Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Blaðsíða 5
18 MIÐVKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 39* Í0 * LANDSSÍMA ^^^^^DEILDIN 1000 Þráttfyrir ad Fylkismenn hafi fengið fæst horn af öllum liðum Landssímadeildarinnar hafa þeir skorað flest mörk allra liða eftir horn. Fylkir hefur skorað tvö mörk eftir hom líkt og Grindavík en aðeins fengið 22. Eyjamenn hafa fengiö flest horn eða 51, Skagamenn hafa fengið 46 og Framarar koma þriðju með 38 hornspymur en ekkert þessara þriggja liða hefur þó náð að skora upp úr horni. Grindvik, Keflavík og Fylkir hafa skorað flest mörk eftir fóst leikatriði eða fjögur hvor en hjá KR-ingum, Frömurum eða • Stjömumönnum hafa fóst leikatriöi enn ekki skilað marki í sumar. Blikar hafa fengió flest mörk á sig eftir fóst leikatriði eða sex slfk en Keflvíkingar hafa fengið á sig fjögur mörk eftir hom, aukaspyrnur, innköst eða víti. ÍBV, ÍA og Fylkir hafa öU haldið hreinu gegn föstum leikatriðum það sem af er sumri. Þaó er oftast brotið á Grindvíkingum af öllum liðum deUdarinnar þvi Grindavíkur- liðið hefur fengið 16 aukaspymur að meðal- tali í leUt. Eyjamenn hafa fengið 15,7 auka- spyrnur að meðaltali og KR-ingar 14,7 en ÍA: Lýst eftir sóknarleik Skagamenn mættu til leiks í vor fullir sjálfstrausts eftir að hafa fengið Sigurð Jónsson til baka eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Því miður fyrir þá hefur Sigurður ekki staðið undir væntingum - virðist hreinlega ekki vera í nægilega góðu formi. Sóknarleikurinn hlýtur líka að vera áhyggjuefni fyrir Ólaf Þórðarson, þjálfara liðsins. Aðeins þrjú mörk hafa litið dagsins ijós hjá Skagamönnum og svo virðist sem markaleysið ætli enn eitt árið að verða liðinu fjötur um fót. Þó hafa þessi þrjú mörk gefið tíu stig sem segir kannski meira en mörg orð um deildina í sumar. Keflavik: Ekki fagurt á að horfa Það verður seint sagt um Kefl- víkinga, frekar en önnur lið sem Páll Guðlaugsson hefur stjómað, að þeir spili skemmtilega knatt- spymu. Þeirra leikaðferð gengur út á að veijast með ellefu menn inni á eigin vailarhelmingi þar til andstæðingurinn hefur fengið nóg, missir þolinmæðina og gefúr færi á sér. Þá fyrst hætta leik- menn Keflavíkur sér inn á valiar- helming andstæðinganna og láta skeika að sköpuöu. Tveir menn hafa farið mikinn í sumar, þeir Guðmundur Steinarsson og Zoran Daníel Ljubicic. Aðrir hafa lítið látið að sér kveða. Fjórir hafa lagt upp þrjú mörk Guðmundur þátt í flestum mörkum átt Þessir hafa att þatt í flestum mörkum í fyrstu sex umferðunum: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 (6 mörk + 1 fiskað víti) Sævar Þór Gíslason, Fylki .........6 (3 mörk + 2 stoðs. + 1 fiskað víti) Gylfi Einarsson, Fylki.............6 (4 mörk + 2 stoðsendingar) Andri Sigþórsson, KR...............5 (4 mörk + 1 stoðsending) Steingrímur Jóhannesson, ÍBV ... 5 (2 mörk + 3 stoösendingar) Einar Þór Daníelsson, KR...........4 Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki ... 