Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 16
16 Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Samtals 258 ára gamlir jassgeggjarar: Par sem sveiflan ríkir - DV mætir á æfingu hjá Sveiflukvartettinum við fundum Svavar suður í Kópa- vogi sem var sannkallaður happ- drættisvinningur.“ Sveiflukvartettinn hefur einkum einbeitt sér að því að spila meðlim- um til skemmtunar og yndisauka en hefur einnig komið fram við hátíð- leg tækifæri bæði í Reykjavík og á Suðurlandi og leikið fyrir unga og aldna. „Ég byrjaði að spila norður á Sigluflrði ungur að árum og þar keypti ég fyrsta saxófóninn fyrir 950 krónur en hafði 650 krónur í tekjur fyrir spilamennsku fyrsta veturinn. Svo lagði ég alia spilamennsku á hilluna meðan ég sinnti brauðstriti og fjölskyldu en settist á skólabekk um fimmtugt og lærði á gítar hjá Gunnari H. Jónssyni og seinna í skóla FÍH. Svo sá ég að eina leiðin til að komast i hljómsveit var að eiga bílskúr til að æfa í ef maður væri ekki nógu góður.“ Spilað í 40 ár Gunnar H. Pálsson lærði á trompet en bassinn hefur alla tíð verið hans aðalhljóðfæri. Hann hef- ur lært hjá mörgum frægum bassa- leikurum eins og Erwin Koeppen, Sigurbimi Ingólfssyni og Jóni Sig- urðssyni. Hann hafði tóníist að aðal- starfi alla sína starfsævi í 40 ár og Ef maður gengur eftir Vesturgöt- unni á miðvikudagskvöldum má stundum heyra glaðlega en angur- væra tóna sveiflutónlistar frá stríðs- árunum berast frá lágreistu húsi á móts við gatnamótin þar sem Vest- urgata mætir Seljavegi. Ef maður er heppinn er manni hleypt inn í „félagsheimili" aldr- aðra sveifluvina sem þar hefur orð- ið til úr fyrrverandi bílskúr. Þama inni er Sveiflukvartettinn á æfmgu og það er erfitt að sitja kyrr þegar sveiflan dunar upp í rjáfur. Það er engin nótnastatíf uppi við. Aldursforsetinn situr við trommu- settið, nefnir lagið og telur í eins og það er kallað á músíkslangri. Svo spilar hver eins og hann hefur inn- blástur til með spilagleði og frelsi að leiðarljósi. Viðfangsefnið er sveiflu- tónlist frá árunum 1940 til 1950 eða stríðsárasveifla eins og félagarnir kalla það í hálfkæringi. Þeir sem skipa hljómsveitina eru Baldur Geirsson, húsráðandi og sax- ófónleikari, Þorsteinn Eiriksson, trommuleikari og aldursforseti, Gunnar H. Pálsson bassaleikari og Svavar Sölvason píanóleikari sem er yngstur þeirra félaga aðeins 56 ára en samanlagður aldur hljóm- sveitarmeölima er 258 ár. Æfingahúsnæðið er gamall bíl- skúr með viðbyggðum garðskála. Fyrir utan tæki sveitarinnar þekur veggina mikið safn af ýmiskonar strengjahljóðfærum, tónleikapla- kötum og fleiru sem tengist tónlist- inni. Þarna er svolítið musteri tón- listargyðjunnar með áherslu á sveifluna. Þegar garpamir hafa leikið fyrir gesti sina af fingrum fram um stund er sest yflr kaffibolla og þá gefst tækifæri til að fá stutta útgáfu af ferli hvers og eins og sögu hljóm- sveitarinnar. Hér hefur lengi verið spilað „Við innréttuðum þennan skúr hérna 1988 og um þaö mætti rekja langa sögu,“ segir Baldur húsráð- andi og skenkir kaffi. „Hér hefur veriö spilað síðan en þessi hljómsveit, eins og hún er skipuð, er í rauninni ekki nema rúmlega ársgömul. Ég kynntist Steina gegnum Áma ísleifs austur á Egilsstöðum og það er stutt síðan Svavar Sölvason er yngstur Hann byrjaöi ungur aö spila á píanó er starfar sem prentari. Hann á í fórum sínum 110 ára gamlan flygil sem er mik- III kjörgripur. Hljómsveitin Sveiflukvartettinn á fullri ferö í félagsheimili sveitarinnar á Vesturgötu. dv-myndir: e. ól. Samanlagöur aldur spilaranna í sveitinni er 258 ár. spilaði með Hljómsveit Svavars Gests, Tríói Elfars Berg, Dansspor- inu, Hljómsveit Jóns Sigurðssonar, Hjördísi Geirs o.fl. en lengi með vin- sælli danshljómsveit sem hét Fimm í fullu fjöri. „Þetta var gott starf og ágætar tekjur á köflum. Ég hef lært mikið af því að spila með góðum mönnum og t.d. var hljómsveitin hjá Svavari Gests afskaplega góður skóli þar sem Magnús Ingimarsson útsetti allt og maður lærði nokkur ný lög i hverri viku.