Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Hrun kolrmmnastofnsins og tekist á um helmings niðurskurð veiða: Afall fyrir utgerðina - hundruð milljóna fjárfestingar í nýjum og endurbættum skipa í húfi Hólmaborgin frá Eskifiröi Hundruö milljóna fjárfestingar Hggja í breytingum á nótaskipum vegna kolmunnaveiöa. Vélarafl hefur í sumum tilfellum veriö aukiö úr 2000-3000 hestöflum í 7000-8000 ha. Tuttugu og sex skip stunduðu veiöar á kolmunna á síðasta ári og veiddu samtals um 1,3 milljónir tonna. Undanfama daga hafa ríki sem aðild eiga að Norður-Atlants- hafs fiskveiðinefndinni fundað í Færeyjum um skiptingu kolmunnaveiða. Ekki hefur náðst samkomulag milli ríkjanna um heildarveiði úr stofninum. Ótti um hugsanlegt hrun kolmunnastofnsins er þó tal- inn knýja á um aðgerðir. íslenskir fiskifræðingar telja ekki ómögu- legt að ákveðið verði að draga stór- lega úr veiðum, eða um 700 þúsund tonn. Heildarveiði verði því miðuð við 600 þúsund tonn sem talið er eðlilegt veiðiþol stofnsins. Veiöar íslendinga flmmtán- faldaöar Árið 1997 veiddu íslendingar um 10.500 tonn af milljón tonna heild- arveiði kolmunna á norðanverðu Atlantshafi. íslendingar margföld- uðu sínar veiðar 1998 og náðu þá 65 þúsund tonnum samkvæmt heimildum Fiskistofu. Enn var aukið verulega við veiðamar á síð- asta ári og til þess notuð endur- bætt og fullkomnari nótaskip. Heildarveiði íslendinga á kolmunna í fyrra var því 160.425 tonn og höfðu því ríflega flmmtán- faldast á tveim árum. Það sem af er þessu ári voru íslensk skip búin um siðustu helgi að veiða 81 þús- und tonn. Heildaraflaverðmæti kolmunn- veiða íslendinga á síðasta ári nam 737 milljónum og 777 þúsund krón- um. Alls óvíst er hvemig skerðing á veiðunum kæmi til með að bitna á íslendingum sem veiddu í fyrra riflega 12 prósent af heildaraflan- um úr kolmunnastofninum. Mlklar ffárfestingar í húfl Ljóst er þó að helmingsminnkun kæmi talsvert við pyngju fjölda út- gerða sem fjárfest hafa grimmt í endumýjun nótaskipaflotans, m.a. með kolmunnaveiðar í huga. Að sögn Emils Thorarensen, útgerðar- stjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskigarð- ar, hefur verið farið út í hundruð milljóna fjárfestingar í skipum vegna kolmunnaveiðanna, m.a. í nýjum og öflugri vélbúnaði. Evr- ópuþjóðir hafa ætlað íslendingum um eitt prósent af heildarveiðun- um, en íslenskir útgerðarmenn hafa verið að von- ast eftir tuttugu prósentum. Ef helmingsskerðing yrði nú að vem- leika á okkar veið- um, þýddi það um 370 milljóna króna skell fyrir útgerð- Emll irnar á sama tíma Thorarensen og afurðaverð á -örvæntum uppsjávarfiski er í el<k' lágmarki og olíu- verð í sögulegu hámarki. „Menn em samt ekkert að örvænta," segir Emil Thorarensen og telur mikil- vægt að böndum verði komið á veiðamar. -HKr. Frönsk innrás á Grundar- fjörð PV, GRUNDARFIRDI:________ Franska skútan Belle Poule sem siglir frá Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi tU Reykjavíkur kom við í Grundarfirði í gærkvöldi. Var tekið á móti skipshöfninni með lúðrablæstri, kórsöng og flugelda- sýningu. Sveitarstjórinn, Björg Ágústs- dóttir, færði