Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 16
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 2000 Sport Karfan: Einar áfram í Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavík- ur hefur gengið frá samningi við Einar Einarsson um að hann haldi áfram þjálfun meistaraflokks karla næsta tímabil. Einar náði frábær- um árangri með liðið síðastliðið tímabil og fór alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir sterku liði KR, 3-1. „Mér líst vel á næsta vetur og er farinn að hlakka til átakanna sem hefjast í haust. Það er mikill hug- ur í okkur í Grindavik og við ætl- um okkur stóra hluti,“ sagði Ein- ar. Páll Axel er kominn aftur heim Páll Axel Vilbergsson hefur skrifað undir samning við Grinda- vík og er það mikill fengur fyrir liðið. Páll lék í fyrra með belgíska liðinu Fleron í 2. deildinni í Belgíu en kom heim áður en tímabilinu lauk. Nokkur lið höfðu áhuga á að fá Pál Axel og voru Borgnesingar þar fremstir í flokki en Páll ákvað að snúa heim. „Það er mikill hvalreki fyrir okkur að hafa fengið Pál Axel því þar er góður leikmaður á ferð. Ég lagði mikla áherslu á að samið yrði við hann og er því mjög sátt- ur við að fá hann inn í hópinn. Það sem okkur vantaði síðasta tímabil var einn skorari í viðbót til að fara alla leið. Það engin spuming að hann styrkir okkur verulega," sagði Einar við DV. Einar sagði að allt yrði gert til að halda í Brenton Birmingham en hann telur að líkumar séu ekki allt of góðar þar sem hann sé bú- inn að fá nokkur tilboð erlendis frá sem hann sé að skoða. -BG Tennis: Kuerten og Pierce sigruðu Brasiliumað- urinn Gustavo Kuerten sigr- aði í einliða- leik karla á opna franska meistaramót- inu í tennis í París. Þetta er í annað sinn sem hann fagn- ar sigri á þessu stórmóti, síð- ast varð það árið 1997. Kuerten mætti Svíanum Magnusi Normann og sigraði, 3-1. Hann vann fyrstu tvö settin, 6-2, 6-3, Svíann þriðja settið, 6-2, og Kuerten innsiglaði sigur sinn með því að vinna fjórða sett- ið, 7-6. Mary Pierce frá Bandaríkj- unum sigr- aði spænsku stúlkuna Chonchita Martinez úrslitum í kvennaflokki, 6-2, og 7-5. -JKS Handbolti: Danir sitja heima Forkeppni heimsmeistara- mótsins í handknattleik lauk um helgina og orðið ljóst hvaða þjóð- ir fengu lausu sætin, sem stóðu tO boða á næstu HM í Frakk- landi, auk íslands. Danir sitja eft- ir með sárt ennið en þeir töpuðu í Randers fyrir Júgóslövum, 19-24, en fyrri leiknum í Belgrad töpuðu þeir með fjögurra marka mun. Norðmenn slógu Ungverja út með tveggja marka sigri, 24-22, í æsispennandi leik í bænum Alta. Ungverjar unnu fyrri leikinn, 21-20, þannig að Norðmenn fara áfram á hagstæðara markahlut- falli. Úkraína komst áfram eftir sigur á Sviss, 29-22. Sviss vann fyrri leikinn á heimaveUi með þriggja marka mun. Þjóðverjar eru komnir áfram, sigruðu Pólverja, 27-20, í Lúbeck en Pólverjar unnu fyrri leikinn með einu marki. Portúgal sigraði Tékkland, 27-22, en Tékkar unnu fyrri leik- inn með þriggja marka mun. Báðar þessar þjóðir komast í úr- slitakeppnina en Asiuþjóð datt út og fékk Evrópa aukasæti. Úrslit úr neðri deildum ■ ■ 2. deild: HK-Léttir . 