Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 2
28 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 mrms, mh >ú ■ m mm. 37 1 Sport Sport - Tyrkir og Svíar í slæmum málum eftir 0-0 jafntefli Tyrkir og Svíar gerðu 0-0 jafntefli í B-riðli í langlélegasta leik Evrópumótsins í knattspymu í gær en þetta var fyrsti markalausi leikur mótsins til þessa. Með þessum úrslitum er orðið ljóst að ítalir hafa fyrstir liða tryggt sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Liðin kepptust aðallega um að missa boltann en á 90 mínútum misstu liðin boltann alls 341 sinni eða 3,8 sinnum á mínútu (Svíar 168 sinnum og Tyrkir 173 sinnum). Skotin sem hittu markið voru aftur á móti aðeins sjö og hornin bara 4. Tyrkneski þjálfarinn, Mustafa Denizli, gagnrýndi bæði dómara leiksins sem og stuðningsmennina. „Dómgæslan hafði mikil áhrif í kvöld og svo get ég ekki sætt mig við að mínir leikmenn þurfi að þola móðgandi athugasemdir ofan úr stæðunum allan leikinn. Ég krefst meiri virðingar fyrir mínum leikmönnum," sagði fúll og strektur tyrkneskur þjálfari í leikslok en var ósáttur með margar af þeim sex rangstæðum sem dæmdar voru á Tyrki í leiknum. Sænski þjálfarinn, Lars Lagerback, er ekki búinn að missa vonina. „Viö eigum enn möguleika á að komast áfram og við munum gera aUt til þess að vinna ítali.“ Staðan í B-riðli: Ítalía 2 2 0 0 4-1 6 Belgia 2 10 12-3 3 Svíþjóð 2 0 111-2 1 Tyrkland 2 0 111-2 1 Síóustu tveir leikirnir fara fram 19. júní pg þá mætast Tyrkland-Belgía og Italía-Svíþjóö. -ÓÓJ Þaö voru margar ástæður til þess að brosa, á hinu nýja og glæsilega æfingasvæði Þróttara í Laugardalnum, 8. júní síðastliöinn. Þá fóru fram úrslit Reykjavikurmóts 6. flokks kvenna í sól og blíðu og skemmtu stelpurnar sér hið besta enda gaman í fótboltanum. Ný stefna hjá KRR er að verðlauna ekki fyrir keppni yngstu iðkendanna og feta þar með í fótspor Norðmanna sem hafa hætt með alla keppni hjá yngstu krökkunum sínum. Fjölnisstelpur urðu þó Reykjavíkur- meistarar að þessu sinni eftir harða keppni við skemmtileg lið Vals og Fylkis en Fylkir sendi tvö lið til keppni og þar er nóg af efnilegum knattspyrnukonum. KR rak síðan lestina að þessu sinni. Úrslit leikjanna í mótinu: Fylkir (1)-Fylkir (2)...........5-4 KR-Valur........................2-4 Fjölnir-Fylkir (1)..............4-3 Fylkir (2>-KR...................3-2 KR-Bjölnir......................0-4 Valur-Fylkir (2)...............13-0 Fylkir (1)-KR..................12-0 Fjölnir-Valur...................3-2 Fylkir (2)-Fjölnir............0-14 Valur-Fylkir ............. Lokstaðan Fjölnir 4 4 0 0 25-5 8 Valur 4 2 1 1 23-9 5 Fylkir (1) 4 2 1 1 24-12 5 Fylkir (2) 4 1 0 3 7-34 2 KR 4 0 0 4 4-23 0 Lengst til vinstri eru allar Fylkisstelpurnar í 6. flokki kvenna en Fylkir sendi tvö lið til keppni sem uröu f 3. og 4. sæti á mótinu og stóöu sig mjög vel. vinstri leggur Hel- ena Ólafsdóttir, þjálfarí 6. flokks KR, línurnar fyrír sfnar stelpur og hér til hægri eru Reykj- avíkurmeistarar Fjöln- is. Aö ofan til hægrí eru síöan Valsstelpurnar sem settu mikinn svip á mótiö enda fögnuöu þær mörkunum sínum með þvi aö taka handahlaup, koll- hnýsa og höfuöstökk út um allan völl. '1* Slóvenski leikmaðurinn Zlatko Za- hovic er nú mjög eftirsóttur eftir frá- bæra frammistöðu gegn Júgóslövum í fyrsta leik Slóvena á EM. Zahovic, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, er