4 Paul McShane, Grindavík............4 Zoran Ljubicic, Keflavík...........4 11 rauð og 11 víti Ellefu rauð spjöld hafa verið gefm í fyrstu sex umferðunum og dómararnir hafa dæmt 11 víti. Grindvíkingar hafa fengið flest rauð spjöld eða 3, þar af hefur Sinisa Kekic fengið tvö. Fylkir, Keflavík og Skaginn hafa öll fengið að líta 2 rauð spjöld en KR, Leiftur, Fram og ÍBV hafa sloppið við rauða spjaldið það sem af er sumri. Bragi Bergmann hefur gefið flest rauð eða 3 en Pjetur Sigurðsson dæmt flest víti eða 3. Keflavík og ÍA hafa fengið flest víti eða 3 hvor, Keflvik hefur nýtt öil en ÍA hefur misnotað tvö. fæstar aukaspyrnur hafa Keflvíkingar feng- ið eða 10,2 að meðaltali i leik. Blikar hafa fengið næstfæstar eða 11,2 að meðaltali og Fylkismenn hafa fengið 12,3 í leik. 'Fjórir leikmenn Landssíma- deildarinnar hafa lagt upp flest mörk það sem af er eða þrjú hver. Þetta eru þeir Einar Þór Danielsson, KR, Steingrímur Jó- hannesson, ÍBV, Zoran Ljubicic, Keflavík og Scott Ramsey, Grindavík. Ljubicic hefur auk þess fiskað víti og því aðstoðað við gerð fjögurra marka. Næstir koma með tvær sendingar: Atli Knútsson, Breiðabliki ........2 Gunnar Þór Pétursson, Fylki .... 2 Gylfi Einarsson, Fylki.............2 Hrafnkell Helgason, Fylki..........2 Salih Heimir Porca, Breiðabliki . . 2 Sævar Þór Gíslason, Fylki .........2 Sport KR-ingar brjóta oftast af sér eða 16,2 sinn- um i leik, Stjörnumenn fá á sig 14,7 auka- spyrnur að meðaltali og Leiftursmenn 14,5. Fæstar hafa aukaspyrnurnar verið dæmdar á Eyjamenn eða 10,5 en 11,5 aukaspyrnur eru dæmdar að meðaltali á Blika. " KR-ingar eru skallakóngar deildarinnar en KR hefur skorað flögur skallamörk enda með báða skallakóngana innanborðs því Guömundur Benediktsson og Andri Sigþórsson hafa skorað flest skallamörk allra leikmanna deildarinnar eða tvö. Blik- ar hafa fengið á sig flest skallamörk eða fjögur. Athygli vekur aö aóeins sex mörk hafa verið skoruð fyrir utan vítateig það sem af er sumri, þar af hafa Blikar gert tvö þeirra. Eyjamenn leika aftur á móti næst markinu því sex af tíu mörkum ÍBV í sumar hafa komið úr markteignum. Liöin hafa gert 16 stigamörk i sumar, þar af 11 sigurmörk. Stigamörk eru sigurmörk eða mörk sem breyta tapi í jafntefli. Fylkis- menn hafa gert flest slík mörk eða 4, þar af tvö sigurmörk en KR-ingar hafa gert flest sigurmörk eða þrjú slík. Gylfl Einarsson, Fylki og Guömundur Steinarsson, Kefla- vík hafa gert flest stigamörk af leikmönnum deHdarinnar en bæði mörk Guðmundar eru sigurmörk. KR-ingar: Hakir en samt efstir Það er með olikindum að KR- ingar skuli tróna á toppnum þeg- ar sex umferðum er lokið. Liðið hefur spilað mjög illa og lykil- menn eins og Guðmundur Bene- diktsson, Sigursteinn Gíslason og Þórhallur Hinriksson hafa leikið langt undir getu. KR-ingar hafa verið ragir i sóknaraðgerö- um sínum og nánast eingöngu treyst á einstaklingsframtak Andra Sigþórssonar og Einars Þórs Daníelssonar. Þeirra sigrar hafa frekar komið í hús vegna ódugnaðar andstæðinganna en eigin ágætis. EUR0 2000 leikur Sendist til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, ^ merid: DV-Sport wEuro 2000 leikur 1. Hvaða iandslið var að spila fyrsta leik sinn í úrslitakeppni Evrópumóts .. , og byrjaði á því að skora þrjú mörk í fyrsta leik? __________________________________Nam: Þaö er ólíklegt aö nokkur íslenskur knattspyrnuáhugamaöur hafi skemmt sér jafn vel á leik í Landssimadeildinni ( sumar og þessi portúgalski stuöningsmaöur á leik Portúgala og Englendinga í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Leikirnir hafa veriö hrútleiöinlegir og fá mörk litiö dagsins Ijós. Varnarleikur hefur veriö slagorö dagsins en sóknarleikur