Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 __________39* Helgarblað raun mjög mikið. Breytt verkefna- val er ekki aðeins háð aldri heldur líka því að mér finnst sum hlutverk skemmtilegri en áður. Þannig finnst mér sérlega skemmtilegt að syngja Pagliacci, sem er persóna á svipuð- um aldri og ég, og nú næ ég mun betra sambandi við hann en áður. Ég er búinn að syngja um 60 mis- munandi óperur á mínum ferli og sumar henta mér ekki lengur eins og ég sagði áðan.“ Ættu að hægja á um sextugt Það liggur beinast við að spyrja Kristján hvað sé ráðlegt að gera ráð fyrir löngum starfsaldri tenór- söngvara: „Það er afskaplega persónubund- ið hve lengi menn treysta sér til að halda áfram. Mér finnst að um sex- tugt ættu menn að vera farnir að fara sér hægt og syngja minna en áður. Pavarotti er 65 ára og Dom- ingo er 66 ára. Þeir syngja kannski ekki nema 15 sýningar á ári og eiga oft góð kvöld. Það eru til dæmi um mun hærri aldur. Bergonzi, sem er frægur tenór, var að syngja Othello á dögunum þó hann sé 78 ára gamall. Hann lauk að vísu ekki sýningunni heldur hætti í öðrum þætti. Mér finnst persónulega oft óskaplega gaman að ungum og frískum tenórum sem stökkva upp á svið og syngja af fitonskrafti og sjálfstrausti. En mér hefur alltaf þótt yndislegt að hlusta á þroskað- ar raddir fullorðinna söngvara sem geta miðlað reynslu sinni og aldri til manns á persónulegan hátt. Mér finnst eins og Islending- ar hafi lítið lagt sig eftir þessum hlutum.“ Margir söngvarar snúa sér að kennslu í ríkari mæli þegar þeir reskjast. Hefur Kristján fengist við að kenna? „Ég hef voða lítið gert að því og verið vandlátur með það hverja ég taka við starfi óperustjóra? „Ég held að það skásta sem væri gert fyrir Islensku óperuna væri að loka henni. Ég get ekki séð að - ástandið sé neitt betra en það var fyrir 20 árum þegar Óperan var að taka til starfa og hef ekki orðið var við mikið skapandi starf þar nema þar sem er Óperukórinn. Svo eru þetta slíkir smáaurar sem verið er „Ég er ekki með háa C-ið í vasanum eins og ég var þegar ég var yngri. Ég þarf stundum að hafa meira fyrir þessu en áður. Það er náttúrlegt ferli að' - röddin breytist með ár- unum. Sumir hœstu tón- arnir verða erfiðari eða hverfa alveg. “ að henda í óperustarfið þarna heima að það er engin von til þess að hún geti lifað mannsæmandi lífi. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri hefur aftur á móti sýnt mik- inn metnað í starfi og þar ætti að vera starfandi óperudeild þar sem ættu að vera fastráðnir 50 íslenskir söngvarar. Þetta er tal sem hljómar eins og draumórar en svona væri ^ þetta ef við hefðum einhvern metn- að á þessu sviði. I dag eru ríkið og tónlistarskólar að mennta fólk fyrir stórar upphæö- ir og svo er því sparkað út á gang- stétt og fær ekkert að gera. Svo eru íslenskar söngkonur að koma út i framhaldsnám þegar þær eru komn- ar á fertugsaldur sem er auðvitað allt of seint. Hérna eru söngkonur byrjaðar að keppa um hlutverk rúmlega tvítugar. Kannski ég komi heim eftir svona 10 ár og gerist óperustjóri við hlið Stefáns Baldurssonar. Það gæti ver- Tveir endajaxlar íslenskra tenórsöngvara dvmynd e.ól. Garöar Cortes óskar Kristjáni til hamingu baksviös í Laugardalshöll. Garöar er átta árum eldri en Kristján, stendur á sextugu. „Ég verð í Turandot í Sviss og í Valdi örlaganna héma í Brescia, þar sem ég bý. Þetta eru hvort tveggja torgsýningar sem heima- menn hafa einkar gaman af að setja á svið á sumrin. Það geta komið 12-15 þúsund manns á svona sýn- ingar og er oft ógurleg stemning. Svo verð ég með tvenna tónleika hérna við Gardavatnið í sumar, hvora tveggja undir berum himni. Ég er viljandi farinn að velja mér verkefni með það fyrir augum að geta verið meira með sjálfum mér og fjölskyldunni en áður. Ég syng þó enn 60-70 sýningar á ári sem er í Kristján