Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 PV________________________________________________________________ Utlönd Samningar í farteskinu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur frá Þýska- landi í dag vongóð- ur um að hafa náð samkomulagi við Þjóðverja um skuld- breytingar og við- skiptasamninga. Pútín notáði tækifærið í Þýska- landsheimsókninni til að vara við stækkun NATO í austur. Hvarf diska rannsakað Bandarísk yflrvöld reyna nú að komast til botns í hvarfi harðra diska með kjamorkuleyndarmálum frá kjamorkustöðinni Los Alamos. Þingmenn segja uppskriftir sínar og bókasöfn virðast öruggari. Keisaraynja veik Dowager Nagako, fyrrverandi keisaraynja Japans, missti meðvit- und í morgun. Keisaraynjan, sem er ekkja Hirohitos, er 97 ára. Eðalvín og kálfakjöt Jóhannes Páll páfi bauð í gær 200 heimilislausum Rómverjum til veislu. Gæddu gestirnir sér á eð- alvíni og kálfakjöti á meðan þeir hlustuðu á ræðu páfa. Sagði páfi vilja láta gestina vita að þeir byggju í hjarta hans. í vetur lést heimilis- laus kona úr kulda í nokkur hund- ruð metra fjarlægð frá Péturskirkj- unni. Sjóræningjageisladiskar Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði í gær húsleit hjá mönnum sem grunaðir eru um að hafa flutt inn 13 tonn af sjóræningjageisladiskum. Kim hamingjusamur Forseti S-Kóreu, Kim Dae-Jung, var greinilega ham- ingjusamur þegar hann kom til Seoul i gær eftir þriggja daga fund með Kim Jong-Ii, leiðtoga N- Kóreu. Sagði hann nýjan dag hafa runnið upp og að stefnt yrði að sameiningu. Bardot dæmd í sekt Kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot hefur verið dæmd í 250 þús- und króna sekt vegna ummæla í garð útlendinga. í bók, sem Bardot gaf út i fyrra, segir hún Frakkland yfirfullt af útlendingum, einkum múslímum. Grikkjakóngur vill bætur Konstantín, fyrr- verandi konungur Grikklands, fer nú fram á bætur fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu vegna töku eigna hans, að því er aðstoð- arutanríkisráð- herra Grikklands sagði í gær. Sagðist ráðherrann undrast að konungur skyldi tjá fjölmiölum að málið snerist um að hann vildi geta komist heim til húsa sinna og heimsækja grafir foreldra sinna. Skógareldar í Colorado Yfir 50 heimili og aðrar byggingar hafa eyðilagst í skógareldum í Colorado í Bandaríkjunum sem herjað hafa í fjóra daga. Vuc Draskovic liföi af skotárás í sumarhúsi Serbneski stjómarandstöðuleið- toginn Vuck Draskovic nýtur nú lögregluverndar eftir að hafa verið skotinn i höfuðið af óþekktum árás- armönnum í sumarhúsi í strand- bænum Budva í Svartfjallalandi í gærkvöld. Talsmaður flokks Dra- skovic sagði hann hafa verið fluttan á sjúkrahús í strandbænum Kotor en hann hefði nú verið útskrifaður. Heimildarmaður Reuter-frétta- stofunnar segir að Draskovic hafi særst á enni og öðru eyranu. Hann hafi hins vegar verið með fullri meðvitund eftir árásina og getað gert lögreglunni grein fyrir atburða- rásinni. Samkvæmt heimildar- manninum tókst Draskovic að fela sig í íbúðinni eftir að fyrsta skotinu hafði verið hleypt af. Ráðgjafi Draskovic greindi frá því að mörgum skotum hefði verið skotið á húsið sem er í eigu fjöl- skyldu eiginkonu Draskovics, Danicu. Húsið mun vera þakið Vuc Draskovic Stjórnarandstæöingnum var sýnt banatilræói í strandbænum Budva í Svartfjailalandi í gærkvöld. kúlnagötum eftir árásina I gærkvöld. Það er mat flokks stjórnarand- stæðingsins að um enn eitt banatil- ræðið gegn Draskovic sé að ræða. í október í fyrra var stórum vörubíl ekið á bílalest sem Draskovic var í. Fjórir flokksfélaga hans létu lífið en sjálfur slapp hann með meiðsl. Öku- maður vörubílsins flýði af staðnum. Draskovic sakaði stjórn Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta um að stemda á bak við áreksturinn og nefndi hann sem dæmi um hryðju- verk ríkisins. Draskovic sakaði einnig lögregluna um að hafa slegiö slöku við rannsókn