Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Side 51
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
Tilvera
59
Matgæðingur
Rómantískur kvöldverður fyrir tvo:
Að hætti piparsveinsins
Það er Vilhjálmur H. Vilhjálms-
son sem er matgæðingur vikunnar
að þessu sinni. Vilhjálmur er lög-
fræðingur, formaður Ungra jafnað-
armanna og varaþingmaður fyrir
Samfylkinguna. Einnig spilar hann
fótbolta með Þrótti. Síðasta vika var
annasöm hjá Vilhjálmi en þá má
segja að knattspyrnan og lögfræðin
hafi runnið saman í eina sæng því
að hann sá um að gæta hagsmuna
Þróttar í deilu félagsins við þá aðila
sem stóðu að tónleikum Eltons John
á Laugardalsvelli. DV lék forvitni á
aö vita hvernig Vilhjálmi gengi að
samræma þessa ólíku hluti sem
hann er að fást við dags daglega.
„Það gengur ágætlega. Það er
gaman að hafa nóg fyrir stafni. Ann-
ars er það þannig á íslandi að póli-
tíkin leggst í hálfgerðan dvala yfir
sumartímann. Það hentar mér ágæt-
lega því þá get ég einbeitt mér að
fótboltanum. Ég er hins vegar ekki
nægilega duglegur að æfa yfir vetr-
artímann því þá eiga stjórnmálin
hug minn allan. Þannig tekur það
mig nokkra leiki í byrjun hvers
keppnistímabils að komast í form.
Annars hefur okkur Þrótturunum
ekki gengið nægilega vel svona í
upphafi íslandsmótsins en það
stendur vonandi til bóta. Hvað lög-
fræðina varðar þá var ég bara að
ljúka námi nú í vor og er ekki viss
um til hvaða verka ég ætla að nýta
menntunina. Það er heilmargt sem
kemur til greina því lögfræðiprófið
er góður grunnur fyrir hin ýmsu
störf,“ sagði Vilhjálmur.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
mikla reynslu af matargerð. „Það
kristallast ágætlega í tveimur hlut-
um - annars vegar því að það liðu
þrjú ár frá því að ég flutti i ibúðina
sem ég bý í núna þangað til ég próf-
aði í fyrsta skipti að kveikja á elda-
vélarhellunum og hins vegar í upp-
skriftinni að rómantískum kvöld-
Uppskriftir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er matgæðingur vikunnar.
verði fyrir einn eða fleiri sem ég
ætla að leyfa lesendum DV að njóta
með mér.“
Það liggur í hlutarins eðli að
maður sem kveikir ekki á eldavél-
inni heima hjá sér í þrjú ár hefur
ekki mikla reynslu af matargerð og
er þ.a.l. ekki mikill viskubrunnur
skemmtisagna af óvæntum uppá-
komum sem tengjast mat. Engu að
síður veltum við því upp við Vil-
hjálm hvort hann hefði frá ein-
mmm
Pönnukökur
Einföld uppskrift sem hæfir
vel, bæði upprúllaðar með rjóma,
ís og fleiru.
300 g hveiti
2 egg
ca 6 dl mjólk
1 1/2 msk. smjör
1 tsk. lyftiduft
1 msk. sykur
1 tsk. vanilludropar
Setjið hveiti í skál. Setjið eggin
saman við ásamt lyftiduftinu. Hellið
helmingi af mjólkinni saman við og
þeytið þar til kekkjalaust. Ef of
miklu af mjólkinni er hellt út í get-
ur deigið farið í kekki. Blandið svo
afganginum af
mjólkinni ró-
lega saman
við deigið og
þeytið rólega
saman, að síð-
ustu er
bræddu smjör-
inu blandað út
í. Berið feiti á
pönnuna ef
þarf og hafið
hana vel heita þegar deigið er bak-
að. Ef deigið er of lengi að bakast
verða pönnukökurnar seigar.
Einnig er hægt að sleppa sykrinum
en þá verða þær ljósari.
hverju að segja sem tengdist mat
með einum eða öðrum hætti og átti
hann ekki í neinum vandkvæðum
með það.
„Það verður að segjast eins og er
að þið setjið mig í töluverðan vanda
með þessari spurningu. Það er ein-
faldlega þannig að mér er margt bet-
ur til lista lagt en að stússast í mat-
argerð. Það er samt ein saga sem
kemur upp í hugann og hún tengist
uppskriftinni að hinum rómantíska
kvöldverði fyrir einn eða fleiri sem
ég ætla að leyfa lesendum að njóta
með mér. Að sjálfsögðu er ég búinn
að gefa réttinum nafn sem er „Þú
opnar Ora-dós og gæðin koma í ljós“
og samanstendur af nokkrum vel
völdum vörutegundum í niðursuðu-
dósum frá Ora. Uppistaðan í réttin-
um er Ora-saxbauti í dós og með
réttinum er upplagt að bera fram
grænar Ora-baunir í dós og Ora-
rauðkál í dós. Til að fyllsta sam-
ræmis sé gætt er gott að skola rétt-
inum niður með ísköldu Pepsí í
dós,“ sagði Vilhjálmur og hélt svo
áfram:
„Það var fyrir rúmlega ári að mér
var boðið i innflutningspartí hjá
vinum mínum, Ásdísi og Auðuni.
