Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 x>v ________________________________________________________________________________________Helgarblað Taliö f.v. Alfreð Þórólfsson, tengdasonur Jóhannesar, býr í Stykkishólmi, Ey- steinn, Kristbjörg ráöskona og Jóhannes. verkum hans og leit á hann sem hálf- gerðan undramann. Þegar við kom- um að safninu voru aðaldyr læstar en við fórum að bakdyrum og hringdum dyrabjöllu. Kemur þá ekki meistarinn sjálfur til dyra. Ég hugsa að þetta hafi verið álíka lífsreynsla fyrir mig eins og táningana seinna að sjá tO dæmis John Lennon í eigin persónu. Pilturinn sem var með mér spyr hvort safnið sé opið en Einar sagði það ekki hafa verið opið um tíu ára skeið. Listaverkin höfðu þá sjálf- sagt verið flutt í öruggari geymslur á hernámsárunum. Hann hefur liklega séð að við vorum hálfgerðir sveita- menn svo hann segir: „Hvaðan eru þið, drengir?" „Þá sá ég að það væri Allar kerlingar yrkjandi Eysteinn er búfræðingur og hóf nám við Bændaskólann á Hvanneyri haustið 1951 en hafði áður verið í Handíðaskólanum í Reykjavik um eins vetrar skeið. „Þetta var heilmik- il og ný lífsreynsla. Þarna kynntist ég jafnöldrum mínum alls staðar af landinu sem var náttúrlega stórfróð- legt. Ég hafði dálítið gaman af því að velta fyrir mér einkennum manna eftir því hvaðan þeir voru. Menn hafa heyrt um þingeyskt og skagfir- skt mont, sem er nú ekkert mont, heldur eru þetta bara hressir og já- kvæðir menn. Ég hafði gaman af að veita athygli mun á framburði og orðanotkun eft- Vinnumaöurinn Johan Van Olmen og Egill Teitur voru aö bera á túnin. Johan er rithöfundur og hefur verið í Skáieyjum frá því febrúar. Hann hefur skrifaö þrjár bækur i heimalandi sínu, Belgíu, og hefur eflaust um margt aö skrifa þegar veru hans í Skáleyjum lýkur. best að ég yrði fyrir svörum þá fengj- um við kannski að koma inn ef við værum utan af landi. „Þið getið nátt- úrlega fengið að koma hingað inn stundarkorn ef ykkur langar," sagði Einar og létum við ekki segja okkur það tvisvar. Þama voru menn að störfum við að lagfæra sali og koma safninu í fyrra horf að því er virtist. Mikið þóttti mér til um hin frægu listaverk og eftir á ekki síður að hafa séð Einar að starfi. Hann var þá að móta brjóstmynd af manni í leir. Þegar við kvöddum sagði hann: „Jæja, þá eruð þið búnir að sjá stein- tröll.“ „Ha, nei, hvar er það?“ sagði fylgdarmaður minn, sem misskildi Einar. ir landshlutum og oft er hægt að þekkja hvaðan af landinu menn eru af tali þeirra og framgöngu. Eysteinn á margar góðar minning- ar frá Hvanneyrarárum og var þá þegar farinn að setja saman vísur, sem hann hefur gjarnan fengist við þegar tilefni kalla á slíkt. Ég hafði heyrt vísu frá Hvanneyri sem hon- um var eignuð og spurði um tildrög hennar. „Það voru ekki margir í nem- endahópnum sem fengust við yrk- ingar og þeir höfðu takmarkaðan áhuga á slíku. Hér í Skáleyjum hafði hins vegar sá áhugi legið í landi lengi og nágrannarnir höfðu á orði að í Skáleyjum væru allar kerlingar yrkjandi! Brageyra hefur líklega þroskast af sjálfu sér frá blautu Eysteinn syngur viö gítarundirleik Kristbjargar. Auöur Ágústsdóttir gest- komandi fylgist meö. bamsbeini við þær aðstæður. Guðmundur skólastjóri kenndi jarðræktarfræði i eldri deild, ljúfur maður með tilfmningu fyrir ýmsu broslegu. Einu sinni í tíma var hann að spyrja ágætan frænda minn sem hann hafði kallað upp að töflu um Gróðrastöðina, sem starfaði við Laufásveginn í Reykjavík snemma á öldinni en var síðar flutt austur að Laugarvatni. Guðmundur vildi vita hvert hún hefði verið flutt. Frænda mínum hafði láðst að til- einka sér þann fróðleik en var lag- inn að giska og svaraði að bragði: „Suður í Fossvog." „Nú, já,“ sagði