Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 Fréttir !OV Áhrif tilkomu FÍB-trygginga á iðgjöld að fjara út: Aftur í gamla farið -- stefnir í að iðgjöldin verði jafnvel hærri en árin 1991-1995 Bílatryggingar 1991-2000 ** Aætlað verðskrií umfram verðbólgu frá aramótum - Lögboðnar ökutækjatryggingar *«r* Áætluð fyririiiiguð hækkun tryggingaféUganna þúsundir króna 91-95 Haust96 '97 '98 '99 Arsbyijun 3% 15% Hf-ilíir.riV^ld deðt mt» il: utækja. fillar imr,h.t(lir á wrtlati w,n' ?i»en 2000 hækkun hækkun lögjöld ökutækjatrygginga voru stöðug á árunum 1991 til 1995 en mikil lækkun varö á markaðnum í kjölfar innkomu FÍB-trygginga. Hækki tryggingafélögm, eins og bú- ist er við, iðgjöld sín á ökutækjatrygg- ingum um allt að 15% á næstunni verða iðgjöldin orðin hærri en þau hafa verið frá því sala FÍB-trygginga hófst haustið 1996. Ef notuð er sú reikningsaðferð að deila fjölda ailra ökutækja í landinu á hveijum tíma í heildariðgjöld allra tryggingafélaganna á hveiju ári má fmna hvert meðaliðgjaldið er. Á árun- um 1991 til 1995 var þetta meðaliðgjald nokkuð stöðugt, eða 35 til 36 þúsund krónur á verðlagi dagsins í dag. Haustið 1996 hófst sala FÍB-trygg- inga og fljótlega lækkaði meðaliðgjald- ið niður í 32.500 krónur enda lækkuðu ti'yggingafélögin sem fyrir voru á markaðnum iðgjöld sín. Á árinu 1997 var meðaliðgjaldið hins vegar komið niður í 26.300 og árið 1998 náði það lág- marki eða 24.600 krónum. Þá höfðu ið- gjöldin lækkað um allt að 32%. Á árinu 1999 hækkaði meðaliðgjaldið hins veg- ar að nýju og var 26.800 krónur. Iðgjaldiö stefnir í 38 þúsund Eins og kunnugt er hækkuðu trygg- ingafélögin iðgjöld sin um allt að 40% þann 1. júní í fyrra. Stærstur hluti hækkunarinnar var sagður vera vegna nýrra skaðabótalaga sem færðu bíleig- endum aukna tryggingavemd. Hag- stofan reiknaði raunhækkunina á um 11%. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefúr aflað sér má áætla að meðalið- gjaldið hafi staðið í um 32 þúsundum króna í byijun þessa árs. Kunnugir telja að tryggingafélögin hafi hækkað iðgjöld sín um u.þ.b. 3% umfram verð- lagsþróun frá því þá og að meðalið- gjaldið sé í dag um 33 þúsund krónur. Ef tryggingafélögin hækka iðgjöldin um 15% verður meðaliðgjaldið nálega 38 þúsund krónur, eða á bilinu 5,5 til 8,5% hærra en það var á árunum 1991 til 1995. Mikill tekjusamdráttur Rannsókn Samkeppnisráðs á vá- tryggingastarfsemi hefur nú staðið í allnokkra hríð og hefur lokum verks- ins ítrekað verið írestað en nú er sagt að niðurstöður muni liggja fyrir í haust. Meðal annars er til athugunar hvort tryggingafélögin hafl gerst brot- leg við lög með því að selja bílatrygg- ingar vísvitandi með halla í því skyni að bæla niður samkeppni. Þessi grein trygginga hefur verið rekin með um- talsverðum haila á næstliðnum árum enda skruppu heildariðgjöld saman úr 4.800 milljónum króna árið 1995 í 3.950 milljónir árið 1997. Báðar þessar tölur eru verðlagi ársins 1999 en þá námu heildariðgjöldin 4.300 milljónum króna. Þetta gerist þrátt fyrir mikla fjölgun bíla. Tryggingafélögin hafa undanfarið haft stóran hluta hagnaðar síns vegna fjármálastarfsemi, svo sem lánum til bílakaupa. Slík lán er veitt með þvi skilyrði að lántakandinn kaupi trygg- ingar hjá viðkomandi