Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 45
57 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Tilvera Afmælisbörn Barry Manilow, 57 ára Einn þekktasti dægurlagasöngvari síðari tíma Barry Manilow verður 57 ára á morgun. Manilow hefur löngum verið samnefnari fyrir þá dægur- lagasöngvara sem nánast eingöngu eru í róman- tískum ballöðum og hefur frægð hann byggst á ró- legum lögum sem heillað hafa viðkvæmar sálir. Sitt besta tímabil átti hann seint á áttunda ára- tugnum og í byrjun þess níunda. í dag er hann að- allega að skemmta á stórum og dýrum nætur- klúbbum auk þess sem hann heldur konserta þar sem aðalnúmerin eru gömlu smellirnir hans. Paul McCartney, 58 ára Eitt af stórmennum poppsins, Paul McCartn- ey, verður 58 ára á sunnudaginn. Ásamt félögum sínum í The Beatles breytti hann poppsögunni og í dag er hann sá tónlistarmaður sem á það lag sem oftast hefur verið sungið inn á plötu, Yester- day, og er einnig sá lagahöfundur sem oftast hef- ur komið lagi í efsta sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum. Mörg þeirra samdi hann með fé- laga sínum í The Beatles, John Lennon. í áranna rás hefur Paul McCartney víkkað sjóndeildar- hring sinn í tónlistinni og meðal annars samið stór verk fyrir kór og hljómsveitarverk. Stjörnuspá Gildir fyrir laugardaginn 17. júní og sunnudaginn 18. júní Vatnsberlnn (20. ian.-18. febr.l: Spá sunnudagsins: ' Þú nýtur mikils stuðn- ings innan fjölskyld- _ unnar í ákveðnu máli. Vinur þinn þarf á þér að halda. Þér gengur vel að vinna með öðr- um og ættir því að sækja í hóp- vinnu frekar en að vinna einn þessa dagana. Hrúturlnn (21. mars-19. apriH: Spá sunnudagsins: Þú ert viðkvæmur fyr- ir gagnrýni og hættir ^ til að vera óþarflega tortrygginn. Þú átt engu að síður góð samskipti við vini þína. Spá mánudagsins: Allir f kringum þig virðast upp- teknir en láttu það ekki angra þig, þú hefur sjálfúr lítinn tima fyrir aðra. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Spá sunnudagsins: Vertu bjartsýnn varð- andi vandamál sem hefur angrað þig. Þú færð lausna þinna mála innan tíð- ar. Dagurinn verður annasamur en í kvöld færðu tækifæri til að slappa af með ástvini. Vertu varkár í tjármálum. Liónlð (23. iúlí- 22. ágústl: Spá sunnudagsins: ' Þú átt góða tíma fram undan. Fjármálin hafa sjaldan staðiö jafhvel og þú ættir að nota kvöldið til að gera þér dagamun. Spá mánudagsins: Rólegt tímabil er fram undan og þú færð nægan tíma til að hug- leiða afstöðu þína til ákveðins at- viks. Vogin (23. sept.-23. okt.l: smmsmm l Þú hefúr verið afar við- Wf kvæmur gagnvart Vr ákveðinni persónu und- anfarið. Varastu að láta afbrýðisem- ina hlaupa með þig í gönur. SmSEESEI Hugaðu að fjölskyldunni og gefðu þér tíma til að hlusta. Happatölur þínar eru 5, 26 og 30. ■Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Spá sunnudagsins: ’ Ekki taka það næni þér ' þó að einhver sé með leið- indi við þig. Framkoma hans ætti ekki að skipa þig neinu máh. Þú ættir að heimsækja góða vini þína. Ástarmálin eru að komast á skrið en vertu samt þolinmóður. Farðu varlega ef ferðalag er á dagskrá en ekki hafa alltof miklar áhyggjur. Rskarnir (19. febr.-20. marsl: Spá sunnudagsins: ■Dagurinn verður róleg- ur í vinnunni og þú gætir mætt einhverri andstöðu við hugmyndir þinar sem þú ættir ef til vill að endurskoða. Spá mánudagsins: Forðastu óhóflega peningaeyðslu. Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur ákvöröun í sambandi við fjármál. Nautið (20. april-20. maí.l: Hópvinna á vel við þig í dag og þér gengur vel W að semja við þitt fólk. Viðskipti ganga vel þó ekkert sér- stakt gerist á þeim vettvangi. Spá mánudagsins: Vertu jákvæður og bjartsýnn á framtíðina. Ferðalag gæti verið á dagskrá og gættu þess að skipu- leggja þaö vel. Krabblnn (2?. iúní-??. iúin: Spá sunnudagsins: I Vertu hreinskilinn við vini þína og fjölskyldu og athugaðu að ein- hver er viðkvæmur fyrir gagnrýni frá þér. Spá mánudagsins: Þú gætir fengið óvæntar fréttir af einhveijum sem þú þekkir. Þetta er góður tími fyrir hvers konar viðskipti. Mevian (23. áeúst-22. sept.i: Spá sunnudagsins: y(VV 1 Dagurinn verður við- ^V^-burðaríkur og þú ættir ' að fara varlega í öllum fjármálum. Það gætu komið upp aö- stæöur sem virðast réttlæta fjárútlát. Spá mánudagsms: Fjármálin mættu standa betur en það fer þó að rofa til hjá þér. Varastu svartsýni í garð vina þinna. Sporðdreki (24. okt.-21. nðv.l: Spá sunnudagsins: Þú hefur um nóg að Miugsa á næstunni og ættir að einbeita þér að sjálfum þér. Láttu ekki undan þó einhver beiti þig þrýstingi. Spá mánudagsins: Dagurinn verður rólegur framan af en þú hefur meira að gera þeg- ar líður á kvöldið. Happatölur þínar eru 1, 14 og 23. Stelngeltln (22. des.-19. ian.i: . [X/ Einhver vinur eða ætt- ingi kemur þér á óvart með skoðun sinni eða gerir þér óvæntan greiða. Ekki treysta þó um of á hjálp annarra. Spá mánudagsms: Fram undan eru rólegir dagar og þú ættir að nota þá til að hvíla þig því það kemur aftur að því að þú munt hafa í nógu að snúast. Meistari Kurosawa Akira Kurosawa Merkur kvikmyndaleikstjóri sem hafði mikil áhrif á aöra kvikmyndagerðar- menn. Akira Kurosawa átti sér langan starfsaldur og eftir hann standa fjöl- mörg stórverk. í heildina leikstýrði hann 32 kvikmyndum og skrifað handrit að 41. Af hans eldri verkum er þekktust Shichinin no samurai (The Seven Samurai) og kemur það mikið til, fyrir kvikmyndagerða- menn, því þar notaði Akira Kurosawa svokallaða tveggja kvik- mynda tökuaðgerð (Multi-cum). í raun notaði Kurosawa þrjár mynda- vélar í einu við gerð þessarar mynd- ar og náði því mismunandi sjónar- hornum að hverri senu. Önnur þekkt kvikmynd hans frá fyrri árum er hin magnað dramatíska mynd Akahige (Red Beard). Af síðari tíma myndum hans má nefna: Ran, Yume (Dreams) og Hachigatsu no kyoshikyoku (Rapsody in August). Maðurinn sjálfur Akira Kurosawa var yngstur af fjórum bræðrum og fjórum systr- um. Hann fæddist 23. mars 1910 í Tokyo. Listræn tjáning varð fljótt áberandi í fari Kurosawa og beind- ist hugur hans fyrst til þess að verða listmálari. Þó gekk ekki betur en svo að í mars 1928, þegar hann tók inntökupróf í listaskóla, féll hann á prófinu. 1936 sótti hann síð- an um starf tengt þeirri grein sem hann er þekktastur fyrir, kvik- myndum. Fyrsta myndin sem Akira Kurosawa leikstýrði sem aðalleik- stjóri leit dagsins ljós 1943. 1945 var svo viðburðaríkt ár hjá Kurosawa í einkalífinu þvi hann giftist í þann 21. maí leikkonunni Kayo Kato og 20. desember sama ár eignaðist hann soninn Hisao. 