skipstjóranum sjókort af Gmndarfirði sem gert var eftir mælingum Frakka fyrr á öldum. MikUl mannfjöldi safnaðist saman á bryggjunni í sumarblíðunni. DVÓ/GK Franski skipherrann skælbrosandi viö hliö sveitarstjórans, Bjargar Ágústs- Skútan skriöur dóttur. Skútan franska á sundunum í gær. Sækjandinn í e-töflumálinu sem kennt er við Guðmund Inga Þóroddsson: Krefst 10 ára fangelsis yfir Guðmundi Inga - ég lít svo á að ég sé búinn að sanna allar sakargiftir í ákæru, sagði sækjandinn ÁkæruvEddið mun fara fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi Guðmund Inga Þóroddsson tU há- marksrefsingar - í 10 ára fangelsi - í e-töflumálinu þar sem hann aðal- lega og tíu aðstoðarmenn hans einnig em ákærðir fyrir innflutning, dreifingu og sölu á samtals 3850 e-töfl- um. Hér er um aö ræða mestu mögu- lega refsingu fyrir fíkniefnabrot. Ef dómurinn sam- þykkir kröfuna verður þetta Þóroddsson Þyngsta refsing fyr- 11 ir fíkniefnabrot sem nokkurn tíma hefur verið dæmd hér á landi. Siguröur GIsli Gislason, sækjandi af hálfu Lögregl- unnar í Reykjavík, sagði í sóknar- ræðu sinni fyrir dómi í gær aö hann rökstyddi kröfu sína m.a. með því að Kio Briggs hefði á síðasta ári verið dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir innflutning á 2031 e-töflu. Sami dómari og nú dæmir í máli Guð- mundar Inga Þóroddssonar dæmdi Briggs í 7 ára fangelsi fyrir næstum því helmingi minna magn. Brot Guðmundar Inga þykja auk þess mun alvarlegri en brot Briggs þar sem sá fyrr- nefndi skipulagði innflutninginn, sá um þaulskipulagða dreifíngu - þar sem hann kvaðst m.a. sjálfur hafa „verið forstjórinn" - og ekki síst það að meirihluti efnanna, þús- undir e-taflna, komst í umferð og var þar með neytt af tugum ef ekki hundruðum ungmenna. Hvernig „hann ætlaðl að verða ríkur“ í sóknarræðu sinni í gær taldi Sig- urður Gísli m.a. upp simtöl sem sækjandinn spilaði fyrir Guðmund Inga fyrir dómi fyrr í vikunni. Þar heyrðist Guðmundur Ingi meðal annars segja: „Ég læt alltaf aðra vera með þetta.“ Þar var greinilega um að ræöa umsýslu með e-töflum- ar sem fluttar voru inn til landsins. Guðmundur Ingi heyrðist einnig segja að hann væri að flytja inn mesta magn af e-töflum sem nokkum tímann hefði komið til ís- lands. í þriðja lagi nefndi Sigurður Gísli að Guðmundur Ingi hefði í símtölum nefnt að hann ræki ólög- lega innflutnings- og heildverslun - hann væri stjórnandinn. Guðmundur Ingi var því ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann var í viðskiptum sinum með e-töflur á seinni hluta síð- asta árs. Varðandi þessi símtöl vísaði sækjandinn í svör Guðmund- ar Inga um framangreind atriði - svörin voru á þá leið að sakborn- ingurinn, sem nefndi sjálfan sig gjaman forstjóra við aðra, kaus í þessum tilfellum að notfæra sér rétt sinn sem ákærður til aö svara ekki. Sækjandinn nefndi sérstakleg hvemig Guðmundur Ingi stjómaði innflutningnum, sölu, dreifingu, af- hendingum, sölukerfi og öðru sem viðkom umræddum e-töflum sem nú er ákært er fyrir. Lögreglan taldi og telur reyndar enn að Guð- mundur Ingi hafi flutt inn 7000-1000 e-töflur enda