Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Skoðun Hundalógík og byggðamál Ég get því miður ekki glaðst með gömlum sveitungum minum norður á Sauðárkróki að nú skuli stefnt að því að flytja Byggðastofn- un í heilu lagi í mitt gamla heima- hérað. Og eitthvað segir mér að nokkrir gamlir vinir á Krókmnn séu sama sinnis og ég. Tillaga stjórnar Byggðastofnun- ar um að ílytja stofnunina á Krók- inn er og verður ekki annað en pólitískur leikaraskapur nokk- urra stjórnmálamanna sem þegar eru farnir að huga að næstu al- þingiskosningum þar sem til verða ný og stærri kjördæmi. Endanleg ákvörðun um flutning- inn hefur ekki verið tekin en það kæmi á óvart ef Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra tæki fram fyrir hendur stjórn- ar Byggðastofnunar í þessum efnum, enda hef- ur ráðherrann lýst yfir stuðningi sínum. Þrátt fyrir það ætlar Valgerð- ur að láta fara fram hag- kvæmnisathugun „hlut- lausra aðila“ á flutningi stofnunarinnar. „ Hagkvæmnisrök" Kristinn H. Gunnars- son, samflokksmaður ráðherrans og formaður Byggðastofhunar, er hins vegar ekki í nokkrum vafa um hag- kvæmnina að hafa stofn- unina á æskuslóðum mínum. Árið 1997 var ákveðið að flytja þróun- arsvið Byggðastofnunar á Krókinn, en þá sat Eg- ill Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í formannssæti. Ekki minnist ég þess að þá hafi menn verið upp- teknir af hagkvæmni. En þróunarsviðið var Ég get því flutt norður og sú stað- reynd virðist vera ein helsta röksemd fyrir því að hagkvæmt sé að flytja stofnun- ina alla. í samtali við Morgun- blaðið 7. júní síðastliðinn sagði Kristinn H. Gunnarsson eðlilegt að stofnunin starfaði út á landi og færði eftirfarandi rök fyrir flutn- ingnum: „Hagkvæmnisrök mæla með því að starfsemin verði þá færð þangað sem fyrir er þriðj- ungur hennar. Má ætla að við það sparist fé í rekstri i heildina.“ Vonandi verður mér það virt til betri vegar þó ég eigi erfitt með að skilja hundalógík af þessu tagi. Ekki svo að skilja að rökhyggja Kristins H. Gunnarssonar sé eitt- hvað verri en margra annarra stjómmálamanna sem hafa vanið sig á að vera góðir fyrir annarra manna peninga. Hæfileikinn til að fara frjálslega með sameiginlega fjármuni landsmanna hefur hald- ið mörgum stjórnmálamanninum á lífi og á árum áður urðu menn jafnvel forsætisráðherrar vegna þessara gáfu. Ryksugur Alþingis Hugmyndin um að flytja Byggðastofnun til Sauðárkróks vegna þess að þar fer þegar fram hluti af starfsemi stofnunarinnar, er þó ekki það sem veldur mér mestum áhyggjum. (Ég ætla ekki að reyna að sinni að benda á tilgangsleysi Byggðastofnunar). Sú staðreynd að enn á ný skuli það vera orðið hluti af eins konar byggðastefnu að flytja ríkisstofn- anir út á land til að treysta byggð- ina og atvinnulífið vekur ugg. Það hefur verið gæfa landsbyggðar- innar að þar hefur ekki byggst upp umfangsmikið bákn ríkisfyr- irtækja og -stofnana lfkt og á höf- uðborgarsvæðinu. Ógæfa dreifbýl- isins hefur hins vegar verið sá sogkraftur fjármagns sem ryksug- ur Alþingis hafa búið yfir og stöðugt aukið á undanfórnum ára- tugum. Sá sogkraftur hefur ekki síst orðiö til vegna óeðlilegrar út- þenslu ríkisins og sóunar á opin- berum fjármunum. En í stað þess að draga úr sogkraftinum og koma raunverulegum böndum á sóun og þenslu eru höfð enda- skipti