Ég varð töluvert seinn fyrir af því
ég hafði verið að keppa fyrr um
kvöldið, klukkan orðin tíu og allar
blóma- og bókabúðir lokaðar. Þar
sem ég kunni að sjálfsögðu ekki við
að koma tómhentur í veisluna lagði
ég hausinn i bleyti og innan
skamms var lausnin á þessum vand-
ræðum mínum fundin. Hvað gæti
verið yndislegra fyrir par sem er
nýflutt inn í sína fyrstu íbúð en að
fá að gjöf rómantískan kvöldverð
fyrir tvo sem það gæti notið í ró og
næði í nýju híbýlunum? Það varð
því úr að ég hraðaði mér í 10-11 og
festi kaup á Ora-saxbauta í dós,
grænum baunum í dós, rauðkáli í
dós og Pepsí í dós. Að svo búnu
hraðaði ég mér heim, límdi dósirn-
ar á spegil með kennaratyggjói og
pakkaði svo herlegheitunum inn í
sellófan. Þið getið rétt imyndað ykk-
ur gleðina hjá parinu þegar þau
tóku á móti gjöfinni. Þetta var nokk-
uð sem þau hafði alltaf dreymt um:
rómantískur kvöldverður fyrir tvo
og geymsluþolið allt að tvö ár.“
Rómantískur kvöldverður
Fyrir einn eða fleiri:
Ora-saxbauti í dós
Grænar Ora-baunir í dós
Ora-rauðkál í dós
Pepsí í dós
(Ef rómantíski kvöldverðurinn er
bara fyrir einn þá ætti að nægja að
fjárfesta í heildós af saxbauta, hálf-
dós af baunum, hálfdós af rauðkáli
og 33 cl Pepsídós. Ef eldað er fyrir
fleiri þarf fleiri dósir.)
Aðferð
„Fyrst er auðvitað að festa kaup á
hráefninu. En Ora-dósamatur er til
í flestum betri matvöruverslunum
þannig að ekki ætti að vera miklum
vandkvæðum bundið að nálgast
það. Það er heldur ekki vitlaust að
kaupa mikið i einu því að eins og
áður hefur komið fram er Ora-dósa-
matur sérlega geymsluþolinn og því
hentugt að eiga alltaf hráefni í
nokkra málsverði í eldhússkápnum.
Það skemmir heldur ekki fyrir að
dósimar fara sérlega vel í skáp og
geta jafnvel þjónað sem leikfóng fyr-
ir börn. Þegar hráefnið liggur fyrir
er hægt að hefjast handa við
matseldina. Fyrst er að opna dósirn-
ar og við það verk er heppilegast að
nota dósaopnara en ef hann er ekki
til staðar má notast við hníf (þess
ber þó að geta að það kostar tölu-
verð átök að opna dósirnar með
þeim hætti). Þegar búið er að opna
dósirnar er þeim einfaldlega skellt
beint á eldavélarhellurnar (til að
spara uppvask á potti) og kveikt
undir. Það tekur innihaldið ca tíu
mínútur að hitna, svo er rétturinn
tilbúinn. Langhagkvæmast er að
borða réttinn beint upp úr dósunum
en með því móti sparast uppvask á
mataráhöldum.“
„Ég ætla að skora á vin minn,
Össur Skarphéðinsson, formann
Samfylkingarinnar, sem ég er viss
um að lumar á gómsætum grænmet-
isrétti til að gleðja lesendur DV
með,“ sagði þessi ungi piparsveinn
að lokum.
Kókosbollur
Einfaldar og alltaf góðar á
kaffiborðið
250 g sykur
200 g smjörlíki
3egg
450 g hveiti
1 msk. lyftiduft
1 dl mjólk
100 g kókosmjöl
100 g suðusúkkulaði
börkur af einni appelsínu
Nýkaup
t’íir st’rn fvrskMkítin bvi'
Uppskriftirnar eru frá Nýkaupi þar sem
allt hráefni í þær fæst.
Hrærið vel saman sykur og
smjör, setjið egg út í eitt í einu og
skafið vel niður á milli. Blandið
þurrefnum saman, setjið mjólk út í
og svo þurrefni. Saxið súkkulaðið
og setjið út í ásamt kókos og berki.
Setjið í sprautupoka og sprautið á
plötu með bökunarpappír. Bakið við
180 gráður í 13-15 min. eftir stærð.
Ko m d u
Gódar
SkyrtukjóllTIE spring
sand.
Skyrtukjóll með
kvartermum og háum
klaufum í hliðum, ædaður
utanyfir buxur eða pils.
Kr. 2.990.
og skoðaðu tiibc
rorur á góðu ver
Soldier of Fortune
Ofbeldisfullur hasaleikur.
Þegar verkefnið er of
sóðalegt fyrir herinn ert
þú sendur til að leysa það.
Kr. 3.984
n Netið
visir.is