settur í aftursætiö. DV Sex umferðir búnar af Landssímadeild karla í knattspyrnu: Sport Islensk knattspyma er á villigötum. Þegar horft er um öxl og staðan metin eftir sex umferðir i Landssímadeildinni í ár blasa viö ófagrar staðreyndir. Varfæmislegur varnarleikur og tilvilj- anakenndur sóknarleikur eru ríkjandi hjá langflestum liðum deildarinnar og svo virðist sem þjáifaramir í deildinni þori ekki að taka nokkra einustu áhættu. Leikimir hafa flestir hverjir verið hundleiðinlegir á að horfa, þrátt fyrir að liðin eigi að koma betur undirbúin til leiks heldur en nokkru sinni áður. Tölumar tala sínu máli. Aldrei hafa verið skoruð jafn fá mörk í fyrstu sex umferðunum síðan þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984.1 síðustu tveimur umferðum hefur þó markaleysið gjörsamlega keyrt um þverbak og hafa aðeins þrettán mörk verið skoruð í leikjunum tíu í fimmtu og sjöttu umferð. Fjögur lið, Fram, ÍA, Stjaman og Leiftur, hafa skorað minna en eitt mark að meðaltali í leik og nokkur þessara liða fara varla fram á vallarhelming and- stæðinga sinna, slik er varkámin. Ekki nóg að skipta um húsvörð Gott dæmi um þetta er lið Fram. Fyrir mótið var barið á bumbur í Safamýrinni, nýr þjálfari var ráð- inn og atvinnumenn I litilli leikæfingu voru dregnir á flot. Guðmundur Torfason, þjálfari Fram, gekk fyr- ir sínum mönnum og var óspar á yfirlýsingar um betri tíð Frömurum til handa. Stefnan var sett á topp- baráttuna og voru allir miðlar óspart notaðir til þess að koma þeim skilaboðum áleiðis til landsmanna. Eft- ir annan tapleik Framara gegn Grindavik sá þessi sami þjálfari, sem hafði farið mikinn í viðtölum fyr- ir mót, enga ástæðu til þess að ræða við blaðamann DV. Hann fór í fylu og neitaði viðtali þar sem liðið hans hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Því má spyrja: Hvemig eiga leikmenn Fram að fara að því að sýna karakter þegar þjálfar- inn skríður inn í skelina strax í öðrum leik og neit- ar að horfast í augu við vandamálin? Miklar vænt- ingar voru gerðar til Guðmundar fyrir timabilið og átti hann að vera maðurinn sem myndi rífa upp þetta fyrrum stórveldi. Þar virðast forráðamenn Fram hins vegar hafa gert reginmistök því Framliðið hefur verið eins og hús sem er að hruni komið. Það er ekki nóg að skipta um hús- vörð sem á að laga allt á einni nóttu held- ur verður að rifa húsið og byggja nýtt frá i M grunni. Lögöust í vörn gegn tíu nýliðum Annað dæmi um heigulsháttinn sem hef- ur viðgengist meðal íslenskra þjálfara í sumar var þegar Pétur Pétursson, þjálfari KR-inga, skipti miðjumanni inn fyrir sóknarmann þegar tíu mínútur voru eftir Pétur Pétursson, þjálfari segn nýliðum deildarinnar Fylki sem KR. Guömundur þjálfari Fram. voru einum færri og einu marki undir. Þetta snilldarbragð, að ætla sér að halda fengnum hlut, kom heldur betur í bakið á KR- ingum því Fylkismenn tvíefldust við þetta og jöfnuðu leikinn undir lokin. Það hljómar ótrúlega að þessi sami þjálfari skuli hafa predikað um styrk sóknarknattspymu rétt fyrir mót. Annað atriði sem hlýtur að vekja athygli er sú staðreynd að KR-ingar tróna á toppi deildarinnar með þrettán stig þrátt fyrir aö flestir leikmanna liðsins hafi leikið langt undir getu og liðið sem heild hafi spilað ömurlega knattspymu. Þetta getur þýtt tvennt: Ann- aðhvort eru KR-ingar með eindæmum heppnir