Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Blaðsíða 6
40 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ .2000 Sport i>v Þriðjungur búinn af íslandsmótinu í knattspyrnu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, besti þjálfari fyrstu sex umferðanna hjá DV-Sport: Að spila betur - en við Fylkismenn áttum von á í fyrstu sex umferðum sumarsins Besti þjálfari fyrsta hluta 1. Bjarni Jóhannsson, Fylki, 11 stig. 2. Milan Jankovic, Grindavík, 9 stig. 3. Pétur Pétursson, KR, 6 stig. 4. Kristinn Rúnar Jónsson, iBV, 5 stig. 5. -6. Ólafur hórðarson, ÍA, 2 stig. 5.-6. Páll Guðlaugsson, Keflavik, 2 stig. Fyrirkomulagið Stigagjöf fyrir besta þjálfarann hjá DV-Sport er skipt niður í þrjá hluta. í fyrsta lagi er tekin meðaleinkunn leikmanna hvers liðs á ákveðnu timabili og fimm efstu liðin fá stig. Það efsta fær fimm stig, næsta fjögur og svo framvegis. / öóru lagi er litiö á árangur liðanna á þessu tímabili og fimm efstu liðin fá stigi líkt og í liönum á undan. í þriója lagi gefa blaðamenn DV-Sport einum þjálfara atkvæði sitt. Bjarni Jóhannsson fékk að þessu sinni fjögur atkvæði frá blaðamönnum DV-Sport og Milan Stefán Jankovic eitt. Meðaleinkunn liðanna tíu varð þessi: Grindavík 3,22 ÍBV 3,21 Fylkir 3,19 ÍA 3,14 KR 3,09 Fram 2,85 Keflavík 2,84 Breiðablik 2,78 Stjarnan 2,76 Leiftur 2,75 Nýliöar Fylkis hafa komiö mjög á óvart í deildinni til þessa. Liðið er að leika skemmtilegan fótbolta, liðsheildin er sterk, leikgleðin er allsráðandi og þessir þættir gera það að verkum að liðið er í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir KR. Bjami Jóhannsson er þjálfari liðsins en þar á undan var hann þjálfari Eyjamanna í þrjú ár. Þeg- » ar þriðjungur mótsins er að baki er Bjami sá þjálfari sem staðið hef- ur sig hvað best að mati íþrótta- deildar DV. Við að spila betur en menn áttu von á - Hvaða væntingar gerðir þú til þins liðs á sínu fyrsta ári í deildinni í upphafi mótsins? „Við lögðum upp með það að gera enn betur en að halda sér uppi í deildinni. Þess í stað að gera enn betur en í heild má segja að við höfum farið betur af stað en menn almennt þorðu að vona í upphafi. Við erum jafnvel að spila betur og ná i fleiri stig en við áttum von á eft- ir þessa sex fyrstu leiki. Liðið, eins og önnur, er búið að fara í gegnum hörkumikla töm. Við reyndum að ná settu mark- miðið eins fljótt og hægt var í þessari stöðu eram við ekki að hugsa um neitt annað en að tryggja okkur þann / stigafjölda sem dugir til að halda sætinu í deildinni og það sem fyrst og því fyrr sem okkur tekst það því betra,“ sagði Bjami. Viö erum kannski á undan áætlun - Hvað er það helst sem komið hefur þér á óvart í leik liðsins? „Ég veit það nú kannski ekki al- veg. Við erum þó auðvitað að skora mörk og gert að jafnaði um tvö mörk í leik. Ég er að vonum mjög ánægður með það og síðan emm við að fá á okkur færri en eitt mark í leik að jafnaði. Það sem okkur hef- ur tekist kannski er að búa til heil- steypt lið sem vinnur vel saman, bæði í vöm og sókn. Ég hef oft sagt að það tekur tíma að slípa svona hluti saman þannig að við emm ef til vill aðeins á undan áætlun með það. Við verðum að hafa í huga að fyrir tímabilið urðu töluverðar breytingar á mannskapnum og nýr þjálfari tók við félaginu. Af þessum sökum hefur þetta gengið hraðar hjá okkur en öðrum sem vonandi helst.