Guðmundur, var hún jörðuð þar? Þetta litla atvik vakti mikla kátínu í bekknum og þegar frændi gekk til sætis litlu síðar stakk ég að honum miða sem á var párað: Undur varð í öörum bekk óöar nokkurn varöi. Gróörastöðin friöinn fékk í Fossvogskirkjugarði Af einhverjum ástæðum komst bullið á kreik og skólastjóri hafði gaman af. Mér var sagt síðar að Guð- mundur notaði gjarnan vísuna eftir þetta þegar kæmi að Gróðrastöðinni í jarðræktarfræðinni. Svo vel nýttist Eysteini skólaver- an á Hvanneyri og námið í Handíða- skólanum í Reykjavík að hann kenndi unglingum smíðar og stund- aði almenna kennslu fyrst á Reyk- hólum og síðar um flmmtán ára skeið á Flateyri þar sem hann var til ársins 1977 að hann tók við búi í Skáleyjum. Kristbjörg Magnúsdóttir ráöskona hefur veriö í Skáleyjum frá því í fyrrasum- ar. I frístundum býr hún til þessi litskrúöugu fiðrildi sem eru gerö úr auglýs- ingabæklingum sem berast með póstinum. Þó hún sé ekki vön eyjalífi unir hún hag sínum vel og finnur sér alltaf eitthvaö skemmtilegt viö aö vera þegar vinnunni sleppir. júni. Huga þarf að dúnleitum, sela- lögnum og flytja þarf féð til lands. Einnig að sinna garðvinnu, túni og mörgu fleiru. Jóhannes bóndi og Egill Teitur, sonur Eysteins, sem stundar nám í Vélskóla Islands en kemur heim á sumrin, hafa verið á vöktum við þangskurð en þangið er slegið á floti og tU þess notaður prammi með eins konar sláttubúnaði. Hægt er að hækka hann og lækka líkt og jarð- ýtutönn þegar slegið er. Þörunga- verksmiðjan á Reykhólum á nokkra slíka pramma sem hún lánar öflun- armönnum og þangað fer síðan þang- ið. Prammarnir skila þanginu í net- poka og þeim er lagt í legufæri og síðan fluttir með skipi þegar komið er í farm og flutt í Þörungaverk- smiðjuna.. í Skáleyjum höfum við sofið við dúnsængur aðrar og meiri en annars staðar þekkjast. Veislufongin sem Kristbjörg ráðskona töfraði fram Kollurnar í Skáleyjum eru greinilega vanar mannaferöum og hreyfa sig ekki af eggjunum þó Eysteinn komi nálægt voru engu lík eins og reykt gæs, kæfa, rúgbrauð og æðaregg svo fátt eitt sé minnst þeirra heimatilbúnu kosta sem á borðum voru. Við kveðjum Skáleyjar með eftir- sjá þar sem við stöndum í skut báts- ins, Hreggviðs, og Jóhannes stýrir í átt að Stað á Reykjanesi. Enginn verður samur eftir komu á þennan stað. A.G. Hæfni þjóðarinnar í Ijóða- gerð hrakandi Vegna uppeldisáhrifa hef ég alltaf haft gaman af ljóðum og er gamal- dags í þeim efnum. Því miður hefur áhugi og geta landsmanna til að yrkja í bundnu máli dalað stórlega undanfarið. Eitt af mínum áhugamálum er það að við sýnum þeim forna arfl fullan sóma, en köstum honum ekki á glæ. Hann var eitt sinn nefndur „íþrótt vammi firrð“ og er stór þáttur ís- lenskrar menning- ar. Breiðfirðingar hafa löngum dáð Matthías, Stefán frá Hvítadal, Katla- skáldið, Stein Stein- arr og fleiri sem sína menn. Sem bóndi hef ég auk þess miklar mætur á mönnum eins og Stephani G., Guð- mundi Böðvarssyni og Guðmundi Inga, auk margra ann- arra. Það var borin virðing fyrir bók- um á æskuheimil- inu og ég komst nokkuð snemma á bragðið að meta góðar bækur. Það er líklega meðal annars þess vegna sem ég hef alltaf átt auðvelt með að til- einka mér það sem stóð í bókum. Ég held að ég geti tengt það „Þrúgum reið- innar“ eftir John Steinbeck að ég uppgötvaði að það voru til merkilegri bókmenntir en eld- húsreyfarar og leynilögreglusögur. Ég hef dálæti á Laxness en mér finnst bestu verkin hans þau sem hann gerði áður en hann fékk nóbelsverðlaunin eins og íslands- klukkan sem er að minu viti hátind- ur af hans verkum. Vorverkin aðkailandi Vorverkin eru hafln í Skáleyjum og margt sem kallar að samtímis i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.