Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 24
24 Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 I>V m Svíðsljós Travolta þaggar niður í fréttamanni Vísindakirkjan er viðkvæmt umræðuefni fyrir kvikmynda- leikarann John Travolta. Þegar franskur sjónvarpsmaður var farinn að þjarma að Travolta um málefni kirkjunnar lýsti leikarinn því yfir að hann vildi hætta viðtalinu. Hann sá einnig til þess að viðræðurnar um kirkjuna kæmu ekki með í útsendingu. í nálastungumeöferö Kettirnir hennar Ding Shiying í Peking fá nálastungumeðferö þegar eitthvað amar að þeim. Ding, sem tekur aö sér heimilislausa ketti, hefur tekist að lækna þá með nálum sinum. Verk Grétars Reynissonar við strandlengjuna spannar 2 kílómetra: 1 frelsari og 58 ættliðir 2000 árum a - sameinar tíma og rúm Fyrir tveimur árum var sett upp sýning á vegum Myndhöggvarafé- lagsins á fjölda útiverka við strandlengjuna vestur á Ægisíðu. Sú sýning tókst einstaklega vel í alla staði og varla er til sá Reyk- víkingur sem ekki hefur litið aug- um verkin sem mörg hver kitla hlátiu'taugamar og þóttu aukin- heldur brjóta upp landslagið á skemmtilegan hátt. í fyrra stóð Myndhöggvarafélagið svo fyrir sk. „firmasýningu" þar sem starfssvið ólikra fyrirtækja í Reykjavíkur- borg var tekið fyrir en sýningam- ar tvær voru hluti af trílógíu sem félagið ákvað að takast á hendur i tilefni af 25 ára afmæli þess. Þriðja sýningin leit síöan dags- ins ljós síðastliðinn laugardag þeg- ar opnuð var sýning á verkum inn- lendra og tveggja erlendra lista- manna eftir strandlengjunni við Sæbraut, frá hafnarsvæðinu og út á Kirkjusand. Einn af listamönnunum sem eiga verk á sýningunni er mynd- listarmaðurinn Grétar Reynisson. Grétar hefur komið víða við und- anfarin ár, hefur m.a. fengist við gerð leikmyndar og átti einnig verk á sýningunni á strandlengj- unni viö Ægisíðu. Verk Grétars á þessari sýningu er um margt óhefðbundið eins og sannast best á því að engin leið var að birta verk- ið i heild sinni á mynd með þessari umfjöllun. Er lesandinn beðinn velvirðingar en jafnframt hvattur til að fá sér göngutúr og kynna sér verkið í heild og önnur verk á sýn- ingunni. Kristur dó á krossinum 34 ára En hvemig er þá verk Grétars ásjár og fyrir hvað stendur það? „Mér hafði dottið í hug þar sem það eru 2000 ár frá fæðingu Krists að búa til verk sem endurspeglaði m.a. þau tímamót. Ég byrjaöi á því að kanna aðstæður og ákvað í Grétar Reynisson fer óhefðbundnar leiöír í listsköpun sem endurspeglast í verkinu sem hann á á sýningu Mynd- höggvarafélagsins sem opnuö var síöastliöinn laugardag með fram Sæbrautinni, milli hafnarbakkans og Kirkju- sands. framhaldinu að búa til skilti sem ég festi á steina í steinkantinum. Steinamir era ákaflega fallegir og það fer vel á að nota þá undir list- ina,“ segir Grétar um aðdragand- ann að verkinu. Grétar lét gera 59 skilti sem hann festi á steinana í gijótgarðin- um með jöfnu millibili á 2000 metra kafla frá hafnarbakkanum og út á Kirkjusand. Á fyrsta skiltið er letrað „1-34“ og á því næsta „34- 68“ en hugmyndin sem Grétar gekk út frá var að þar sem venju- lega er talið að Kristur hafi látist á krossinum 34 ára gamall vildi höf- undur með þessu sýna fram á hversu mörg ólík tímaskeið fylgdu á eftir og að fræðilega séð hefðu 58 ættliðir getað fylgt í kjölfar frelsar- ans. Fleira má þó lesa úr verkinu þvi að sögn Grétars er verkið ekki „einungis „legsteinar" ólíkra rnanna" heldur einnig mælieining á áramót síðastliðinna 2000 ára og þar með mælieining á tima jafn- framt þvi að vera metramál en 34 metrar liggja á milli hver skiltis. Má því með sanni segja að verk Grétars spanni allan „sýningarsal- inn“, alls 2000 metra, og sé fyrir- ferðamesta verk sýningarinnar en um leið það sem minnst ber á. „Það má eiginlega segja að verk- ið blasi við þegar áhorfandinn skoðar verk hinna listamann- anna,“ segir þessi frumlegi lista- maður sem svo sannarlega fer óheföbundanar leiðir í að miðla listinni tO borgabúa." -KGP lifamgimu Er höfundur verksins Höfundur Verksins? Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Sérkennileg deila hefur risið milli tveggja kvenna um höf- undarrétt á leikriti sem verið er að sýna í Kaffileik- húsinu. Tildrög málsins voru þau að Berg- ljótu Amalds leikkonu datt í hug að leika í einþáttungi um brúði sem mætti í fullum skrúða í vitlaust brúðkaup, en ef marka má frásagn- ir Bergljótar hafði hún þá um nokk- urt skeið stundað það að koma fram við ýmis tækifæri í brúðarkjól. Til verksins fékk hún rithöfundinn Gerði Kristnýju og eins og tíðkast nú til dags hjá ungu og dugmiklu listafólki sótti hún um styrk úr ein- hverjum menningarborgarsjóðnum. Þaðan fékk hún þrjú hundruð þús- und krónur. Geröi greiddi hún flmmtíu þúsund. Leið nú og beið. Gerður var búin að skrifa leikritið, menningarborg- arsumarið nálgaðist óðfluga en áhugi Bergljótar virðist hafa dofnað eftir því sem á leið því ekkert bólaði á því að hafist væri handa við upp- setningu. í frásögnum Gerði af mál- inu kemur fram að hún hafl ekki mætt á fundi og farið almennt und- an í flæmingi og sagst vera hlaðin önnum. Gerður vill gjaman fá að sjá leikritið sem hún hefur skrifað á sviði og þegar falast er eftir einþátt- ungi hjá henni frá Kaffileikhúsinu gefst hún upp og lætur slag standa. Þá er eins og Bergljót ranki við sér, hún hleypur í blöðin og segir Gerði Kristnýju hafa stolið leikritinu sínu. Ekkert bólar á málaferlum, en hins vegar hefur málsmetandi lög- fræðingur á þessu sviði, Hróbjartur Jónatansson tjáð sig um málið og telur höfundarrétt Gerðar hafinn yfir allan vafa. Spumingin er þessi: er leikritið eftir þann sem hefur skrifað það eða hinn sem hafði frumkvæði að þvi að það yrði skrifað? Er hægt að ve- fengja höfundarskap höfundar að leikriti sem hann hefur skrifað? Jafngildir starf Bergljótar að því að afla fjár til leikritsins - sem mestallt fór í hennar vasa - höfundarrétti? Sem sé: er höfundur verksins Höf- undur verksins? Þetta er ekki fyrsta deilan af þessu tagi sem risið hefur á milli leikara og rithöfundar. Þá sér leik- arinn sjálfan sig fyrir sér á sviðinu í einhverju draumahlutverki - brúði eða mann sem fær að kyssa fullt af sætum stelpum - og finnst sem bara sé eftir að skrifa leikritið. Til þess fær svo leikarinn atvinnu- mann. Leikarinn hefur svo oft legið einhvers staðar og séð sjálfan sig fyr- ir sér í hlutverk- inu að honum er eiginlega farið að finnast eins og þetta sé leikritið sitt, jafnvel þótt eftir sé að skrifa öll samtöl eða ein- töl, skapa persónur og þar fram eft- ir götunum. Þegar allt það er búið finnst leikaranum eins og leikritið sé eiginlega eftir sig - allt hitt hafi bara verið handavinna. Þetta sé svona eins og þegar maður fær smiði til að vinna í húsinu sínu sem arkítekt hefur teiknað: traustir nafnlausir iönaðarmenn sem skila óaðfinnanlegri vinnu. En þetta er samt mitt hús. Þetta er eins og að eiga flottan bíl. Maður hefur kannski ekki smíðað hann - en þetta er samt minn bíll. Og þó ég hafi kannski ekki skrif- að leikritið þá er þetta samt mitt leikrit. Þetta er togstreita um þaö hver á að vera Andlit Verksins. Er þetta stykkið hennar Bergljótar eða stykkið hennar Gerðar? Svona deila hefði verið óhugsandi fyrir tíu tutt- Spumingin er þessi: er leik- ritið eftir þann sem hefur skrifað það eða hinn sem hafði frumkvæði að því að það yrði skrifað? Er hœgt að vefengja höfundarskap höfundar að leikriti sem hann hefur skrifað? Jafn- gildir starf Bergljótar að því að afla fjár til leikrits- ins - sem mestallt fór í hennar vasa - höfundar- rétti? Sem sé: er höfundur verks- ins Höfundur verksins? ugu árum. Þetta er ameríska hug- myndin um höfundarrétt sem hér lætur á sér kræla en fram til þessa hefur hér á landi ríkt sú evrópska hugmynd að höfundarréttinn eigi sá sem skrifar. í Ameríku er það hins vegar framleiðandinn - sá sem kost- ar - sem á allan rétt og getur fótum- troðið réttindi höfundarins. Öðrum þræði er þetta togstreita um sess í samfélaginu. Lengi var hér við lýði dýrkun á Höfundin- um/Skáldinu. Halldór Laxness var til dæmis Höfundurinn á 20. öld, það var alltaf talað um hann eins og hann hefði í rauninni skapað ís- lenska þjóð öðrum fremur - Bjartur í Sumarhúsum var í þeim skilningi sannari og raunverulegri en ein- hver Gummi sem lifði og bjó í Espi- gerði. Og lengi nutu rithöfundar góðs af þessari trú á galdur þeirra, á að það sem streymdi úr penna þeirra væri æðri sannleikur í ein- hverjum skilningi og Skáldið gæti séð lengra og innar en aðrir menn. Þeir nutu virðingar, álits þeirra var leitað á öllum málefnum, stórum og smáum, og texti þeirra var með- höndlaður af auðmýkt og lotningu: þeir vora meö öðrum orðum alltaf Andlit Verksins. Þannig voru leik- rit Jökuls unnin í hópvinnu einatt en ekki hvarflaði að neinum annað en það þau væra leikrit Jökuls. Smám saman hafa skáld og rithöf- undar verið að gufa upp af þessum stalli og bara stallurinn eftir og far- ið að molna úr honum. Sic transit gloria mundi en hitt er þó nýtt að höfundurinn sé ekki lengur Höfund- urinn að verki sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.