á hlutunum; flytja á ríkis- stofnanir út á land. Þannig verður landsbyggðin enn háðari duttl- ungum stjórnmálamanna, sem ekki aðeins ákveða hversu stóran (eða lítinn) hluta erfiðisins fólk fær að njóta í friði fyrir skatt- heimtumanninum, heldur hafa einnig með beinum hætti áhrif á atvinnuástand i einstökum byggð- um með ákvörðun um fjárveiting- ar og fjölda ríkisstarfsmanna. Og Tillaga stjórnar Byggdastofnunar um að flytja stofnunina á Krókinn er og verður ekki annað en pólitísk- ur leikaraskapur nokk- urra stjórnmálamanna sem þegar eru farnir að huga að nœstu alþing- iskosningum þar sem til verða ný og stœrri kjördæmi. Ríkisstofnun á Krókinn miður ekki glaöst með gömlum sveitungum mínum norður á Sauöárkróki að nú að því að flytja Byggðastofnun í heilu lagi í mitt gamla heimahérað. sveitarstjórnarmenn taka ríkis- stofnunum fagnandi sem þó eru ein af ástæðum fyrir erfiðleikum landsbyggðarinnar. Gjaldþrot byggðastefn- unnar Hugmyndir um flutning ríkis- stofnana út á land lýsir ekki að- eins gjaldþroti byggðastefnu und- anfarinna áratuga sem allir stjórnmálaflokkar hafa tekið þátt i að móta, heldur ekki siður ráða- leysi og uppgjöf stjómmálamanna gagnvart þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin. Ég hef áður reynt að benda á að hin eina raunverulega byggða- stefna sé fólgin 1 því að stoppa upptöku á stórum hluta þeirra verðmæta sem sköpuð eru í dreif- býli - að gera fólki kleift að njóta þess sem það skapar í friði. Þetta er aðeins gert með því að koma í veg fyrir að höfuðborgar- svæðið sogi til sín fjármagn af landsbyggðinni til þess eins að því sé skammtað úr hnefa stjómmála- manna eftir undarlegum reglum. Þá hef ég oftar en einu sinni hald- ið því fram að oft sé ekki hægt að koma i veg fyrir byggðaröskun enda slíkt stundum ekki æskilegt. En um leið verður að finna leiðir til að auðvelda þær breytingar sem óhjákvæmilegar eru víða um land. Ef til vill á ég ekki ekki marga Formaðurinn Vonandi verður mér það virt tii betri vegar þó ég eigi erfitt með að skilja hundalógík af þessu tagi. Ekki svo aö skilja að rök- hyggja Kristins H. Gunnarssonar sé eitthvað verri en margra ann- arra stjórnmálamanna sem hafa vanið sig á að vera góðir fyrir annarra manna peninga. samherja í þessum efnum, að minnsta kosti eru þeir ekki marg- ir við Austurvöll, en þó eru það fyrst og fremst þingmenn og ráð- herrar sem fella þyngstu dómana yfir byggða- stefnunni. Á fundi mið- Oli Björn Kárason ritstjóri stjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var á liðnu hausti hélt Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra og formaður flokksins, því fram að bygging álvers á Reyðarfirði væri mikilvægasta byggðamál síðustu áratuga. Það er illa komið fyrir landsbyggðinni og fátt lýsir betur gjaldþroti byggðastefnunnar en sú staðhæfing að ein verksmiðja skipti sköpum um þróun byggðar. Nöturlegur minn- isvarði Láglaunastefna sem fylgt hefur byggða- stefnu undanfarinna ára er nöturlegur minnisvarði. Byggða- stefnan hefur komið i veg fyrir að fjármagn- ið færi í þá farvegi sem arðsamast hafa verið hverju sinni - stjórnmálamenn hafa búið til aðra farvegi, með aðstoð embættis- manna. Afleiðingin hefúr verið léleg arð- semi og lítil fram- leiðni. Tilflutningur á rfkisstofnunum mun þar engu breyta og þegar