Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 46
.58 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 Tilvera I>V Silkimyndir í Norska húsinu Ema Guðmarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Norska húsinu í Stykkishólmi. Myndimar sem hún sýnir eru málaðar á silki og myndefnið er sótt í íslenska náttúm. Erna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1985. Erna er ein af stofnendum Sneglu listhúss sem hefur verið starfrækt síðastliðin 9 ár. Einnig opnar Magnús Karl Antonsson ljósmyndasýningu í Norska húsinu í dag. Sýningin er opin daglega frá klukkan 11 til 17. Klassík ■ STRENGJAKVARTETT I SALNUM Strengjakvartettstónleikar fara fram í Salnum í Kópavogi í kvöld. —^ Meöal flytjenda er Sigrún Eövalds- dóttir. Strengjakvartettstónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru jafnframt hluti af Tónskáldahátíðinni og Lista- hátíö. ■ SÖNGVAHÁTIÐ í MOSÓ Menn ingardagskrá Mosfellinga, Varmár- þing, sem einnig er hluti af sam- starfsverkefni Menningarborgarinnar og sveitarfélaga, heldur áfram í dag og stendur til 17. júní. Meðai við- burða í dag er söngvahátíö kl. 20.00 þar sem sjö kórar koma fram ásamt Skólahljómsveit Mosfells- bæjar. Opnanir ■ UÓSAKLIF í HAFNARFIRÐI Hali- dór Asgeirsson opnar sýninguna Og _ aö bátur beri vatn aö landi í Ljósaklifi, Hafnarfirði, kl. 22. Sýn- ingin fjallar bæöi á huglægan og myndrænan hátt um hverfulleika vatns og birtu; um sýnir, þ.e. að við sjáum öðruvísi í gegnum vatn, og ekki síst um samskipti manns og hafs. Sýningin stendur til 3. júlí og er opin daglega frá 14-18. ■ GALLERÍ ASH. VARMAHLÍÐ Auð- ur Vésteinsdóttir og Sigríöur Ágústsdóttir opna samsýningu á veflistaverkum og reykbrenndum vösum og tekötlum T Gallerí Ash, Lundi, Varmahlíð, kl. 20. ■ LIST HJÁ LANDSVIRKJUN Kl. 18 veröur opnuð listsýning í Laxárstöö í Aöaldal. Tónlist og veitingar. Hún stendur til 15. september. X' ■ NEMA HVAÐ í dag, kl. 18, opnar Sara María Skúladóttir sýningu í Gallerí Nema hvaö á Skólavöröustíg 22c og eru allir velkomnir. Hún sýnir þar málverk af hinum ýmsu stjörn- um. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 og er síð- asti sýningardagurinn 2. júli. ■ GALLERÍ REYKJAVÍK Senn skín þinn morgunn er yfirskrift sýningar Ola G. Jóhannssonar sem opnnuð verður í Gallerí Reykjavík viö Skóla- vörðustíg. Sýnd eru akrýlmálverk á striga og blekteikningar í stærri kantinum. Verkin eru öll ný af nálinni og til söiu. ■ M REFSINGAR Á ÍSLANDI Á BLONPUOSI I dag, kl. 14, verður opnuð sýningin Refsingar á íslandi í Hillebrandshúsi á Blönduósi og er það dómsmálaráöherra, Sólveig Pétursdóttir sem opnar sýninguna. A Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Ur I moldinni heima Það er alþekkt fyrirbæri að við gerð heimiidamynda sæki menn efnivið til ættingja og vina - heims sem menn þekkja. Bæjarbíó frumsýnir tvö ný verk í kvöld: Gróska í gerð heimildamynda Það er óneitanlega mikil upp- sveifla í íslenskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Hver myndin er frumsýnd á fætur annarri við af- bragðs viðtökur gagnrýnenda, sem og áhorfenda. íslensk kvikmynda- gerð er þó fjölbreyttari en svo að einungis séu gerðar „hefðbundnar“ bíómyndir. Til að mynda verða frumsýndar í kvöld tvær heimilda- myndir með harla óvenjulegu sniði Böövar Bjarki Pétursson „Það er sem allir vilji verða kvik- myndagerðarmenn í dag. “ í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 18.00 í kvöld. Kvikmyndagerðarmaðurinn Böðvar Bjarki Pétursson kemur að gerð beggja myndanna þótt þær standi honum misjafnlega nærri. Persónuleg mynd í moldinni heima fjallar um ferð móður Böðvars Bjarka og þriggja systra hennar á æskustöðvarnar til að grafa fyrir nýrri rotþró. Við býl- ið, sem nú er komið í eyði, er graf- reitur þar sem foreldrar og bróðir systranna hvíla. Bjarki notar ein- ungis litla stafræna myndatökuvél til að fanga þessa ferð á „filmu“. En stóð dramatískt umQöllunarefniö honum ekkert of nærri? „Það er al- þekkt fyrirbæri að við gerð heim- ildamynda sæki menn efnivið til ættingja og vina - heims sem menn þekkja. Það er viðleitni til að vera í sem nánustum tengslum við um- fjöllunarefnið. Það gefur þó mynd- inni sérstakan brag að hér sé um að ræða móður mína og móðursystur. Ég átti síðan vissulega í miklum vandræðum með að nálgast upptök- umar og það liðu tvö ár þar til myndin var klippt. Lausnin var að draga niður i hljóðinu og láta myndefnið ráða för - hið persónu- lega kom svo í kjölfarið.