eða hin lið deild- arinnar svo ótrúlega léleg að þau geta ekki skákað KR-ingum þrátt fyrir að tslands- og bikarmeistaramir hafi gefið færi á sér hvað eftir annað i sumar. Ofmetnir atvinnumenn Fjölmargir leikmenn hafa snúið heim úr atvinnumennsku fyr- ir þetta keppnistímabil. Knattspyrnuáhugamenn báru þá von í brjósti að þessir leikmenn myndu lyfta ís- lenskri knattspymu upp á hærra plan en því miður virðist það ekki ætla að verða raunin. Rauða dreglin- um var rúllað út við komu Sigurðar Jónssonar upp á Akranesi en frammistaða hans hefur að mestu leyti valdið vonbrigðum og hann ekki verið þessi yfir- burðamaður sem Skagamenn vonuðust til og borga honum fyrir að vera. Valur Fannar Gíslason, Þorbjöm Atli Sveinsson og Kristófer Sigurgeirsson komu til Fram eftir misheppnaða dvöl erlendis og ef mið er tek- ið af frammistöðu þeirra i sumar má telja með ólíkind- um að þessir menn skuli einhvern tíma hafa haft at- vinnu af því að spila knattspymu. Sömu sögu má segja um KR-ingana Hauk Inga Guðnason og Gunnar Einarsson. Þeir hafa ekkert getað i sumar, valdið miklum vonbrigðum og eiga hvomgur fast sæti i byrj- unarliði KR sem þó hefur verið að leika illa. Fátt er svo meö öliu illt Það er þó ekki algert svartnætti í íslenskri knattspymu. Nokkrir leikmenn hafa komið sterkir inn í byrjun móts og sýnt að íslensk knattspyrna á einhverja framtið fyrir sér. Guðmundur Steinarsson úr Keflavík hefur tekið Landssímadeildina með trompi í ár og er marka- hæsti leikmaður deildarinnar með sex mörk. _____________ Andri Sigþórsson, sóknarmaður úr KR, hefur ver- ið fimasterkur og verið maðurinn á bak við flesta þá hættu sem íslands- og bikarmeistamir hafa skapað í sumar. Það kom glögglega í ljós í leikn- um gegn Fylki hversu miklvægur hann er KR- liðinu því Haukur Ingi Guðnason náði engan veginn að fylla skarð hans. Aðrir leikmenn sem hafa komið sterkir inn í byijun móts em Gunnlaug- ur Jónsson, vamarmaður ÍA, sem hefur hirt upp skít- inn eftir hálfsofandi félaga sína í vöm Skagamanna í allt sumar, og hinn ungi og efnilegi Fylkismaður, Gylfi Einarsson, Torfason, Zoran Djuric, Grindavík. Iþróttaljós fþróttadeild DV sem hefur skorað mikilvæg mörk og verið mjög ógnandi í leik sínum. Erlendu leikmennirnir standa fyrir sínu Til hvers era íslensk lið að flytja inn erlenda leikmenn sem erusT' engu betri en íslensku leikmennimir sem fyrir era? Nokkur lið hafa fallið í þessa gryfju i ár. Leiftursmenn sitja uppi með sjö út- lendinga og með góðu móti er hægt að segja að einn þeirra, mark- vörðurinn Jens Martin Knudsen, hafi staðið sig vel. Landar hans, Jens Erik Rasmussen, Sámal Joensen og John Pet- ersen, hafa valdið miklum vonbrigðum og á engan hátt náð að aðlagast íslenskri knattspymu. Brasilíumennimir þrír eru á öðru ári en það er fátt sem bendir til að þeir eigi eftir að setja mark sitt á Lands- símadeildina þegar fram liða stundir. KR-ingar halda enn tryggð við skoska^ vamarmanninn David Winnie þrátt fyrir að veikleiki hans, alvarlegur skortur á hraða, hafi verið opinberaður hvað eftir annað í fyrra og í ár. Það merkilegt hvað menn geta lifað lengi á því að vera vald- ir bestu menn íslandsmótsins. En erlendu leikmennimir eru ekki allir slakir. Grindvíkingar tefla fram stórri sveit útlendinga sem hafa flestir staðið sig vel. Zoran Djuric hef- ur komið mjög sterkur