0-1 KVA-Selfoss . 1-3 Þór A.-Afturelding . . . 3-1 Leiknir R.-KÍB . 1-3 Víðir-KS . 0-1 Staða efstu liða: Þór 440 0 10-2 12 KÍB 440 0 10-3 12 Selfoss 4 3 0 1 12-4 9 KS 4 3 0 1 6-5 9 Afturelding 4 12 1 6-6 5 Víðir 4 11 2 3-5 4 3. deild A HSH-Þróttur V .5-0 Fjölnir-Njarðvík . . . . .0-1 Bruni-Baröaströnd . . .1-1 3. deild B ÍH -Reynir S . 0-0 Grótta-KFS . 1-6 Hamar/Ægir-Haukar . 2-2 3. deild C Nökkvi-Magni ..... . 2-2 Hvöt-Neisti H . 0-2 3. deild D Huginn/Höttur-Þróttur N. 2-4 Leiknir F.-Neisti D. . 0-1 Stórkostlegur ár* angur hjá Rúnari - vann keppni á bogahesti á heimbikarmóti í Ljubljana Rúnar Alexandersson náði stór- kostlegum árangri á heimsbikar- móti í fimleikum nú um helgina þegar hann vann gullverðlaun fyr- ir æfmgar á bogahesti. Rúnar hlaut 9.788 fyrir æfingar sínar en það er hæsta einkunn sem hann hefur fengið á bogahestinum á ferl- inum. Mótið var haldið í Ljubljana í Slóveníu og var níunda heimsbik- armótið í mótaröðinni 1999-2000. Aðeins eitt mót er eftir í mótaröð- inni þ.e. Ólympíuleikarnir í Sidn- ey. Rúnar var fyrstur eftir und- ankeppni i bogahestskeppninni með 9.675 í einkunn og rétt á hæla honum var Zoltan Supola frá Ung- verjalandi með einkunnina 9.575. Það var því mikO pressa á Rúnari, þegar í úrslitin var komið, að standa sig og halda sæti sínu. Það gerði Rúnar heldur betur og bætti sig um 0.113 í úrslitunum og stóð uppi sem sigurvegari dagsins. Annar varð Victor Cano frá Spáni, sem hlaut 9.763, og þriðji varð Zolt- an Supola með 9.650. Hæsta einkunn Rúnars á boga- hesti fyrir þetta mót var 9.737. Þá einkunn hlaut hann á heimsbikar- móti í Glasgow nú í aprO. Þá lenti hann í öðru sæti í úrslitum á boga- hesti. Rúnar stóð sig einnig frábærlega í keppni á tvíslá og varð annar í undankeppninni með einkunnina 9.525. í úrslitunum gerði hann einnig enn betur og hlaut 9.538 sem er hæsta einkunn sem Rúnar hefur hlotið á tvíslá. Það gaf honum 4-5 sæti ásamt Andrei Kravtsov frá Austurríki. Fyrir þetta mót var hæsta einkunn Rúnars á tvíslá 9.525. Hana hlaut hann í und- ankeppninni og á heimsbikarmóti í Stuttgart í mars siðastliðnum. Þessi árangur Rúnars gefur hon- um vænt- anlega aukið sjálfs- traust og er frábær meðbyr fyrir áframald- andi und- irbúning fyrir Rúnar Alexanders- son vann heimsbik- arkeppni á boga- hesti um helgina. Ólympiuleikana í haust og gefur íslendingum fuOa ástæðu til að bíða spenntir eftir þeim. -AIÞ Heimsbikar- mótaröðin 1999-2000 - árangur Rúnars Heimsbikarmótaröðin er boðsmót þar sem aðeins bestu fimleikamönn- um heims er boðin þátttaka. Rúnar hafði keppnisrétt á þremur áhöldum, bogahesti, tvislá og svifrá. 8 efstu menn á hverju áhaldi komast i úrslit. Á heimsmeistaramóti hafa allir keppnisrétt á öllum áhöldum og keppendur eru mun fleiri en á öðrum heimsbikarmótum. 1. Pusan-Korea 24. júni 1999 Rúnar var ekki meðal þátttakenda 2. Tianjin-Klna 6.-16. okt. 1999 Heimsmeistaramót. 46. sæti í saman- lagðri keppni með 53.712 stig. 3. Glasgow-Skotland 6.