Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 52
Úrval sundlauaa í garöinn Sími: 567 4151 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 Sleipnisverkfall’ enn óleyst: Ekið á verk- fallsvörð „Ef þeir hefðu verið heiðarlegir og ^ ^agt mér strax að þeir ætluðu að setja lögbann á okkur, þá hefði líklega ekki komið til þessa verkfalls," segir Ósk- ar Stefánsson, formaður Sleipnis, um lögbannskröfur Samtaka atvinnulífs- ins síðustu daga. DV haíði samband við aðila í samninganefnd SA í gær sem sagði verkfall Sleipnis vera vanhugsað og að Sleipnismenn geri sér ekki grein fyrir því að rútufyrirtækin hafi enga burði til að hækka laun þeirra jafn mikið og þeir krefjast. Verkfallsvörður Sleipnis hefur kært til lögreglu atburö sem varð við Bláa lónið í gær. Hann segir að ekið hafi verið á sig. Lögreglan vildi ekkert um málið segja. Samningsaðilar hittust á formleg- —4um sáttafundi í gær en ákveðið var að fresta honum þar til síðdegis í dag og sama má segja um lögbannskröfu Allrahanda og Austurleiðar-SBS en hún verður tekin fyrir í dag. Fréttaljós um átakasögu Sleipnis bls. 6. -jtr Hringja.is: Frí símtöl til Banda- ríkjanna og Kanada Hringja.is, sem er nýtt fyrirtæki á sviði tölvusamskipta, mun í dag kynna nýja símaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu munu íslendingar geta hringt ótakmarkað til Bandarikjanna og Kanada án end- urgjalds. Einnig verður hægt að hringja í gegnum Hringja.is til flestra landa heims gegn vægu gjaldi. Sem dæmi um mínútuverð hjá Hringja.is kostar 3 kr. að hringja til Bretlands, 6 kr. til Danmerkur og Jap- ans, 8,25 til Chile og 15,75 til Kína. Greiða þarf skráningargjald fyrir þjónustuna en mánaðargjaldi verður stillt í hóf. „Ætlun okkar er að stækka markaðinn," segir Hermann Valsson, talsmaður fyrirtækisins. Smáauglýsingadeild DV er lokuð laugardaginn 17. júní, opið er sam- kvæmt venju sunnudaginn 18. júní frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er lokuð 17. júní. Opið verður samkvæmt venju mánudaginn 19. júní frá kl. 6-20. Lokað er á ritstjóm 17. júní. Vakt verður á ritstjóm DV frá kl. 16-24 sunnudaginn 18. júní. Sími fréttaskots er 550 5555. DV kemur næst út eldsnemma mánudaginn 19. júní. Gleðilega þjóðhátíð! DV-MYND HILMAR ÞÓR Blíö í blíðu Stúlka og kiölingur meö sól í sinni í Húsdýragaröinum. Engihj allamálið: Viðurkennir að hafa hrint konunni Ungi maðurinn sem situr í gæslu- varðhaldi vegna láts ungu kon- unnar sem féll fram af 10. hæð við Engihjalla 9 hefur viðurkennt að hafa hrint konunni í átt að svalahandriði Engihjalll 9. áöur en hún féll niður - þó ekki af ásetningi. Hæsti- réttur hefur fallist á gæsluvarðhald yfir manninum til 3. júlí með hliðsjón af almannahagsmunum þar sem ekki sé hægt að líta fram hjá því að mað- urinn viðurkenni að hafa valdið slysi þar sem bani hlaust af - óhjákvæmi- legt sé að líta á slíkt sem að minnsta kosti líkamsárás sem leiði til bana. Hinn grunaði hefur viðurkennt að hafa rétt fyrir atburðinn átt samræði við ungu konuna en eftir það hafi hann bölvað henni vegna fíkniefna. Hann segir konuna þá hafa æst sig, rokið að sér og hann þá hrint henni. Lögreglan lítur svo á að sterkur grunur leiki á að maðurinn hafi gerst sekur um manndráp eða í það minnsta líkamsárás þar sem bani hlaust af. -Ótt Siv Friðleifsdóttir styður gjaldtöku í MBA-námi: Klofningur í Framsókn - Hjálmar Árnason á öndverðum meiði og styður tillögu Ólafs Arnar T W TI 1 • Wt t t n ' .1 m m m m ííí ÍH as 5 rfiTI” Enn deilt um MBA-nám Hjálmar Árnason styöur gjaldtökulaust MBA-nám og segir málflutning Ólafs Arnar byggja á samþykktum síðasta flokksþings. Siv er á öndveröum meiöi og segist ekki hafa forsendur til þess aö draga ákvaröanir háskólaráös í efa. Klofningur virðist vera innan Framsóknarflokksins vegna MBA- náms sem til stendur að kenna við Háskóla íslands í haust. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Islands sl. þriðjudagskvöld kom fram í mál- flutningi Ólafs Amar Haraldssonar að hann vildi aukafjárveitingu til þess aö MBA-nám innan HÍ haldist skólagjaldalaust. DV spurði Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra Framsóknarflokksins, hvort hún myndi styðja tillögu Ólafs yrði hún borin fram. „Varðandi tillögu Ólafs Arnar vil ég segja að ég hef ekki heyrt þetta nefnt enn þá, en vissulega verður þetta rætt beri Ólafur Öm fram til- lögu þess efhis.“ Siv kvaðst ekki hafa neinar forsendur til þess að draga ákvarðanir háskólaráðs í efa. Hjálmar er ósammála Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknar, er ekki á sama máli og Siv. „Ég styð málflutning Ólafs Arnar, enda byggir hann á samþykktum síðasta flokksþings Framsóknar- flokksins. Ólafur Örn er annar af talsmönnum flokksins í menntamál- um og ég treysti honum fullkomlega til þess að túlka afstöðu flokksins á því sviði. Þó held ég ekki að það sé klofningur innan flokksins. Þama er um áherslumun að ræða. Kjami málsins er að skólagjöld í almennt nám viö HÍ verði ekki innleidd. Hvort hægt sé að flokka þetta nám undir ahnennt nám ræðst að miklu leyti af þeim nemendum sem námið stunda. Komi nemendumir beint í námið að loknu hefðbundnu há- skólanámi er þama um eðlilegt námsferli að ræða. Hins vegar ef þeir nemendur sem námið sækja em að koma úr atvinnulifmu og em jafnvel kostaöir af fyrirtækjum horfir málið öðmvísi við. Aðspurður kvaðst Hjálmar ekki vita um afstöðu Halldórs Ásgrims- sonar í málinu. „Vegna þeytings í útlöndum höf- um við ekki átt kost á því að ræða málin.“ Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra sagði í samtali við DV að Háskóli íslands hefði ekki óskað eftir aukafjárveitingu vegna MBA- máns en fjárveitingar til skólans væru samkvæmt sérstökum samningi. Hann benti á að allir flokkar hefðu staðið að samþykkt háskólalaga sem heimiluðu einka- skólum að innheimta skólagjöld sem og einnig væri gjaldtaka fyrir endurmenntun heimil. „í viðtali Össurar Skarphéðins- sonar í DV í gær telur hann greini- lega aö hann geti slegiö einhveijar keilur með því að skipta um skoðun varðandi þessi skólagjöld og þar með einnig gert menntamálaráö- herra lífið leitt. Mér fmnst þetta ekki stefnufost afstaða hjá hinum nýkjörna flokksformanni," sagði Bjöm. Ráðherrann bætti því við að hér væri um tækifæri fyrir Háskóla íslands að ræða við nýjar aðstæður. Honum þætti að það ætti að ráðast af áhuga nemenda hvort boðið verð- ur upp á MBA-nám i HÍ á þeim for- sendum sem skólinn hefur kynnt. -ÓRV ^ Þorsteinn Már Baldvinsson um sveiflujöfnun í þorski: Asættanlegur millivegur „Þetta er ásættanlegur millivegm-," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja á Akureyri, um þær breytingar á afla- reglu í þorski sem ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gær. Sam- kvæmt þeim verður leyfilegur þorskafli á næsta fiskveiðiári 220 þús- und tonn. Það er 17 þúsund tonnum meira heldur en Hafrannsóknastofn- un hafði lagt til að veitt yrði, en 30 þúsundum minni afli heldur en á síð- asta fiskveiðiári. Tekin verður upp sveiflujöfnun á kvóta allra tegunda. Þetta er sama aðferð og Jóhann Sigur- mögulega leið til að minnka áfall vegna niðurskurðar á kvóta. Sjávarút- vegsráðherra hefur nú ákveðið í .sam- ráði við Hafró að þorskkvóti breytist aldrei meira en sem nemur 30 þúsund tonnum milli fiskveiðiára. „Ég hef alltaf stutt tillögur Hafrann- sóknastofnunar," sagði Þorsteinn Már, „og mér finnst hafa verið ljóst á undanfómum mánuðum að það er minni fiskur heldur en menn höfðu gert ráð fyrir. Við höfum ekkert leyfi til að taka sérstaka áhættu og ég tel að jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- með þessari ákvörðun sé ekki verið að unar, boðaði í yfirheyrslu DV sem gera það.“ -JSS Ami Mathlesen Kynnti í gær kvóta næsta fisk- veiöiárs. Þorsteinn Már Baldvinsson Ásættanlegur millivegur. Gæði og glæsileiki smoft (sólbaðstofaj Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.