Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Sleipnir á sér langa sögu verkfallsátaka: Sýður upp úr á fimm ára fresti Ekið á konu Þaö er einkennandi fyrir hörkuna í yfirstandandi verkfalli aö verkfallsvöröur á jeppabifreiö ók á konu þegar verk- fallsátök voru í algleymingi. Jón Trausti Reynisson blaöamaöur Fréttaljós flutningaverkamannasambandið og Alþýðusamband Islands stutt Sleipni í orði en enn sem komið er hefur það ekki farið út í teljandi aðgeröir. Óskar hefur kvartað undan því að bílstjórar og fyrirtæki forðist verkfall- ið með því að skrá bílstjðrana úr Sleipni og í önnur verkalýðsfélög sem ekki eru í verkfaili. Það má því velta upp þeim möguleika hvort ekki sé um að kenna lítilli félagsbundinni og stétt- arlegri samstöðu innan bílstjórastétt- arinnar að verkfóll Sleipnis dragast á langinn og hafa orð á sér fyrir hörku sem mörgum þykir ganga út í öfgar. Harðar ásakanir hafa gengið á miili samningsaðila og saka rútufyrirtæki verkfallsmenn um ólöglegar aðgerðir og persónulegar ofsóknir á meðan Sleipnismenn telja sig standa atvinnu- rekendur að gegndarlausum verkfails- brotum. Oft virðist sem kjarabaráttan hafi misst marks þegar byijað er að tala um persónulegar ofsóknir Sleipnis- manna á hendur einstaka fyrirtækjum Sitj'a heima Verkfallið hef- ur áhrif á þús- undir manna sem vegna vinnu eða ferðalaga þarfn- ast þjónustu verkfallsmanna Sleipnis og það má segja að margir í ná- grannasveitarfé- lögum Reykjavík- ur sitji bókstaf- lega heima og komist hvorki lönd né strönd vegna þess hve mikið þeir eiga strætisvagnaakstri Sleipnis- undir manna. Það er ljóst að verkfailið kemur verst niður á þeim sem búa í nágrenni höfúðborgarinnar og hafa hvað minnst fjárráð og engan bíl en þeir eiga marg- ir torvelt með að sækja vinnu sína. Mörgun kann að fmnast þetta sanna gildi einkabílsins en það er bæði fjár- hagslega og umhverfislega brýnt fýrir þjóðina að vægi almenningssam- gangna aukist á við bílafjölda. Auk þess er verkfallið alvarlegt fyr- ir ferðaþjónustuna og ekki síst ferða- langana sjáifa sem sjá sér þann kost nauðugan að nýta sér takmarkaðar og rándýrar ferðir leigubíla. Það er nauðsynlegt að komast að orsök verkfaUsins ef það á að leysa það en það má lengi bollaleggja um hvort hana má rekja til slæms skipulags verkalýðsmála eða óbilgimi samnings- aðila. Það gefur augaleið að báðir aðil- ar hljóta að vilja ljúka verkfailinu sem fyrst en líklega má rekja slæman ár- angur viðræðna til samskipta- og skilningsleysis deiluaðila. Hins vegar má gera sér í hugarlund að með hóg- væru og diplómatísku útspili beggja samningsaðila verði unnt að leysa Gordíonshnút Sleipnisverkfallsins. Sleipnismenn eiga að baki mörg og harðvítug verkfóll og það dylst eng- um að eitt slíkt er í blóma núna. Nú- verandi verkfall hófst á miðnætti að- faranótt fimmtudags og hefur ekki ver- ið síðra en hin fyrri. Ástæðan fyrir því að eitt verkalýðsfélag gerist jafh verk- fallshneigt og raunin er með Sleipni er torséð. Hvort þar er um að ræða sök atvinnurekenda eða launamanna, brotalama í verkalýðsfélagakerfmu eða hvort þetta er einfaldlega eðlileg kjarabarátta er ekki augljóst en það hefur sýnt sig að Bifreiðastjórafélagið Sleipnir fer oftar í verkfall en flest önn- ur verkalýðsfélög á landinu. Fundað