heyrðist hann nefna slíkar tölur í símtölum. „Hann lýsti því líka (í símtölum) hvemig hann ætlaði að verða ríkur af þessu,“ sagði Sigurður Gisli um aðalsakboming- inn. Sigurður Gísli sækj- andi vék síðan máli sínu sérstaklega að sönnunar- færslu gagnvart öllum þeim ellefu ungu mönn- um - frá 17 til 26 ára - sem ákærð- ir eru í málinu. Við svo búið sagði hann: „Ég lít svo á að ég sé búinn að sanna allar sakargiftir sem getið er um í ákæmnni. Varnarræðum verjenda ellefu- menninganna lýkur í dag. Verður málið þá tekið til dóms. Niður- staðna dómarans, Péturs Guðgeirs- sonar, er að líkindum að vænta inn- an þriggja vikna. ÍDÖMSAINUM \1 Ottar Sveinsson Vélbátaábyrgð í vanda Einar Oddur Kristjánsson, stjóm- arformaður Vélbáta- ábyrgðarfélags ís- firðinga, sagði í sam- tali við Ríkisútvarp- ið að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sín- ar eins og staðan er og vonaðist hann til að Sjóvá-Almenn- ar tæki að sér tryggingar smábáta fyr- ir félagið til áramóta, en á þriðja hundrað bátar eru tryggðir hjá félag- inu. Vélbátaábyrgðarfélagið er bundið af endurtryggingasamningum segir í frétt frá Samábyrgð íslands á fiski- skipum. Afsökunarbeiðni Geir Jón Þórisson, forseti Gídeonfé- lagsins, biðst velvirðingar á þeirri fullyrðingu sinni í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld að Kristnihátíöarnefnd hafi hafnað beiðni félagsins um að fá aðstöðu til að gefa Biblíuna og Nýja testamentið á Kristnihátíð á Þingvöll- um. Hann staðfestir orð Júlíusar Haf- stein, formanns nefndarinnar, um að nefhdin hafi samþykkt að veita félag- inu aðstöðu á Þingvöllum. RÚV grein- ir frá Norrænu seinkar Seinka varð fór ferjunnar Norrænu frá Seyðisfirði um sex klukkustundir vegna slæms veðurs á sjóleiðinni milli Færeyja og Danmerkur, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Kaup- menn hafa væntanlega verið ánægðir með þessa töf því bærinn var fullur af ferðamönnum. Mbl. greinir frá. Borgarstjóri syndir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun synda yfir nýupp- gerða Nauthólsvik- ina á morgun, 17. júní. Hún mun hins vegar ekki synda yfir til Kópavogs eins og margir túlk- uðu orð hennar þeg- ar hún lýsti yfir sundáformum sinum við upphaf framkvæmda í Nauthóls- víkinni. Óánægja með kvótakerfið Nærri 69% þjóðarinnar eru óánægð með kvótakerfið í sjávarútvegi og að- eins 14% eru ánægð, ef marka má nýja könnun Gallup um sjávarútvegsmál. í könnun fyrir tveim árum var svipuð nið- urstaða en þar kom fram heldur meiri munur. Þá voru 72% óánægð en 12% ánægð með kvótakerfið. Konur eru óánægðari með kvótakerfið en karlar og eftir því sem fólk er eldra því óá- nægðara er það með kerfið. Gæsluvarðhald framlengt Rúnar Bjarki Ríkharðsson, rúm- lega tvítugur maður sem grunaður er um að hafa valdið dauða Áslaug- ar Óladóttur, 19 ára ungrar stúlku í Keflavík í apríl hefur verið úr- skurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald til 15. júní. Lögreglan rannsakar enn dauða Áslaugar, en Jóhannes sagðist gera ráð fyrir því að rannsókninni muni ljúka á næstu vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.