málsins. Draskovic hefur staðið fyrir fjölda mótmæla gegn yfirvöldum í Belgrad. Hann hefur hvatt til af- sagnar stjórnarinnar. Stöðug gagn- rýni hans á stjórnvöld hefur leitt til þess að hann er litinn hornauga. Draskovic og Danica hafa bæði verið beitt ofbeldi vegna mótmæla. Prinsinn lyktar af kaffinu Karl Bretaprins teygir fram áikuna til aö lykta af krukku sem notuö er viö kaffimölun. Sá sem heldur á krukkunni, maöurinn í gula kirtlinum, er enginn annar en Khalid Al-Faisal Al-Saud, prins úr Sádi-Arabíu. Tilefni þessa alls var opn- un sýningar í London á listaverkum eftir prinsana tvo. Sýningin er samvinnuverkefni Bretlands og Sádi-Arabíu. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna: Of margir dauðadæmdir með lélega lögfræðinga Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að of margir sakbomingar í málum þar sem dauðarefsing liggur við hefðu óhæfa lögmenn. „Ekki ætti að ákæra fólk fyrir glæp þar sem dauðarefsing liggur við fyrr en það fær lögmann sem getur annast það á sómasamlegan hátt,“ sagði Reno á fundi með frétta- mönnum i dómsmálaráðuneytinu. Þar með blandaði ráðherrann sér í vaxandi umræður um dauðarefsing- ar í Bandaríkjunum að undanfornu. Reno lét orð sín falla aðeins þremur dögum eftir útkomu harð- orðrar skýrslu um dauðarefsingar þar sem segir að kerfið sé að hruni komið vegna mistaka sem hafi ver- ið gerð. Aftökumeistarinn George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, þar sem 3 fangar hafa veriö teknir af lífi í þessari viku einni. Kastljósinu hefur verið beint að dauðarefsingum í siauknum mæli vegna forsetaframboðs Georges W. Bush, ríkisstjóra í Texas, sem hefur heimilað 133 aftökur frá því hann tók við embætti í janúar 1995. Þessa dagana beinast augu heims- ins enn að Bush því í næstu viku er ráðgert að taka af lífi blökkumann sem var aðeins 17 ára þegar hann framdi glæp sinn. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational hafa skorað á Bill Clinton forseta að koma í veg fyrir aftökuna. Amnesty segir að Bandaríkin séu í fararbroddi fárra ríkja sem enn hunsi alþjóðalög um að taka ekki af lífi þá sem voru ekki orðnir 18 ára þegar glæpurinn var framinn. Blöðin standa sig Dagblöö standa sig betur en sjón- varpsfréttir í samkeppni viö Netiö. Sjónvarp tapar á meiri netnotkun Sífellt færri áhorfendur fylgjast með fréttatímum sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum eftir því sem fleiri leita sér frétta á Netinu, að því er fram kemur í nýrri rannsókn á fjöl- miðlanotkun vestra. Á sama tíma og tala má um hrun áhorfs á sjónvarpsfréttir hefur les- endum dagblaðanna aðeins fækkað lítillega. Á þessu ári sögðust aðeins 50 pró- sent aðspurðra hafa horft á aðal- fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Árið 1998 voru það 59 prósent, 65 prósent 1995 og 71 prósent árið 1987. Fullorðnum sem segjast lesa dag- blað reglulega fækkar úr 68 prósent- um í 63 prósent aðspurðra. Sífellt fleiri leita frétta á Netinu, um það bil þriðjungur fuilorðinna og 46 prósent þeirra sem eru yngri en þrítugir. Fyrir tveimur árum sögðust 35 prósent netverja horfa reglulega á sjónvarpsfréttir en núna aðeins 26 prósent aðspurðra. Vladimir Pútín: Óþarfi að hand- taka Gúsinskí Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, gagnrýndi í gær handtöku fjölmiðlakóngsins Vladimirs Gúsin- skls sem á óháða sjónvarpsstöð og aðra stóra fjölmiðla í Rússlandi. Sagði Pútín að nóg hefði verið að yf- irheyra fjölmiölakónginn hjá rlkis- saksóknara. Gúsinskí er grunaður um aðild að hundraða milljóna króna svindli. Handtaka Gúsinskís hefur valdið mikilli ólgu í Rússlandi og nú hafa í fyrsta sinn flestir fjármálafurstar landsins tekið höndum saman og lýst því yfir að handtakan sé hættu- leg þróun. Samstaða fjármálafurstanna, sem oftast deila sín á milli, þykir hins vegar hættuleg fyrir Pútín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.