inn í vöm Grindvíkinga og sóknarleikur Grindvíkinga sem hefur gengið vel í sumar hefur að mestu leyti snúist um Júgóslavann Sinisa Kekic og Skotana Scott Ramsey og Paul McShane. Stjaman krækti í happdrættisvinning þegar liðið fékk júgóslavneska vamarmanninn Vladimar Sandulovic fyrir tímabilið. Hann hefur haldið vöm Stjömunnar saman og er hætt við að Stjaman hefði tapað leikjum sinum stærra ef hans hefði ekki notið við. Sömu sögu er að segja af júgóslavnesku miðju- mönnunum hjá ÍBV, þeim Goran Aleksic og Momir Mileta. Þar eru á ferðinni frábærir leikmenn sem hleypa nýju blóði í íslenska^ knattspymu. Hvaö er til ráöa? TO þess að bjarga íslenskri knattspymu út úr _____________ þeirri sjálfheldu sem hún virðist vera komin í er ljóst að þjálfarar liðanna í Landssímadeild- inni verða fara að spila sóknarleik. Liðin verða að fara úr skotgröfunum, sækja fram og gera sér grein fyrir þvi að sókn er oft besta vörnin. Ef liðin ætla aö halda uppteknum hætti er hætta á að áhugi fólks á deildinni muni snar- minnka og áhorfendum snarfækka í kjölfarið. Þetta hefur áhrif á rekstur liðanna sem nú þegar leiknum. glíma við mikinn launakostnað. Það er því liðunum I hag að fara upp á háaloft og dusta rykið af sóknar- 2. Hver skoraði mark Norðmanna í sigrinum á Spánverjum í fyrstu umferð ríðlakeppninnar? 3. Flestir leikmenn í landsliðunum 16 sem spila í úrslitum leika með liðum í hvaða landi? 4. Einn leikmanna Júgóslava var vísað útaf í leiknum gegn Slóvenum. Hann spilar með Italíumeisturum Lazio, hvað heitir hann? 5. Hver stóð í markinu hjá Englendingum í leiknum gegn Portúgal? 6. Með hvaða liði leikur Portúgalinn Luis Feiipe Madeira Caeiro Figo? Póstfang: Sími: Eft þÚ... já nei Áskrifandi að SÝN? I I I I Áskrifandi að DV? |--1 |---1 Svarseðill £ "T □ Júgóslavía nsióvenia f~|Portúgal 2. r~lQle Gunnar Solskjær ClEirik Bakke ÖSteffen Iversen Svaraðu spurningunum og þú átt möguleika á glæsilegum vinningum! _ _ □Englandi Oitallu OSpáni riRichard Wright 1 jNigel Martin [~lDavid Seaman 4. 6. OVladimir Jugovic □Dejan Stankovic [~|Sinisa Mihajlovic f~lBarseIóna OBenfika OPorto Leiftur: Útlendingarnir virka ekki Innflutningur á fjóram Færey- ingum og þremur Brasilíumönn- um skilar ekki því sem forráöa- menn Leifturs bjuggust við fyrir tímabilið. Færeyingarnir þrír, Jens E. Rasmussen, Sámal Joen- sen og John Petersen, hafa verið úti á þekju í sumar og engan veg- inn náð að standa undir þeim væntingum sem til þeirra vora gerðar fyrir mót. Brassarnir þrír munu sennilega aldrei gera neitt að ráði og ef framlag Hlyns Birgis- sonar í vöminni væri tekið í burtu er líklegt að uppskeran væri heldur rýrari en hún er í dag. Stjarnan: Erfitt sumar fram undan Það þarf ekkert að fara í grafgöt- ur með það að þrátt fyrir að mörg lið hafi verið léleg það sem af er sumri hefur Stjaman verið með lé- legasta liðið. Stjömumenn líða fyr- ir það að leikmannahópurinn er einfaldlega ekki nógu góður og þegar Valdimar Kristófersson, sem átti sitt blómaskeið fyrir hálf- um átarug eða svo, er lykilmaður á miðju liðsins er tímabært að staldra við og athuga sinn gang. Vladimir Sandulovic hefur reynst bjargvættur liðsins en ef hans nyti ekki við er hætt við að skellimir heföu orðið stærri. Breiðablik: Vonlaus vörn Blikaliðið hefur valdiö miklum von- brigðum í sumar. Sú skemmtilega knattspyrna sem