fram líða stund- ir fremur auka á vand- skuti stefnt ann en hitt. Nái tillaga stjórnar Byggðastofnunar um flutning norður í átt- hagana fram að ganga munu heimamenn án nokkurs vafa taka vel á móti stofnuninni. Og kannski breytist eitthvað á Króknum við að fá stóra og umsvifamikla ríkisstofn- un. En er það virki- lega það sem Sauð- krækingar eru að sækjast eftir? Barak í skrúfstykkinu „Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur svo sannarlega nóg að gera, þar sem er dauði Hafezar al- Assads, brottflutn- ingur israelskra hermanna frá Lí- banon og ný lota friðarviðræðna við Palestínumenn, þótt ekki bætist við kreppa í samsteypustjórn hans. En í pólitísku kerfi þar sem um- burðarlyndið gagnvart nauðung er mikið veltur þingmeirihluti Baraks á Shas, flokki strangtrúaðra sem hefur gert nauðungarsamninga að listformi. Shas vill meira fé til að bjarga skólakerfi sínu og er tilbúinn til að fella Barak til að fá því fram- gengt. Flokkurinn tilkynnti á þriðjudag að hann drægi sig út úr stjórninni vegna þess að hún reiddi ekki fram féð. Þar sem tveir aðrir flokkar í stjórninni eru reiðubúnir að stökkva burt vegna vilja Baraks til að gera tilslakanir í friðarmálum gæti brotthvarf Shas gert möguleika Baraks á að stjórna að engu, aðeins ári eftir mikinn kosningasigur hans sem á sér ekkert fordæmi." Úr forystugrein Washington Post 15. júní. Þíða á Kóreuskaga „Fundur leið- toga beggja Kóreu- ríkjanna varð ár- angursríkur. Það var reyndar óhugsandi að fundur Kims Jong-Ils og Kims Dae-Jungs yrði ár- angurslaus úr því að hann hafði ver- ið boðaður. Draga á úr spennunni milli ríkjanna. Efnahagsleg sam- vinna er boðuð. Fjölskyldur geta sameinast. Það hafa gerst merkileg- ir atburðir. Það er einnig merkilegt hvernig myndin af norður-kóreska leiðtoganum hefur breyst skyndi- lega. í Pyongyang ríkti einn þessara djöfla sem heimurinn hataði, eins og Idi Amin, Gaddafi, Saddam Hussein og Milosevic. Kim Jong-Il var lýst sem dularfullum byltingar- manni sem var ósýnilegur. Það kom þó ekki í veg fyrir nákvæmar lýs- ingar á syndugu líferni hans, drykkjusvalli og skemmtunum með blondínum. Honum var lýst sem glaumgosa sem stýrt var af herfor- ingjum. í einni svipan breytist myndin. Allir sérfræðingar í há- skólanum í Seoul eru allt í einu sammála um að Kim sé sannur kór- eskur bróðir sem hægt sé að gera viðskipti við og með stjóm á málun- um.“ Úr forystugrein Aftonbladet 15. júní. Mikilvægt próf fyrir Pútín „Rússlands nýt- ur ekki trausts sem réttarriki og verjandi prent- frelsis. Það skýrir uppnámið og mót- mælin vegna handtöku fjöl- miðlakóngsins Vladimirs Gúsin- skís. Að hætti Stalíns var hann handtekinn í heim- sókn á skrifstofu rikissaksóknara Rússlands og stungið í klefa í hinu alræmda Butyrkafangelsi í Moskvu. Lögmanni hans var ekki hleypt inn til hans á þriðjudaginn. Gúsinskí er einn fjármálafurstanna í Rússlandi og hann hefur haft pólitísk áhrif, einkum gegnum fjölmiðlafyrirtæki sitt Media-Most. Það eru þessi tengsl sem eru ástæða til þess að menn hafa áhyggjur af handtök- unni. Spurningin er hvort Pútin forseti og gamlir félagar hans i leynilögreglunni tryggi sér völdin á gamalkunnan hátt til þess að kom- ast hjá virkri andstöðu." Úr forystugrein Aftenposten 14. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.