1959, nánar til- tekið í april, stofnaði Kurosawa síð- an eigið fyrirtæki, Kurosawa Prod- uctions. Ekki var lífið alltaf dans á rósum hjá Kurosawa og þegar hann var 61 árs reyndi hann að fremja sjálfsmorð. Haföi sá sorglegi atburð- ur þó lítil áhrif á framleiðsluna, hann hélt á fullum krafti áfram að leikstýra myndum. Kurosawa lést 6. september 1998, hafði hann þá verið ekkjumaður í þrettán ár. Fyrirmyndin Kurosawa Kurosawa hafði gott auga fyrir möguleikum kvikmyndavélarinnar og var uppátækjasamur í sköpun sinni. Allar hans myndir einblína á mannveruna og tilvist hennar sem og tilflnningar. Er nálgun Kurosawa engan veginn augljós en samt svo einfold og lifandi. Hann er sérlega góður í að nota skugga og litbrigði skugganna. Þvi kemur það manni á óvart, en þó ekki, hversu litirnir spila sterkt hlutverk í Hachigatsu no kyoshikyoku (Rapsody in August) og hversu það eykur á fegurðina í umhverfmu. Það er því ekki ofsögum sagt að þarna hafi verið á ferðinni mikill listamaður. Guðrún Guðmundsdóttir Klassískt myndband Shichinin No Samurai (The Seven Samural) - spenna ★★★! Hetjur og hetjudáðir Sú ímynd sem flest fólk hefúr í huga sér þegar þaö hugsar um samúræja er t.d. hetja sem deyr fremur en gefast upp, sérlega hæfur bardagamaður og málaliðar. Fæstir hugsa þó um nei- kvæða hlið samúræja heldur er litið meira á upphefðina sem í því felst að vera slík hetja. Mynd Akira Kurosawa af hinum sjö samúræjum er fyrir löngu orðin sígilt efni og fyrirmynd margra mynda. Hún hefur meira að segja hlotið það lof hjá Kan- anum að bandarísk út- gáfa hefur verið gerð af henni í vestrastíl. í smáu og fremur fá- tæku þorpi í Japan búa bændur sem hafa lifibrauð sitt af upp- skeru sinni. Þeir borga skatta til „kúg- ara“ síns og fá að halda nægu eftir til að lifa af. Það dugir þeim þó ekki því þjófar herja reglulega á þá eftir að þeir hafa gengið frá uppskerunni. Því hefur fólk lítið milli handanna og þarf að herða sultarólina reglulega. Bændum- ir eru ekki hrifnir af þessu og telja að eitthvað verði að gera í þessu máli því svona gangi þetta ekki til lengdar. Nokkrir bændanna fara til að fá ráð hjá öldungi þorpsins. Honum dettur það í hug að eina leiðin sé að fá til liðs við sig þjálfaða bardagamenn; sam- úræja. Nokkrir eru sendir í sendifor í leit að samúræjum. Eftir misjafnt gengi tekst þeim loks að fá vel þjálfaðan mann til að vinna fyrir sig og áhang- anda hans. Sá maður hjálpar þeim sið- an að útvega fleiri samúræja. Nokkuð er ljóst að bændumir hefðu aldrei fengið nokkum samúræja til liðs við sig hefði ekki komið til mann- gæska Kambei, þess fyrsta sem ákveð- ur að vinna fyrir þá. Þegar hann sér hversu aumt líf bændanna er getur hann ekki annað en ákveðið að reyna að gera eitthvað í þeim málum. Myndin er yndislega hæg á köflum og hröð á öðrum köflum. Þó svo að hún sé hæg er alltaf heil- mikið í gangi; mann- legar tiFmningar þar efst á baugi. Kurosawa kemur þessu vel tO skila. I þessum mikla ljótleika og fátækt leynist fegurð en jafn- framt depurð. Sérlega áhrifamikil er sena þar sem kona situr í rúmi og nær alfarið að túlka eymd og trega lífsins án þess að segja orð né gera nokkuð sérstakt. Mjög margt leynist í þessari mynd og ógemingur að fara út í afla þætti hennar. Því er um að gera að eyða nokkmm tíma fyrir framan imbann og leigja sér myndina. Það er líka alltaf hressandi að horfa á svart/hvíta mynd öðm hvom. Myndin fæst hjá Vídeóhöllinni í Lágmúla. Lelkstjóri: Akira Kurosawa. Aöalhlutverk: Takashi Shimura, Toshiro Mifune, Yoshiro Inaba, Seiji Miyaguchi, Minoru Chiaki, Daisuke Kato, Ko Kimura, Kamatari Fu- jiwara, Kuninori Kodo, Bokuzen Hidari, Yoshio Kosugi, Keiji Sakakida, Yasuhisa Tsutsumi, Keiko Tsushima og Toranosuke Ogawa. Japönsk, 1954. Lengd upprunar- legu útgáfu: 207 mín. Bönnuö Innan 16 ára. Guðrún Guðmundsdóttir www.romeo.is Stórglæsileg netverslun, frábær verö! ótrúleg tilboð Rafstöðvar Mikið ún/al bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.