liðið sýndi síðasta sumar virðist hafa gufaö upp og spil- ið gengur hvorki aftur á bak né áfram. Atli Knútsson, markvörður Blika, hefur átt mjög gott tímabil en vamarleikurinn fyrir framan hann er hreinasta myrkraverk. Foringinn í vörninni er Andri Marteinsson en nokkur ár eru síðan hann hafði eitt- hvað fram að færa 1 íslenskri knatt- spymu. Fjórtán mörk í sex leikjum segja sína sögu. Lykilmenn eins og Salih Heimir Porca, Kjartan Einars- son og Bjarki Pétursson hafa verið að leika langt undir getu og viö því má lið eins og Breiðablik ekki. Reyndar er framherjinn efnilegi Marel Bald- vinsson allur að koma til eftir meiðsli og ætti hann að hressa upp á leik Breiðabliks. Fram: Karakterslausir kóngar Framarar eru haldnir ákveöinni vemleikafirringu. Þeir halda að þeir séu mun betri en þeir í raun og vem eru og haga sér samkvæmt því. Þeirra eina von er aö vakna til lífsins áður en það er um seinan. Það er fiillt af góðum knattspymumönnum í Framliðinu en enginn þeirra hefur sýnt nokkurn skapaðan hlut í sumar. Guðmundur Torfason hefur lagt lín- umar fyrir sumarið. Vamarleikur skal það vera og helst á ekki að sækja á fleiri en þremur mönnum. Þetta hefur orðið til þess að sóknarmenn liðsins hafa orðið ansi einmana og oftar en ekki þurft að reyna að stinga inn á sjálfa sig. Þó hefur danski sókn- armaðurinn Ronny Petersen komið með ferskt blóð inn í liðið og sýnt að þar er góður leikmaður á ferð. Fylkir: Sigur á sögunni Það skyldi þó aldrei vera að Fylkis- menn næðu að loksins að festa sig í sessi í efstu deild eftir þrjár heimsókn- ir undanfarin ár sem hafa allar endaö með falli að hausti. Fylkismenn hafa ekki enn tapað leik í deildinni og spil- að þokkalega knattspymu. Árangur þeirra þarf þó ekki að koma á óvart því þeir hafa fengið sterka leikmenn eins og Sverri Sverrisson og Sævar Þór Gislason til liðsins auk þess sem hinn sigursæli þjálfari Bjami Jóhannsson tók við liðinu fyrir tímabilið. Leikgleð- in í Fylkisliðinu hefur verið mikil, bar- áttan góð og uppskeran er annað sæti deildarinnar þrátt fyrir að knattspym- an hafi ekki alltaf verið sú áferðarfallegasta. Grindavík: Nýjar slóðir Grindvíkingar hafa aldrei byrjað mótið jafn vel og í ár. Lið- ið hefur leikið skemmtilegustu knattspymuna það sem af er, nokkuð sem er kannski ekki ýkja mikið afrek í ljósi frammi- stöðu annarra liða. Þeir hafa samt sem áður tapaö mikil- vægum stigum og spilað illa í nokkrum leikjum, s.s. gegn heillum horfnum Stjömumönn- um. Þeir vora heppnir að ná jafntefli gegn Keflvíkingum og Leiftri svo staða þeirra í deildinni endurspeglar kannski ekki góða frammistöðu Grind- víkinga heldur öllu heldur aum- ingjaskap annarra liöa. ÍBV: Meðalmennska Lítið eimir eftir af hinu öfluga liöi Eyjamanna sem varð íslands- meistari tvö ár röð, 1997 óg 1998. Liöið er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun sem tekur sinn toli. Það hefur verið fátt um fina drætti hjá Eyjaliöinu í sumar ef undan er skilinn stórsigurinn á Kelfavík, 5-0. Þetta rómaða sókn- arlið hefur ekki skorað 1 tveimur leikjum í röö og sýnir glöggt hversu mikla áherslu þjáifarar leggja á vamarleikinn. Samt era traustir menn innanborðs eins og Hlynur Stefánsson og Birkir Krist- insson ásamt Júgóslövunum tveimur sem era með betri leik- mönnum deildarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.