Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 3
Jj"V FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 35 I skottinu á reynslubílnum var „barnasæti“ fyrir tvo, en frekar lítiö bólstruö og augljóslega aöeins fyrir létta farþega. En bílbeltin vantar aö sjálfsögöu ekki. bensíni sem eftir er á tanknum mið- að við það ökulag sem viðhaft er hverju sinni. Hljómflutningstækin í þessum bU vöktu sérstaka athygli mína: útvarp með geislaspUara og kassettu og al- deUis sérlega góðan hljóm, hvort heldur var á misvel lesnar fréttir út- varpsstöðvanna eða hágæða hljóm- list. Útvarpinu eru hægt að sljóma á stýrishjólinu með einum fmgri, en þar fyrir utan liggur það vel við hendi og stjórnhnappar stórir og auðvelt að handsama þá, jafnvel í hönskum. Fyrir þetta fær ný V70 af- gerandi plús. Veghæð V70 AWD á lágbörðunum sem hann kemur á - 205/55x16 - er 15 sm - 2 sm meiri en á 2WD biln- um. Nokkuð örugglega má láta hærri dekk undir bUinn án breyt- inga og án þess að það komi niður á ökuhæfni hans. XC - Cross Country bíllinn, sem kemur síðar í sumar, er t.d. á 215/65x16 og hann með með 20 sm veghæö. Volvo V70 kostar frá 3.325.000 krónum og er þá miðað við hand- skiptan 2WD bU með 2 1180 ha. vél. ReynslubUlinn var AWD með 2,4 1 vél og sjálfskiptingu og ýmsum bún- aði öðrum, grunnverð hans þannig er 4.267.500 krónur. Síðan er hægt að fá margvíslega „pakka“ eftir smekk hvers og eins. -SHH Fyrir aftan aftursætin er farangurs- rými upp á 485 litra og gott aö kom- ast aö því. Auövelt er aö leggja aftursætiö niö- ur 40/60 og ekki vandamál með höf- uöpúöann; hann leggst bara fram á bakiö fyrst og veröur aldrei fyrir. Huröirnar opnast dável og þó maö- ur sitji frekar lágt er þaö líklega framför frá eldri bílnum. ____________________________ bílar Landsmót í Húnaveri - Sniglar heimsækja átthagana aftur Landsmót Bifhjólasamtaka lýð- veldisins, Snigla árið 2000, verður að þessu sinni haldið i Húnaveri en þann stað má að vissu leyti kaUa vöggu Snigla. Landsmót var haldið þar aUt frá byrjun og til ársins 1990 en síðasta landsmót þarna var 1994 og aðsóknin sú mesta sem þar hefur nokkurn tímann sést eða um 500 manns. Landsmótið er aUtaf haldið fyrstu helgina í júlí og er stærsti viðburðurinn i Sniglaárinu og þang- aö mætir áhugafólk um mótorhjól af öUum gerðum. í ár er búist við fjölda útlendinga á svæðið, en frægð landsmótsins hefur borist víða. Koma þeir helst frá Bretlandi, Frá landsmótinu 1994 Hér keppa menn í tunnuveltu á mótorhjólum. DV-MYNDIR NG Einar úr Sniglabandinu átti íslandsmetiö í Snigli Þaö krefst mikillar einbeitingar aö keyra hægt og halda jafnvæginu á stóru mótorhjóli. Þýskalandi, Nor- egi, Bandaríkj- unum, írlandi og Portúgal. Til gamans má geta að Leicester Motorcycle Act- ion Group í UK verða með hóp- ferð á landsmót Snigla. Dagskráin er venjulega fuU af skemmtUegum viðburðum og mikið lagt upp úr þvi að þeir sem á það koma fái eitthvað fyrir pening- ana sína. Elduð er svoköUuð lands- mótssúpa á fostudagskvöldið og á eftir spUar hljómsveitin BP og Þeg- iðu Ingibjörg fyrir dansleik. Á laug- ardeginum er einna mest um að vera og fer mestaUur dagurinn í skemmtUega leiki á mótorhjólum og án þeirra. Hápunkturinn er eflaust íslandsmótið í Snigli, en skapast hefur mikU hefð fyrir því á lands- móti. Þar keppa tveir og tveir í einu á brautum sem eru 16 metrar á lengd og einn á breidd um hver sé lengst að fara leiðina án þess að setja niöur fætur. íslandsmetið á Steini Tótu í Vélhjólum & Sleðum og er það 1,09 mín. og hefur það staðið síðan 1996. í mörg ár á undan átti Einar Hestur, hljómborösleikari Sniglabandsins, þó metið. Fleiri skemmtUegir leikir eru, t.d. tunnu- velta þar sem menn keppast um að velta á undan sér tunnu með fram- dekkinu og einu sinni var keppt í Zippómundun. Búist er við að fjöldi manns muni mæta í ár enda eru aU- ir velkomnir, hvort sem þeir koma á tveimur hjólum eða flórum. -NG Chrysler PT Cruiser tætist út Chrysler PT