Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 1
27
Föstudagur 16. júní 2000
dvsport@ff.is
Oliver Bierhoff, fyrirliöi þýska
landsliðsins í knattspyrnu,
gæti veriö úr leik á
Evrópumótinu í knattspyrnu
komist þýska liöiö ekki áfram í
gegnum riölakeppnina.
Bierhoff reif vöðva í læri á
æfingu og leikur 'iiggiega
ekki næstu tvo leikí en hann
tryggði Þýsklandi Evrópu
meistaratitilinn fyrir fjórum
árum.
Reuters
EM í knattspyrnu:
Matthaus
verður með
- Jancker og Kirsten
frammi gegn Englandi
Erik Ribbeck, landsliðseinvald-
ur Þjóðverja, stendur við bakið á
sínum manni og hefur ákveðið að
Lothar Matthaus muni leika sinn
149. landsleik gegn Englendingum
á morgun. Það voru sögusagnir
um að Lothar hafi beðið um að
fara heim til Þýsklands en Ribbeck
hafi þvertekið fyrir það og hann
segir að Matthaus muni sina það
gegn enskum að hann sé ekki orð-
inn „of gamall".
Þá hefur Ribbeck tilkynnt að
hann ætli að tefla þeim Carsten
Jancker og Ulf Kirsten saman í
framlínunni í forfollum Oliver
Bierhoff. Hvorugur þeirra hefur
leikið í stórkeppni og aðeins einu
sinni leikið saman í æfmgaleik
gegn spænska liðinu Real Mallorca
fyrir Evrópumótið. -ÓÓJ
Allt undir hjá Þjóðverjum og Englendingum á morgun á EM:
Stríð í Charleroi
Á meðan Islendingar fagna
þjóðhátíðardeginum á morgun fer fram leikur
upp á líf á dauða hjá tveimur af mestu
knattspyrnuþjóðum sögunnar, Englandi og
Þýskalandi. Þessar tvær þjóðir hafa háð marga
hildina í gegnum tíðina, bæði á sviði
knattspymunnar sem og í þjóðmálunum og
báðar þurfa þær lífsnauðsynlega á sigri að
haída ætli þær sér áfram í 8 liða úrslit
keppninnar.
Kevin Keegan, þjálfari enska liðsins, leggur
áherslu á að enska liðið þurfi að hugsa um sinn
leik en ekki velta sér upp úr þeim vandamálum
sem hafa herjað á þýsku æfingabúðimar.
England hefur ekki unnið Þýsklandi á
stórmóti i 34 ár eða síðan þeir unnu þá í
úrslitaleik heimsmeistaramótsins 1966. Keegan
segir liðið hafa lært dýrmæta lexíu gegn
Portúgal en að nú séu þeir hlutir komnir í lag.
I liðið vantar bæði þá Tony Adams og Steve
McMannaman sem em meiddir en valið
stendur enn á milli tveggja leikkerfa hjá
Keegan, að spila hið venjulega 4-4-2 kerfi eða
hverfa á vit ævintýra með því að spila 3-5-2.
Þar sem svo mikið er undir í þessu leik hafa
margir áhyggjur af ólátum sem gætu brotist út
enda miklir ólátaseggir fylgifiskar beggja liða.
Völlurinn tekur aðeins 30.000 manns en mun
fleiri koma til með að heimsækja Charleroi,
sem er 200 þúsund mann borg, í von um að
komast á inn.
Dómari leiksins verður Italinn Pierluigi
Collina og það er því ljóst að leikurinn verður
undir góðri stjórn þess frábæra dómara en
svo er bara að sjá hvort belgískir
öryggisverðir og lögreglumenn ráði við
áhorfendaskarann og ólátabelgina sem
verður vissulega nóg af í Charleroi á morgun
en leikurinn hefst klukkan 18.45. -ÓÓJ
Friðrik til Finnlands
Friðrik Stefánsson, hinn sterki miðherji
Njarðvíkur og íslenska landsliðsins 1
körfubolta, hefur gert samning við finnska
úrvalsdeildculiðið Lappeenrannan NMKY
RY og er því þriðji leikmaður
Njarðvíkurliðsins sem yfirgefur herbúðir
liðsins en einnig hafa þeir Páll Kristinsson
og Hermann Hauksson farið frá Njarðvík.
Friðrik hefur verið 1 liði ársins tvö síðustu
árin í úrvalsdeildinni og varði fiest skot í
deildinni í vetur.
Grenshaw til KFÍ
KFÍ hefur fundið sér bandarískan
leikmann fyrir næsta tímabil en það er
Reggie Grenshaw, 2,03 metra framherji
sem kemur frá Austin Peay-háskólanum
en hann hefur einnig leikið í 2. deildinni í
Finnnlandi. -ÓÓJ
'ksJtíAS