Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Side 1
15 Fýrsti Saxinn kominn úr Korpu C3Ð Þaö var ekki hátt risiö á Kevin Keegan, landsliðs- þjálfara Englands, og bekkjarfélögum hans þegar Ijóst var aö Englendingar höfðu setiö eftir í riðla- keppninni meö sárt enniö en Rúmenar, sem tryggðu sér 3-2 sigur meö marki úr vítaspyrnu á síöustu mín- útunni, komust áfram í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta ítölum. Evrópukeppnin hefur veriö ein sam- felld vonbrigði fyrir Lothar Mattháus og þýska lands- liöiö. í gærkvöld voru þeir niöuriægöir gegn Portú- gölum og eitt stig í þremur leikjum getur vart verið viöundandi fyrir stórþjóö eins og Þýskaland. Kekelija til Stavanger Rússinn David Kekelija, sem lék með handknattleiksliði Fylkis á síðasta timabili, er að öllum líkindum á leið til norska liðsins Stavanger. Kekelija er samningsbundinn Fylki þannig að norska liðið þarf að greiða upp samning hans ef hann fer til liðsins. Eins og fram hefur komið skrifaði Sigurður Gunnarsson undir þjálfarasamning við Stavanger fyrir skemmstu. Kekelija, sem á nokkra landsleiki með Rússum, var yfirburðamaður í liði Fylkis á siðasta tímabili og markahæsti maður liðsins. -JKS Knattspymumaðurinn knái Ivar Bjarklind er farinn að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa legið í dvala í vetur. ívar, sem lék með ÍBV árin 1995-1999 og varð tvívegis íslandsmeistari með liðinu, hefur haldið sér í æfingu með því að spila með 3. deildar liði Gróttu. Nú er hann hins vegar farið að kitla í alvöru knattspymu og í gærkvöld var hann mættur á æfingu hjá íslands- og bikarmeisturum KR í Frostaskjólinu. „Ég hafði mjög gaman af þessari æfingu, andrúmsloftið var fint en hún var án allra skuldbindinga af beggja hálfu,“ sagði ívar i samtali við DV-Sport í gærkvöld. Það má með ólíkindum heita ef KR-ingar, sem hafa ekki verið sannfærandi í byrjun móts, láti þennan snjalla leikmann sér úr greipum ganga en ívar var einn besti leikmaður ÍBV þau fimm ár sem hann lék með liðinu. ívar á að baki einn A- landsleik, gegn Sádi-Arabíu þar ytra í desember 1997. ívar Bjarklind var á æfingu hjá KR í gær og hitti þá fyrir bæöi núverandi og fyrrverandi KR-inga. Bjarki Gunnlaugsson, ívar Bjarklind og Andri Sigþórsson stilla sér hér upp fyrir Ijósmyndara DV-Sport í gær. DV-mynd Hilmar Pór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.