Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Eiísabet Englandsdrottning Drottningin vaknaöi viö skothríö í lest sinni. Lífvörður hleypti af skotum nokkrum metrum frá drottningu Lífvörður Elísabetar Englands- drottningar, sem ferðaðist með henni um borð í lest konungsíjöl- skyldunnar, hleypti af, fyrir mistök, tveimur skotum aðeins nokkrum metrum frá þeim stað þar sem drottningin og eiginmaður hennar, Filippus prins, sváfu. Hvorki drottninguna né eiginmann hennar sakaði. Talsmaður lögreglunnar tjáði fréttamönnum að lífvörðurinn hefði hleypt af skotum fyrir mistök rétt eftir dögun í gærmorgun er lest drottningar var á leið til Cardiff í Wales. Lífvörðurinn mun ekki hafa verið í sama vagni og drottningin og eiginmaður hennar. Hjónin hafa hvort um sig stofu um borð í kon- unglegu lestinni. Sjálfstæðisviðræður Færeyinga og Dana í uppnámi: Bilið breiðara en nokkru sinni Samningaviðræður færeysku landstjómarinnar við dönsk stjórn- völd um sjálfstæði Færeyja eru við það að leysast. Færeyska sendi- nefndin fór tómhent úr danska for- sætisráðuneytinu seint í gærkvöld, eftir þriðju samningalotuna. Bilið milli Dana og Færeyinga er nú breiðara en nokkru sinni, að sögn danska blaðsins Politiken í morgun. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hafnaði til- lögu færeysku landstjómarinnar um að Færeyingar endurgreiði Dön- um beinan fjárstuðning þeirra i ell- efu ár ef olía finnst á færeysku land- grunni á næstu fimmtán árum. Danski forsætisráðherrann heldur hins vegar fast í að fjárhagsaðstoðin leggist af eftir fjögurra ára aðlögun- artíma fái eyjarnar sjálfstæði. „Ríkisstjóminni fannst þetta ekki rétt. Við lítum á þetta sem aðra að- ferð við að fá fimmtán ára aðlögun- artíma. Við eigum ekki að blanda olíu í sambandið milli Danmerkur og færeyska ríkisins,“ sagði Nyrup á fundi með fréttamönnum eftir fundahöldin í gær. Danska stjómin hafnaði einnig annarri tillögu frá færeysku stjórn- málamönnunum um að embættis- mannanefnd legði mat á hversu langur aðlögunartíminn þyrfti að vera. Anflnn KaUsberg, lögmaður Fær- eyja, var greinilega vonsvikinn eftir fundinn. Hann varð að viðurkenna að samningaviðræðurnar um aðlög- unartímann væru komnar í harðan hnút. „Ég er mjög skúffaðir yfir fram- vindu mála. Við höfum beðið um að fundinn yrði grundvöllur sem við getum gert efnahagslegan samning út frá en danska stjórnin hefur ekki áhuga á alvöru samningaviðræð- um,“ sagði Kallsberg við frétta- menn. Lögmaðurinn sagði að Færeying- ar hefðu rætt um að kalla til þriðja aðila til að miðla málum, hugsan- lega Sameinuðu þjóðimar. Dönsk stjórnvöld hafa hins vegar þegar hafnað öllu slíku. Danir og Færeyingar eru sam- mála um að halda áfram viöræðum sínum að loknu sumarleyfi. Andar köldu milli frændanna Anfmn Kallsberg, lögmaöur Færeyja, og Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráö- herra Danmerkur, eru engu næreftir viöræður gærdagsins. Yasser Arafat Palestínuleiötoginn segir forsætisráöherra ísraels ekki sýna vilja til samvinnu. Arafat ræðst á Barak eftir fund með Clinton Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, sakaði í gær Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, um skort á sam- vinnu í friðarferlinu í Miðaustur- löndum. Bað Arafat Bill Clinton Bandaríkjaforseta um að miðla mál- um. Arafat ræddi við Clinton í þrjár klukkustundir í Washington í gær, tvöfalt lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Að loknum fundinum sagði Arafat við fréttamenn að við- ræðurnar hefðu verið árangursrík- ar. Hann sakaði hins vegar Barak um skort á vilja til samvinnu. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ákvað í gær að fara til Miðausturlanda í þriðja sinn í þessum mánuði. Ætlar Al- bright að kanna hvort Arafat og Barak séu reiðubúnir til leiðtogafundar í Bandaríkjunum. RAÐAUGLÝSINGAR 550 5000 Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna íslandsbanka Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna (slandsbanka verður haldinn fimmtudaginn, 29. júní nk., kl. 17.00, á 5. hæð (Hólum) á Kirkjusandi. Dagskrá: A Skýrsla stjórnar B Ársreikningar kynntir C Skýrsla um tryggingafræðilega úttekt kynnt D Fjárfestingastefna kynnt E Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins kynnt F Önnur mál Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna íslandsbanka Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Skeifan Faxafen Hverfisgata 64 og út Laugarásvegur Sunnuvegur Upplýsingar í síma 550 5000 Svæðisskrifstofa malefna fatlaðra á Reykjanesi ÞROSKAÞJÁLFAR OG ÓFAGLÆRT STARFSFÓLK! Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða starfsfólk að nýju sambýli fyrir fatlaða við SIGURHÆÐ í GARÐABÆ. Nýtt starfsfólk mun taka þátt í framsæknu þróunarstarfi við mótun þjónustunnar og mæta spennandi áskorunum í starfi. Óskað er eftir þroskaþjálfum og fólki með aðra menntun á sviði uppeldis- og félagsvísinda. Einnig er óskað eftir ófagiærðu starfsfólki í stuðnings- fulltrúastöður. Um er að ræða 50-100% störf f vaktavinnu. Nýju starfsfólki er veitt vönduð þjálfun og fræðsla. Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og heimasíðu Svæðisskrifstofu; <http://www.smfr.is/> http://www.smfr.is Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5641822 á skrifstofutíma. - att-1.htm - header.htm jyHg, Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrír veiðimenn, gisting, golfvörur, heiisa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir I Skoöaðu smáuglýsingarnar á vfalivli rsx^ 550 5000 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboði í: Lyftur fyrir fatlaða. Helstu magntölur eru: Þrjár lyftur fyrir fatlaða, í Laugardalslaug, Breiðholtsslaug og Sundlaug Vesturbæjar. Verklok 14. ágúst nk. Útboösgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 19. júni nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 29. júní 2000, kl. 11.00, á sama stað. BGD 98/0 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Borholuhús RG-11, -15, -17 og -35“. Verkið felst í að forsmíða 4 borholuhús, setja þau uþp og ganga að fullu frá þeim á hverjum stað. Helstu magntölur eru: Krossviðarklæöning: 370 m2 Útigifsklæðning: 300 m2 Slétt, ryðfrí málmklæðning: 300 m2 Pappaiögn á þök: 120 m2 LoftPlásarar: 4stk. Afhendingartími húsannaer: 15. september 2000,1. júní 2001,1. ágúst 2001 og 1. júní 2002. Útboösgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. ski- latryggingu. Opnun tilboða: 29. júní 2000, kl. 14.00, á sama stað. OVR 99/0 Mundu X afsláttinn þegar þú greiöir með korti Skoðaðu smáuglýsingarnar á vislhis 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.