félagi. Einn við- mælandi DV sagði að miðað þá mynd sem tryggingarfélögin hafa dregið upp af rekstrarstöðunni væri miklu nær iyrir félögin að skilyrða bilaiánin við að lántakandinn tryggði bílinn hjá öðru félagi. Úthafskarfaveiðar: Torfan týndist DV, AKRANESI:_________ Samkvæmt upplýsingum frá út- hafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg datt veiði á úthafskarfa skyndilega niður í fyrrinótt. Kraftveiði hefur verið frá því að flotinn mætti aftur á miðin eftir sjómannadag. Allur flot- inn hefur haldið sig við landhelgislín- una síðan þá og virðist nú vera sem að sú torfa hafi hreinsast upp. Menn reikna nú með að botninn detti úr veiðinni næstu daga. Frysti- skip HB hafa nú fiskað um 4.000 tonn af úthafskarfa frá því um miðjan apr- íl og er kvóti þeirra nánast búinn. Þá er norsk-íslenska síldin farin að gefa sig. Víkingur og Óli í Sandgerði, skip HB hf., eru í norsk-íslensku síld- inni um þessar mundir. Víkingur fékk fyrsta farminn fyrir sjómanna- dag, u.þ.b. 1.200 tonn. Óli og Víkingur lönduðu síðan um síðustu helgi, tæp- um 1.100 tonnum hvor. Óli í Sand- gerði fyllti sig siðan aftur í nótt. Frá veiðisvæðinu er um 700 sjómílna sigl- ing til Akraness, eða tveggja sólar- hringa stím. Útlit er fyrir brælu á miðunum eins og er. -DVÓ Nafn fórnarlambs umferðarslyss Nafn unga mannsins sem lést 1 um- ferðarslysi á Akranesi á þriðjudags- kvöldið var Andri Már Guðmunds- son. Hann var 23 ára gamall og bú- settur á Akranesi. Andri Már lætur eftir sig unnustu og fósturson. -SMK -GAR Húnaþing: 166 teknir fýrir of hraðan akstur Lögreglan í Húnaþingi sektaði 166 manns iyrir of hraðan akstur á Norð- urlandsvegi um síðustu helgi og hvatti fleiri en 200 aðra ökumenn til þess að fara að reglum og aka varlega. „Við trúum því að við séum að koma í veg iyrir slys og óhöpp. Annars væri nú lít- É tilgangur með þessu, en við trúum þvi að það sé gagn af þessari vinnu okkar og með henni séum við að koma í veg iyrir mörg alvarleg umferðar- slys,“ sagði Kristján Þorbjömsson, yf- irlögregluþjónn á Blönduósi. Hann út- skýrði að ástæðan sé umferðarverk- efni sem lögreglan er með í sumar í samvinnu við Rauða kross deildimar á Skagaströnd, Hvammstanga og Blönduósi. „Við teljum að það sé árangur af þessu,“ sagði Kristján og bætti því við að yfirleitt verða fleiri óhöpp um um- DV-MYND MAGNÓ Hægt á ökuföntum Lögreglan í Húnaþingi vinnur nú aö sérstöku umferöar- verkefni þar sem ökumenn eru minntir á aö aka variega. ferðaþungar helgar en varð um þessa helgi, þegar aðeins einn útafakstur var tilkynntur til lögreglunnar á Blönduósi. Um 130 kíló- metrar af Norð- urlandsveginum liggja í gegnum svæði lögregl- unnar á Blöndu- ósi, sem nær frá Holtavörðuheið- inni norður yfir Vatnsskarð. Há- markshraði á þjóðveginum em 90 kílómetr- ar á klukkustund en lögreglan kærir þá sem mælast á og yfir 105 kílómetr- um á klukkustund. Lægsta sektin em 3000 krónur og fara þær svo stighækk- andi með auknum hraða ökumann- anna. „Við fáum ekki eina einustu krónu af þessum sektum þannig að það hefur ekki nein hvetjandi áhrif á þessa vinnu. Sektir em ekki tengdar við tekj- ur embættanna, þetta fer beint tii rík- isins eins og eðlUegt er, enda em lög- reglumenn hér aðeins að sinna sínu starfi og við viljum