“ Voru bara tveir trommarar Þorsteinn Eiríksson byrjaði að spila á trommur 14 ára gamall á stríðsárunum og fékk fljótlega við- urnefnið Steini Krupa eftir Gene Krupa sem var á þeim einn frægasti trommuleikari samtímans. „Þegar ég var að byrja voru bara tveir menn í heiminum sem kunnu að spila á trommur. Það voru Buddy Rich og Gene Krupa. Ég veit ekki hvort mönnum fannst ég svona lík- ur honum en þetta varð svona.“ Steini hefur slegið trumbur með flestum þekktustu tónlistarmönnum á seinni helmingi aldarinnar sem annaðhvort er að líða eða er nýlið- in. Hann var þó lengst í hljómsveit sem kennd var við höfuðpaurinn Jan Moravék sem var þekktur tón- listarmaður og Steini segir að það hafi verið prýðis skóli. Steini á það sameiginlegt með Gunnari H. að hann fékkst við tónlist alla sína ævi og gerði reyndar lengi út hljómsveit undir eigin nafni. Því er reyndar ljóstrað upp að hann og Gunnar H. spila enn saman í Kvartett Þor- steins Eiríkssonar sem stöku sinn- um fær að æfa i skúmum þegar mikið stendur til. „í dag spila ég bara mér til gleði og skemmtunar. Það er tónlistin sem heldur manni ungum. Mér finnst gaman að spila og hefur alltaf fundist en hef alltaf hriflst mest af jasstónlist og sveiflu og nú vil ég helst ekki spila neitt annað.“ Sá yngsti Svavar Sölvason er yngstur hljómsveitarmeðlima, bam aö aldri, aðeins 56 ára. Hann hóf sinn spila- mennskuferil á skólaárunum þegar rokktímabilið stóð sem hæst og hann var á Reykjaskóla í Hrútafirði. „Ég spilaði um hverja helgi í skólahljómsveitinni. Seinna þegar ég kom í bæinn uppgötvaði ég að ég kunni ekki að dansa svo ég hélt áfram að spila. Ég hef mest lítið lært að spila á „í dag spila ég bara mér til gleði og skemmtunar. Það er tónlistin sem held- ur manni ungum. píanó en ég hef verið svolítiö í tím- um hjá Ástvaldi Traustasyni sem hefur slípað mig heilmikið til. Ást- valdur er mikill öðlingur og gull af manni.“ Ég man eftir... Það er margt skrafað kringum kaffiborðið. Það eru rifjaðar upp sögur af frægum og ófrægum tón- listarmönnum. Það eru rifjaðar upp minningar frá þeim árum þegar jammsessionir voru haldnar í Breiðfirðingabúð þar sem troðfullt hús gladdist yfir töktum þeirra sem spiluðu af flngrum fram og spila- gleðin og sveiflan réði ríkjum. Þeir muna eftir Hótel Borg þegar dansað var á hverju kvöldi, þeir muna eftir Tívolí og Vetrargarðinum og þeir muna eftir mörgum snillingum sem f dag eru horfnir af sjónarsviðinu. Þegar lækkar í bollunum er aftur sest við hljóðfærin og þá hljóma stríðsáralögin eins og We’ll Meet Again og My Blue Heaven. Þetta er tónlistin sem hermennirnir döns- uðu við á Borginni í gamla daga þegar „ástandið" blómstraði og ís- lendingar voru að verða ríkir á blessuðu stríðinu. Ég get ekki betur séð en gömlu kempurnar sýnist vera yngri en þeir voru rétt áðan og býst fastlega við að heyra í loftvamaflautum þeg- ar ég geng aftur út í regnið á Vest- urgötunni. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.