“ - Nú varst þú á undan þjálfari úti í Eyjum. Hver er munurinn að þjálfa ÍBV og lið sem er að koma upp um deild? „Munurinn er kannski bara sá að maður er með allt öðruvísi leik- mannatýpur í höndunum, öðruvísi styrkleika og veikleika. Liðið í Eyj- um var orðið mjög reynsluríkt og það er því svolítið öðruvísi að vinna með lið sem hefur mikla reynslu og annars vegar lið sem á ekki mikla reynslu að baki. Þú tek- ur annan útgangspunkt í upphafi með þennan samanburð til hlið- sjónar." - Hvemig finnst þér stað- ið að málum hjá Fylki og ertu ánægður með það vinnuum- hverfi sem þér er skapað? „Ég er bú- vera L ánægður með þá umgjörð sem mér er sköpuð. Um- gjörðin um knattspyrn- B una á íslandi er ekkert A til að hrópa húrra fyr- ir á ársgrundvelli. A Miðað við þær að- A stæöur sem við höf- ^ um hér á landi þá tel ég aö vel sé að málum staðið gagnvart því hjá Fylki. Klúbburinn hefur góðan bakgrunn í þeim efn- um en það var eitt fyrsta félagið sem fór að veita leikmönnum betri umgjörð eins og t.d. að þvo æfinga- og keppnisbúninga. Fylkir stendur hins vegar frammi fyrir því vanda- máli eins og flest önnur lið í Reykjavík að það vantar tilfmnan- lega fleiri grassvæði til æfinga." - Hvað hefur komið þér mest á óvart á mótinu til þessa? „Það er það hvað deildin er jöfn. Það er kannski allt of snemmt að draga einhverjar ályktanir af þessu því aðeins þriðjungi mótsins er lok- ið. Það þarf ekki að vinna nema 1-2 leiki til að sýnin verði allt önnur. Mótið raðast líka þannig fyrir sum lið að þau eru að leika erflðustu leikina fyrri part mótsins og önnur „léttari". Það verður spennandi að sjá hvemig staðan verður eftir níu umferðir.“ - Geturðu metið gæði knatt- spymunnar til þessa? „Ég átti von á fleiri betri leikjum inn á milli í byrjuninni. Ég bendi hins vegar á það enn og aftur að það þarf meiri umræðu um móta- mál og niðurröðun mótsins í heild sinni. Mér flnnst mótið keyrt allt of hratt í upphafl og það hentar ekki grasvöllunum, leikmönnum og þjálfurum. Það hlýtur að vera ósk allra þjálfara að fá rúman tima á milli leikja í upphafi móts til að pússa liðið saman. Ég vil miklu frekar taka tarnir seinni hlutann í mótinu heldur en í byrjun þess.“ Páttaskil verða í næstu um- ferðum - Hefur þú trú á því að deildin haldi áfram að vera svona jöfn? „Ég hef ekki trú á því og eftir því sem líður á mótið verði skilin meiri. Það veröa þáttaskil í þeim efnum í næstu umferðum. 5-6 lið hanga ekki hvert í öðru út mótið.“ - Hvert er markmið þitt með Fylkisliðið? „Fyrst og fremst að halda sætinu í deildinni. Ég ætla að vona að það gangi eftir sem fyrst svo við getum farið að setja okkur önnur og æðri markmið." í þjálfarastörfin fara spennufíklar - Er mikið álag því samfara að vera þjálfari Fylkisliðsins? „Það er fylgir því mikið álag. Ég hef oft sagt að í þjálfarastörfm fara einungis spennufiklar. Það er alveg saman á hvaða stigum það er, hvort sem er þjálfari í efstu deild eða í yngri flokkum, að þetta er spennu- starf. í íslensku samfélagi, þar sem hraðinn er mikill og menn vilja helst kaupa árangur eins og skyndi- bita, þá er álagið auðvitað enn meira.“ - Heldur þetta starf kannski vöku fyrir þér? „Nei, það hefur það aldrei gert. Ég hef alltaf undirbúið mig vel, bæði fyrir leiki, æflngar og annað slíkt, þannig að þetta heldur ekki vöku fyrir mér. Ég er ekki það spenntur." - Þig dreymir þá ömgglega starf- ið? „Já, það er allt annað mál. Mig dreymir það stundum, það er eng- inn vafi.“ -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.