“ Spegilmynd á nútímann Hin myndin, Starfsemi nútíma- þjóðfélags, verðlaunamynd, er af allt öðru tagi. Hún gengur út frá því að símaafgreiðslur fyrirtækja end- urspegli starfsemi þjóðfélagsins um- fram allt annað. Hugmyndin að myndinni er komin frá Bjarka en systkinin Árni og Hrönn Sveins- börn sáu um upptökur, klippingu og tónlistarval. Þau settu upp tökuvél- ar við fimm símaskiptiborð sem gengu heilan dag - alls 40 klukku- tímar af efni sem Ámi og Hrönn klipptu niður í tæpan hálftíma - snilldarlega að sögn Bjarka. Hann bætir við: „Myndin er sérstæð speg- ilmynd á nútimann og um leið hálf- gerð gáta fyrir áhorfendur. Ég hef haldið því fram að íslenskar heim- ildamyndir búi ekki yfir breiðu sviði og viðmót bæði kvikmynda- gerðarmanna og áhorfenda gagn- vart þeim sé lítt þroskað. Hér er verið að reyna nýja og frumlega hluti.“ Orðið verðlaunamynd í titl- inum vísar til formtilrauna Guð- bergs Bergssonar í Tómas Jónsson, metsölubók. Og vissulega er kom- inn tími á slíkar tilraunir í íslensk- um kvikmyndum. Gríðarleg aðsókn Annars hefur Böðvar Bjarki nóg fyrir stafni þessa dagana. Hann hef- ur nýlokið við langa heimildamynd á 35 mm filmu sem nefnist Lúðra- sveit og brú og stendur til að frum- sýna hana í ágúst. Þá er allt á fleygi- ferð í Kvikmyndaskólanum sem hann stýrir: „Aðsóknin er grföarleg. Það er sem allir vilji verða kvik- myndagerðarmenn í dag. Það á sér stað mikið uppbyggingarstarf innan skólans sem á eftir að vaxa mjög innan fárra ára.“ Þar vísar hann m.a. til þess að um áramót mun skólinn bjóða upp á tveggja ára nám í kvikmyndagerð, auk sértækari námskeiða fyrir fagfólk sem eiga að styðja við kvikmyndaiðnaðinn hér- lendis. Að lokum er rétt að geta þess að myndin í moldinni heima verður sýnd á Stöð 2 kl. 20.05 þann 17. júní - eigi einhverjir ekki heimangengt í kvöld. -BÆN Brógagnrýní Háskólabíó - Wonderland: ★★i. Sölumennska og græögi Hilmar Karlsson s krifar um kvikmyndir. Svona förum viö aö því Ungir verðbréfasalar fylgiast með einum félaga sínum selja hlutbréf. Boiler Room er um unga menn, alla vel undir þrítugu, sem hugsa aðeins um eitt, peninga og hvemig græða megi milljón dollara á sem stystum tima. Hvar skyldu þeir geta gert það á „heiðarlegan hátt“, nema sem verðbréfasalar. Þeir selja vel efnuðu fólki ameriska drauminn um gull og græna skóga sem er handan við hornið. Lífið er sam- kvæmt skilningi þeirra vinna frá morgni til kvölds. Fjölskyldulíf er ekki til í þeirra veröld og í þeim þrönga skilningi á lífinu sem þeir aðhyllast er sýndarmennska kannski það sem skiptir mest máli, án þess þó að þeir geri sér grein fyr- ir því. Sögumaður okkar og aðalpersóna myndarinnar er Seth (Giovanni Ribisi), rúmlega tvítugur maður sem hætt hefur í skóla og stofnað spilavíti fyrir háskólanema. í hon- um sér einn aðalgaurinn hjá verð- bréfafyrirtækinu, J.T. Marlin, efni- legan starfskraft. Seth slær til og ræður sig sem lærling. Hann sýnir strax mikla hæfileika, stenst verð- bréfamiðlarapróf með glans og er kominn á hraðferð í átt að verða milljónamæringur. Fyrirtækið sem hann starfar hjá er þó ekki á föstum grunni og hefur í heiðri vafasamar reglur auk þess sem fylgst er með því af yfirvöldum en þetta er bara enn ein áhættan sem þessir ungu menn með dollaraglampa í augun- um þurfa að takast á við. Ben Younger, leikstjóri og hand- ritshöfundur, hefur greinilega kynnt sér vel heim hlutabréfanna og eitt það besta við kvikmyndina eru samtöl hinna ungu verðbréfa- sala sln á milli og svo við kúnnana. Þá birtist kannski besta lýsingin á þeim þegar þeir sitja í hálftómu og stóru einbýlishúsi, sem einn þeirra á, drekka bjór og horfa á Wall Street. Þarna eru fyrirmyndimar, Michael Douglas og Charlie Sheen í hlutverki verðbréfasala, enda kem- ur i ljós að þeir kunna utanbókar eigin samtöl. Gott atriði sem lýsir væntingum þeirra og ástandi meira en mörg orð. Þá eru atriðin með Seth og föður hans einnig vel unnin. Faðir hans er dómari, harður fjöl- skyldufaðir, sem Seth vill öðlast virðingu frá, en hefur ekki erindi sem erfiði. „Ef þú vilt fá meðaumk- un og huggun leitaðu þá til móður þinnar. Ég er faðir þinn,“ er svar hans þegar Seth vill koma á sam- bandi milli þeirra. Boiler Room hefur kannski þann helsta galla að hana skortir dýpt. Hún er snjöll á yfirborðinu og leik- arar eru jafngóðir en hinn unga leikstjóra vantar reynslu til að kafa i sálarlíf persóna sinna. Strákarnir eru nánast eins og símalandi brúð- ur. Leikstjóri og handritshöfundur: Ben Younger. Kvikmyndtaka: Enrique Chedi- ak. Tónlist: The Angel. Aðalhlutverk: Giovanni Ribisi, Ben Afflect, Vin Diesel, Nicky Katt og Nia Long.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.