-7. nóv. 1999 7. sæti í úrslitum á bogahesti 4. Zúrich-Sviss 20.-21. nóv. 1999 Komst ekki i úrslit 5. Stuttgart-Þýskal. 26.-28. nóv. 1999 6. sæti í úrslitum á bogahesti 9.725 5. sæti í úrslitum á tvíslá 9.525 6. Montreux-Sviss 17.-19. mars 2000 5. sæti i úrslitum á bogahesti 9.550 7. Cottbus-Þýskal. 24.-26. mars 2000 6. sæti í úrslitum á tvíslá 9.450 8. Glasgow-Skotl. 14.-16. apríl 2000 2. sæti í úrslitum á bogahesti 9. Ljubljana-Slóvenía 10.-11. júni 2000 1. sæti i úrslitum á bogahesti 4-5. sæti í úrslitum á tvíslá íslandsmót í motokrossi í Eyjafirði: Þrenna hjá Viggó - í æsispennandi keppni þar sem nóg var af óhöppum Mikið um byltur A laugardaginn fór fram önnur um- ferð íslandsmótsins I motokrossi á hinum glæsilega Finns-Stadium í Eyjaflrði. Ragnar Ingi, sem leiddi íslandsmót- ið fyrir keppnina, hafði orðið svo óheppinn að meiða sig á fæti á æfmgu viku fyrir keppnina og gömul meiðsl á hné tóku sig upp aftur. Þrátt fyrir það var hann mættur til keppni og beit bara á jaxlinn en sjá mátti samt að hann þurfti að hlífa fætinum, sérstak- lega á hröðu, ósléttu köflunum. Hann var nú á nýju Husaberg-keppnishjóli, einu af fáum fjórgengishjólunum í keppninni. í fyrsta riðli náði Viggó strax afgerandi forystu í ræsingunni og bókstaflega stakk alla af. Þótt hann lenti í óhappi þegar tveir hringir voru eftir, og skemmdi hjólið þannig að hann gat ekki lengur skipt um gír, hafði það engin áhrif og hann vann fyrsta riðil hálfum hring á undan næsta manni. Annar varð Ragnar Ingi sem var svo óheppinn að lenda í kös hjóla í ræsingu sem duttu í brautinni og var því einhvers staðar í miðjum hópnum þegar haxm náði af stað aftur. Þrátt fyrir það náði hann að tína menn upp einh af öðrum þar til aðeins Viggó var eftir, en forysta hans var slík að hún var aldrei í hættu. Lenti ofan á keppanda Annar riðillinn var mest spennandi þar sem a Viggó og Ragnar Ingi fylgd- ust að allt til enda. Viggó hafði aftur sigur, þó aðeins sjónarmun á undan Ragnari Inga. Mestu uppákomurnar voru samt í síðasta riðlinum og nú voru það fjórir menn sem stungu aðra keppendur af, Ragnar, Viggó, Reynir og Þorvaldur. í byrjun riðilsins lenti Ragnari og Viggó saman í einni beygj- unni og þar sem Viggó var utar lenti hann utan brautar, Hann náði þó fljótt innáhana aftur og var nú fjórði og setti það mikla spennu i keppnina. Viggó dró fljótt á þá Reyni og Þorvald en forysta Ragnars Inga virt- ist örugg. Þá varð hann fyrir þvf óhappi að lenda ofan á hægfara keppanda eftir stökk af stóra pallinum og drapst þá á hjól- inu. Smástund tók að koma því í gang aftur og nú var staðan allt í einu þannig að Ragnar var áttundi og það voru Viggó og Reynir sem börðust um fyrsta sætið. Ragnar náði þó að vinna upp þann hálfa hring sem hann missti niður og nartaði í afturdekk- ið á KTMinu hans Viggós í enda- markinu. Nokkuð var um óhöpp í þessari keppni og mikið um byltur. Reynir var svo óheppinn í síðasta hring þriðja riðils að detta og rifbeins- brotna illa. Hann var fluttur á fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.