, DV-mynd G. Bender Fyrsta laxi sumarsins fagnaö á Eyrinni. DV-mynd G. Bender - erfiöar aðstæður þegar Norðurá í Borgarfirði var opnuð Stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur opnaði Norðurá í Borgarfirði gær og gekk veiðin fremur rólega fyrsta hálfa daginn. Kristján Guðjónsson, formaður SVFR, tók fyrstu köstin á Brotinu fyrir neðan Laxfoss á slaginu sjö í gærmorgun. Eftir 37 mínútur leysti varaformaðurinn, Bjarni Ómar Ragnarsson, hann af og í sama mund tók ríflega sjö punda lax Black Sheep túpu hjá Þórdísi Klöru Bridde á Eyr- inni. Lengi vel var þessi fyrsti lax sumarsins eini lax morgunsins en er líða tók að hádegi veiddi Bjarni Ómar 14 punda lax á Randalín-túpu í Al- menningi. Viðureignin stóð yfir í tæpa hálfa klukkustund. Rétt fyrir hádegi setti Kristján formaður i 8 punda lax á Eyrinni. Þrir laxar voru því morgun- veiði stjómarinnar, nokkuð miklu lakari veiöi en í fyrra, en þá komu um 15 laxar á land fyrsta morguninn. Mjög erfiöar aðstæð- ur Aðstæður voru mjög erfiðar við Norð- urá í gær, mjög lítið vatn og litað og kalt ofan i kaupið lengi morguns, Veiðimönnum neðan Laxfoss bar saman um að ekki væri mikið af laxi á svæðinu en það gæti þó breyst snögglega á næstu sólar- hringum. Greinilegt er á öllu að stjórnin veiöir Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson ekki eins vel og 1 fyrra er 43 laxar komu á land á þremur fyrstu dögunum. „Þetta byrjar rólega en getur breyst fljótt. Það er ekki gott að spá um endanlega tölu en ég held þó að hollið fái öðm hvorum meg- in við tíu laxa,“ sagði Ólaf- ur Vigfússon og bætti við: „Þetta er nálægt því sem ég spáði áður en veiðin hófst. Menn IDIVON voru misjafnlega bjartsýn- ir og spáðu frá 3 löxum og upp í 30. Ég held að það séu ekki margir fiskar á Brotinu 1 augnablikinu en þeir geta kom- ið snögglega að neðan um leið og vatnið vex í ánni,“ sagði Ólafur. Formaöur SVFR þurfti aö glíma viö erfiöar aöstæöur á Brotinu en fékk síöan fisk á Eyrinni skömmu fyrir hádegiö í gær. Aóstœóur viö Norðurá í gær voru mjög erfiðar. Afar lítið vatn var í ánni og verður að fara mjög mörg ár aftur i tímann til að finna álíka vatnsbúskap Norður- ár 1. dag júní. Að auki var það litla vatn sem er í ánni litað. Þá var kalt er veiðimenn hófu veið- ar og hafði gránað í fjöll niður i miðjar hlíðar í Borgarfírði. Þeir veiðimenn voru þó til á bökkum Norðurár í gær sem töldu litað vatnið til bóta. Ef áin hefði verið hrein og tær hefði hún verið mun viðkvæmari en ella með svo litlu vatni. Eiginkonur stjórnarmanna létu sitt ekki eftir liggja við Norðurá i gær og reyndu stíft við þann silfraða. Sýndu konurn- ar snjöll tilþrif og gáfu sterka kyninu ekkert eftir. Höfðu menn á orði að ekki væri vist að stjórnarmennimir fengju mikið að veiða í sumar. Gríðarlegar aurskriður hafa fallið í vor við Norðurá. Við Stokkhyl og Stokkhylsbrot hafa gríðarstórar spildur fallið úr hlíðinni við veiðistaðina og tré rifnað upp með rótum og gengið fram á árbakkann. í vatnsveðrinu í vor urðu einnig mjög miklar skemmdir á veiðihúsinu við Norðurá og veg- urinn að húsinu hreinlega hvarf á 70-80 metra kafla. Unnið var hörðum höndum að því að koma öllu í lag fyrir opnunina í gær. Finnst sjonvarp of lítió? Kr. 285. Hvernig væri að horfa á Evrópukeppnina í knattspyrnu á heilum vegg í fullkomnum gæðum? ÆASK C2 & C6 skjávarpi • Upplausn 800 x 600 SVGA (C2) Upplausn 1024 x 768 XGA (C6) • Birta 800Ansi Lumen (C2) Birta 900Ansi Lumen (C6) • Þyngd 3,7 kg • Hljóð 38 dB • Sýningardrægni 1,1 -10 m • Tengist bæði sjónvarpi og tölvu Borgartún 37 105 Reykjavík Sími: 569 7700 Fax: 569 7799 www.nyherji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.