Cruiser - nýr bíll meö skírskotun til bílahönn- unar frá miöri öldinni sem leiö. Annar eins bílaslagur hefur varla sést í Bandaríkjunum í áratugi eins og núna eftir að Chrysler PT (Per- sonal Transport) Cruiser kom á markaðinn. Þessu er helst líkt við handaganginn sem varð í öskjunni árið 1964 þegar Ford Mustang kom á markaðinn og tUvonandi kaupend- ur stóðu, lágu og sváfu í biðröðum framan við bUasölumar svo sólar- hringum skipti tU að tryggja sér einn af fyrstu bUunum. Grunnverðið í Bandaríkjunum er um 16.000 doUarar en ekki er óal- gengt að bUamir séu seldir á 2000 doUara yfirverði og þykir ekki goð- gá. Hitt þykir sögulegra að kaupend- ur eru tUbúnir að bíða í fjóra tU fimm mánuði eftir að röðin komi að þeim að fá bU afgreiddan - og það í landi þar sem algengast er að menn vUji fara inn á bílasölu núna og keyra burtu á fuUafgreiddum bU á eftir. Banda- ríska útgáf- an er fram- leidd í verk- smiðju Daim- lerChrysler í Mexíkó þar sem áætlaö var að fram- leiða 50 þús- und bUa á ári. Sú tala hefur nú verið fjór- földuð í 200 þúsund bíla. Evrópski bUlinn er framleiddur í Austurríki en ekki fer sögum af því að framleiðslugeta hafi verið aukin þar sem þó er ekki ólík- legt þvi að bUar eru skammtaðir út á markaðssvæðin í Evrópu ekkert síður en vestan hafs. Danir fengu t.a.m. hundrað bUa kvóta og þeir seldust aUir á örskömmum tíma og þó er grunnverðið í Danmörku um 2,6 miUjónir króna fyrir ódýrustu útgáfu af þessum eftirsótta bú, með 2 1,140 ha. vél. Eins og er starfar ekkert Chrysler-umboö á íslandi, þó fyrir liggi aö það muni opna á ný hjá Ræsi hf., annaðhvort síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Þess vegna á ísland engan kvóta í PT Cruiser eins og er en varla er að efa að ís- lendingar muni verða ginnkeyptir fyrir þessum nýja bU með fortíðar- útlitið þegeir hann verður í boði hér. SHH Til hvers að nota bíllykilinn? Breska blaðið Auto Express hef- ur nú í þriöja sinn mælt hve lang- an tíma það tekur þjálfaðan bUþjóf að komast inn i hinar ýmsu teg- undir. Að þessu sinni voru fimm- tíu tegundir prófaöar og ekki að- eins tíminn sem það tók að opna: skUyrði var að aðeins væru notuð verkfæri sem venjulegum bUþjóf- um eru tUtæk og meðfærUeg og að ekki sæi á bUunum þegar þeir hefðu verið opnaðir. Aðeins 21 af þessum 50 stóðust prófið - það er að segja að það tók fimm mínútur eða meira að kom- ast inn í þá. Þar af stóð Skoda Fabia sig hvað best og best allra smábUa og skaut þar meira að segja „fína“ bróður, Volkswagen - Skoda Fabia þjófheldasti bíllinn Lupo, ref fyrir rass. En því fer fjarri að samhengi sé miUi verös á bU- um, eða flokkaskipt- ingar eftir finheitum, og hversu fljót- legt/sein- legt er að komast inn í þá. Dæmi: Alfa 166 2,0: 2,87 sekúnd- Bíla- sýning í Kína í þessari viku lauk alþjóðlegri bUasýningu sem haldin var í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína. Sýningin dró tU sín nærri 800 fyrirtæki úr bUaiðnaðinum, frá 22 löndum. BUa- iðnaðurinn í Kína stendur völtum ur. Mercedes CLK 430: 3 sekúndur sléttar. Jaguar XKR: 8,03 sekúndur. Audi A4 Quattro: 8,22 sekúndur. Auðveldastim viðfangs var Fiat Multipla: 1,25 sekúndur. Það er spuming hvað maöur er yfirleitt að gera með lykfl! Nema: Ekki er sopið kálið þó i ausuna sé komið. Breytileg tölvukóðalæsingin í kveikjulásn- um, eins og tfl dæmis í Fiat, Alfa og Nissan og líklega fleiri bilum, er verri viðfangs. Ekki þýðir að skammhleypa fram hjá kveikjulásnum, bfllinn fer ekki í gang ef kóðann sem aöeins fæst með lyklinum vantar. Meginheim fld: Auto Bild fótum en reynir þó að fóta sig áður en að Kína gengur í Alþjóðavið- skiptastofhunina, en það mun þýða mikla samkeppni erlendis frá. Markaður meira en milljarös kaup- enda freistar bílaframleiðenda mik- ið en Kína er tfltölulega skammt á veg komið sem bílaþjóð enn sem komið er. -NG Kínverskar sýningarstúlkur sitja fyrir hjá FCX-rafmagnsbílnum frá Honda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.