og Kristinn Sigmundsson bassasöngvari tóku dúett saman á stjörnutónlelkunum í Laugardalshöll á dögunum. § Til þess þurftu þeir aö mætast á £ miöri leiö. Kristján lækkaöi sig í g lýrískan tenór en Kristinn hækkaöi % sig upp í barítón. > mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm tek í tíma. Mér finnst gaman að kenna og gaman að finna nýtt og ungt hæfileikafólk." Hvar eru tenórarnir? Kristján er gróinn heimamaður í borginni Brescia á Ítalíu eftir ára- tugadvöl þar. Finnst honum koma til greina að koma heim til íslands alkominn þegar dregur úr umsvif- um hans á söngsviöinu? „Það er ekkert í kortunum í augnablikinu en maður veit auðvit- að ekkert hvernig ástandið verður. Mér finnst líklegt að ég komi meira heim en ég hef stundum gert áður. Það virðist vera mikil eftirspum eft- ir því að ég komi og syngi og fáir ungir frambærilegir tenórsöngvarar á sjónarsviðinu heima á íslandi." Réttast að loka Óperunnl Nú er mikið talað um að íslenska óperan eigi í vandræðum. Þér hefur ekki dottið í hug að koma heim og ið skemmtilegt," segir söngvarinn “ að lokum og hlær svo að það myndi heyrast norður yfir Alpafjöllin ef vindur stæði úr suðri. Verðum að koma í veg fyrfr slys Talið berst að lokum að tónlistar- húsinu sem ríki og borg munu ætla að reisa í sameiningu og láta þar rætast áratugalangan draum tónlist- arfólks á íslandi. Kristján segir að þar sé aðgæslu þörf. „Það væri stórslys ef húsið yrði reist í núverandi mynd þar sem ekki er gert ráð fyrir lifandi óperu- flutningi. íslenskt söngfólk og vel- unnarar óperusöngs verða að taka höndum saman og koma í veg fyrir þetta. Annars er íslenskt óperustarf engu bættara þó þetta nýja hús rísi því það virðist fyrst og fremst vera hugsað sem hreiður fyrir Sinfóní- una. Þetta má ekki gerast og við^ verðum að stöðva þetta.“ -PÁÁ Kristjan Johannsson tenor dv mynd teitur Kristján hefur veriö frægasti söngvari Islands í fjölda ára. Hann er kominn yfir fimmtugt og segist enn geta sungiö þó aö hann hafi ekki háa C-iö í vasanum eins og áöur. Kristján er fæddur á sauöburöi 1948. Hann segir aö tenórar eigi aö fara aö hægja á sér um sextugt. söngvara heimsins stundað árum saman og gera enn. Sumir hafa aldrei náð að syngja í réttri hæð. Ég var eitt sinn staddur með Placido Domingo á Metropolitan í New York og þá var þar blaðamaður að Vel mér verkefni Kristján segir að hann hafi síst minna að gera um þessar mundir en undanfarin ár en bendir á að árin 1997 og 1998 hafi verið metár fyrir Hef aldrei náð því Kristján segir að það sé alþekkt fyrirbæri meðal óperusöngvara að ef þeir eigi erfitt með að ná hæstu tónunum þá er viðkomandi aría lækkuð í tónhæð til að mæta söngv- aranum. „Þetta hafa margir þekktustu „Það væri stórslys ef hús- ið yrði reist í núverandi mynd þar sem ekki er gert ráð fyrir lifandi óp- eruflutningi. íslenskt söngfólk og velunnarar óperusöngs verða að taka höndum saman og koma í veg fyrir þetta. “ spyrja hann hvort hann ætti orðið erfitt með að ná háa C-inu. Domingo skellihló og svaraði: „Blessaður vertu, ég hef aldrei náð því.“ Ég hef haft það fyrir reglu að syngja „natural", eins og það er skrifað, þau hlutverk sem ég syng hverju sinni. Þegar ég hætti að geta það þá tek ég verkið frekar ekki að mér. Það er reyndar rétt að játa að það er þó ein aría sem ég hef alltaf látið lækka fyrir mig. Það er Di quella bira, önnur aðalarían i II Trovatore. Mér finnst að óperur eins og Ást- ardrykkurinn, La Bohéme, Rigo- letto og fleiri séu fyrst og fremst fyr- ir unga og fríska tenóra. Sannleik- urinn er sá að heima á Islandi er ekkert úrval af tenórum sem ráða við þessi hlutverk." sig hvað það varðar. Flest óperuhús eru komin í sumarfrí um þessar mundir en Kristján er bókaður í sumarsýningar á óperum á Ítalíu og í Sviss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.