Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 2
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 2000 Sport i>v ísland 38 (15) - Makedónía 22 (10) 1-0, 2-0, 2-1, 6-1, 7-3, 11-3, 13-9, 14-9 (15-10), 15-11, 18-11, 20-13, 23-16, 25-18, 29-19, 35-20, 35-21, 36-21, 37-21, 38-22. Mörk fslands: Ólafur Stefánsson 12/2, Dagur Sigurðsson 9, Ragnar Ósk- arsson 6, Valgarð Thoroddsen 6, Róbert Sighvatsson 4, Daði Hafþórsson 1. Varin skoU Sebastian Alexandersson 6, Guðmundur Hrafnkelsson 10. Brottvísanir: 12 mínútur. Rauö spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Mörk Makedóníu: Kire Lazarov 15/4, Alexandar Zarkoy 2, Zlatko Dimitrovski 2, Igor Nikoioyski 1, Branko Angelovski 1, Iavn Markovski 1. Varin skot: Hodir Sandor 6, Pero Misoyski 3. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Maöur leiksins: Ólafur Stefánsson. Áhorfendur: 1500 Gœði leiks (1-10): 7. Dómarar (1-10): Garcia og Moreno frá Frakklandi (8). ^ Þorbjöm Jensson: Anægöur „Ég er mjög ánægður liðið í æfmgaferð til en munurmn var meiri en maður þorði nokkum tím- ann að vona. Þeir virtust gefast upp í lokin og þess vegna var munurinn kannski svona mikill. Við lögðum upp með það að taka frumkvæðið í byrjun og láta þá elta okkur allan leikinn. Þetta tókst mjög vel og viö lékum hörku- vörn, náðum hraðaupp- hlaupum og þetta sló þá einfaldlega út af laginu. Sóknarnýting var líka góð,“ sagði Þorbjörn Jens- son landsliðsþjálfari. Þorbjöm sagöi að visst bakslag hefði komið upp í fyrri leiknum þegar þeir tóku tvo úr umferð en því hefði verið svarað í síðari leiknum. Beöiö eftir drætti „Núna verðum við að bíða fram i miðjan júní en þá sjáum við hverjir and- stæðingar okkar verða í riðlinum á heimsmeist- aramótinu. Eftir það byrj- ar hinn hefðbundni undir- búningur. í september fer Þýskalands og leikur þar 8-10 leiki. Við ætlum að taka það stíft í ferðinni og það verður góð spilaæfing fyrir liðið. Síðan verður undirbúningur heima í byrjun janúar og síðan stórmót með þátttöku Frakka og Svía og íjóröa liðsins sem ekki er ákveð- ið enn hvert verður. Kjaminn í liðinu verður sá sem við vorum með 1 Makedóníuleikjunum en að sjálfsögðu verður einhverju bætt við. Eigum fullt af leikmönnum Ég reikna með Patreki Jóhannessyni aftur inn en hann lofaði góðu fyrir þessa leiki þegar hann meiddist. Spurningin er svo hvað verðum um Duranona og Gústaf en það er ljóst að við eigum fullt af leikmönnum. Þetta metum við 1 haust en það sem skiptir mestu er að liðið er komið á HM, þangað sem stefnt var. -JKS Daði Hafþórsson kom inn hópinn í síöari leiknum. Hann er hér ekki tekinn neinum vettlingatökum af Makedónfumönnum. DV-mynd Hilmar Pór Aö ofan: Dagur Sigurösson ógnar marki Makedóniumanna og nýtur viö þaö aöstoöar Róberts Sighvatssonar línumanns. Að neöan: Handboltaframtíðin björt og brosandi, skreytt íslensku fánalitunum. DV-myndir Hilmar Þór Makedóníumenn lagðir að velli í forkeppni HM í handknattleik: Farseðillinn til Frakklands íslenska landsliðið í handknattleik tryggði sér um helgina sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi með því að leggja Makedóníumenn að velli í tvígang í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrri leiknum lauk 25-26 en í seinni leiknum vannst 16 marka sigur, 38-22. Þessir tveir leikir voru eins og hvítt og svart. í fyrri leiknum lék liðið vel í fyrri hálfleik en í síðari háifleik datt botninn úr leik íslenska liðsins. Makedóníumenn gengu á lagið og söxuðu jafnt og þétt á forskotið og áður en yfir lauk skildi aðeins mark liðin. Það var því nokkur eftirvænting fyrir síöari leikinn því bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt enda mikið í húfl. íslenska liðið tók leikinn í sínar hendur frá fyrstu mínútu og lék út í gegn á köflum skínandi góðan leik. Leikgleðin og samheldnin var mikil í liðinu og nokkrir einstaklingar léku á als oddi. Þar fór fremstur í flokki Ólafur Stefánsson og er þetta tvímælalaust einn besti lands- leikur hans í langan tíma. Ólafur skoraði 12 mörk og var enn fremur sterkur í vöminni. Dagur Sigurðsson er mjög vaxandi um þessar mundir og er greinilega að nálgast sitt besta form. Makedóníumenn sprengdir Makedóníumenn tóku tO bragðs að taka þá félaga úr umferð í báðum leikjunum. Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari, var með svar uppi í erminni og leysti liðið vel þetta útspO Make- ^dóníumanna. Þegar íslenska liðið hafði náð 8-9 marka forskoti gáfust Makedóníumenn upp og bOið á miUi þjóðanna breikkaði jafnt og þétt. Hraðaupphlaupum var óspart beitt, nokkur glæsOeg mörk komu úr homunum þannig að Makedóníumenn voru hreinlega sprengdir. Sæti á HM í Frakklandi í janúar nk. var innOega fagnað í léikslok. Markmiðinu hafði verið náð en íslendingar voru síðast með á heimsmeistaramóti í Kumomoto 1997 þar sem liðið lenti í fímmta sæti. Eins og áður sagði voru Ólafur og Dagur mjög sterkir í seinni leiknum. Ragnar Óskarsson og Valgarð Thorodd- sen vom enn fremur góðir og engin spurning um að þama eru á ferð framtíðarmenn í landsliðinu. Róbert Sighvatsson skOar aUtaf sínu og er öryggið uppmálað. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.