töluvert leggja á okkur til að þurfa ekki að vera blóðug- ir upp að öxlum í vinnu við slæm um- ferðarslys," sagði Kristján. Sá sem hraðast fór um helgina var á 143 km/klst. hraða en grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifúm áfengis. -SMK 16.6.2000 kl. 9.15 f* jDollar KAUP 76,310 SALA 76,700 SIlPund 115,500 L16.090 |*1 Kan. dollar 51,690 52,010 i | Dónsk kr. 9,7450 9,7980 §f=]Norskkr 8,8290 8,8780 ?!S Sœnsk kr. 8,7860 8,8350 HHFl. mark 12,2211 12,2946 Fra. franki 11,0775 11,1441 fTjBelg. franki 1,8013 1,8121 Sviss. franki 46,6000 46,8500 BHoII. gyllini 32,9733 33,1714 T Þýskt mark 37,1523 37,3755 P |h. líra 0,037530 0,037750 | : d : jAust. sch. 5,2807 5,3124 ' ~i Port. escudo 0,3624 0,3646 HSpá. pesoti 0,4367 0,4393 | e (Jap. yon 0,717600 0,721900 jírskt pund 92,263 92,818 SDR 101,610000102,220000 tlECU 72,6636 73,1002 caBBmaiuL Súid víöast hvar Suðaustan 5-10 m/s og þykknar upp sunnantil en bjartviðri norðanlands. Austan 10-15 m/s og fer aö rigna sunnanlands síðdegis. Fremur hæg austlæg átt í nótt og rigning eöa súld víðast hvar. Sólarlag í kvöld 00.02 00.51 Sólarupprás á morgun 02.55 01.34 Síódegisflóð 18.28 21.28 Árdeglsflóð á morgun 06.41 10.38 Skýríngar á vaöurtáknum )*'~.VIN0ATT 10«—Hm -10° ö ^WINDSTYRKUR V contr MEIOSKIRT 5 nietrum á sckiiwlu x 1 Ö Ö Ö Ö IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR PRUIWU- VEDUR SKAF- RENNINGUR Fært um fjallvegi Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins. Fært er oröið um ýmsa fjallvegi, svo sem á Arnarvatnsheiöi úr Miðfiröi, yfir Kjöl, i Flatéyjardal, í Herðubreiöarlindir, Dreka, Kverkfjöll og úr Skaftártungum í Eldgjá. verftur miglyst Hlýjast í innsveitum Fremur hæg austlæg átt og rigning með köflum framan af degi noröan- og austanlands en annars fremur hæg suölæg átt og skúrir eða dálítil súld með köflum. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. !V!á!!U4ÍagÍ!! Vindur: 10-15 m/m Hiti 5» tii 15° ÞilÖjUtiágt Hiti s° til is' Hæg norðlæg átt norðanlands og skúrlr á annesjum en hæg suðlæg átt sunnanlands. Hltl 7 tll 15 stig, hlýjast sunnanlands. Norðaustanstrekklngur og rignlng austanlands en annars mun hægarl vlndur og úrkomulítlð. Hltl 5 tll 15 stlg, hlýjast suðvestanlands. Fremur hæg norðlæg átt, vætusamt fyrir norðan en skýjað með köflum og þurrt aö kalla sunnanlands. iSL'- AKUREYRI heiðskirt 6 BERGSTAÐIR léttskýjað 5 BOLUNGARVÍK hálfskýjað 6 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 6 KEFLAVÍK skýjað 8 RAUFARHÖFN heiöskírt 6 REYKJAVlK skýjað 8 STÓRHÖFÐI alskýjað 8 BERGEN skúrir. 7 HELSINKI iéttskýjað 12 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 11 OSLÓ skýjað 12 STOKKHÓLMUR ii ÞÓRSHÖFN skýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR skúrir. 8 ALGARVE heiðskírt 24 AMSTERDAM skýjað 12 BARCELONA heiðskírt 21 BERLÍN skýjað 11 CHICAGO hálfskýjað 22; DUBLIN léttskýjað 13 HALIFAX þokumóða 14 FRANKFURT léttskýjað 13 HAMBÚRG skúrir 11 JAN MAYEN skýjað 0 LONDON mistur 15 LÚXEMBORG skýjað 13 MALLORCA heiöskírt 21 MONTREAL 20 NARSSARSSUAQ helðskírt 3 NEW YORK þokumóöa 19 ORLANDO skýjað 24 PARÍS skýjað 16 VÍN léttskýjaö 15 WASHINGTON alskýjað 21 WINNIPEG alskýjað 7 li’IK-W.IIIIHIl'Pa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.