á mála hjá gríska meistaralið- inu Olympiakos en gæti veriö á leiö til ítalska liðsins Fiorentina eftir EM en ekki til Tottenham eins og fyrstu fréttir sögðu frá. Fiorentina þarf adfara að huga að endurnýjun leikmannahópsins því liöið er þegar búið að selja Argent- ínumanninn Gabriel Batistuta til Roma auk þess sem Portúgalinn Rui Costa er búinn að biðja um að fá að fara frá félaginu. Tveir byrjunarliösleikmenn Portú- gala frá því í sigrinum á Englandi verða líklega ekki með, vegna meiðsla, gegn Rúmenum á morgun. Þetta eru miðjumaðurinn Paulo Bento og varnarmaöurinn Abel Xa- vier. Miðjuleikmaöurinn Paulo Sosa er aftur á móti búinn að ná sér af meiöslum þeim sem hafa hrjáð hann undanfarnar tvær vikur. Fyrstu ólcetin milli stuðningsmanna tveggja liöa á Evrópumeistaramótinu áttu sér stað í gær. Fyrir leik Svía og Tyrkja komu upp ryskingar milli nokkurra af fjölmörgum stuðnings- mönnum liðanna sem voru saman- komnir í miöborg Eindhoven en hollenska lögreglan náði fullri stjórn á ólátabelgunum á tíu mínútum. Sjö voru handteknir og einn lögreglu- maður slasaðist lítillega. Fyrstu sex dagar keppninnar höfðu verið aö mestu lausir við ólæti þó að belgískir áhorfendur hafl verið með læti eftir báða leiki liösins en atvikiö i gær var það fyrsta sem brýst út i Hollandi. Um helgina bíður þó lög- reglumanna beggja þjóða mikið verk enda mikilvægir úrslitaleikir um áframhaldandi þátttöku og spennan í hámarki. -ÓÓJ 32 liða úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í knattspyrnu: Ekkert óvænt - en Valsmenn unnu 23 ára lið Skagamanna í framlengingu vík og sex lið Landssímadeildar- innar í sumar til samans en sig- urinn var allan tímann í örugg- um höndum gestanna. Róbert Sigurðsson, Zoran Djuric og Ólaf- ur Bjamason komu Grindavík í 0-3, Jó- hann Þórhallsson minnkaði muninn, tvö mörk frá Scott Ramsey komu Grindavík í 1-5 áð- ur en Egill Atlason minnkaði muninn í 2-5 í lokin. Víkingar tryggðu sér sigur á Þór á Akureyri á lokasekúndum leiksins þegar Sumarliði Ámason skor- aði úr víta- sem Jón Grétar fékk. Þá voru spymu Ólafsson liðnar tvær mínútu af upp- bótartíma. Pétur Kristjáns- son kom Þór yfir en Freyr Karlsson jafnaði rétt fyrir leikhlé. Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk í 0-4 sigri Keflavíkur á HSH, sameiginlegu liði fjögurra liða á Snæfellsnesi, en Zoran Ljubicic og Haraldur Guðmundsson bættu við tveimur mörkum fyrir Keflavík. Rautt á Miclc Goran Kristófer Micic, þjálfari Stjörnunnar, fékk rautt spjald fyrir kjaftbrúk þegar hann mót-* ' mælti vítaspymudómi í lok leiks HK og Stjömunnar en Stjaman vann leikinn 1-2. Veigar Páll Gunnarsson og Birgir Sigfússon komu Stjörnunni í 0-2 áður Hjálmar Hallgrímsson minnkaði muninn þegar hann fylgdi eftir umræddri vítaspymu í lokin. Framarar rétt mörðu í gegn eins marks sigur á 23 ára liði Eyjamanna, 0-1, í Eyjum en það var Daninn Ronny Pet- ersen sem skoraði sig- urmarkið í leiknum. Þrenna hjá Porca Salih Heimir Porca skoraði þrennu í 04 , sigri Breiðabliks á Leikni í Reykjavík en ívar Sigurjónsson skor- aði fjórða markið. Fylkismenn unnu svo öruggan, 0-5 sigur, á Aftureldingu í Mosfells- bæ, Kristinn Tómasson, Sturla Guðlaugsson, Gylfi Einarsson og Sigurður Karlsson skoraðu mörk Fylkis en fimmta markið var sjálfsmark. -ÓÓJ Salih Heimir Porca skoraði þrjú fyrir Breiöablik. — - Fjölnisstúlkur tryggöu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í