um lögbann Óskar Stefáns- son og félagar hans í Sleipni hafa veriö boö- aöir nokkrum sinnum á fund sýslumanns vegna lögbanns- beiöni rútufyrir- tækja. lagt til að tekin væri upp vakta- vinna og því ekki lengur um yfir- vinnutíma að ræða. Hann sagði laun rútustjóra hrikalega lág og væru þeir því til- neyddir til verk- falls. Vopnlaus verkalýös- hreyfing Verkfallið ein- kenndist frá upp- hafi af mikilli hörku og verkfalls- verðir beita öllum ráðum til að hindra akstur meintra eða raunverulegra verkfalls- bijóta en í rauninni á sú harka rót sína í því að ekki er einhugur um hver megi keyra rútur í verkfallinu og hver ekki. Bílstjórar eiga sér ekki sjálfstæð og heilsteypt hagsmunasamtök sem gefur þann möguleika að þeir sem það kjósa skipti um verkalýðsfélag og haldi áfram akstri sínum fyrir fyrirtæki sitt þrátt fyrir verkfall. Óskar Stefánsson, formaður Sleipn- is, heldur því fram að öll vopn séu með þessu slegin úr höndum verkalýðs- hreyfmgarinnar og að verkfallsréttur- inn sé rofinn. Hann hefur biðlað til annarra verkalýðsfélaga að banna fé- lagsmönnum þeirra að ganga í störf Sleipnismanna og einnig hefúr hann óskað eftir samúðarverkfalli en án ár- angurs. Hins vegar hefúr Norræna Gaghkvæmt skilningsleysi Bifreiðastjórafélagið Sleipnir fór síð- ast í verkfall árið 1995 og fór þar mik- inn í verkfallsaðgerðum en sumum þóttu verkfallsverðir fara offari í að- gerðum sínum. Þar áður lögðu Sleipnismenn niður vinnu árið 1990 og spreyjuðu meðal annars úr spreybrúsum á rúður og hleyptu lofti úr dekkjum þeirra bif- reiða sem meintir verkfallsbrjótar keyrðu. Sem dæmi um hörkuna í átökunum hafa Sleipnismenn verið kærðir fyrir að aka á konu þegar þeir voru við verkfallsvörslu í núverandi verkfalli og hafa þeir verið ötulir við að stöðva rútur. Verkfallið hefúr nú staðið yfir í rúma viku og er ljóst að það fer að þrengja að báðum samningsaðilum. Samkvæmt heimildum DV frá Samtök- um atvinnulífsins krefiast Sleipnis- menn 50 prósenta launahækkunar en að því er einn samningamanna Sleipn- is fullyrti var um 90 þúsund króna byrjunarlaun að ræða og beri um 10 þúsund krónur á mánuði á milli í kröf- um Samtaka atvinnulifsins og Sleipnis þannig að ljóst er að nokkuð skortir á eðlilegan skilning samningaaðila. Talsmenn SA segja ómögulegt fyrir rútufyrirtækin að verða við kröfum Sleipnismanna enda hafi bensínhækk- anir, tryggingahækkanir og lækkun evrópskra gjaldmiðla tekið mikinn toll. Þá segja þeir grunninn að samning- unum milli SA og Sleipnis hafa verið lagðan þegar SA samdi við VMSÍ fyrr á árinu og því væri óhæfa að semja um mun meiri laun fyrir Sleipnismenn fyrir það er SA-menn sögðu sömu vinnu. Sleipnismenn halda því hins vegar fram að ekki sé um sömu vinnu að ræða þar sem allir innan Sleipnis séu langferðabílsstjórar og því starfi fylgi meiri ábyrgð en í mörgum öðrum störfum, fyrir utan þá miklu yfirvinnu sem rútubflstjórar verða að vinna. I samtali við einn samningamanna Sleipnis kom fram að raunveruleg launahækkun í tillögum þeirra væri í raun réttri hverfandi þar sem þeir hafi Fundað um lögbann Óskar Stefánsson og félagar hans í Sleipni hafa veriö boöaöir nokkrum sinn- um á fund sýslumanns vegna lögbannsbeiöni rútufýrirtækja. Spreyjað a ruðu Verkfallsveröir Sleipnis hafa veriö uppátektarsamir