Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 I>V Flóttamenn enn á flótta - Júgóslavar taka þátt í landsbyggðarflótta íslendinga og flytja á suðvesturhornið Sjö íjölskyldur flóttamanna frá Krajina-héraði í Króatiu sem sam- anstanda af 23 einstaklingum komu til íslands aðfaranótt þriðjudagsins. Hópurinn hélt rakleiðis tO Siglu- fjarðar þar sem fólkinu er ætlað að búa. Siglfirðingar tóku flóttafólkinu opnum örmum, en þrátt fyrir að kapp hafi verið lagt á móttöku flóttamanna á landsbyggðinni virð- ast þeir festa þar misjafnlega rætur. Þannig er aðeins um þriðjungur flóttamanna síðustu fjögurra ára enn á þeim stöðum sem upphaflega tóku við þeim. 384 flóttamenn á 44 árum Gengið hefur verið út frá því að hingað komi að jafnaði um 25 flótta- menn á ári hverju. Með nýkomnum hópi fióttamanna hafa á sl. 44 árum samtals komið 384 flóttamenn til landsins á vegum opinberra aðila. Ekki eru þá taldir með þeir sem sækja hér um hæli og koma á eigin vegum, sem hafa verið hátt í tutt- ugu á ári. Fyrsti skipulagði hópur flóttafólks á síðari tímum kom til Is- lands frá Ungverjalandi áriðl956 en í þeim hópi voru 52. Staldra stutt á lands- byggðinni Siðan 1996 hafa komið 168 flótta- menn í skipulögðum hópum frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu og var þeim flestum komið fyrir í sveitarfé- lögum úti á landsbyggðinni. Árið 1996 fóru þannig 30 til ísafjarðar, árið 1997 fóru 17 til Hafnar í Homa- firði, árið 1998 fóru 23 til Blönduóss, árið 1999 fóru 26 til Dalvíkur, 24 til Reyðarfjarðar og 25 fóru á síðasta ári til Hafnarfjarðar. Nú í vikunni fóru svo 23 til Siglufjarðar. Af þessum flóttamönnum sneru allir 24 Kosovo-Albanarnir sem komu til Reyðarfjarðar aftur til síns heima auk nokkurra frá öðrum stöðum. Samtals fóru 36 til baka og 3 komu í staðinn. Af þeim sem fóru til ísafjarðar hefur stærsti hlutinn nú lagt land undir fót og flutt á suð- vesturhom landsins. Á Hornafirði eru flestir enn á staðnum. Ein fiöl- skylda með fiórum einstaklingum er þó farin eða að flytja á brott. Frá Blönduósi hafa hins vegar fimm af sex fiölskyldum þegar flutt suður í leit að atvinnu. Á Dalvík em 20 eft- Fjórhjól og jeppar, 12 volt. Amerísk leiktæki, sambyggð. Gott verð Sól- og öryggisfilmur á glerið, 300% sterkara Brunastigar, fyrir lifið, kr. 4.800 Gas-viðvörunartæki, kr. 5.800 Innbrotsfælitæki, Dalbrekku 22, stml 544 5770. Fréttaljós Flóttamenn frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu Hafa fengiö frábærar viðtökur landsbyggöamanna og lagaö sig ágætlega að íslensku samfélagi. ir og hyggjast vera þar áfram. í Hafnarfirði eru fiórar af fimm fiöl- skyldum enn á staðnum. Ein fiöl- skylda hefur snúið til baka. Þannig lætur nærri að tveir þriðju hlutar þessara 168 flóttamanna hafi horfið á brott frá þeim stöðum sem upphaf- lega tóku á móti þeim. Efasemdir flóttamanna Þótt margt hafi verið sérlega vel af hendi leyst hafa ýmsar spuming- ar samt vaknað um hvernig íslend- ingar haga sinni flóttamannahjálp. Djordje Tosic flúði frá Serbíu 1993 og kom til íslands á eigin vegum. I viðtali við DV í mars sl. varpaði hann fram athyglisverðum spurn- ingum um tilgang íslendinga með hjálpinni. „Það vakna spurningar um hvort íslendingar séu að hjálpa flóttamönnum eða sjálfum sér,“ sagði Tosic og vitnar þá til einnar milljónar framlags ríkisins á hvern flóttamann til viðkomandi sveitarfé- laga. „Svo er það kannski flutt til Blönduóss. Eftir eitt ár þegar pen- ingaaðstoðinni lýkur er þar enga vinnu að hafa. Fólkið fær ekki tæki- færi til að bjarga sér. Allt þetta fólk fer því til Reykjavíkur. Þá spyr maður, til hvers er verið að senda þessa flóttamenn út í sveit? Ég hef velt því fyrir mér hvort þetta snúist ekki bara um peninga fyrir sveitarfélögin." Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglfirðinga, virðist skynja vel hvaö Djor- dje Tosic var að meina. í sjónvarpsfréttum sl. þriöju- dag, fullvissaði hann lands- menn um að móttaka Sigl- firðinga væri ekki sprottin af peningahagsmunum held- ur eingöngu af mannúðar- sjónarmiðum. Enginn var samt að efast um góðan hug Siglfirðinga og annarra og víst að móttaka þessa fólks mun veita þeim aukinn þroska sem að henni vinna. Auðveldara í fámennari byggðum Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða kross íslands á ísafirði, segist ekki heldur efast um það eina ein- ustu mínútu að rétt hafi ver- ið að senda flóttamenn þang- að á sínum tíma. Hún segist ekki hika við að mæla með að slíkt verði gert aftur. Mun auðveldara sé t.d. að skapa þá samstöðu sem til þarf í fá- mennari byggðum á lands- byggðinni. Þrátt fyrir frá- Djordje Tosic flýði frá Serbíu 1993 „Þaö vakna spurningar um hvort ís- lendingar séu að hjálpa flóttamönn- um eöa sjálfum sér. “ bærar móttökur, þá hefur ísfirðing- um samt sem áður illa haldist á þessum nýju íbúum sem einn af öðr- um hafa horfið á braut. Versnandi atvinnuástand í kjölfar gríðarlegs samdráttar í fiskvinnslu og veiðum hefur séð til þess. Atvinna og ásókn Sta&ur: ísafjörður Ár: 1996 Fjöldi: Steóur: 1998 rjöldi: í meira þéttbýli virðist því vera lyk- ill að hamingjuleit þessa fólks eins og fiölmargra annarra íslendinga. Bryndís segir að enn séu sterk tengsl á milli þess fólks sem flutt hefur í burtu og stuðningsfiöl- skyldnanna. Enginn týnist og vel sé fylgst með hvernig fólkinu vegni af vinum þeira á ísfirði. Serbar til Króatíu Samkvæmt heimildum DV hafa sumir flóttamenn hérlendis efa- semdir um það sem verið er að gera. Evrópusambandið hefur það á stefnuskrá sinni að Serbar frá Krajina-héraði fái aftur að snúa til síns heima í Króatíu. Þar er nú ver- ið að reyna að skapa nýjan grunn að friðsamlegri sambúð Serba og Króata. Þegar munu vera komnir 16.500 Serbar til Króatíu sem hrökt- ust þaðan í stríðinu. Serbarnir fá vítækari aðstoð frá ESB en Króat- arnir sem fyrir eru. ESB-ríki eru með augljóst tak á Króötum sem geta ekki annað en samþykkt þetta ef þeir vilja á annað borð vera með í samfélagi Evrópuþjóða. Þrátt fyrir að Serbarnir njóti þannig umtals- verðar aðstoðar við að komast til sins heima, þá standa önnur ríki líka að því að taka við þessu fólki. íslendingar eru þar á meðal og hafa Staður: Siglufjörður Ár: j 2000 FJöldi: Æ 23 eru tveir þykkir og miklir litprent- aðir doðrantar. Þar eru raktir í máli - og hrikalegum myndum, meintir stríðsglæpir Nato í rikjum Júgóslavíu. Lítið hefur hins vegar verið minnst á þá hlið mála hér á landi eða hvaða hagsmunir það voru sem raunverulega réðu afstöðu Nato til þjóðarbrotanna á Balkanskaga. Réttindi tengd búsetu Undanfarna daga hefur gestrisni Siglfirðinga fengið að njóta sín eins og svo oft áður. Nú taka þeir á móti nýjum hópi flóttamanna. Erlendis hafa íslendingar fengið mikið lof fyrir það hvernig er að þessum mál- um staðið. Þá liggur fyrir að félags- lega hefur móttaka flótamanna haft mjög góð áhrif í viðkomandi sveit- arfélögum. Að sögn Hólmfríðar Gísladóttur hjá RKÍ eru réttindi flóttamanna hér tengd búsetu. Samningur er gerður við viðkomandi sveitarfélag og móttökunni stýrt af sérstökum verkefnisstjóra. Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um einstaklinga sem tekið var opnum örmum á landsbyggð- inni, hafi rekið sig á vegg þegar þeir fluttu á höfuðborgarsvæðið - einmítt vegna búsetutengdra borg- araréttinda. Samkvæmt upplýsing- um frá félagsmálaráðuneytinu munu flóttamenn hins vegar njóta sömu réttinda í húsnæðislánakerf- inu og aðrir íslendingar. Ekki ligg- ur hins vegar ljóst fyrir hver réttar- staða þessa fólks er kjósi það að yf- irgefa viðkomandi sveitarfélag á fyrsta ári verunnar hérlendis. 168 flóttamenn hafa komið frá Júgóslavíu síðan 1996 Sta&ur: Dalvík 1999 FJöldf: Sta&ur: 1999 FJoldl: Staðun Hafnaifjörður Ár: 1999 FJöldi: m 25 Sta&ur: Hornafíörði ur flutt 168 manns þaðan á fiórum árum. Stríðsglæpir Nato Ástandið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu er okkur íslendingum ærið framandi. Við höfum séð myndir og fréttir af stríðsátökum og deilum sem eiga sér aldalangan að- draganda. Hins vegar virðast þær fréttir á margan hátt brotakenndar og „staðreyndir" hreinlega mat- reiddar. Erfiðlega virðist ganga að hemja ástandið í Kosovo og óttast margir að mafian þar og í Albaníu sé að skapa grunn að öflugri eitur- lyfiastarfsemi miðsvæðis í Evrópu. Vegna umfiöllunar um flóttamenn var blaðamanni DV m.a. sýnd svokölluð Hvítbók Júgóslava, sem Hörður Kristjánsson blaðamaöur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.