spennandi keppni Gui sko mat Grindvíkingurinn Róbert \ Sigurösson skorar hér fyrsta mark síns liös án þess aö Tryggvi Bjarnason komi vörnum viö í 5-2 sigri á 23 ára liöi KR-inga en Grindavík vann öruggan sigur í gær. Næsti leikur liösins í deildinni er einnig í Frostaskjólinu gegn aöalliði KR. DV-mynd Hilmar Þór j ■ ; Reykjavíkurmót 6. flokks kvenna í Laugardalnum á dögunum: skinsbros Engin óvænt úrslit urðu í átta síðustu leikjum 32 liða úrslita Coca-Cola bikarkeppni karla, í knattspyrnu, í gær. Öll tíu lið Landssímadeildarinnar komust áfram og aðeins lið úr tveimur efstu deildun- um verða í pottinum þegar dregið verið í 16 liða úrslitin næstkom- andi þriðjudag. Valsmenn komust þó í hann krappan á Akranesi og þurftu fram- lengingu til þess að leggja af velli 23 ára lið Skaga- johnsen ™a' Arnór aöi sigur- Guðjohnsen < vals Serðl tvo mörk fyrir Val, þar á meðal sigurmarkið í framleng- ingu en staðan var 2-2 í leikslok. Jóhannes Gíslason og Guðjón Sveinsson skoruðu mörk ÍA en Halldór Hilmisson gerði þriðja mark Vals. Sjö mörk í Frostaskjóli Grindvíkingar unnu 23 ára liö KR-inga í sjö marka leik í Frosta- skjólinu. 23 ára lið KR náði að skora jafnmörg mörk í Grinda- Liðin 16 - sem fóru áfram Landssúnadeild (10) KR, ÍBV, ÍA, Leiftur, Fylkir, Keflavík, Grindavík, Fram, Stjaman, Breiðablik. 1. deild (6) FH, Sindri, KA, Dalvík, Víkingur, Valur. Það verður dregið í 16 liða úrslit keppninnar þriðjudaginn 20. júni, ásamt því að dregið verður í 8 liða úrslit í bikarkeppni kvenna. m [TS ka Þriðjudeildarlið KFS úr Vest- mannaeyjum hefur verið í sambandi við aðila í Eyjum um að Júgóslavi nokkur gangi til liðs við liðið. Mað- urinn heitir Dragan Manoljovic og hefur spilað með Þrótti Reykjavík og svo ÍBV á árunum 1993 til 1995. Dragan er 36 ára gamall og hyggst flytja til Eyja til frambúðar. Ef af þessu verður mun Dragan hitta fyrir í KFS fyrrverandi félaga sína hjá fBV, þá Heimi Hallgrímsson, Jón Braga Arnarsson, Yngva Borg- þórsson, Sindra Grétarsson, Frið- rik Sœbjörnsson og Sigurð Inga Ingason. KFS trónir nú á toppi B-rið- ils. Það þurfti að stöðva keppni á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi vegna þoku. Þá hafði að- eins helmingur keppenda lokið fyrsta hring en keppnin fer að þessu sinni fram á Pebble Beach í Kalifomíu þar sem þokan barst utan af Kyrrahafi. Tiger Woods var með forustuna þeg- ar hætta þurfti keppni en hann lék fyrsta hring á 65 höggum eða heilum sex höggum undir pari. Engum hefur tekist að spila betur á vellinum í þessu móti sem hefur fjórum sinnum farið þar fram. Það var ekki síst fyrir ófarir John nokkurs Daly að fresta varð keppni en hann lenti illa í þokunni og lék átj- ándu holuna á 14 högggum eða níu höggum yfir pari. Daly þessi er nú hættur í mótinu en hét þess í fyrra, þegar hann stormaði burtu og hætti keppni á áttundu holi á opna bandaríska mótinu, að hann myndi aldrei spila á mótinu aftur. Þá lék hann áttundu holuna á 11 höggum en Daly þessi hefur unnið nokkur stórmót, þar á meðal opna breska meistaramótið. Rússneski sundgarpurinn Roman Sludnov bætti í gær fjögurra ára heimsmet í 100 metra bringusundi þegar hann synti á einni mínútu og 36 sekúndubrotum betur, en þessi 20 ára sundmaður náði þessum árangri á rússneska meistaramótinu en metið var síðan á ÓL 1996. -ÓÓJ/JGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.