Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 1
15 Framarar semja við Dana Úrvalsdeildarliöi Fram í knattspymu hefur bæst góður liðstyrkur. Félagiö hefur gert samning við danska sóknarmanninn Ronny Petersen um að leika með liðinu út þessa leiktið og með þeim möguleika að leika einnig með því á næsta tímabili. Petersen verður 22 árs í haust og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Dana, þar af 6 leiki með 21 árs landsliðinu, og skorað í þeim 3 mörk. Leikur meö í kvöld gegn Fylki Petersen leikur sinn fyrsta leik með aðalliði Fram í kvöld þegar liðið mætir Fylki á Laugardalsvellinum í Fimmtu umferð LandssímadeiMarinnar. Petersen lék reyndar með 23 ára liði Fram í bikarkeppninni um helgina og skoraði tvö mörk í 5-0 sigri á Reyni. Þar sýndi Daninn góða takta og mun hann eflaust friska upp á framlínu Safamýrarliðsins. -JKS Makedónarnir koma Handknattleikssamband íslands fékk í gær loksins skeyti frá Makedóníumönnum um ferðatilhögun liðsins til íslands en HSl hafði óskað eftir upplýsingum þess efnis síðustu daga. Makedónar koma til íslands á fimmtudag í áætlunarflugi og fara af landi brott strax eftir síðari leikinn við íslendinga á sunnudagskvöldið. Makedónar voru afar ósáttir yflr þeirri ákvörðun evrópska handknattleikssambandsins að báðar viðureignir þjóðanna skuli fara fram á íslandi. Sú ákvörðun var tekin eins og fram hefur komið í kjölfar bágs öryggis á leikstað í Skopje en Makedónar höfðu verið aðvaraðir margsinnis en ekkert gert til að bæta ástandið. Báðir leikirnir verða í Kaplakrika, sá fyrri á fostudag og hinn síðari á sunnudagskvöld. -JKS Úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu hefst í Niðurlöndum á laugardaginn kemur. Opnunarleikur mótsins verður á milli Belga og Svía í Brússel og síðan rekur hver leikur- inn annan og lýkur mótinu síöan með úrslitaleik í Rotterdam 2. júlf. Það eru margir sem biða spenntir eftir að flautað verði til leiks og eru liöin farin að streyma til Belgíu og Hollands og veröa þar í æfingabúð- um fram að helgi. Belgar binda miklar vonir viö sitt lið og kom hóp- ur þeirra allur saman í gær. Menn stytta sér stundir með ýmsum hætti á milli æfinga og hér sjást Belgarnir Mbo Mpenza, leikmaöur hjá Sport- ing í Lissabon, og Gilles de Bilde hjá Sheffield Wednesday sýna listir sínar í billiard. JKS/Reuters Norðmenn eiga von Norðmenn eygja von um að komast I úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í handknattleik eftir eins marks ósigur gegn Ungverjum á útivelli um helgina. Ungverjar sigruðu í leiknum, 20-19, en Norðmenn höfðu eins marks forystu i háifleik, 10-11. Síðari viðureign þjóðanna verður í Alta í Norður-Noregi um næstu helgi og verða möguleika Norðmanna að teljast góðir. Hagen og Jensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Norðmenn en hjá Ungverjum var Eles allt í öllu og skoraði tíu mörk. Lítill möguleiki hjá Sviss Sviss sigraði Úkraínu, 20-17, á heimavelli og eru litlar likur á því að þetta forskot nægi Svisslendingum fyrir síðari leikinn í Úkraínu á laugardag. Baumgartner skoraði sex mörk fyrir Sviss en hjá Úkraínu skoraði Velykky 10 mörk. Tékkland lagði Portúgal, 19-15, i Pilsen. Póliand sigraði Þýskland, 23-22, en nokkra sterka leikmenn vantaði í þýska liðið. Siðari leikurinn verður í Lúbeck um næstu helgi. Danir töpuðu með fjögurra marka mun, 26-22, fyrir Júgóslövum og eiga því erfiðan leik fyrir hnnrtnm í Danmnrkn á snnnnHao -JKS Guðrún fjórða Guðrún Arnaraottir varð fjórða í 400 m grindahlaupi á móti í Jena í Þýskalandi um helgina. Guðrún hljóp á 56,94 sek. en sigurvegari varð Sandra Glover frá Bandaríkjunum á 55,24 sek. Mesta athygli á mótinu vakti árangur Kúbumannsins Ivans Pedroso í langstökki. Hann stökk 8,65 m, það lengsta sem hann hefur stokkið síðan 1996. Annar varð landi Pedrosos, Luis Meliz, og stökk hann 8,43 m. Fleiri Kúbverjar voru einnig í sviðsljósinu. Lisset Cuza stökk 6,99 m í langstökkinu og vann hina reyndu Heike Drechsler og Emeterio. Gonzalez vann spjótkastið með 87,12 metra kasti í síðustu umferð. Myriam Mani frá Kamerún kom sterk inn í 100 m hlaupið á mótinu, vann hlaupið á 11,01 sek. og setti kamerúnskt met. Bailey af stað aftur Donovan Bailey, fyrrverandi heimsmethafi og núverandi ólympíumeistari í 100 m hlaupi, er kominn á brautina að nýju eftir langvarandi meiðsli. Hann tók þátt í móti i Bedford á Englandi þar sem hann mætti sterkum hópi heimamanna. Bailey var þó nokkuð stífur á brautinni, hljóp á 10,27 sek. og varð annar á eftir Skotanum Ian Mackie sem hljóp á 10,24 sek. og er einnig að ná sér af meiðslum. Þriðji í hlaupinu varð hinn sautján ára gamli heimsmeistari unglinga, Mark Lewis-Francis, á 10,29 sek. Ferðaþreyta gæti hafa haft eitthvað að segja meö árangur Baileys en ferðin til Bedford frá Atlanta tók hann 20 tíma í stað þeirra sjö sem hún að öllu eðli- legu hefði tekiö. Bailey segist ætla að komast rólega af stað inn á keppnisvöllinn. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.