í verkföllum síöustu ára og þá munaöi ekki um aö úöa á framrúöu verkfallsbrjóts áriö 1990. en nú þegar hafa 5 fyrirtæki fengið lögbannsúrskurð á aðgerðir Sleipn- is og það er lýsandi fyrir þá gjá sem er á milli samningsaðila að báðir telja sig í fuflum rétti, bíl- stjóramir og verkfallsverðim- Umsjón: Reytiir Trausta&on netfang: sandkorn@ff.is Úrbeinaður fiskur Þeir voru ófáir tengdir sjávarútvegi sem svitnuðu og kólnuðu þegar ís- landsmótið í hand- flökun var sett um : sjómannadagshelg- ina. Þar steig Árni Mathiesen sjávarúvegsráð- herra á stokk og hældi þeim hetjum sem taka við fiski og meðhöndla eft- ir að á land er komið. Mótið var að mati ráðherrans mikilvægt í þeim skilningi að gefa almenningi innsýn í þessi störf. Menn voru æði kindar- legir þegar ráðherrann, sem er lærð- ur dýralæknir, sagði Islandsmótið í „slægingu" sett. Það var þó af mörg- um talið skiljanlegt þó ráðherrann þekkti ekkert til flökunar sem á ein- göngu við um fisk. Slæging er aftur kunnuglegri þar sem hægt er grípa til þess við landdýr. Nú bíða menn þess að tekin verði upp keppni í að beinhreinsa fisk. Ráðherrann væri fenginn til að starta og þá væri að sjálfsögðu um að ræða íslandsmót í að úrbeina fisk... Horft í austur Miklar vanga- veltur eru um það hver verði i fram- boði hvar í nýju landslagi breyttra kjördæma. Reikn- að hefur verið með að sá galdni 6 vetra foli Páll Pétursson láti að vilja forystu sinnar og hætti á Alþingi eftir kjörtímabilið. Nú heyr- ist innan úr röðum Páls að hann sé hinn staðasti og hyggi á áframhald- andi framboð. Þar sem ekki er reiknað með að Framsókn fái nema tvo þingmenn sjá sumir sína sæng uppreidda. Þannig mun Kristinn H. Gunnarsson horfa til austurs í Norðausturkjördæmi. Hann á þar hálfgerðar rætur því heitkona hans ku vera einn framámanna Fram- sóknar á Norðurlandi eystra... Sighvatur tvístígandi Talið hefur verið víst að Vestfiarða- goöinn Sighvatur Björgvinsson muni hætta á þingi eftir kjörtímabilið. I Sem viðskiptaráð- herra skipaði hann Steingrím Her- mannsson sem seðlabankastjóra og hann á því greiða inni hjá Framsókn. Róleg- heit Sighvats framan af þinghaldi þóttu benda til að þarna færi mað- ur á útleið. En nú er komið annað hljóö í strokkinn og hörð fram- ganga Sighvats á síðustu dögum þingsins þótti benda til að illa gengi að innheimta loforðið og hann væri genginn í endurnýjaða pólitíska lifdaga. Þá lyftist heldur brúnin á Vestfirðingum þegar hann birtist í vikunni heima í hér- aði ásamt Össuri Skarphéðins- syni, formanni sínum... Engin tilviljun Það þykir engin tilviljun að Þórð- ur Magnússon , einn hákarlanna hjá Eimskip, hefur nú yfirgefið skút- una til að sinna stjórnarfor- mennsku í Gild- ingu. Brotthvarf1 hans er talið vera sterk vísbending um að sá gróni forstjóri Hörður Sigurgestsson sé á forum eftir far- sælt starf frá 1979 og nýr maður væntanlegur innan örfárra mán- aða. Þar ber oftar en ekki á góma nafn Benedikts Jóhannessonar, forstjóra Talnakönnunar og frænda Benedikts Sveinssonar, stjórnar- formanns Eimskips og Sjóvár, svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Einn innanhússmaður er nefndur sem verðugur arftaki en það er Frið- rik Jóhannsson, framkvæmdar- stjóri Burðaráss...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.